Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 STJORNARSLIT - VIÐRÆÐUR UM MYNDUN NYRRAR: Steingrímur bjartsýnn eftir fyrsta fundinn Viðræður við Kvennalistann í dag STEINGRÍMUR Hermannsson formaður Framsóknarflokksins segir að hann sé bjartsýnn á að samstarf Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags geti gengið eftir fyrsta fund þessara flokka síðdegis í gær- dag. Steingrímur segir að hann hafi fengið umboð tíl myndunar meirihlutastjómar. Fyrrgreind- ir flokkar hafa ekki meirihluta á þingi og því Iiggur næst fyrir að ræða við forystukonur Kvennalistans. Verður það vænt- anlega gert í dag. Steingrímur vill þó ekki útiloka þann mögu- leika að stjórn þeirra flokka sem ræddust við í gærdag sé til í dæminu ef hún nyti stuðnings Stefáns Valgeirssonar. Af hálfu Framsóknarflokksins sátu þeir Steingrímur og Halldór Asgeirsson fyrrgreindan fund, af hálfu Alþýðuflokksins voru það Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sig- urðsson og af hálfu Alþýðubanda- lagsins þau Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur J. Sigfússon og puðrún Helgadóttir. Ólafur Ragnar Grímsson form- aður Alþýðubandalagsins segir að þessi fundur hafi verið gagnlegur en ýmislegt í tillögum hinna flokk- anna tveggja þyrfti að skoða bet- ur. Hann segir að Alþýðubandalag- ið hefði lagt fram tillögur sínar á fundinum. Þær fela m.a. í sér að frjálsum samningum verkalýðs- hrejrfingarinnar verði aftur komið á, kaupskerðing verði afnumin og matarskatturinn verði tekinn til endurskoðunar. „Við lögðum fram þá tillögu að kannað yrði hvort Kvennalistinn vildi taka þátt í þessum viðræðum til að skapa meirihlutastjóm. Við teljum nauðsynlegt að slíkt sé gert,“ segir Ölafur Ragnar Grímsson. Aðspurður um hvort einhugur væri í þingflokki Alþýðubandalags- ins um að standa í þessum viðræð- um segir Ólafur Ragnar svo vera. Jón Baldvin Hannibalsson var að því spurður hvort hann gæti sætt sig við þá tillögu Alþýðu- bandalagsins að matarskatturinn yrði tekinn til endurskoðunar. Hann segir að þegar menn séu að ræða um breytingar á söluskatti séu menn að ræða um stefnu í §ár- lögum. Það sé reginmunur á því hvort forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjóm, sem beitti sér fyrir grundvallarbreytingum á ríkjandi söluskatti, falli allt í einu frá því á síðustu stundu án þess að slíkt leiði til að tekjuöflunarþörf ríkissjóðs væri mætt. Eða hinu í nýjum stjóm- myndunarviðræðum að ræða um skattamál....„Sá sem að vill ræða um það að lækka söluskatt eða breyta virðisaukaskatti og kemur með aðrar tillögur um skatta á móti sem hann getur fært rök fyr- ir að séu réttlátari er svarið eitt. Skattamál em ekki trúarbrögð, þau em reikinsdæmi," segir Jón Bald- vin. Steingrímur Hermannsson segir að fyrsti fundur þessara aðila hafi verið gagnlegur. Á honum hafi menn skiptst á skoðunum um tillög- ur hvors annars en engar endanleg- MorgunblaÆð/Ámi Sæberg Steingrúnur Hermannsson á fúndi Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands á Bessastöðum í gær þar sem honum var falið að mynda meirihlutastjórn. ar ákvarðanir hafi verið teknar. í framhaldi af þessum fundi var ann- ar fundur boðaður með sömu aðil- um klukkan 10.30 í gærkvöldi. Á fundinum í gærkvöldi, sem stóð undir miðnættið, var mönnum- skipt í tvo hópa. Ræddi annar hóp- urinn þær ráðstafnir sem gera verður strax í efnahagsmálum og þau bráðabirgðalög sem samþykkja þarf í því sambandi. Hinn hópurinn ræddi aftur á móti efnivið í stjóm- arsáttmála. Ekkert var gefíð út um þessar umræður þar sem eftir er að ræða málin við Kvennalistann. Morgunblaðið/Júltus Viðræðunefind Alþýðubandalagsins kemur í sjávarútvegsráðuneytið til stjórnarmyndunarviðræðna undir stjóm Steingríms Hermannsson- ar, f.v. Guðrún Helgadóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ólafúr Ragnar Grimsson. Forseti ræddi við formenn þingflokkanna um helgina Morgunblaöið/Þorkell Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins á fúndi með forseta fslands, frú Vigdfsi Finnbogadóttur, f stjómarráðs- Forseti íslands, firú Vigdís Finnbogadóttir, ræddi við for- ystumenn allra þingflokkanna á sunnudag og mánudagsmorgun. Á laugardagskvöldið, eftir að hún hafði fallist á afsagnar- beiðni Þorsteins Pálssonar for- sætisráðherra, var haft sam- band við forystumenn flokk- anna og þeir boðaðir á fúnd forseta í stj óraarráðshúsinu strax daginn eftir. Að auki hef- ur forseti rætt við ýmsa stjóm- málaleiðtoga undanfaraa daga með óformlegum hætti, að sögn Koraelíusar Sigmundssonar for- setaritara. TOgangur forseta var að kanna vilja alþingis. Fyrstur kom á fund forseta, klukkan 10 á sunnudag, Eiður Guðnason formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Steingrímur J. Sigfússon formaður þingflokks Alþýðubandalagsins mætti klukk- an 10.30, og klukkan 11.30 komu Kristín Halldórsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir fulltrúar þingflokks Kvennalistans á fund forseta. Eftir hádegið kom Júlíus Sólnes formað- ur þingflokks Borgaraflokksins kl. 13, Páll Pétursson formaðú? þing- flokks Framsóknarflokksins kl. 13.30 og Ólafur G. Einarsson for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins klukkan 14. Loks mætti Stefán Valgeirsson þingmaður Samtaka um jafiirétti og félags- hyggju í Norðurlandskjördæmi eystra á fund forseta klukkan 10.30 í gærmorgun. húsmu á sunnudag. Að loknum þessum viðræðum boðaði forseti Steingrím Her- mannsson formann Framsóknar- flokksins á fund að Bessastöðum klukkan 12 á hádegi í gær og fól honum umboð t.il myndunar meiri- hlutastjómar. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur höfðu þá þeg- ar náð samkomulagi um aðgerðir í efnahagsmálum og kynnt öðrum flokkum. Eins og fram kemur ann- ars staðar í blaðinu hófust í gær viðræður þessara flokka og Al- þýðubandalags og í dag hyggjast þeir ræða við fulltrúa Samtaka um Kvennalista. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem nú situr sem starfsstjóra til bráðabirgða. Lausnarbeiðni forsætisráðherra Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á laugardag. Hér á eftir fer bréf hans til forseta: „Sjálfstæðisflokkurinn telur brýnt að nú þegar verði gripið til aðgerða til lausnar efnahagsvanda þjóðarinnar. Forsætisráðherra hef- ur því lagt fram ítarlegar tillögur í þessu skyni. Formenn Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks hafa sameiginlega hafnað framlögðum tillögum, án þess að leggja fram t.illögur, sem báðir flokkamir standa að. Jafnframt hafa formenn Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks óskað eftir því við forsætisráðherra að ríkisstjómin segi af sér. Forsæt- isráðherra hefur óskað eftir því við formenn Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks að þeir dragi flokka sína út úr ríkisstjóminni, svo að kostur gefist á að kalla saman Alþingi og leggja tillögumar fyrir það án tafar. Þeirri beiðni hefur verið hafnað. Með tilvísun til framangreindrar afstöðu Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks, sem leiðir til þess að grundvöllur stjómarsamstarfsins er brostinn, leyfí ég mér að leggja til, að þér, forseti Islands, fallist á að veita núverandi ráðuneyti lausn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.