Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988
■r ■
71
Þessir hringdu...
Kettir í óskilum
Svört, bröndótt, hálfstálpuð læða,
með hvíta bringu og hvítar hosur
fannst nýlega í Garðabæ. Eigandi
vinsamlegast beðinn að hringja í
síma 42580.
Á Baldursgötunni í Reykjavík
fannst kettlingur. Það er svört 5
mánaða gömul læða en hún er
ómerkt. Eigandi er beðinn að hafa
samband í síma 27393 eða 24308.
Kötturinn Bangsi er týndur.
Hann hvarf að heiman fyrir rúm-
lega viku úr Glaðheimum. Þetta
er 2 ára bröndóttur fressköttur
merktur með rauðri ól Hann hefur
horfið áður í tvær vikur og fannst
í það skiptið nálægt Grindavík svo
hann getur nú verið hvar sem er.
Finnandi er beðinn að hringja í
síma 33461.
Fatasöfhun
Séra Frans van Hoof í Karmel-
klaustrinu í Hafnarfirði tekur við
gömlum fötum og sendir þau tii
Kötturinn Bangsi er týndur
Afríku. Ef um mikið magn er að
ræða lætur hann sækja þau.
Farseðillinn gildir í
eitt ár. Lágmarksdvöl er
^kki skilyrði, ólíkt afsláttar-
fargjöldum. FLUGLEIDIR
-fyrír þig-
Dýrkeyptur ís
í Kringlunni
Kæri Velvakandi.
Ég var stödd í Kringlunni fyrir
nokkru ásamt syni mínum sem er
sex ára. Eftir að við höfðum lokið
við innkaupin ákváðum við að fara
í íshöllina og fá okkur jógúrtís sem
er nýkominn á markaðinn og sagð-
ur mjög góður. Ég bað um tvö box
sem kostuðu tvö hundruð krónur
stykkið. Ég var spurð hvort við
viídum ávexti með ísnum og sagði
ég já við því. Þegar kom að því
að borga kostuðu herlegheitin 740
krónur. Ég borgaði og við sett-
umst við borð til að gæða okkur
á ísnum. Þá datt mér í hug að
sennilega hefði ég borgafð of mik-
ið fyrir þetta því að ávextimir
voru 8-9 bláber, 3 melónubitar og
4 kiwibitar. Ég stóð upp, tók ísinn
með og spurði hvað þetta kostaði.
Mér var sagt að ísinn kostaði 200
krónur og ávextimir 170 krónur.
Ég varð semsagt að trúa því að
nokkrir ávaxtabitar ofan í tvær
ísdollur kostuðu 340 krónur.
Eflaust er þetta löglegt en sið-
laust er það.
Hafdís Magnúsdóttir, Þorláks-
höfrí.
Bætt upp-
stillinggetu
aukið sölu
- segir C. A. Monks hjá Rowntree Mack-
intosh um íslenska sælgætismarkaðinn
BRESKI sælgœtísframleiðandinn Rowntree Macldntoeh telur að með
réttri upprððun sælgætís i verslunum sé hægt að auka sðlu þess um
að minnsta kostí 10% verslununum að kostnaðarlitlu. Þetta segja
talamenn fyrirtækisins niðurstðður tveggja ára rannsókna sem fyrir-
tældð hefur staðið fyrir i Bretlandi. Pyrr í þessum mánuði kom hing-
að C.A. Monks sem hefur umsjón með islenska markaðinum fyrir
Rowntree Mackintosh og kynnti islenskum verslunareigendum niður-
stðður rannsóknanna. Monks telur að margt af þvi sem fram kom
i Bretlandi getí einnig átt við á fslandi en sælgætisneysla er nqög
milnl {
Verslun
ISLANDS-
VINUR Á FERÐ
Um stjórn-
málin
Til Velvakanda
Vitleysuraar varla mér
virðist þurfa að kynna.
Allt mun fara á hausinn hér
þó komist menn að vinna.
Ef Jón Baldvin ætlar hér
eitthvað við að reisa.
Glöggur má hann gæta að sér
svo gerist ekki hneisa
Ei skal reita af fjaðrafáum
fremur leita á auðug mið.
Reyna að veita launalágum
létta byrðir, stuðla að frið.
Sveitakona
í Morgunblaðinu þann 13. sept-
ember sl. gat að líta frétt á 42.
síðu sem hlýtur að teljast fróðleg
að fleiru en einu leyti. Hún bar
fyrirsögnina „Bætt uppstilling
getur aukið sölu“ og var aðaluppi-
staða hennar viðtal við C.A. Monks
nokkum sem sagður er sjá um
íslandsviðskipti sælgætisframleið-
andans Rowntree Mackintosh.
Hann kom við hér á landi til að
greina íslenskum kaupmönnum
frá niðurstöðum rannsókna sem
sýna að hægt er að auka sölu
sælgætis um heil tíu prósent með
því hreinlega að hafa það betur
til sýnis svo að það nái athygli
kúnnans. Trúlega er þá gert ráð
fyrir því að stuttur brókarlalli í
fylgd viðskiptavinar verði var við
dýrðina í tæka tíð áður en föru-
nautnum hefur gefist tóm til að
ljúka öðrum viðskiptum.
Sígild ummæli mikilla skálda
Til Velvakanda
Byron lávarður (1788-1824) sagði:
„Fátækt er volæði, og þó er hún
e.t.v. margfalt ákjósanlegri en hið
hjartalausa, tilgangslausa óhóf
hærri stéttanna. Ég er þakklátur
fyrir að‘ mér er orðið það ljóst, og
er alráðinn í að verða það ljóst til
dauðadags."
í æfisögu Byrons bls. 257 stend-
ur: „í sannleika mætti koma á guð-
legum trúarbrögðum, ef kærleikur-
inn væri gerður að meginatriði í
stað trúarinnar."
Stefán G. Stefánsson sagði: „Ég
trúi á rafmagn til heimanota, ekki
á stóriðnað á íslandi, né reyndar
neinstaðar. Hann verður alstaðar
ofmenning og þrælahald."
Margrét Jóhannesdóttir
Trúlega eru þetta góð tíðindi
fyrir kaupahéðna og aðra þá sem
hagnað kynnu að hafa af aukinni
sælgætisneyslu. Á hinn bóginn
virðist þetta í fljótu bragði lítið
erindi eiga við þá sem áhyggjur
hafa af velferð landsins bama, en
alkunna er að sælgætisneysla hér
á landi er með því mesta sem þekk-
ist. Tannskemmdir meðal skóla-
bama eru meiri en meðal ná-
grannaþjóðanna og alkunna er að
neysla hollari fæðutegunda vill oft
sitja á hakanum þegar sætinda er
neytt í óhófí. Þetta skapar útgjöld
fyrir samfélagið og heimilin í senn
og einstaklingurinn nær ekki að
þroskast á eðlilegan hátt.
Áhugamenn um bætta tann-
heilsu og heilbrigða æsku geta þó
gagnályktað út frá orðum hins
enska kaupsýslumanns og þá er
eins og fari að rofa til. Er ekki
hægt að setja reglugerð sem
skyldar kaupmenn til að dylja
sætindin sem þeir hafa á boðstól-
unum og stórminnka um leið sæl-
gætisátið? Væri það ekki nema
siálfsögð kurteisi kaupmanna
gagnvart barnafólki að íjarlægja
sætindagildrumar frá búðarköss-
um? Væri ekki hægt að vekja at-
hygli á hollari vamingi með
„bættri uppstillingu"? Foreldrar
og stjómvöld, nú er lag.
Alfa
IÐNÍTÆKNISTOFNUN
TOLVUR
SJÁLFVIRKSKRÁNING
Iðntæknistofnun íslands og EAN-nefndin
á íslandi gangast fyrir námskeiði í
sjálfvirkri skráningu
á tölvur þann 22. sept. 1988
kl. 9-16 á Hótel Sögu.
Meðal efnis:
Notkunarmöguleikar
Merking og aflestur
Framkvæmd
Breytingar á núverandi vinnuað-
ferðum
Leiðbeinandi verður Arne Rask frá ráð-
gjafafyrirtækinu LOGISYS í Danmörku.
Nánari upplýsingar og þátttaka
tilkynnist í síma 687000.