Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 25 HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Næsta hraðlestrarnámskeiö hefst 11. október nk. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn í hvers kyns lesefni skaltu skrá þig tímanlega á námskeiðið. Nemendur HRAÐLESTRARSKÓLANS þrefalda að meðaltali lestrarhraöa sinn með betri eftirtekt en þeir hafa áður vanist. Skráning öll kvöld kl. 20:00-22:00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓUNN VtSA Horft á mat sem kitlar bragðlaukana. quite“ og var meira að segja nefnt á landabréfum. Spilavítið sjálft bar nafnið „Piparbaukur" (Pepperm- ill). Sjálfur hafði ég lítinn áhuga á öðru en að halda sem fljótast áleiðis til St. George þar sem ferð- inni var heitið þangað. En Barbara er þeirri áráttu háð, að hún þarf að vita hvað allt, sem hún sér, heitir, hversvegna það er þama og til hvers. Og nú kom ekki til mála að fara frá Mosquite fyrr en öllum spumingum hennar um marglitu ljósadýrðina, spilavítið var svarað. Ég vissi á hveiju ég átti von, ef ég maldaði í móinn. Þegar ég geri það, og mér fínnst óþörf tímatöf að því að stinga nefínu í hvers manns kimu, hefír hún Barbara mín svarið á reiðum höndum: „Ekki skil ég hvemig þú gast dregið fram lífíð sem blaða- maður eða unnið fyrir mat þínum án þess að vita hað er að ske í kringum þig.“ Þetta hefí ég heyrt hundrað sinnum og stundum oft á dag þegar ég er tregur til að stinga nefínu í, eða reyna að horfa ofaní hvem og einn vegfarenda, sem ég mæti. Forvitni Barböm varð okkur til happs að þessu sinni einsog svo oft áður. Við skoðuðum Pipar- bauks-spilavítið og um leið kom- umst við að því, að þama vom herbergi laus í spánnýju gistihúsi fyrir reifaraverð, 30 dollara fyrir næturgreiðann. Það væri ekki hægt að fá betra verð í aumasta flóapoka. í Piparbauks-casinóinu glóði allt einsog það væri gert af gulli og gimsteinum einum saman. Sömu sögu var að segja um gistiherberg- in. Þar var allt búið einsog manni er gefíð í skyn að sé í híbýlum kvikmyndaleikara eða „milla“, eins og auðugt fóik, eða fólk sem talið var rlkt, var kallað í Reykjavík er ég var að alast upp. Næsta morgun kom I ljós, að „Piparbaukurinn" var hin dýrðleg- asta vin í eyðimörkinni. Casinóið og gistihúsið.var umkringt skraut- legum blómagörðum og pálma- lundum, þarsem litlir fossar trítluðu í tilbúnu dvergfjallendi. Sundlaugar í margskonar formi en golf- og tennisvellir blöstu við augum. Innanhúss vom hér og þar íburðarmiklir matsalir, með mat- vælum sem kitla bragðlaukana við fyrstu sýn, en maður þorir varla að bragða á góðgætinu af ótta við að þetta séu séu bara „fata morg- ana“, eða ofsýnir í eyðimörkinni. Umgerðin um þennan Paradís- arlund var grá eyðimörkin, sem gerði heildarmyndina ótrúlega en velkomna draumsýn. Bensínsöluskúrinn var eina mannvirkið í námunda við Pipar- baukinn skrautlega, sem minnti, á að maður var enn staddur í ökkar gamla gráleita mannheimi. En æfíntýrinu í Mosquite lauk ekki með brottförinni frá Pipar- bauknum. Það kom í ljós, að frá Mosquite voru um 70 km til St. George, þangað, sem ferðinni var heitið kvöldið áður. Þegar komið var að landamær- um Nevada og Utah um hálftíma akstur frá spilavítinu í Mosquite lá leiðin gegnum einhvert hið stór- kostlegasta og hrikalegasta klettaland, sem hugsast getur. Þjóðbrautin liggur gegnum klettagjá með himinháum klettum. Af þessari stórkostlegu nátt- úrufegurð og undrum hefðum við misst ef við hefðum ekið þar í gegn í myrkri kvöldið áður og ef ekki hefði verið lágt á bensín- mælinum er við nálguðumst Mos- quite. Blessaður sé sá staður! Bílaklúbburinn þarft félag í þessari ferð kom enn einu sinni í ljós hve Bílaklúbbur Banda- ríkjanna, AAA — American Auto- mobile Association — er þarft fé- lag fyrir bílaeigendur. Félagar greiða 40 dollara á ári í félags- gjald. Fyrir það fá þeir allar upp- lýsingar um ferðalög og akstur um Bandaríkin. Vegakort og ráð- leggingar um hvaða leiðir sé best að kjósa þegar bílferð er fyrir- huguð. Félagi í AAA getur ferið til nærliggjandi skrifstofu og feng- ið þar allar upplýsingar um fyrir- hugaða ferð. Sérfræðingur fræðir um allt, sem þarflegt er að vita um ferðina. Auk þess fær félaginn bók eða bækur með allskonar upp- lýsingum um sögu og sögustaði og aðra staði, sem væru þess virði að sjá og kynna sér. í bókinni eru einnig nöfn gististaða á leiðinni og hvað gisting þar kostar. AAA hefír samkomulag við margra gististaði um afslátt af nætur- greiða fyrir félagsmenn. Það myndi margborga sig fyrir útlend- inga, sem hafa hyggju að aka víða um í Bandaríkjunum, að gerast meðlimir í félaginu til að njóta þeirra ókeypis hlunninda er það veitir meðlimum sínum. Til dægradvalar á langri leið Það getur verið þreytandi að aka tímunum saman, sérstaklega þegar ekið er um landslag, sem er tilbreytingalítið. Þeir, sem ekið hafa með böm og unglinga, þeklqa hve krakkar geta orðið leiðir. Stundum fékk ég nokkum frið, er ég stakk uppá keppni við syni mína unga um hver þeirra yrðri fyrstur til að koma auga á skránin- gaplötu frá öðm ríki en sem við ókum um. Það gat gengið um hríð, en stundum þurfti meira við. í þessu efni, að fínna sér dægra- dvöl á langri leið, em nýir mögu- leikar. En það er að gera sér mat úr því furðulega uppátæki banda- rískra bíleigenda að líma allskonar upphrópanir og ráðleggingar á afturenda bifreiða sinna. Algen- gustu spjöldin em nöfn frambjóð- enda í kosningum og þá ekki síst forsetakosningum. Enn má sjá spjöld á gömlum bílum með nöfn- um forsetaframbjóðenda, sem em komnir undir græna torfu fyrir löngu. En það em nýju spjöldin, sem vekja mesta athygli. Hér era nokkur dæmi: Hvemig finnst þér ég aki? Láttu mig vita. Sími 00000 Hættu að elta mig, ég er að villast. Hættu að hlæja. Minn er að minnsta kosti borgaður. En þinn? Ef þér líkar ekki hvemig ég ek, þá hypjaðu þig af gangstéttinni. Flautaðu ef þú elskar Jesú. TIME MANAGER INTERNATIONAL SFÍ hefur loks fengið CLAUS MÖLLER, upphafsmann og aðaleiganda Time Manager International, einn eftirsóttasta fyrirlesara í Evrópu um stjórnun, til að heimsækja ísland. Stjórnunarfélag íslands býður því til námstefnu íViðey með Claus Möller INTRODUCTION TO QUALITY KYNNING Á HUGTAKI 23. september 1988 kl. 9.00 til 17.00 Brottför úr Sundahöfn kl. 8.30 Brottför úr Viðey kl. 17.45 A Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15, Reykjavik, sími91-621066.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.