Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 59
88er sraaNrcma?. os HUOAain.cníi<í .aiaAjaviuoHOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 82 59 Horft til baka aftur á hippatimann Um þessar mundir eru um tuttugu ár liðin frá því farið var að tala um hippa og hippaföt. Sígaunalínan tek- ur mið af þessu afmæli og í þeirri línu ku birtast áhrif frá hippa- tískuimi. Þeir, sem eiga enn fotin sín frá þeim tíma, geta þó ekki endi- lega orðið tískulegir, með því að draga þau fram, því sígaunalínan er ögn fágaðri en hippafötin voru á sínum tíma. Mexíkönsk og spönsk mynstur, mynstur á mjmstur ofan, að ógleymdum gallaefnisfötum. Allt hljómar þetta nokkuð kunnuglega. Og hvað þá með pilssíddina, sem hefur lengi verið tískudrósum kær- komið umhugsunarefni. Allar síddir sjást, líkt og undanfarið. Róm- antísku yfirbragði fylgja gjaman síð, víð pils, felld eða rykkt. Fáguðu línunni fylgja pils og kjólar um hnén eða rétt ofan við hnén. Knallstutt pils sáust síður. En síddin er ekki aðeins til umhugsunar þegar pils og kjólar eru annars vegar. Buxur eru áberandi og þær í öllum síddum og víddum. í Danmörku hafa hjólabux- ur verið mjög vinsælar í sumar. Níðþröngar buxur úr teygjuefni og ná niður að hnjám, buxur eins og atvinnumenn í hjólreiðum klæðast. Oftast eru þessar buxur svartar, en neonlitir sjást líka á þeim. Og svo Bermúdabuxur, víðar og síðar bux- ur, buxur felldar í mittið og þröngar niður, reiðbuxur. Yfirleitt allar teg- undir af buxum. Sundfatnaður virðist verða svip- aður næsta sumar og í ár. Skæru litimir þó ef til vili ekki alveg eins áberandi. Sundbolir með háskomum buxum, bikinibuxur sömuleiðis há- skomar, svokallað tangasnið, en liklega meira um bijóstahaldara við buxumar. Bolir og buxur virtust sjaldséðari samstæður, líklega vegna þess að konur á norðlægum slóðum vilja gjaman sóla sem stærstan hluta líkamans, skyldi maður halda. Stórir og klossaðir skartgripir hafa undanfarin ár verið nokkurs konar vöramerki danskra kvenna, sem á annað borð hugsa um stæl- legt útlit. Margir danskir hönnuðir hafa lagt sig eftir þessum skartgrip- um, framleitt þá í tonnatali og einn- ig flutt þá út með góðum árangri. Þessara skartgripa gætti mjög á sýningunni. Skartgripir úr tré og beini vora mjög áberandi, stórar festar, stórir eymalokkar og gildir armhringir. Oft ættaðir frá Afrfku eða í þeim stíl. Og allt fer þetta eink- ar vel við þau sportlegu föt, sem hefur verið mikið af og verður áfram, ef marka má áðumefnda sýningu. En sem meðhengi við glæsilínuna fyrmefndu, þá er einnig af nógu að taka í formi alls kyns perlufesta, gull- og silfurlits glingurs og sumt býsna skondið. Vínbeijaklasar, kög- urbrúskar, mynt, glerperlur og slaufur. Slíkt má víst kallast með kvenlegum blæ ... Portúgölsk föt hafa sér til ágætis nokkuð Eins og áður sagði, var portú- galskur fataiðnaður kynntur sér- Portúgalskur sumarfatnaður með itölskum blæ. Hörblússa og -pils, slétt- ur hör i blússunni, en krumpaður i pilsinu. Mjúkir jarðlitir i þessum fatnaði frá fyrirtækinu Nomade, sem sýndi einföld en skemmtileg föt. Glæsileg, olíuborin regnkápa frá Fermoy í Cork á írlandi er óháð tíma, en aðeins háð rigningunni, sem er ámóta kunnuglegt fyrir- bærí á íríandi og íslandi. staklega á sýningunni. Portúgal hlýtur að teljast spennandi viðskipta- land, því verðlag þar er með því lægsta sem gerist i Evrópu. Fötin þaðan vora sýnd á sérstakri tísku- sýningu og ekki hægt að segja ann- að en að þar væri margt fallegt að sjá. Við nánari athugun og spjall við nokkra sölumannanna kom í ljós, að þeir hafa farið mjög i smiðju til frænda sinna ítalanna, sem hafa gert það einkar gott í tískubransan- um. Sum portúgölsku fyrirtækin hafa fengið ítalska hönnuði til iiðs við sig, eða náð sér í fólk, menntað á Ítalíu. Önnur fyrirtæki notuðu auk þess ítölsk fataefni og það verður ekki af þeim skafið að þau era býsna falleg. Italir hafa þetta gríðarlega orðspor í tiskufaginu, svo portúg- ölsku fyrirtækin leita til þeirra eftir góðri vinnu og efnum, en einnig til að geta nælt á vöra sína itölskum orðstir. Orðið italskur á þá að verða Portúgölum töfraorðið inn á erlend- an markað. Meðfylgjandi myndir gefa hug- mynd um hvað helst var uppi á ten- ingnum á fatasýningunni í Bella Center um daginn. Eitthvað af þessu eða annað svipað kemur vísast í islenskar fataverslanir að liðnum vetri, því þarna kaupa islenskir fata- kaupmenn inn eins og margir aðrir. TEXTI: Sigrún Davíðsdóttir lossubréfið 2.11-13, Postulasagan 8.14-17). Jesús fyrirskipaði þessi þijú sakramenti sem forsendu þess að komast inn í konungsriki himn- anna. Með dauða Postulanna var fað- emið tekið frá kirkjunni og kirkjan varð „ekkja". Án hins andlega myndandi afls, sem Drottinn Jesús hafði aðeins íklætt Postula sína með, urðu ekki fleiri böm Guðs getin í endurfæð- ingunni. Jesús hafði eingöngu skipað Postula sína til þess að fyrirgefa syndir, skira með vatni í nafiii Jesú, og að gróðursetja hið nýja lif af himnum í sál hins trúaða sem áður hefiir verið hreinsuð og helguð skíminni (Jóhannes 3.5). Endurreisn Postula- embættisins Guðhrætt fólk í ýmsum löndum Evrópu við upphaf 19. aldar þráði endurreisn hinna andlegu gjafa og náðarvega eins og þeim var lýst í frásögnum Biblíunnar af hinni fyrstu Postullegu Kristnu kirkju. Einkum átti þetta sér stað í Skot- landi, Englandi og Þýskalandi. Fólkið kom saman til þess að rasða það sem það fann í heilagri ritningu og um sameiginlega löng- un þess eftir sannleikanum í kenn- ingum Krists og lífínu frá Kristi sem það fann ekki í Biblíunni né í hinum ýmsu söfnuðum þeirra. Það bað þess innilega að Guð myndi aftur útdeila Heilögum Anda og senda Postula aftur. Guð varð við bænum þeirra. Með marg- víslegum spádómum gaf Guð t.il kynna að hann myndi aftur gefa hinn Heilaga Anda og Postula eins og hann hafði áður lofað í gegnum spámenn gamla tímans. (Jóel 2.23, 28-29, 32). Ekkjudómi kirkjunnar lauk við upphaf þessa nýja tímabils. Nafnið sem þessi nýja kirkja fékk var Nýja Postulakirkjan. Hún er hin endurreista fyrsta (gamla) Postulakirkja sem stofnuð var af Kristi. Nafns kirkjunnar er þegar getið í yfirskrift tuttugasta vers í öðrum kafla af 4. bók Esdras í hinni upphaflegu þýðingu Lúthers. í ensku Biblíunni er það í annarri bók Esdras i Apociypha og hljóð- an Fræðsla varðandi Nýju Post- ulakirkjuna. Drottinn skóp aðeins eina kirlgu og hann hefur aldrei breytt henni. Nýja Postulakirkjan er hið end- urreista frelsisstarf og áframhald af hinni fyrstu Postullegu kristnu kirku og stendur þar af leiðandi með henni sem hin sanna kirkja stofnuð af Jesú Kristi. Hbfundur er saðiaðarprestur Nýju Postulakirkjuanar á íslandi. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag’ Kópavogs Sl. fimmtudag var spilaður eins kvölds Michell-tvímenningur með þátttöku 26 para. Úrslit í N-S riðli: Guðmundur Theodórsson — Ólafur Óskarsson 269 Óli Andreasson — Vilhjálmur Sigurðsson 255 Herta Þorsteinsdóttir — Sigurður Siguijónsson 243 Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 242 Úrslit í A-V riðli: Haukur Hannesson — Guðrún Hinriksdóttir 287 Gróa Eiðsdóttir — Júlíus Snorrason 271 Ragnar Björnsson — Sævin Bjamason 255 Ingólfur Böðvarsson — Jón Steinar Ingólfsson 241 Næsta keppni félagsins verður þriggja kvölda hausttvímenningur. Spilað er í Þinghól við Álfhólsveg og hefst keppnin kl. 19.45. Væntan- legir þátttakendur eru beðnir að mæta tímanlega til skráningar þannig að hægt sé að hefja spila- mennsku á auglýstum tíma. NN SNYRTINAMSKEIÐIN September-námskeiðin eru fullbók- uð. Þess vegna ætla ég að bæta við nokkrum námskeiðum í október. - Eitt kvöld - Mest 10 í hóp - Tek sérhópa, s.s. sauma- klúbba og vinnustaði... Kristfn Stefánsdóttlr, snyrtl- og föröunarfrœðlngur. Pantið tímanlega í síma 19660. NN FÓTAAÐGERÐIR Nú er hún Ágústa Kristjánsdóttir gengin til liðs við okkur. Hún mun annast allar fótaaðgerðir ásamt allri almennri snyrtingu hjá okkur. - Andlitsböð - Húðhreinsanir - Handsnyrtingar - Litanir - Vaxmeðferðir - ‘Make-up“ Ágústa Kristjðnsdóttlr, fótaað- gerða- og snyrtlfrœðlngur. Pantanasíml 19660. NN NEGLUR Gervineglur Nýjung, sem skemmir ekki þínar eigin neglur. Styrking og viðgerðir. Krlstín Friðriksdóttlr, förðunar- frmðlngur. Trygglð ykkur tfma I síma 19660. Snyrtistofan NN Laugavegi 27 - Sími 19660
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.