Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Tengiflugið til Reykjavíkur frá áfangastöðum úti á landi er innifalið í Saga Class far- þess er tengiflug frítt til nokkurra í Evrópu, aðallega í Danmörku og Noregi. FLUGLEIÐIR -fyrfrþíg- Skrifstofutæknir Eitthvað fyrir þig? Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er lögð á notkun PC-tölva. Námið tekur þrjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, rit- vinnsla, gagnagrunnur, töflureiknar og áætlunar- gerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bækl- inga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska. C3| TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir ALASTAIR MATHESON Tsetse-flugan útbreiddari í Afríku en nokkru sinni MARGS konar aðferðum hefur verið beitt við að reyna að stemma stign við skaðsemi tsetse-flugunnar í hitabeltislöndum Afríku, en engar þeirra hafa borið árangur. í dag er flugan útbreiddari í Afriku en nokkru sinni fyrr, og um 31 afbrigði hennar er orð- ið ónæmt fyrir venjulegu skordýraeitri. Sjúkdómurinn sem tsetse-flug- an ber lýsir sér fyrst í áköfum drunga. Síðar, þegar hann berst í heilafrumumar og dregur þrótt úr þeim, brotnar miðtaugakerfið niður og dauði hlýst af. Trypanosoma-sníkjusvipungur- inn sem þessu veldur er jafnvel enn þá torskildari en alnæmisveir- an. Onæmiskerfí líkamans verkar ekki á hann þar sem mótefnisvak- ar (antigen) hans breyta sér örar en vamarkerfí líkamans geta framleitt ný mótefni. Þau lyf sem nú eru notuð á síðari og lífshættu- legri stigum sjúkdómsins eru svo sterk að um leið og þau drepa sníkjusvipungana drepa þau oft einnig líkamsfrumur sjúklingsins. í það minnsta 5% þeirra sem lyfin taka deyja af völdum „lækningar- innar“. Um 50 milljónir manna í 36 Afríkulöndum eru berskjaldaðir gagnvart þessum banvæna sjúk- dómi. Arlega greinast 20.000 ný tilfelli f Afríku. Misheppnaðar tilraunir Á sjötta áratugnum var hafízt handa við að ryðja burt kjarr- gróðri á stórum svæðum til að útrýma þeirri skuggsæld sem tsetse-flugunni er lífsnauðsyn. Þetta voru aðgerðir sem Bretar höfðu reynt í suðurhéruðum Tanz- aníu eftir síðari heimsstyijöldina, og var ætlunin að rækta jarð- hnetur á kjarrsvæðunum. Sú áætlun fór út um þúfur þar sem jarðvegurinn þomaði upp og varð óræktanlegur. Tsetse-flugan lifði því af atlöguna. Á sjöunda áratugnum hófst umfangsmikil slátrun villtra dýra á svæðunum allt ffá Uganda í norðri suður til Zululands þegar ljóst var orðið að þótt búfé væri hætt við sýkingu af „nagana“- sjúkdómnum frá biti tsetse-flug- unnar, voru mörg villt dýr, ekki sízt buffallinn, ónæm fyrir honum, en gátu hins vegar smitað búfé. Fjöldaslátrunin bar lítinn árangur. Nú binda vísindamenn hins vegar miklar vonir við að rann- sóknir dýrafræðingsins Mary Ogawa í Kenýa gætu reynzt stærsta sporið sem stigið hefur verið í 30 ára baráttu gegn flug- unni. Ogawa komst að því að tsetse-flugan laðast mjög að lykt- inni af uppþomuðu þvagi buff- alsins. Lengi hefur verið vitað að tsetse-flugur sveima oft í hópum yfír kúamykju, og einnig í húsa- kynnum Afríkubúa sem þekja veggi og gólf híbýla sinna með fljót-harðnandi mykju. Mary Ogawa, sem ættuð er frá ströndum Viktoríuvatns, þar sem tsetse-flugan er á ný orðin plága á síðari árum, komst að því í rann- sóknum sínum hjá náttúrulífs- stofnun Kenýa að tsetse-flugan leggst á gný og buffal ekki síður en nautgripi. Hvað laðar að? Hún fór að spyija sjálfa sig hvað það væri sem laðaði fluguna að þessum dýrum. Svo gerði hún tilraunir með lyktina af loftinu sem ýmis dýr anda frá sér, einnig með saur dýranna og jafnvel með vatnið sem þau höfðu baðað sig úr. Árið 1986 hafði hún komizt að því að þvag buffalsins, sérstak- lega ef það hafði legið um hríð í jarðveginum, hafði ómótstæðilegt er mikil breyting frá því fyrir 30 árum þegar vopnaðir verðir með fíðrildaháfa gættu landamæra og leituðu í bifreiðum að tsetse- flugum sem stundum voru þar óboðnir gestir. Hið eina sem háir tsetse-flug- unni er að hún getur ekki flogið langar vegalengdir í mikilli sól. Flugan vill skuggsæld, en þar sem kjarrgróður er getur hún flogið milli skuggabletta ef opnu svæðin eru ekki of stór. Á svæðum þar sem meira er af dýrum en bifreið- Trypanosoma-sníkjusvipungar sjást á þessari mynd, sem er mikið stækkuð, innan um rauð blóðkorn. Þeir berast með tsetse-flug- unni og valda svefnsýki. Trypanosoma-sníkjusvipungurinn þykir enn torskildari en alnæmisveiran og er ónæmiskerfi líkamans um megn að ráða niðurlögum hans. aðdráttarafl fyrir þessar flugur. Á rannsóknarferðum um kjarri vaxnar óbyggðir Masailands sá hún hvemig tsetse-flugumar þyrptust að bíl hennar þegar hún var að flytja bufflaþvag. Tilraunir með flugugildrur sýndu að átta sinnum fleiri flugur féllu fyrir freistingunni þegar bufflaþvag var í boði en þegar þvag nautgripa var notað. í samvinnu við vísindamenn hjá alþjóðastofnuninni ICIPE í Na- irobi, sem vinnur að rannsóknum á lífeðlisfræði skordýra, hafa Ogawa og samstarfsmenn hennar aðgreint þau efni sem eru í þvagi bufflanna og reyna nú að vinna gerviefni í skordýraeitur sem ekki aðeins laðar fluguna að heldur drepur hana einnig. Vísindamaðurinn dr. Ahmed Hassanali hjá ICIPE vinnur einnig að blöndun ódýrrar tálbeitu fyrir flugur — sem nefnd hefur verið buffoline — úr sýnishomum sem Ogawa safnaði í dýragriðlandinu fræga hjá Nairobi. Kostnaðurinn við aðrar bar- áttuaðferðir gegn flugunni er að verða flestum Afríkuríkjum of- viða. Úðun eiturefna úr lofti og á láði hefur verið beitt í áratugi án verulegs árangurs. í Zimbabwe, þar sem enn er notazt við úðun úr lofti á flugnagerið í Zambesi- dalnum, kom í ljós að þótt úðunin geti svo til alveg útrýmt flugunum um skeið, spretta þær upp á ný í stórum hópum innan hálfs árs. Þolir illa sólina í Zimbabwe, eins og í Austur- Afríku, em settar upp flugna- gildrur úr þéttu neti sem gegn- sýrt er með skordýraeitri. Þetta um geturflugan „sníkt sér far“ — til dæmis í skugganum á kviði buffalsins — yfír opnu svæðin. Ljósfælni flugunnar kemur sér vel fyrir dýr með ljósa feldi, til dæmis nautgripi af Boran-kyni í Austur-Afríku. Flugan bítur frek- ar svarta eða dökkbrúna naut- gripi. í Vestur-Afríku eru tegund- ir nautgripa eins og N’Dama- ættstofninn sem eru ónæmar gagnvart trypanosome-sníklinum, en þessir gripir mjólka lítið og kjötið er ekki mjög gott til mat- ar. Nú er verið að gera tilraunir með ræktun kynblendinga undan N’Dama og harðgerðum tegund- um eins og Boran, Sahiwel-kyni frá Pakistan og nautgripum frá Súdan. 250.000 létust Þótt mönnum og skepnum stafí enn hætta af sníklinum sem tsetse-flugan ber tryggja nútíma vamaraðgerðir að plágan getur ekki aftur orðið jafn skæð og árið 1900 þegar 250.000 manns létust úr svefnsýki (höfgasótt) í Bu- soga-héraðinu í Uganda. Baráttan beinist nú aðallega að því að vemda gríðarmikla nautgripastofna Afríku gegn sýk- ingu. Áfurðir nautgripanna eru helztu hvítugjafamir í fæðu ört Qölgandi íbúa álfunnar, en dán- artíðni gripanna er enn mjög há. Ef unnt reyndist að nýta braut- ryðjendastarf Mary Ogawa til að útrýma tsetse-flugunni og sníklin- um sem hún ber mætti ijölga nautgripum í sveltandi Afríku um 100 milljónir dýra. Höfundur er blaðamaður lyá brezka blaðinu The Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.