Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Fontana Musicale Tónlist Jón Ásgeirsson Það mun hafa hent áður, að til íslands hafí tónlistarmenn komið að sækja sér hljóðfæri smíðuð hér- lendis og svo á við um þann hóp er stóð fyrir tónleikum í Norræna húsinu sl. sunnudag. Hér átti hópur- inn viðdvöl á leið sinni vestur um haf og mun héðan hafa í pússi sínu blokkflautur smíðaðar af Adrian Brown. Hann er búsettur hér á landi en hefur þegar hlotið þá viðurkenn- ingu sem hljóðfærasmiður, að tón- listarmenn telja sig eiga erindi til íslands, umfram aðra staði nær sér, til að eignast góðar blokkflaut- ur. Fontana Musicali er skipaður tveimur frábærum blokkflautuleik- urum, Ulli Mauerhofer og Gerd Liinenbúrger, gambaleikaranum Marcy Jean Bölli og aldeilis ágætum cemballeikara, Wolfgang Zerer er lék svítu eftir Froberger. Auk Fro- bergers voru þama tónhöfundar eins og Dario Costello (d. 1656 eða 58), sem hafði mikil áhrif á þróun hljóðfæratónlistar í Feneyjum og gaf út tvö hefti af sónötum, sem nutu mikilla vinsælda. Þá skal og geta Fontana og Salamone Rossi en þeir létust báðir 1630. Rossi hafði mikil áhrif á þróun tríósónöt- unnar og reyndar tvenndarforms- ins. Síðari hluti tónleikanna var svo helgaður Purcell og franska tón- skáldinu Marin Marais, sem sagður er hafa verið einn besti gambaleik- ari í heimi! Fontana Musicale er sannarlega frábær kammerhópur og þó undir- ritaðan skorti kunnáttu til að segja nokkuð varðandi ágæti þeirra hljóð- færa sem Adrian Brown skenkti hópnum, er það næsta víst, að slíkir tónlistarmenn sem hér voru að verki eru trúlega það vandlátir í vali sínu að ekki tjói annað en að bjóða þeim hið besta. Það má þá bæði óska Adrian Brftwn til hamingju og þakka Fontana Musicale fyrir kom- una. fá...................................................................... Ný verðtryggð spariskírteini ríldssjóðs. Orugg leið til að ávaxta sparifé þitt. Þér kann að finnast vandasamt að ráðstafa sparifé þínu á sem arðbærastan hátt. En til eru margar traustar og góðar leiðir til ávöxtunar. Ný spariskírteini ríkissjóðs. s Pau fást hjá okkur á öllum afgreiðslustöðum og við innleysum jafnframt eldri spariskírteini. Þú getur valið um 3 ára bréf með 8,0% ársávöxtun, 5 ára hréf með 7,5% ársávöxtun og 8 ára hréf með 7,0% ársávöxtun. Spariskírteinin eru ríkistryggð, tekju- og eignarskattfrjáls og fást í 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 króna einingum. Verðtryggður sparireikningur og veðdeildarbréf. Til ávöxtunar sparifjár þíns bjóðum við einnig aðrar hagkvæmar leiðir: Nýjan 18 mánaða verðtryggð- an sparireikning með 7.5% vöxtum og veðdeildarbréf með 9,5% vöxtum hjá Verðbréfamarkaði Samvinnubankans. Hugsaðu þig vel um hvernig þú vilt ráðstafa sparifé þínu, hafðu samband, við ráðleggjum þér heilt. SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF Frá námskeiði björgrmarkafara. Bj örgnnar skóli LHS: Fyrstu björgunar- kafararnir útskrifaðir VIKULÖNGU námskeiði fyrir þá sem stunda köfún innan hjálpar- og björgunarsveita lauk 3. september með útskrift björg- unarkafara. Námskeiðið var haldið á vegum Björgunarskóla Landssambands hjálparsveita skáta og þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið hér á landi. Kennt var samkvæmt kröfum frá virtum alþjóðlegum björgunar- samtökum, Intemational Assoc- iation Of Dive Rescue Specialists (LADRS) og fá þátttakendumir sem stóðust kröfumar þá rétt til að titla sig sem björgunarkafara (PSD — Public Safety Divers) og munu starfa sem slíkir innan björg- unarsveita. Leiðbeinendur voru Stefán Ax- elsson, Hjálparsveit skáta Hafnar- fírði og Kjartan Hauksson, Hjálp- arsveit skáta ísafírði, en þeir hafa kennsluréttindi í björgunarköfun frá IADRS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.