Morgunblaðið - 20.09.1988, Side 12

Morgunblaðið - 20.09.1988, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Fontana Musicale Tónlist Jón Ásgeirsson Það mun hafa hent áður, að til íslands hafí tónlistarmenn komið að sækja sér hljóðfæri smíðuð hér- lendis og svo á við um þann hóp er stóð fyrir tónleikum í Norræna húsinu sl. sunnudag. Hér átti hópur- inn viðdvöl á leið sinni vestur um haf og mun héðan hafa í pússi sínu blokkflautur smíðaðar af Adrian Brown. Hann er búsettur hér á landi en hefur þegar hlotið þá viðurkenn- ingu sem hljóðfærasmiður, að tón- listarmenn telja sig eiga erindi til íslands, umfram aðra staði nær sér, til að eignast góðar blokkflaut- ur. Fontana Musicali er skipaður tveimur frábærum blokkflautuleik- urum, Ulli Mauerhofer og Gerd Liinenbúrger, gambaleikaranum Marcy Jean Bölli og aldeilis ágætum cemballeikara, Wolfgang Zerer er lék svítu eftir Froberger. Auk Fro- bergers voru þama tónhöfundar eins og Dario Costello (d. 1656 eða 58), sem hafði mikil áhrif á þróun hljóðfæratónlistar í Feneyjum og gaf út tvö hefti af sónötum, sem nutu mikilla vinsælda. Þá skal og geta Fontana og Salamone Rossi en þeir létust báðir 1630. Rossi hafði mikil áhrif á þróun tríósónöt- unnar og reyndar tvenndarforms- ins. Síðari hluti tónleikanna var svo helgaður Purcell og franska tón- skáldinu Marin Marais, sem sagður er hafa verið einn besti gambaleik- ari í heimi! Fontana Musicale er sannarlega frábær kammerhópur og þó undir- ritaðan skorti kunnáttu til að segja nokkuð varðandi ágæti þeirra hljóð- færa sem Adrian Brown skenkti hópnum, er það næsta víst, að slíkir tónlistarmenn sem hér voru að verki eru trúlega það vandlátir í vali sínu að ekki tjói annað en að bjóða þeim hið besta. Það má þá bæði óska Adrian Brftwn til hamingju og þakka Fontana Musicale fyrir kom- una. fá...................................................................... Ný verðtryggð spariskírteini ríldssjóðs. Orugg leið til að ávaxta sparifé þitt. Þér kann að finnast vandasamt að ráðstafa sparifé þínu á sem arðbærastan hátt. En til eru margar traustar og góðar leiðir til ávöxtunar. Ný spariskírteini ríkissjóðs. s Pau fást hjá okkur á öllum afgreiðslustöðum og við innleysum jafnframt eldri spariskírteini. Þú getur valið um 3 ára bréf með 8,0% ársávöxtun, 5 ára hréf með 7,5% ársávöxtun og 8 ára hréf með 7,0% ársávöxtun. Spariskírteinin eru ríkistryggð, tekju- og eignarskattfrjáls og fást í 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 króna einingum. Verðtryggður sparireikningur og veðdeildarbréf. Til ávöxtunar sparifjár þíns bjóðum við einnig aðrar hagkvæmar leiðir: Nýjan 18 mánaða verðtryggð- an sparireikning með 7.5% vöxtum og veðdeildarbréf með 9,5% vöxtum hjá Verðbréfamarkaði Samvinnubankans. Hugsaðu þig vel um hvernig þú vilt ráðstafa sparifé þínu, hafðu samband, við ráðleggjum þér heilt. SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF Frá námskeiði björgrmarkafara. Bj örgnnar skóli LHS: Fyrstu björgunar- kafararnir útskrifaðir VIKULÖNGU námskeiði fyrir þá sem stunda köfún innan hjálpar- og björgunarsveita lauk 3. september með útskrift björg- unarkafara. Námskeiðið var haldið á vegum Björgunarskóla Landssambands hjálparsveita skáta og þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið hér á landi. Kennt var samkvæmt kröfum frá virtum alþjóðlegum björgunar- samtökum, Intemational Assoc- iation Of Dive Rescue Specialists (LADRS) og fá þátttakendumir sem stóðust kröfumar þá rétt til að titla sig sem björgunarkafara (PSD — Public Safety Divers) og munu starfa sem slíkir innan björg- unarsveita. Leiðbeinendur voru Stefán Ax- elsson, Hjálparsveit skáta Hafnar- fírði og Kjartan Hauksson, Hjálp- arsveit skáta ísafírði, en þeir hafa kennsluréttindi í björgunarköfun frá IADRS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.