Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 STJÓRNARSLIT - VIÐRÆÐUR UM MYNDUN NÝRRAR: Efiiahagstillögur Alþýðuflokks og Framsóknarflokks: Stofnaður verði viðreisn- arsjóður útflutningsgreina Rðdsútgjöld minnkuð um 1,5 milljarða og aflað 2,5 mifljarða viðbótartekna MocgunbUðiS/JúUug Formennirnir brosmildir að loknum fyrsta stjórnarmyndunarfundi Steingríms Hermannssonar, f.v. Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Hér á eítir fara i heild sameig- in legar tillögur Alþýðuflokks og Framsóknarflokks um aðgerðir f pfnahagsmáliiinr Undanfamar vikur hafa farið fram ítarlegar viðræður innan ríkisstjóm- ar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um aðgerðir í efnahagsmálum. Því miður tókst ekki að ná samkomulagi milli flokk- anna þriggja um nauðsynlegar að- gerðir. Nú vofir yfir stöðvun margra útflutningsfyrirtækja, sem myndi valda atvinnuleysi og tekjumissi hjá íjölda fólks um allt land. Viðskipta- halli við útlönd er mikill og færi vax- andi verði ekki tekið í taumana. Ágreiningur milli stjórnarflokkanna hefur valdið óþolandi óvissu og úr- ræðaleysi og stefnt grundvelli at- vinnulífsins í hættu. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur hafa því komið sér saman um aðgerðir, sem eiga að taka við af þeirri verðstöðvun og frestun á hækkun launa og búvöruverðs, sem gilt hefur frá þvf í byijun septem- ber. Markmið þessara aðgerða er að færa niður verðbólgu og vexti, bæta afkomu útflutningsgreina, einkum frystingar, og treysta atvinnuöryggi í landinu. Aðgerðimar stuðla að lækkun fjármagnskostnaðar heimil- anna og treysta þar með fjárhags- grundvöll þeirra. Þar sem málið þol- ir enga bið, er óhjákvæmilegt að gefa út bráðabirgðalög um lög- bundna þætti aðgerðanna. Jafnframt er nauðsynlegt að beita ákvæðum gildandi laga um vexti og verðlags- mál til hins ítrasta til að lækka verð- bólgu og vexti. Tillögur um aðgerðir eru þessar: Verðstöðvun Almennt verðlag. Verðstöðvun verði framlengd til 10. apríl 1989. Ríkisstjómin ákveði með heimild í 7. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti og að fengnu áliti Verðlagsráðs að framlengja gildandi verðstöðvun til 28. febrúar 1989 með þeirri breytingu, að heimilt verði að hækka verð vöm og þjónustu sem nemur sannanlegrí hækkun á erlendu innkaupsverði eða hækkun á verði á innlendum grænmetis- og fiskmörk- uðum. Jafnframt verði því lýst yfir, að ríkisstjómin muni flytja frumvarp til laga á Alþingi til að framlengja verðstöðvun þessatil 10. apríl 1989. Búvöruverð. Hækkun búvöm- verðs umfram áhrif hækkana á verði eriendra aðfanga verði mætt með auknum niðurgreiðslum. Til þess verði aflað tekna f ríkissjóð. Þingflokkur Alþýðubandalagsins telur óhjákvæmilegt miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslenskum stjómmálum að kannað verði hvort unnt er að mynda meirihlutastjóm sem takist á við þau hrikalegu vanda- mál sem ríkisstjóm Sjálfstæðis- fiokks, Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks skilur eftir sig. Þingflokkurinn samþykkir því að taka þátt í stjómarmyndunarviðræð- um þeim sem nú eru að hefjast og fara fram undir forystu Steingríms Hermannssonar. Þingflokkurinn tel- ur eðlilegt að kalla fyrst til þeirra Gjaldskrár. Gjaldskrár fyrirtækja á vegum ríkis eða sveitarfélaga og gjaldskrár sjálfstætt starfandi sér- fræðinga haldist óbreyttar til 10. apríl 1989 að öðru leyti en því að heimilt verði að taka tillit til hækk- ana á erlendu innkaupsverði að- fanga. Sama gildi um hvers kyns útselda vinnu og þjónustu. Húsaleiga. Óheimilt verði að hækka húsaleigu á tímabilinu 1. september 1988 til 10. apríl 1989. Launastöðvun Almenn laun. Við ríkjandi að- stæður myndi hækkun launa ekki leiða til kjarabóta heldur valda verð- bólgu og auknum rekstrarvanda at- vinnugreina og er því lagt til að laun haldist óbreytt til 10. apríl 1989. Laun bænda. Launaliður í verð- lagsgrundvelli búvöm haldist óbreyttur fram til 10. apríl 1989. Fiskverð. Almennt fiskverð, sem ákveðið var í júnímánuði síðastliðn- um, haldistóbreytttil 10. apríl 1989. Sérstakar aðgerðir til að bæta afkomu útflutningsatvinnuveganna Verðjöfnun til fiskiðnaðarins. Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins verði heimilt að taka innlent eða er- lent lán með ríkisábyrgð allt að fjár- hæð 500 milljónir króna. Andvirði lánsins skal nota til greiðslu verð- bóta vegna framleiðslu á freðfiski og hörpudiski á tímabilinu 1. júní 1988 til 10. apríl 1989. Greiðslur skulu fylgja almennum reglum sjóðs- ins en taka skal sérstakt tillit til af- komu frystingarinnar. Verðjöfiiunarsjóði fiskiðnaðarins verði einnig heimilað vegna rækju- vinnslu að ákveða viðmiðunarverð við greiðslu verðbóta vegna fram- leiðslu frá 1. júní sl. taki mið af meðalmarkaðsverði undangenginna tveggja ára. Endurskoðun afúrðalánakerfis. Ríkisstjómin beiti sér fyrir endur- skoðun afurðalánakerfis sjávarút- vegs, iðnaðar og landbúnaðar til þess að tryggja ömgga fjármögnun út- flutningsstarfseminnar. Við það verði miðað, að hlutfall afurðalána af söluandvirði verði ekki lægra en það var meðan Seðlabankinn sá um Qármögnun þessara lána. Stuðningur við ullariðnað. Nið- urgreiðslur á ull til ullariðnaðaríns verði auknar um 30 m. kr. á næstu sex mánuðum. Lækkun raforkuverðs til hrað- frystiiðnaðarins. Ríkisstjómin beiti sér fyrir flórðungslækkun á raforku- verði til frystihúsanna. Endurgreiðsla söluskatts. Upp- viðræðna Alþýðuflokk og Samtök um kvennalista þannig að kannað vcrði til fulls hvort unnt er að ná málefna- legri samstöðu um myndun ríkis- stjómar þessara flögurra fiokka. Forsendur stjómarmyndunarvið- ræðna Alþýðubandalagsins em þær samþykktir sem þingfiokkurinn hef- ur gert að undanfömu, en flokkurinn leggur við upphaf viðræðna sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Að bráðabirgðalögin sem banna fijálsa samninga verkalýðshreyf- ingarinnar verði afriumin. safnaður söluskattur fiskeldis og loð- dýraræktar verði endurgreiddur með hliðstæðum hætti og annarra út- flutningsgreina. Viðreisnarsjóður útflutnings- greina. Komið verði á fót sérstökum Viðreisnarsjóði f því skyni að leysa úr fjárhagsvanda fyrirtækja í út- flutningsgreinum með lánum og skuldbreytingum. Sjóðurinn fái tvö þúsund milljónir króna til ráðstöfun- ar á næstu tveimur árum af árlegu framlagi ríkissjóðs til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs renni 300 milljónir króna til Viðreisnarsjóðsins næstu tvö árin. Einnig fái hann 200 milljón- ir króna árlegt framlag úr ríkissjóði, sem aflað verði með sérstakri telqu- öflun. Samtals nemi framlög þessi helmingi af ráðstöfunarfé sjóðsins. Jafnframt verði sjóðnum heimilað að taka lán að fjárhæð einn milljarður króna á næstu tveimur árum, annars vegar með Verðjöftiunarsjóð fiskiðn- aðarins að bakhjarli og hins vegar erlendis með ríkisábyrgð. Lækkun vaxta og breytingar á fjármagnsmarkaði Ákveðin vaxtaleiðsögn. Ríkis- stjómin feli Seðlabankanum í sam- ráði við viðskiptaráðuneytið að halda áfram viðræðum við lánastofnanir um lækkun vaxta. Leiði þær viðræð- ur ekki til samkomulags um vaxta- þróun, samþykki ríkisstjómin beina íhlutun Seðlabankans um vaxtaá- kvarðanir innlánsstofnana til þess að viðunandi niðurstaða náist. Lækkun nafnvaxta. Nafnvextir lækkuðu um 10-12% í byijun þessa mánaðar. Á gmndvelli áframhald- 2. Að kaupskerðing verði afnumin og samráð haft við samtök launa- fólks um skipan kjaramála. 3. Að matarskatturinn verði tekinn til endurskoðunar. 4. Að unnið verði að víðtækum breytingum á rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuveganna og kerfísbreytingum á öllum sviðum atvinnulífs og peningamála. 5. Þá verði lögð sérstök vinna í stefnumörkun í m.a. eftirfarandi málaflokkum: byggðamálum, jafnréttismálum, umhverfismál- um og utanríkismálum. andi verðstöðvunar og launastöðvun- ar lækki nafnvextir enn um 5-10% í næsta mánuði og enn frekar síðar, þegar við tekur tímabil stöðugleika í verðlagi á næsta ári. Lækkun raunvaxta. Rfltisstjórnin mun beita sér fyrir 3% lækkun meðal- raunvaxta á spariskírteinum og öðr- um skuldabréfum rfltissjóðs í samn- ingum við innlánsstofnanir og lffeyr- issjóði. Rfltisstjómin feli Seðlabank- anum að hlutast til um hliðstæðar breytingar á öðrum sviðum lána- markaðarins. Þetta komi til fram- kvæmda eigi síðar en 10. október næstkomandi. Breytt lánskjaravísitala. Rfltis- stjómin feli Seðlabankanum að breyta gmndvelli lánskjaravísitölu þannig að vísitala launa hafi helm- ingsvægi á móti framfærsluvísitölu og vísitölu byggingarkostnaðar, sem hafi fjórðungsvægi hvor. Jafnframt verði heimilað að velja gengisvísitölu sem lánslqaravísitölu. Með þessari breytingu yrði dregið úr misgengi launa og lánskjara samhliða því sem sparifé yrði varið fyrir verðlags- breytingum. Ríkisstjómin ætlar sér að afnema víxlhækkanir verðlags og lánskjara, þegar jafnvægi í efna- hagsmálum er náð. Breyttur útreikningur dráttar- vaxta. Dráttarvextir reiknist fram- vegis sem dagvextir. Seðlabankinn reikni dráttarvexti eigi sjaldnar en mánaðarlega. Vaxtamunur afúrðalána. Seðla- bankanum verði heimilt að ákveða sérstaklega vaxtamun innlánsstofii- ana við ákvörðun vaxta á afurðalán- um til útflutningsatvinnuvega. Fjármagnsmarkaður. Sett verði lög um starfsemi á fjármagnsmark- aði utan bankakerfis á grundvelli fyrirliggjandi frumvarpa. Skylt verði að skrá á nafn hvers konar skulda- bréf og eigendaskipti á þeim. Bankar og önnur fjármálafyrirtæki verði upplýsingaskyld gagnvart skattyfir- völdum. Félagslegar aðgerðir Hækkun tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Tekjutrygging elli- og örorkulífeyrisþega og heimil- isuppbót hækki um 3% frá 1. októ- ber nk. Skuldbreytingar heimila. Til þess að auðvelda skuldbreytingu hjá húsbyggjendum og til að liðsinna fjölskyldum í alvarlegum greiðsluerf- iðleikum verði afiað 150 milljóna króna. Aðhald í ríkisfyármálum og lánsQármálum Aðgerðir gegn þenslu. Þær efna- Alþýðubandalagið vill Qögurra flokka viðræður hagsaðgerðir, sem þessar tillögur gera ráð fyrir, leiða til mikillar hjöðn- unar verðbólgu og vaxta á næstu mánuðum. í ljósi þeirrar þenslu, sem enn ríkir í efnahagsmálum og kemur meðal annars fram í miklum við- skiptahalla gagnvart útlöndum, er mjög mikilvægt að fylgja aðgerðun- um eftir með ströngu aðhaldi í fjár- málum ríkis og sveitarfélaga. Að öðrum kosti er hætt við, að fljótlega sæki í sama farið, verðbólga færist í aukana og vextir hækki á nýjan leik. Tekjuafgangur. Til þess að draga úr þenslu verði fjárlög ríkissjóðs fyr- ir næsta ár afgreidd með 1% tekjuaf- gangi. Með því móti dregur úr láns- flárþörf ríkissjóðs og samkeppnin um lánsfé verður minni. Það auðveldar lækkun vaxta. Þá er rétt að hafa í huga, að ríkissjóður gengur í ábyrgð fyrir láni Verðjöfnunarsjóðs að fjár- hæð 500 milljónir króna. Jafnframt er nauðsynlegt að við gerð lánsfjár- laga fyrir næsta ár verði strangt aðhald á erlendum lántökum. Þá verði ríkisábyrgð á lántökum banka og flárfestingalánasjóða erlendis af- numin. Útgjaldastefiia. Til þess að ná þessu markmiði í ríkisfjármálum mega útgjöld rfltisins ekki hækka að raungildi fráyfirstandandi ári. Fram- kvæmd nýrra laga, sem leiða til auk- inna útgjalda, verði frestað og beitt skipulagsbreytingum og hagræð- ingu. Unnið verði að því að bjóða almenningi til kaups ríkisfyrirtæki og hlutafé ríkisins í fyrirtælqum, sem stunda atvinnurekstur. Tekjuöflun. Að óbreyttu stefnir í 3.500 milljóna króna halla á ríkis- sjóði á næsta ári. Auk þess fela þær aðgerðir, sem hér eru ákveðnar, í sér útgjöld að fjárhæð um 800 milljónir króna. Á hinn bóginn minnkar tekju- þörf ríkissjóðs um 1.000 milljónir króna með frestun á upptöku virðis- aukaskatts til 1. janúar 1990, sem lagt er til að ákveðin verði. Til að ná markmiðinu um 1% tekjuafgang á næsta ári verði dregið úr ríkisútgjöldum um 1.500 miljónir króna frá þvi sem stefnir í að óbreyttu og tekna aflað að §árhæð 2.500 milljónir króna. Efnahagsaðgerðir þær, sem hér eru gerðar tillögur um, mótast af miklum rekstrarerfiðleikum í fisk- vinnslu, viðskiptahalla, stöðnun og jafnvel samdrætti í þjóðartekjum. Þær fela því f sér aðhald að þjóðarút- gjöldum og tilfærslu fjár til undir- stöðugreina. En þær eru einnig nauð- synlegar til þess að leggja grunn að endurskipulagningu og endurbótum í íslenskum þjóðarbúskap. Lauslegt mat á tillögum Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks um að- gerðir í efnahagsmálum: Vísitala framfærslukostnaðar September 1988-janúar 1989 4% Hraði í árslok 1988 12% Hraði október - desember 1988 13% Kaupmáttur dagvinuulauna m.v. 1986 = 100 1. ársfj. 1988 118 2. ársfj. 1988 119 3. ársfj. 1988 II6V2 4. ársfy 1988 113 1. ársfj. 1989 IIOV2 Meðaltal 1988 II6V2 yið.skiptajöfnuður 1989 í milljörðum kr. -9V2 %af VLF -3V4 Afkoma sjávarútvegs Fyrir Eftir aðgerðir aðgerðir Botnfiskveiðar % % og -vinnsla -6 0 Veiðar .3 .3 Frysting -8 1/4 Söltun 2 5V2 Rækjuvinnsla .3 1/2 Mjölvinnsla 6 8V2 Aðg’erðir í sjávarútvegi 25% lækkun raforkuverðs til vinnslunnar. Raunvextir lækki um 3%. Vaxtamunur afurðalána lækki um 0,7%. Verðjöfnunarsjóði verði gert kleift að greiða verðbætur á freð- fisk og hörpudisk að fj'árhæð 400-450 m. kr. fyrir tfmabilið 1. okt. 1988 til 10. aprfl 1989. Hraðað verði greiðslu verðbóta til rækjuvinnslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.