Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 En sæluvin í eyðimörkinni veitti næturfró eftirívar Guðmundsson Fyrr á þessu ári var frá því skýrt hér í blaðinu er við Barbara kona mín fluttum bfl Kaðlínar tengdadóttur okkar vestur yfir þvert meginland Bandaríkjanna í fyrrahaust, frá Washington til San Diego í Kalifomíu. Við vissum að sá tími myndi koma, að feija þyrfti vagninn aust- uryfir og við biðum því með nokk- urri tilhlökkun, að hreppa það starf. Og nú er það gert. Satt að segja var austurförin jafnvel ánægjulegri en sú fyrri vegna þess að nú höfðum við reynsluna af bflferðalagi um mörg ríki Banda- ríkjanna. Gerðum okkur ljóst á hveiju við áttum von og hvað var að varast og sækjast eftir. Ellefu ríkja sýn Við völdum miðleiðina að þessu sinni í stað þeirrar syðri í fyrra- haust og héldum okkur á Þjóðvegi 70, sem liggur svo að segja þvert yfir meginlandið svo leiðin lá yfír 11 ríki: Kalifomíu, Nevada, Utah, Col- orado, Kansas, Missouri, Ulinois, Indiana, Kentucky, Vestur-Virg- iníu og loks okkar eigin Virginíu, samtals um 4.800 km. Bíllinn var Mercedes Benz af minni gerðinni og gekk eins og hugur manns jafnt um fjallaskörð- in í Utah og Colorado sem flatn- eskjumar í Kansas og Missouri. Við lögðum upp frá herbúðum landgönguliðs Bandaríkjaflotans á Pendleton-svæðinu í Kalifomíu- eyðimörkinni þann 18. júlí. Yngsti sonur okkar, Pétur, var að ljúka 3 ára herþjónustu sem Iiðsforingi í US Marines. Pendleton takmark- ast að norðan og vestan af San Clemente-svæðinu, þar sem Ric- hard Nixon tók sér bólfestu, er hann neyddist til að segja af sér forsetaembættinu eftir Water- gate-málið. Fyrsti áfanginn var Palm Springs í Kalifomíu, en það er uppáhalds frílististaður kvik- myndaleikara frá Hollywood, þar sem þeir una sér við golfleiki og heilsusamlegar uppsprettulindir, eða hvað eina, sem síkt fólk gerir sér til dundurs. í þeirri borg bera götur og torg nöfn kunnra kvikmynda, sem of langt yrði upp að telja hér eða tíunda. Það virtist ekki vera mikið um ferðafólk í borginni um þær mundir, er við komum þar. Það reyndist auðvelt að fá gistingu í góðu gistihúsi með öllum þægind- um þótt liðið væri á daginn og það fyrir þokkalegt verð. Við stóðum stutt við í Palm Springs, eftir að hafa ekið um Bing Crosby Boulevard og Clark Gable-torg, svo eitthvað sé nefnt og stefndum sem leið liggur í átt- ina til Nevada-ríkis, þar sem sam- an er safnað ókjörum af spilavít- um. í þessu ríki, sem áður var ríkt af dýrmætum málmum, einkum silfri, en er nú svo að segja allt uppurið, lifa menn á fjárhættuspil- um og virðast dafna vel. Þama er ekki svo aumt hreysi, að þar sé ekki að finna einn eða fleiri „einhenta bófa“, eða annars- konar fjárhættuspilatæki. Ein- hentu bófamir em þeir kassar kallaðir, sem menn setja pening í þartilgerða rauf. A kassanum er handarhald, er menn toga í og sleppa til skiptis til að komast að raun um hvort um vinning sé að ræða eða ekki. Það ætti að vera óþarfí að segja frá því, að það er í flestum tilfellum einhenti bófinn, sem eignar sér áhættuféð. Varið ykkur á honum „Visky-Pete“ Um hádegisbilið þennan dag voram við stödd ekki allfjarri landamæram Kalifomíu og Nevada. Við áðum við veitingastað á vegamótum til að fá okkur mat- arbita. Þar stóð fyrir beina roskin kona og skrafdijúg nokkuð. Þegar hún heyrði, að við væram á leið til Las Vegas, stóð ekki á heilræð- unum frá matmóður okkar: „Vin- kona mín vann 4.000 dollara á dögunum í spánnýrri spilastofu," sagði hún og bætti við: „Einasta vitið er að fara í nýju spilahúsin. Þar era sko maskínumar lausar." Þeir gera það til þess að hæna fólk að og láta það halda, að það sé auðveldara að vinna hjá þeim en öðram. En það boð stendur venjulega ekki lengi,“ bætti hún við. „En fyrir alla muni“, sagði þessi ráðagóða matmóðir okkar að lokum: „Hvað, sem þið gerið þá varið ykkur á honum Visky- Pete.“ Þeir era refir þar og enginn vinnur neitt hjá honum „Viski- Pete“,“ sagði hún að lokum er við kvöddum. Við áttum ekki langt eftir að landamæranum er við fóram að sjá rosastórar auglýsingar frá „Viski-Pete“. Vitanlega skelltum við skollaeyram við fagurgala „Viski-Petes“ sem lofaði vegfar- endum gulli og grænum skógum, „ef þeir vildu bara líta inn til hans svona eins og augnablik". En við trúðum matmóður okkar og vörað- um okkur á honum „Viski-Pete“. Köld aðkoma í hitanum í Las Vegas Það var ekki laust við að það vottaði fyrir eftirvæntingu hjá Við eína af sundlaugunum við „Piparbaukinn". Við spilakassa í „Piparbauknum11. okkur er við komum fyrst auga á skýjakljúfana í Las Vegas, spilavítaborginni víðkunnu. Vinir okkar, sem vora kunnugir í Las Vegas, höfðu fullyrt við okkur, að það væri auðvelt að fá þar gist- ingu og það væri óþarfi að gera boð á undan sér til að tryggja sér næturstað. En því miður kom ann- að á daginn. Það var siður hjá gististöðum í borginni, hafði okkur verið sagt, að ef gistihús hafði ekki laust herbergi myndi af- greiðslufólkið bjóðast til að benda á annað gistihús, sem hefði laus herbergi. Þetta væri viðurkennd regla um samvinnu milli gistihúsa borgarinnar. Því miður nutum við ekki þess- arar greiðasemi. Þvert á móti var okkur sagt með frekar köldu við- móti, og allt að því hofmóðslega, að það væru engin herbergi laus og viðkomandi hefði ekki hug- mynd um hvort nokkur herbergi væra fól annarsstaðar í borginni. Það fór ekki leynt, að borgin var sneisafull af ferðafólki, ungum og gömlum. Við fréttum, að þenn- an morgun hefðu komið 3.000 „Elgir“ í einum hóp til borgarinn- ar. Elgir era félagsskapur allfjöl- mennur í Bandaríkjunum. Hann er í ætt við Rotary- og Lions- félögin, sem láta sig skipta mann- úðar og velferðarmáli byggðarlög- um sínum. Engin gisting nema í flóapokum Nú var farið á skeiði um borg- ina til að leita gistingar. En það kom fyrir ekki. Öll gistihús vora fullsetin. Það bætti ekki skapið hjá okk- ur, að við neyddumst til að aka aðalgötu borgarinnar til þess að komast að gistihúsunum. En þama var bíll við bfl og umferðin mjakaðist varla. Rauðu umferðar- ljósin virtust okkur vera að minnsta kosti þrisvar sinnum leng- ur rauð en þau grænu græn. En það er vafalaust ekki óalgengt að við slíkar aðstæður ýki maður erf- iðleikana í huga sér. En það fór ekki hjá því að okkur fyndist að- koman köld í hitanum í Las Veg- as. Það var þó huggun harmi gegn, að við höfðum komist klakklaust framhjá gylliboðunum hans „Viski-Petes“ og skaðlaus framhjá einhentu bófunum, sem ekki var hægt að þverfóta fyrir jafnvel í anddyram veitingahúsa sem í snyrtiherbergjum. Loks fengum við símanúmer, þar sem átti að vera hægt að fá ábyggilegar upplýsingar um hvar væra laus herbergi í borginni, ef til væra. Við skoðuðum tvo eða þijá staði. Þetta reyndust vera þriðja flokks gististaðir, sem Bandaríkja- menn sjálfir nefna í hálfkæringi „flóa-svefnpoka“. Við það hafði svo bæst að það hafði flogið fiski- sagan um skort á gistiherbergjum í borginni. Það olli því, að „flóa- pokagisting“ hækkaði í verði á borð við það sem hún kostaði á fyrsta flokks gistihúsum. Við ákváðum, að hypja okkur sem fyrst úr spilavítisborginni og halda áfram næsta áfanga okkar, sem var smáborg við landamæri Utah og Nevada, um 130 km leið frá Las Vegas. Það var farið að líða á daginn er við sluppum loksins frá um- ferðarösinni í Las Vegas og kom- umst á þjóðveginn í áttina til St. George í Utah. Þá var eftir að komast á frekar fáfarinn þjóðveg- inn á þessum tíma dags. Það vora helst stórir vörabílar á ferðinni eins og þeim er gjamt, að ferðast síðari hluta dags og að næturlagi til að losna við umferðarþvögur. Við þóttumst vongóð, að við mynd- um ná háttum í St. George. En brátt tók að dimma og þá tók ég eftir því að vísirinn á bensín- mælinum var ískyggilega farinn að nálgast rauða depilinn. Leiðin lá um eyðimörk. Gamalt heilræði um akstur í eyðimörk kom í hug, en það er að gæta þess, að hafa nóg bensín og vatn í bílnum til að ná næsta áfanga. Það var hvergi ljósglætu að sjá og um- ferðin um veginn var stijálli er leið á kvöldið. Það var því kær- komið að sjá allt í einu skilti, sem á var letrað: „Bensín og matur við næsta afleggjara." Það var auðvelt að finna bensín- afgreiðsluna. Hún var við afleggj- arann í skúrskrifli, sem ekki lét meira yfir sér en t.d. samskonar bensínsöluskúr við þjóðveg á ís- landi. Þama var til sölu sælgæti, sígarettur og gos og annar smá- vamingur, sem er gjaman augna- yndi langþreyttum ferðalöngum. Þegar ég hafði lokið bensínvið- skiptunum og fór að huga að leið- inni út á þjóðveginn kallaði Bar- bara til mín: „Hefurðu séð ljósa- dýrðina handan við hæðina?“ Og það munaði ekki um það. Ljjósa- dýrð í öllum regnbogans litum blasti við. Konan, sem afgreiddi bensínið, sagði okkur, að ljósin stöfuðu frá spánnýju „casinói", einsog spilavítin eru kölluð víðast hvar í heiminum. Nú kom upp úr kafinu, að þorpið, þar sem bensín- salan var, hafði nafn og hét „Mos-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.