Morgunblaðið - 20.09.1988, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988
FÆREYJAR
2xíviku
Ódýrar helgarheimsóknir í vetur til
frænda okkar Færeyinga.
Hvernig væri nú að breyta
verulega til eina helgi?
FLUGLEIÐIR
-fyrirþíg-
HANNLEGI
ÞATTURINN
- FOLKIFYRIRRUMI
Upplagt tækifæri til að bæta viðhorf,
afköst og hagnað í fyrirtækinu.
Á tveimur hressandi dögum munt þú sjá,
hvernig starfsfólk getur náð betri árangri í
samskiptum sínum innan fyrirtækis og utan,
hvernig það verður fljótara að aðlagast
breytingum og bæta þjónustu. Þátttakend-
um er bent á leiöir til þróunar persónuleika
síns, sem væntanlega heldur svo áfram,
löngu eftir lok námskeiðsins. Markmið nám-
skeiðsins er að þátttakendur verði hæfari
til að takast á við flókin verkefni og veiti sem
besta þjónustu.
Áhrif á þátttakendur:
- Þú sérð betur þínar sterku og veiku hliðar.
- Þú sérð betur samhengi lífsviðhorfs og árangurs.
- Þú skilur betur mikilvægi raunverulegrar athygli.
- Þú lærir að setja þér markmið i starfi og einkalífi.
Ávinningur fyrirtækis:
- Þjónusta fyrirtækisins batnar.
- Samstarf innan fyrirtækis eykst.
- Mikilvægi tímaþáttarins skilst betur.
- Starfsmenn verða tillitssamari og þolinmóðari.
Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson,
sölu- og markaðsráögjafi.
Tími og staður: 28.-29. september 1988
kl. 8.30 til 17.30 í Ánanaustum 15.
VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR
BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL
ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM.
A
Stjómunarfélag íslands
Ananaustum 15 Simi 621066
Félag íslenskra fískmjölsframleiðenda:
Norðmenn greiða ekki
5.400 kr. fyrir loðnutonnið
- segir Jón Ólafsson framkvæmdastjóri
„SAMKVÆMT þeim upplýsingum sem ég hef frá Noregi greiða Norð-
menn tæpar 4.100 krónur fyrir tonnið af loðnu en ekki 5.100 til 5.400
krónur, eins og íslenskir útvegsmenn segja,“ sagði Jón Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda, í samtali við
Morgunblaðið. „60% hærra olíuverð hér en í Noregi sýnir hinn gífiir-
lega aðstöðumun sem er á milli landanna. Það er þvi í rauninni rök-
stuðningur við kröfiir okkar um að álag á afla, sem fluttur er óunninn
á markað erlendis, verði einnig lagt á loðnu sem landað er erlendis
og dragist þannig frá kvóta viðkomandi skipa,“ sagði Jón Ólafsson.
„Islensku verksmiðjumar hafa
ekki möguleika á ódýrari aðföngum
en þeim sem í boði eru hérlendis,"
sagði Jón. „Samt er þeim stillt upp
við vegg og sagt: „Ef þið greiðið
ekki sömu verð og við getum fengið
erlendis löndum við ekkert hjá ykk-
ur!“ Hvar er nú byggðasjónarmiðið
sem er helsta röksemd útvegsmanna
fyrir því að ekki sé lagt gjald á
óveiddan afla?
Útvegsmenn segja að með álagn-
ingu slíks gjalds séu atvinnutæki
þeirra gerð óvirk. Hvers eiga loðnu-
verksmiðjur að gjalda þegar, eins
og útvegsmenn segja, atvinnutæki
þeirra eru gerð óvirk vegna þess að
þau verð, sem verksmiðjurnar
treysta sér til að greiða hveiju sinni
eru ekki í fyllsta samræmi við þau
verð sem erlendar verksmiðjur með
allt annan rekstrargrundvöll greiða?
íslensku verksmiðjumar hafa ver-
ið reknar með tapi allan þennan
áratug. Það sýna til dæmis útreikn-
ingar Þjóðhagsstofnunar og útvegs-
mönnum er fullkunnugt um það.
Samkeppni verksmiðjanna um tak-
markað hráefni hefur leitt til þess
að þær hafa teygt sig umfram getu
í hráefnisöflun og rekstrarkostnaður
þeirra er mun meiri en verksmiðja
í nágrannalöndunum.
Þetta hefur leitt til þess að lítið
er eftir til uppbyggingar verksmiðj-
anna sjálfra. Það er því út í hött að
verksmiðjumar hafi varið hagnaði
sínum til skipakaupa, eins og útvegs-
menn segja. Það eru að vísu til
dæmi um að aðilar sem reka loðnu-
verksmiðjur, auk annarrar vinnslu,
hafi keypt skip til að auka heildar-
hagkvæmni vinnslu þeirra en þau
skip em ekki keypt fyrir hagnað af
loðnuverksmiðjunum.
Islensku verksmiðjumar greiða
nú 60% hærra verð en þær greiddu
í fyrra. Það er í fullu samræmi við
afurðahækkanir en langt umfram
almenna launa- og verðlagsþróun í
landinu. Fái eigendur veiðiskipanna
ekki alla hækkunina til sín virðast
þeir tilbúnir að skilja íslenskan fisk-
mjölsiðnað eftir á köldum klaka og
byggja frekar upp iðnaðinn hjá sam-_
keppnisaðilum okkar. Með útflutn-
ingi á loðnu eyðileggja þeir einnig
fyrir okkur markaði sem eru að opn-
ast núna vegna þess að Norðmenn
skortir loðnuafurðir til fiskeldis,"
sagði Jón Ólafsson.
GolfVöilur milli húsgarðanna
Morgunblaðið/Einar Falur
Júlíus Hafstein tekur glæsilega sveiflu á fyrsta teig og félagar hans
fylgjast með. Frá vinstri: Brjánn Bjarnason, Matthías Eyjólfsson,
Finnur Magnússon, Stefán Þórsson, þá þríburarnir Haraldur, Helgi
og Jón Svavarssynir, Ásmundur Vilþjálmsson og Valur Steinarsson.
Það er gömul saga og ný að gras-
balar í íbúðarhverfum séu her-
setnir strákum úr nágrenninu og
spilaður þar fótbolti meðan birta
og veður leyfa. Þannig var það
einnig í Fossvoginum til skamms
tíma en ekki lengur, fótboltinn
er kominn á hilluna margfrægu
og golfið hefúr náð fyrsta sæti
hjá stórum og vaxandi hópi ungl-
inganna þar.
Strákamir, engar stelpur eru í
hópnum ennþá, fundu það ráð við
aðstöðuleysinu að hasla sér golfvöll
hvarvetna sem sér í grænt milli
húsa sunnan Bústaðavegar. Nú er
þar að finna níu brautir þar sem
tíu 13-15 ára strákar eyða flestum
sínum fristundum.
Strákamir vom við þessar eftir-
lætisiðju sína þegar blaðamann og
ljósmyndara bar að á dögunum.
Margir þeirrá sögðust hafa fengið
golfáhugann frá foreldmm sínum
og fara með þeim í golfklúbbana
þegar færi gefst en nokkrir höfðu
smitast af áhuga félaganna. Einum
hefur tekist að sýkja föður sinn af
bakteríunni og hyggja þeir feðgar
á inngöngu í golfklúbb á næstunni.
„Það hefur enginn kvartað, við
höfiim alveg fengið að vera í friði
héma,“ sögðu strákamir þegar
spurt var hvort nágrannarnir kvört-
uðu ekki undan ónæði. í framhaldi
af því kom í ljós að áhugasamur
byijandi hefði reyndar brotið rúðu
í raðhúsi í grenndinni nýlega. „En
hann kunni ekkert í golfi og er
hættur að biðja um að fá að prófa
núna,“ sögðu strákamir. Raðhús-
eigandinn var hins vegar sagður
erlendis þannig að allar afleiðingar
þessa óhapps em enn ekki komnar
í ljós. Hvað sem úr því verður leyndi
það sér ekki að sumarið hefur nýst
strákunum vel til að æfa sveiflur
og pútt á örsmáum snöggslegnum
flötunum við holumar níu.
Caddy 130 fylgir þér hvert sem er
nnasuða
tig-suða
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2,SlMI 624260
ALLUR FYLGIBÚNAÐUR TIL SUÐU
Caddy 130 er einfasa, jafnstraums-rafsuöutæki
fyrir pinnasuðu og tig-suðu. Þaö tekur basískan
vír frá 1,60-3,25 mm.
Caddy 130 vegur aðeins 8 kg og er því sérlega
meðfærilegt!
Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita
þér faglega ráðgjöf.