Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Sovétríkin: Mótmæli við kjam orkuver í Litháen Neftid á vegum SÞ ræðir við andófsmenn á Kúbu Havana. Reuter. NEFND á vegum Sameinuðu þjóðanna ræddi við félaga í óopinberum mannréttindasamtökum á laugardag við upphaf fyrsta yfiriits sem gert er um stöðu mannréttindamála á Kúbu, að sögn taismanns Sameinuðu þjóðanna. Tiu daga heimsókn sex manna nefndar hófst á föstudag undir forsæti fuiltrúa Senegals, Aliounes Senes, sem jafn- framt er formaður mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna i Genf. Moskvu. Reuter. NOKKUR þúsund manns mynd- uðu keðju með þvi að haldast i hendur fyrir utan Ignalina- kjamorkuverið í Sovétlýðveldinu Litháen á laugardag, að sögn sovésku fréttastofunnar TASS. Verinu var að hluta lokað í þess- um mánuði eftir að eldur braust út í þvi en kjarnaofnar þess inunu vera af sömu gerð og kjamorkuversins f Tsjeraobyi þar sem versta kjamorkuslys sögunnar varð f apríl 1986. TASS sagði að fólkið hefði kom- ið frá öllum hlutum Sovétlýðveldis- ins og sænska útvarpið hafði eftir heimildarmönnum í höfuðborg landsins, Vilnu, að §öldi þátttak- enda hefði verið á milli 50 og 100 þúsund. Fulltrúi hreyfingar, sem segist beijast fyrir umbótastefnu Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, hafði sagt fréttamönnum Reutersfynr síðustu helgi að mótmæli væru fyr- irhuguð enda þótt yfirvöld hefðu lagt bann við þeim. í fréttum TASS var ekki minnst á slíkt bann og skýrt frá því að stjómendur versins hefðu boðið fólkinu að skoða það. Ignalina-kjamorkuverið er eitt af þeim stærstu í Sovétríkjunum en kjamaofnar þess, tveir að tölu, hafa maigoft bilað síðan verið var tekið f notkun árið 1983. í síðasta mánuði var tilkynnt að byggingu þriðja kjamaofnsins hefði verið Bretland: Líkklæðið frá Tór- ínó falsað St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannfwyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. LÍKKLÆÐIÐ frá Tórinó, sem talið hefur verið líkklæði Krísts, er fölsun frá miðöldum, að því er segir í Tbe Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Nýlega vom þtjú sýni úr líkklæðinu aldursgreind í þremur rannsóknastofum, í Arizona í Bandaríkjunum, í Zurich í Sviss og i Oxford á Englandi. Blaðið segir, að aldursgreiningunum hafi borið vel saman. Það sé frá síðmið- öldum, frá árabilinu 1000-1500. Nánar getur blaðið ekki greint frá aldri klæðisins, en segir, að Páfa- stóll muni greina frá niðurstöðun- um í smáatriðum í næsta mánuði. í Markúsarguðspjalli er sagt frá því, að Jósef frá Arimaþeu hafi farið til Pílaíusar og beðið um líkama Krists að kvöldi krossfest- ingardagsins og fengið. Síðan seg- ir (15,46): „Og hann keypti línklæði, tók hann ofan og sveipaði hann línklæðinu og lagði hann í gröf, er höggvin var út í kletti, og velti steini fyrir dyr grafarinnar." Síðan heyrðist ekkert af líkklæð- inu fyrr en um 1350, þegar Geof- frey de Chamy uppgötvaði það. Frá þeim tíma hefur helgi klæðis- ins sífellt aukist. Það var vitað fyrir fram, að sú aðferð, sem beitt var við aldurs- greininguna nú, gæti ekki sýnt, að þetta væri líkklæði Krists. Hefði klaéðið verið frá fyrstu öld eftir Krist, hefði ekki verið hægt að útiloka, að það væri af öðmm krossfestum mönnum á þeim tfma. En hún gat hins vegar sýnt, að klæðið væri ekki frá tíma Krists, svo að skeikar einni öld til eða frá. Og nú hefur sú niðurstaða fengist. frestað eftir að sérfræðingar hefðu varað við mögulegum hönnunar- göllum. Sænskar gervi- hnattamyndir: Eldflauga- skotpallar í Saudí-Arabíu Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKIR geimvísindamenn birtu í gær gervihnattamyndir, sem þeir sögðu sýna leynilega eldflaugaskotpalla I Saudí- Arabíu. Talið er að þar séu í skotstöðu kínverskar eldflaugar, sem hæft geta hvaða skotmark sem er í Miðausturlöndum. Skot- pallarnir eru við As Sulayyil- vinina tæpa 500 km suðvestur af Ryadh, höfuðborg Saudf- Arabíu. Saudf-Arabar staðfestu í mars sl. að þeir hefðu keypt talsverðan fjölda meðaldrægra eldflauga af gerðinni CSS-2, en þær draga allt að 3.200 km og geta m.a. borið kjamaodda. Þær fregnir voru Bandaríkjamönnum og ísraelum síst að skapi og töldu bandarísk sljómvöld að með þessu hefðu þeir farið á bak við sig. Bandaríkjamenn hafa undanfarin ár selt Saudum mikinn vopnabúnað, en kaupin á hinum kfnversku flaug- um voru leynileg og má fullvfst telja að Bandarfkjamenn hefðu sett vopnasölu til Saudí-Arabíu meiri skorður ef þeim hefði verið kunnugt um þau. Það hefði þó varla haft mikil áhrif því Bretar og Frakkar vilja gjaman auka vopnasölu til Arabiuskaga. Sjálfskipuð mannréttindanefnd á Kúbu, sem gamalreyndur andófs- maður, Ricardo Bofill, veitir for- stöðu, hafði áður afhent á skrif- stofu Sameinuðu þjóðanna á Kúbu 110 síðna skýrslu um meint mann- réttindabrot, einkum takmarkanir á ijáningarfrelsi, ferðafrelsi og trú- frelsi. Nefndin hitti einnig að máli full- trúa sameiningarráðs kirlcjunnar á Kúbu. Á bílastæði fyrir utan hótelið þar sem viðræðumar fóm fram, biðu 20 manns sem vonuðust til að ná tali af starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Þeir kváðust ekki hafa mælt sér mót við þá en vonuðust samt eftir tækifæri til að koma málum sínum á framfæri. Lögregl- an hafði ekki afskipti af hópnum en útvegaði viðstöddum stóla. Roger Hans-Moevi, talsmaður nefndarinnar, sagði að aðgangur að upplýsingum um viðræður þær sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna ætla' að eiga við einstaklinga, kú- banska ráðherra og fulltrúa stjóm- mála— og grasrótarhreyfinga yrði öllum fijáls. Hans-Moevi, sem er aðstoðarfor- stjóri upplýsingadeildar Sameinuðu þjóðanna í Genf, sagði blaðamönn- um að nefiidarformaðurinn Sene héldi blaðamannafund í lok heim- sóknarinnar. Hann lagði áherslu á að sérfræðingamir frá Sameinuðu þjóðunum væru komnir til að fylgj- ast með og tók þar með undir með kúbönsku ríkisstjóminni sem hefur lagt þunga áherslu á að þeir væru ekki „rannsóknaraðilar". „Við komum til að fylgjast með stöðu mannréttindamála. Við við- höfum engar sérstakar starfsað- ferðir, við emm hér til að fylgjast með öllu því sem okkur er sýnt og við ætlum að hitta alla þá sem hafa með mannréttindamál að gera," sagði hann f viðtali við Reuter. Kúbu hefur oftlega verið hall- mælt af hinum vestræna heimi, einkum af Bandaríkjastjóm, fyrir meint mannréttindabrot. Þar með er talið langt varðhald pólitískra fanga og gerræðislegar handtökur. Stjómarerindrekar á Kúbu segja að ríkisstjóm kommúnista hafí fyrst fallist óháða rannsókn eftir að ályktun Bandaríkjanna á mannrétt- indafundi Sameinuðu þjóðanna 1987 sem var afar andstæð Kúbu, var felld með naumindum. „Kúbönsk yfirvöld hafa greini- lega látið undan alþjóðlegum þrýst- ingi,“ sagði Vestur-Evrópskur er- indreki. „Breytingar sem hér hafa átt sér stað undanfama mánuði, pólitískum föngum sem hefur verið sleppt úr haldi og bættar aðstæður í fangelsum era greinilega annað og meira en bætt ásýnd, en kú- bönskum yfirvöldum var þröngvað til þessara breytinga." Hópurinn frá Sameinuðu þjóðun- um birtir niðurstöður athugana sinna á næsta þingi mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna f febr- úar. Á sunnudag ætlaði hópurinn að ferðast til Eyju Ungdómsins úti fyrir ströndum Suður-Kúbu. Þar hugðust þeir heimsækja 31 „bylt- ingarskóla" fyrir nemendur þriðja heimsins, sem þar era starfræktir og era gæluverkefni kúbönsku bylt- ingarinnar. „Við megum ekki eingöngu líta á neikvæðar hliðar Kúbu heldur einnig jákvæðar afleiðingar bylting- arinnar," sagði Hans-Moevi. Var andstaðan við frið- samlega sambúð kveikj- an að falli Khrústsjovs? Moskvu. Reuter. ÍTARLEG frásögn af því þegar Níkita Khrústsjov var steypt af stóli árið 1964 hefiir verið birt opinberlega i Sovétríkjunum í fyrsta sinn. Segir höfundur greinarinnar, kunnur stjóramálafræð- ingur, að fyrrum yfirmaður KGB, sovésku öryggislögreglunnar, og þáverandi yfirmaður hennar ásamt nokkrum mönnum öðrum hafi lagt á ráðin um valdaránið. Fjodor Búrlatskíj, sem sæti átti í framkvæmdaráði kommúnista- flokksins á þessum tfma, segir í greininni, sem birtist í vikuritinu Líteratúmaja Gazeta, að höfuð- paurinn í samsærinu gegn Khrústsjov hafi verið Alexander Shelepín og hafi það vakað fyrir honum að koma aJftur á stalínísk- um stjómarháttum. Hefðu sam- særismennimir verið vanir að koma saman f hinum ólíklegustu stöðum og „ósjaldan á knatt- spymuleikvöngum þar sem þeir réðu ráðum sínum". Þá hafi Vlad- imír Semítsjastníj, þáverandi jrfir- maður KGB, sem Shelepín hafði mælt með í stöðuna, verið látinn sjá um að skipta um menn f ein- kalífverði Khrústsjovs. Er verið að vara Gorbatsjov við? Búrlatskíj er í flokki með þeim frjálslyndu menntamönnum, sem styðja Míkhaíl Gorbatsjov, leið- toga Sovétríkjanna, með ráðum og dáð, en ekki er Ijóst hvort hann sé með greininni um leið að mæla vamaðarorðum til Gor- batsjovs. Eftir valdaránið tók Leoníd Brezhnev við leiðtogaembættinu og segir Búrlatskíj, að þá hafi Shelepín, sem var yfirmaður KGB á áranum 1958-61, lagt á borðið fyrir hann áætlun um „aukinn aga“ og endurreisn Stalíns og yfirlýsingu um endalok stefnunn- ar um friðsamlega sambúð. Sov- éskir menntamenn segja, að sams konar kröfur séu nú á kreiki með- al þeirra, sem andstæðir era Gorb- atsjov. Rússar almennt og vestrænir sovétfræðingar hafa löngum talið, að Míkhaíl Súslov, sem lengi var hugmyndafræði ngur kommúni- staflokksins, og Brezhnev sjálfur hafi staðið fyrir aðförinni að Khrústsjov en Búrlatskíj segir, að Shelepín, sem þó átti frama sinn Khrústsjov að þakka, hafí verið upphafsmaðurinn og fengið hina í lið með sér. Afdrifarík ræða í greininni segir, að einn at- burður öðram fremur hafi ráðið mestu um samblásturinn gegn Khrústsjov: Ræða, sem Alexei Adzhúbei, tengdasonur Khrústsjovs og þáverandi ritstjóri stjómarmálgagnsins, Ízvestíu, flutti í Vestur-Berlín. Þar sagði hann, að hugsanlega gætu Vest- ur- og Austur-Þýskaland samein- ast. „Leiðtogar Austur-Þýskalands reiddust þessu ákaflega og þetta var neistinn,' sem kveikti bálið,“ segir Búrlatskíj. Búrlatskíj segir, að Shelepfn hafi ekki farið leynt með, að hann liti á Brezhnev sem bráðabirgða- leiðtoga og ætlaði sjálfum sér embættið í fyllingu tímans. 1966 var hann gerður að fullgildum félaga f framkvæmdanefnd flokksins en ári síðar, þegar það þótti orðið einum of ljóst að hveiju hann stefndi, var hann skipaður formaður sovéska alþýðusam- bandsins. Er það algjörlega valda- laust embætti. A sama tíma var Semítsjastníj vikið frá sem yfir- manni KGB og Shelepín var loks- ins rekinn úr framkvæmdanefnd- inni þegjandi og hljóðalaust í apríl árið 1975. Var hann þá gerður að varaformanni í starfsþjálfunar- nefnd ríkisins en sagt er, að hann hafi aldrei komið nærri því starfí og síðan horfið sjónum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.