Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Sr. Kjartan Jóns son skrifar frá Kenýu: Lgósmynd/Kjartan Jónsson Arve og Ingrid Myra ásamt börnum. Þau stjórna starfinu í Chesta. Spámannm- um skjátlaðist „Áður en missermu lýkur verða hvitu mennirnir búnir að éta einn af nemendum skólans." Þannig hljómaði boðskapur spámanns- ins. Það var ekki að undra, þó að menn færu ekki að senda dætur sínar á svo hroðalega stofnun. Þó voru það fimm stúlkur, sem hættu lífi sinu og nýi heimavistarskólinn var opnaður. Þetta var vandamál vina okkar, sem búa í einum af afkimum Kenýu, Pókothéraði. Þeir vildu leggja sitt af mörkum til að bæta hag stúlkna með því að byggja heimavistarskóla, svo að þær fengju frið og tækifæri til að læra og bijótast út úr myrkri fáfræði og undirokunar. Ýmsum eldri körl- um af eldri kynslóðinni þótti senni- lega veldi sínu ógnað með þessu. Orð hins virta spámanns endur- spegluðu það. En kristniboðamir voru undir það búnir, að þeir gætu mætt mótlæti og létu ekki slá sig út af laginu. Misserinu lauk, án þess að nokkur af nemendunum 5 yrði étinn. Eftir þetta fóru margir að efast um sannleiksgildi orða spámannsins, og nemendum hefur flölgað jafnt og þétt síðan. Nú er búið að reisa þama mjög veglegan skóla úr steinsteypu með heima- vistarplássi fyrir 300 manns. Hann er án efa glæsilegasti af meira en 20 skólum héraðsins og tákn þess, að nýi tíminn tekur við af hinum gamla. Útundan Staðurinn heitir Chesta. Pókot hérað var fyrir norðan „mörkin" eins og bresku nýlenduherramir sögðu, en fyrir norðan þau var lokað land, sem látið var eiga sig. Þangað var ekki farið með gæði nútímans eins og heilsugæslu, skóla o.fl. En nú er öldin önnur og yfirvöld gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að bæta upp hið vanrækta. Þau hafa beðið kirkjur og kristniboðsfélög um hjálp. Vel hefur verið bmgðist við því í Chesta. Sjúkrastarf Þar er nú starfrækt sjúkraskýli auk þess sem hjúkrunarkonumar fara út í héraðið á útstöðvar, sem eru of flarri sjúkraskýlinu til þess að sjúklingar geti náð þangað fót- gangandi. Mestur hluti starfssvæðisins er uppi I fjöllunum við kristniboðs- stöðina. Þama eru engir vegir, svo að fara verður fótgangandi. Vega- lengdir em langar og tekur ferðin því að jafnaði nokkra daga. Starf hjúkmnarfræðinganna er ekki bundið við ákveðnar vaktir frekar en starf hinna kristniboð- anna. Þær em oft vaktar um miðj- ar nætur vegna sjúklinga, sem ekki geta beðið til morguns. Þetta á sérstaklega við á regntímanum, þegar fólk er illa haldið af mala- ríu. — Ég man eftir því eitt sinn, að komið var með mann, sem hafði verið bitinn af slöngu. Fólkið varð að ganga næstum alla nóttina. — Ekki er óalgengt, að ástand sjúkl- inganna sé svo alvarlegt, að þeir verði að komast tafarlaust undir læknis hendur og þá verða hjúkr- unarfræðingamir að setjast undir stýri og aka til næsta sjúkrahúss, 35 km leið. Auk þess að meðhöndla sjúkl- inga, er mikilvægasti hluti starfs- ins er að fyrirbyggja sjúkdóma. Það er gert með því að bólusetja skólaböm, auk fræðslustarfs. Uppi em hugmyndir um að tengja það kvennastarfi kirkjunnar. Vonir standa til að hægt verði að þjálfa upp fólk í hveijum hrepp, sem síðan getur frætt nágranna sína. Með því að tengja þetta starf söfn- uðum kirkjunnar og útstöðvum ætti að vera hægt að ná yfir mjög stórt svæði. Ef þetta tekst, verður hægt að koma þekkingu á sjúk- dómum og vömum gegn þeim auk fræðslu um hreinlæti, hollt matar- æði, meðferð ungbama o.s.frv. inn á heimili almennings. Væri það mikill sigur gagn fáfræði og myndi bæta mjög hag fólksins. Fátækir bændur Kristniboðsstöðin stendur á hæðardragi við rætur mikils fjall- garðs. Tignarleg fiöllin gnæfa við himin. Stöðvarstæðið var illnýtan- Ljósmynd/Kjartan Jónsson Úr einni af kennslustofunum í nýja heimavistarskólanum fyrir stúlkur í Chesta. — Hér hafa nem- endur safnast saman á „sal“. Ijóamynd/KJartan Jónsson Alfred, fyrsti innfæddi prestur- inn í lúthersku kirkjunni í Pó- kothéraði. Hann er talandi dæmi um mátt hins kristna boðskapar. Ljósmynd/Kj artan Jónsson Gert að sári. — Sjúkrastarf er kristilegur kærleikur í verki. Það er mikilvægur þáttur starfsins í Chesta. Þar er nýtt sjúkraskýli. Malaría og ýmsir hitabeltissjúkdómar eru algengustu kvillarair. Ljjósmynd/V aldís Magnúsdóttir Fræðsla er mikilvægur hluti af sjúkraþjónustunni til þess að fyrir- byggja sjúkdóma. Vonir standa til að hægt verði að stórefla þetta starf. Hjúkrunarfræðingurinn, Astri Mangelröd, ásamt aðstoðarstúlku. Gott er að nota myndir í kennslunni. legur sandhóll, áður en kristniboð- amir komu þangað, en hefur nú verið breytt í aldingarð með ávaxtatijám, sem svigna undan ávöxtum sínum. Uppi á flöllunum búa þúsundir smábænda, sem draga fram lífíð á litlum jarðars- kikum. Þeir rækta aðallega maís, en einnig baunir og lítilsháttar hirsi. Akurskikinn gerir ekki miklu meir en brauðfæða fjölskylduna. Verði einhver umframfgramleiðsla þurfa menn að bera hana á sjálfum sér niður af fjöllunum á markað- inn, þar sem sáralítið fæst fyrir hana. Fólkið á nokkur húsdýr, kýr, geitur og kindur, sem era „bankainnistæður" þess. Ef eitt- hvað bjátar á, t.d. ef einhver í fjöl- skyldunni verður veikur, er hægt að selja dýr til að standa straum af kostnaðinum. Hirðingjar Fyrir neðan kristniboðsstöðina er stór slétta. Það er bæði heitt og þurrt. Hún er heimkynni hirð- ingja. Þar sem þeir búa aldrei lengi á sama stað, era húsakynni þeirra ekki upp á marga fiska. Fáfræði er mikil og mikið um sjúkdóma. Meðalaldur er mjög lágur. Lík era yfirleitt ekki grafin heldur skilin eftir úti í skógi villidýram að bráð. Ýmislegt hefur verið gert til að ná til sléttubúanna með hjálp, en erfítt er um vik þar sem þeir skipta sífellt um aðsetur. Það veldur Iíka erfiðleikum, að Túrkanamenn, sem er nágrannaþjóðflokkur Pókot- manna, koma öðra hvora í ráns- ferðir til að stela kúm. Ég lenti í því eitt sinn að keyra á þessum slóðum í myrkri og úr- hellisrigningu með fullan bíl af unglingum. Daginn eftir frétti ég að Turkanamenn hefðu farið í ránsferð þetta saman kvöld og um nóttina. Þeir höfðu komið upp að veginum, sem ég ók um. Ráns- fengurinn var um 1.000 nautgripir að sögn heimildarmanna. 40 menn lágu í valnum. Pókotmenn era að sjálfsögðu ekkert betri og gjalda líku líkt í þessum efnum. Þótt líf sléttubú- anna sé „framstætt" gildir það ekki um vopnin þeirra. Margir hafa hríðskotabyssur til umráða. Er nokkur leið að hjálpa þessum „villimönnum“? Það hefur sýnt sig, að það gengur illa að kveða niður stríðseðlið með vopnum. Bæði Túrkanamenn og Pókotbúar eru miklu betri og djarfari hermenn en þeir, sem ætlað er að halda ræningjaflokkunum í skefjum. það eina, sem getur breytt þessu ástandi, er grandvallandi og rót- tæk hugarfarsbreyting. Hún á sér stað með menntun og kristinni trú. Safhaðarstarf Chesta er elsta kristniboðsstöð lúthersku kirkjunnar í Pókothér- aði. Nú era liðin 10 ár síðan fyrstu kristniboðamir komu þangað. Þeir byijuðu algjörlega frá granni án nokkurra innfæddra samstarfs- manna. Aðalstarfssvæðið var uppi í fiöllunum. Það leið ekki langur tími, þar til ungur maður fór að stunda sam- komur hjá þeim. Fljótlega fór hann að fara upp í fjöllin til að heim- sækja fólk og halda samkomur. Hann var óþreytandi. Ekki leið á löngu, þar til fólk tók að streyma á samkomumar. Þama varð vakn- ing sem enn lifir. Af 18 söfnúðum kirkjunnar í héraðinu, sem stofn- aðir hafa verið á síðustu 10 áram, er söfnuðurinn, sem er ávöxtur af starfi hans, sá stærsti og þrótt- mesti. Þessi ungi maður var áður fyrr meðlimur í ræningjaflokki. Hann kynntist kristindómnum í fangelsi í höfuðstaðnum. Nú er hann prest- ur, sá fyrsti innfæddi í kirkjunni í Pókothéraði. Hann og starf hans era skýrt dæmi um, að hægt er að hjálpa „villimönnum". Nú hafa 10 grunnskólar verið reistir á starfssvæði Chesta, flestir uppi í fjöllunum. 7 söfnuðir hafa einnig verið stofnaðir auk fjölda útstöðva með mörg hundruð með- limum. Starfið í Chesta hefur sýnt, að kristniboðsstarf er mjög mikilvægt starf, sem kemur mörgum að gagni. Það er án efa besta form þróunarhjálpar, sem til er. Kristnir menn, stöndum vörð um það. HöRmdur er kristniboði í Kenýu oghefiir um lengrí tíma sent lHorgunblaðinu pistla um land ogþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.