Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Níu sveitarfélög samein- ast um tónlistarskóla Níu sveitarfélög við EyjaQörð, allt frá Arnarneshreppi að vestan að Grýtubakkahreppi að austan, hafa stofnað Tónlistarskóla Eyja- fjarðar. Er skólanum ætlað að bæta úr brýnni þörf á tónlistar- kennslu í Srðinum og bæta með því aðstöðu þeirra, sem farið hafa á mis við slíkt. Kennslan fer fram í grunnskólum hreppanna á starfstíma þeirra og munu nemendur skreppa úr bókleg- um tímum í hljóðfæratímana, hálf klukkustund í senn, einu sinni til tvisvar í viku. Boðið verður upp á kennslu á píanó, orgel, gítar, blást- urshljóðfæri og slagverk auk for- skólanáms. Þá hyggst skólinn bjóða upp á fullorðinsfræðslu um leið og aðstæður leyfa. Þá mun hljómsveit- arstarf heflast strax á fyrsta vetri. Skólastjóri hefur verið ráðinn Atli Guðlaugsson, en auk hans munu kennarar skólans verða sex talsins. Steindautt í netin: Lögreglan: „Bílar fuku, bátar fuku, plötur fuku, rúður brotnuðu og laust rusl fauk út um allt. Einhveijar skemmd- ir munu hafa orðið í bænum vegna þessa og voru tryggingafélög að meta tjón af völdum veðursins í gær,“ sagði Matthías Einarsson, varðstjóri, í samtali við Morgun- blaðið. Matthías sagði að vindhraði hefði einu sinni mælst meiri, þegar þak súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu tókst á Ioft í heilu lagi og fauk meðal annars á nærliggjandi bfla. Mikið mildi var að ekki vaið mann- tjón þá. „Við sáum mælinn hjá okk- ur fara upp í 14 vindstig, en þá fór hann líka úr sambandi," sagði Matt- hías. Betur fór en á horfðist um kl. hálfellefu á föstudagskvöld þegar fólksbfll fór út af Víkurskarði og féll þijá til flóra metra niður bratta brekkuna. Bfllinn mun hafa lent í lausamöl, flogið fram af vegarbrún- inni, komið niður á hjólin og oltið síðan. Bíllinn er talinn gjörónýtur. Okumaður var einn í bifreiðinni og slapp hann ómeiddur. Hann mun hafa verið í öryggisbelti. Mikil ölvun var á Akureyri á laug- ardagskvöldinu og gistu sex fanga- geymslur lögreglunnar við Þórunn- arstræti. Matthías sagði að menn hefðu verið afskaplega reiðir og létu hnefana bitna á ýmsu. Þá voru nokkrir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í bænum um helgina og einn tekin grunaður um ölvun við akstur. Margir vilja kaupa kvótann - segir Valdimar Kjartansson útgerðarmaður á Hauganesi Þrettán útköll vegna veðurs Þrettán vindstig í Akureyrarbæ LÖGREGLAN á Akureyri var kölluð þrettán sinnum út á sunnu- dagsmorgun vegna veðurs, en þá mældust 73 hnútar í bænum sem svarar til þrettán vindstiga. Fyrsta vindhviðan kom kl. 7.30 á sunnudagsmorgun og þá var strax farið að hringja til lögreglunnar. Lögreglumenn fóru svo í síðasta „veður“-útkallið kl. 11.10. Anton Kr. Jónsson missti helminginn af öspinni sinni sem er tæp- Iega 50 ára gömul. Bíllinn er talinn gjörónýtur, en ökumaður slapp ómeiddur eftir að hafa farið fram af Víkurskarðinu, Akureyrarmegin. Kjartansson útgerðarmaður á Hauganesi í samtali við Morgun- blaðið I gær, en hann gerir út Auðbjörgina EA, 50 tonna bát, og Hafbjörgina EA, 90 tonna bát. Báðir bátamir hafa verið á rækju- veiðum í sumar og sagði Valdimar rælquveiði hafa verið dræma í allt sumar. Auðbjörginni var Iagt um síðustu mánaðamót vegna Iélegrar netaveiði annarra báta fyrir Norður- landi auk þess sem eldri tókst að manna bátinn á netaveiðar. „Haf- björgin verður á rælq'uveiðum til mánaðamóta og er hún að ljúka þeim 80 dögum _sem sóknarmarks- bátamir fengu. Ég býst við að það fari að rætast úr með mannskap þar sem togaramir einn af öðrum fara að stöðvast vegna kvótaleysis. En þá kemur bara á móti að það er enginn fískur á miðunum. Þrír neta- bátar hafa undanfama daga reynt fyrir sér á miðunum úti fyrir Norður- landi, allt frá Kolbeinsey og suður fyrir Papey, og það er gjörsamlega steindautt," sagði Valdimar. Hann sagði að óneitanlega hugs- uðu menn um sölu á skipum sínum þegar illa gengi, en vonandi birtir upp um síðir. „Við vomm jafnvel að hugsa um að skipta báðum bátunum út fyrir heppilegra skip enda gengur betur að manna stærri bátana. Upp úr mánaðamótunum geri ég þó ráð fyrir að Hafbjörgin fari á dragnót og Auðbjörgin jafiivel líka. Bátamir eiga hvor um sig eftir um 100 tonna kvóta." Valdimar sagði að togara- menn alls staðar að af landinu væm mikið búnir að spyijast fyrir um þessi tonn sín og svo virtist sem nægir kaupendur væm fyrir hendi. Valdimar sagði að kflóið af þorskk- vótanum gengi á þetta 8 krónur og gæti hann því fengið um 800.000 krónur fyrir 100 tonna kvóta Haf- bjargarinnar ef netavertíðin ætlaði að bregðast gjörsamlega. Auðbjörg- in er á sóknarmarki og er því ekki hægt að selja kvóta hennar. Hins- vegar væri nú í fyrsta sinn hægt að flytja kvóta á milli ára og því vildu útgerðarmenn fara sér hægt í sölu kvóta sinna, að minnsta kosti í byijun vetrar. „Maður leyfír sér að vona að úr afialeysinu rætist síðar í vetur þó ég hafí ekki mikla trú á því. Sá afli, sem kemur að landi, fer alltaf smækkandi ár frá ári. Við byijuðum að gera út 1973 og höfum aldrei fengið eins smáan afla og í fyrravetur, bæði að magni til og stærð. Fyrirtækið skaffar hinsvegar litia atvinnu í landi ef kvótinn verð- ur seldur í burtu. Við emm með saltfískverkun og höfum unnið allan afla sjálfír í salt og skreið í gegnum tíðina. Það er alls ekki komið að því að við seljum þorskkvóta þó ég gæti svo sem hugsað mér að losa mig við aðrar tegundir, til dæmis ufsa og ýsu, enda veiðast þær ekki hér fyrir norðan," sagði Valdimar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hjónin Sverrir Pálsson og Ellen Pálsson búa í Mörðuvallastræti 10. Hér eru þau að virða fyrir sér stolt garðsins sem féll í einni vind- hviðunni á sunnudagsmorgun. Tréð var af lerkitegund, langt yfir tíu metrar á hæð. Eftir standa um sex metrar. „Of snemmt er að segja til um sölu á bátunum. Hitt er þó stað- reynd að afli hefur verið lítill sem enginn það sem af er árinu og ekki útlit fyrir neinn þorsk í vet- ur. Við höfiun þvi tekið það ráð að leggja öðrum bátnum í bili að minnsta kosti,“ sagði Valdimar Stjórnunarfélag íslands Ananaustum 15 Simi 6210 66 - haldið á Akureyri Sími 621066 Umræða og þekking á markaðsmálum hefur stórlega aukist hér á landi á síðustu misser- um, ekki síst vegna skilnings manna á mikil- vægi fræðigreinarinnar. Stjórnunarfélag ís- lands býður nú upp á kynningu á helstu hugtökum og viðfangsefnum markaðsfræð- innar. Námskeið þetta á Akureyri er hið fyrsta sinnar tegundar, en stefnt er að því að fara með þetta námskeið víðar um landið. Efni: - Hlutverk markaðsfræöinnar. - Söluráðar. - Stefnumörkun og áætlanagerö. - Markaðsupplýsingar. - Æviskeið vöru. - Hlutverk markaösstjóra. - Sölustjórnun. v - Útflutningur/innflutningur. - Viðskiptahættir og menning í alþjóðaviðskiptum. - Nám í markaðsfræöum. Þátttakendur: Kynning þessi er ætluð öllu áhugafólki um markaðsmál, út- og innflutning og fleiri þætti við- skipta. Leiðbeinendur: Sigurður Ágúst Jensson, viðskiptafræð- ingur, og Friðþjófur Johnson, framkvæmdastjóri Biikk- smiðjunnar hf., og fleiri. Tími og staður: 30. september 1988 kl. 9:00 til 17:00 6 Hótel KEA VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.