Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988
58-
Aldarminning:
María Bergvins-
dóttir — Húsabakka
Fædd 20. september 1888
Dáin 29. nóvember 1977
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast ömmu minnar, Maríu
Bergvinsdóttur, en í dag eru 100
ár liðin frá fæðingu hennar, hún
fæddist í Húsabakka í Aðaldal þann
20. september 1888, en fluttist
tæplega 5 ára í Brekku í sömu sveit
með foreldrum sínum, Elínborgu
Jónsdóttur og Bergvini Þórðarsjmi
og ólst þar upp ásamt systkinum
sínum, sem voru Karl, Hólmfríður
Guðrún, Karólína Hansína, Jónína,
Jón, Rósa Emilía og Hörður, þau
eru öll látin. Amma fór snemma
að vinna, stuttu eftir fermingu var
hún á Grenjaðarstað í 2 ár hjá séra
Benedikt Kristjánssyni, fór svo í
Syðra-Fjall og var þar á fímmta
ár, var svo í Garði einhvem tíma,
þar kynntist hún afa mínum, Ing-
ólfi Indriðasyni frá Skriðuseli, hann
var sonur hjónanna Dýrleifar Guð-
mundsdóttur og Indriða Kristjáns-
sonar. Amma og afí giftu sig í
Neskirkju 2. júlí 1911, byijuðu bú-
skap í Skriðuseli og vom þar í fjög-
ur ár, fóm þaðan í Tjöm og bjuggu
þar í ellefu ár, fluttu svo í Húsa-
bakka og bjuggu þar ætíð síðan eða
í 42 árþartil afí lést 18. maí 1968.
Þau eignuðust 9 böm, eitt misstu
þau nýfætt 1924. Hin em: Bergvin
Karl, fæddur 1912, kvæntur Elínu
Þórólfsdóttur þau em búsett á
Húsavík; Indíana Dýrleif, - fædd
1915, hún var gift Kjartani Stefáns-
syni hann lést 1968, sambýlismaður
hennar er Sigfús Þór Baldvinsson
þau em búsett á Húsavík; Sigrún,
fædd 1918, hún var gift Haraldi
Magnússyni, hann lést 1985, hún
býr í Kelfavík; Steingrímur, faeddur
1920, kvæntur Helgu Jóhannes-
dóttur, þau em búsett í Reykjavík;
Helgi, fæddur 1923, kvæntur Sig-
urbjörgu Hallgrímsdóttur, þau búa
í Húsabakka; Elín Guðrún, fædd
1925, gift Ingibergi Jónssyni, þau
em búsett í Keflavík; Jónína, fædd
1927, gift Henning Kjartanssyni,
þau em búsett í Keflavík; yngst er
Anna Þuríður, fædd 1932, gift Sig-
. mundi Ámundasyni, þau era búsett
Sigríður Einars-
dóttir - Minning
Okkur systkinin langar í fáum
orðum að kveðja ömmu, Sigríði
Einarsdóttur. Amma bjó í rúm 20
ár á hæðinni fýrir ofan okkur í
Skaftahlíðinni og urðu samskipti
okkar því meiri en gengur og gerist.
Minningamar um þessa sterku
og tígulegu konu, gangandi um
bæinn í íslenska búningnum, hverfa
seint úr minni.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin áríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt.
(Vald. Briem.)
Blessuð veri minning ömmu okk-
ar.
Beuný, Þóra, Birna og Þórður.
Hann öllum er heimi Ijós og líf
og leiðtoginn villtra bezti,
í nauðunum ömgg hann er hlíf,
þótt hjálpina manna bresti,
hann Israel, þínum eignarlýð,
er yndið og heiður mesti.
(Luther - sb.1589 - H. Hálfd.)
Guð blessi minningu góðrar
ömmu.
Barnabörn, bamabarnabörn
og bamabarnabarnaböm.
Nú héðan á burt í fríði’ eg fer,
ó, faðir að vilja þínum,
í hug er mér rótt og hjartað er
af harminum læknað sínum.
Sem hézt þú mér, Drottinn, hægan blund
ég hlýt nú I dauða mínum.
Því veldur hinn sæli sonur þinn,
er sála mín heitast þráði,
þú sýndir mér hann, ó, Herra minn,
af hjarta þíns líknarráði,
í líf og deyð mig huggar hann,
þá huggun ég bezta þáði,
Þú hefur hann auglýst öllum lýð
af ástríkri föðurmildi,
til þess honum lúti veröld víð
og verða hans erfð hún skyldi,
að ljósið hans orða lýsi blítt'
um löndin öll, náð þín vildi.
Mér andlátsfregn að eyrum berst,
ég stari út í bláinn
og hugsa um það sem hefur gerst
til hjarta mér sú fregnin skerst
hún móðir mín er dáin.
Hve vildi ég móðir minnast þín,
en má þó sitja hljóður,
mér finnst sem tungan fyötrist mín,
mér finnst hver hugsun minnkast sín
því allt er minnar móður.
Ég veit þú heim er horfin nú
og hafín þrautir yfir
svo mæt og góð, svo trygg og trú
svo látlaus, falslaus reyndist þú,
ég veit þú látin lifir.
(Móðir min - Steinn Sigurðsson).
Blessuð sé minning hennar.
Dætur og tengdaböm.
á Selfossi. Öll eiga þau afkomendur
sem em orðnir 107 talsins og héldu
þau ættarmót í sumar til að minn-
ast 100 ára afmælis ömmu. Var
það mjög fjölmennt og má geta
þess að tíu nöfnur hennar vom þar
samankomnar. Amma vann mikið
bæði heima og að heiman, mörg
haust var hún í sláturhúsi sem var
vestur í Kinn á Ófeigsstöðum, oft
fór hún vestur í Ófeigsstaði og
Rangá og var í nokkra daga í einu.
Þótti henni sérstaklega vænt um
fólkið þar. Hún var ein af stofnend-
um kvenfélags Nessóknar og starf-
aði mikið þar, og var hún heiðurs-
félagi í félaginu og alltaf var hún
með pijónana sína með sér. Ég var
svo lánsöm og við systkinin að al-
ast upp með ömmu og afa á heimil-
inu. Þau kenndu okkur að lesa,
sögðu okkur sögur, fóm með vísur
og sálma og sungu með okkur og
ýmislegt var gert, ekki síst í
rökkrinu, og pijónamir gengu á
meðan og marga sokkana og vettl-
ingana fengum við. Þetta var og
er ógleymanlegur tími. Amma var
alltaf mjög heilsuhraust. Síðustu
árin var hún á Selfossi hjá Þuríði
dóttur sinni en alltaf kom hún norð- •
ur á hveiju vori og var fram á
haust, hún hélt mikilli tiyggð við
sína sveit og hugurinn var alltaf
fyrir norðan. Hún lést á sjúkrahús-
inu á Selfossi 29. nóvember 1977,
eftir stutta legu þar, og var jarð-
sett í Nesi við hlið afa 10. desember.
Ég minnist elsku ömmu og afa
með virðingu og þökk fyrir allt,
minningin um þau mun ávallt lifa.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni. 5
Kristjana Helgadóttir
9.800
rf stgr.
Þú færð hvergi meira
fyrir peningana
Fyrirferðarlítil og falleg Ijósritunarvél með
öllum búnaði til fullkominnar Ijósritunar
1. 12 afrit á mínútu
2. Fasturvagn
<5>^ 3. Tekurvenjulegan
pappír
4. TekurB4pappír
5. Hlaðin aðframan
6. Vegur aðeins 27 kg
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
\
Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37