Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988
33
Stefán Valgeirsson:
Ihuga framboð í
öllum kjördæmum
STEFÁN Valgeirsson, formaður og eini þingmaður Samtaka um
jafinrétti og félagshyggju segist ekki hafa verið boðaður í stjómar-
myndunarviðræður enn, en hann ræði nú við fólk um framboð Sam-
takanna í að minnsta kosti fimm kjördæmum og hugsanlega öllum.
„Ég tel eðlilegast að kosið verði
sem allra fyrst, en það þarf þó að
gera gera ráðstafanir til að halda
þjóðfélaginu gangandi. Það er
skylda hvers þingmanns að taka
þátt í því ef menn eru þá ekki mjög
ósáttir við það,“ sagði aðspurður
um hvort hann vildi veita hugsan-
legri sfjóm Framsóknar- og Al-
þýðuflokks brautargengi.
Stefán sagði að Halldór Ásgríms-
son hefði boðað sig á fund þegar
hann kom til Reykjavíkur í gær-
morgun og kynnt honum efna-
hagstillögur Framsóknar og krata.
Þeir hefðu farið sameiginlega yfir
tillögumar, en honum hefði ekki
verið boðin þátttaka í stjómar-
myndunarviðræðum á vegum þess-
arra flokka. Hann hefði ekki stöðu
til að breyta miklu og því ræddi
hann nú við félaga sína um allt
land um framboð í væntanlegum
kosningum.
" Morgunblaðið/Þorkell
Frá viðræðufúndi fulltrúa Borgarflokksins og SjálMæðisflokksins á sunnudagskvöld. Friðrik Sophus-
son og Birgir ísleifúr Gunnarsson ræða við Guðmund Ágústsson og Inga Björn Albertsson.
Fulltrúar Borgaraflokks og Sjálfstæðisflokks ræðast við:
Stoftiaði ekki Borgaraflokkiim
til að koma hér á kommúnisma
— segir Albert Guömundsson
ALBERT Guðmundsson formað-
ur Borgaraflokksins segist hafa
tilkynnt forseta íslands í gær að
sterkur samstarfsvilji væri nú
milli Sjálfstæðisflokks og Borg-
araflokks og ef til minnihluta-
stjórnar kæmi hefðu þessir tveir
flokkar fleiri þingmenn en Al-
þýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur. Hann segir þó að einnig
komi til greina að Borgaraflokk-
urinn fari í stjórn með flokkum
en það verði ekki sósialistisk
vinstri stjóm. Albert og Þor-
steinn Pálsson hittust á sunnu-
daginn og ákváðu að fulltrúar
flokkanna myndu ræða saman á
grundvelli síðustu efnahag-
stillagna Þorsteins Pálssonar f
ríkisstjóminni sem sagði af sér
á laugardag. Fyrsti fundurinn
var á sunnudagskvöld og í gær
hittust Þorsteinn Pálsson, Birgir
ísleifúr Gunnarsson, Albert Guð-
mundsson og Júlíus Sólnes í
stjóraarráðinu.
Albert Guðmundsson sagði um
tildrög þessara viðræðna við Morg-
unblaðið að sér hafí þótt þau um-
mæli Ólafs Ragnars Grímssonar
formanns Alþýðubandalagsins í
fjölmiðlum sl. föstudag, að hægri-
stefnan hefði borið afhroð og nú
væri rétt að koma á sósíalisma,
benda til þess að hann væri að boða
hér kommúnisma í staðinn fyrir
lýðræði. Albert sagðist því hafa lýst
því yfír í sjónvarpsþætti á laugar-
dagskvöld að Borgaraflokkurinn
væri reiðubúinn að starfa með
hveijum sem væri ef málefnagrund-
völlur væri fyrir hendi og ekki síst
Sjálfstæðisflokki.
Eftir sjónvarpsviðtalið hafði
Matthías Bjarnason samband við
Albert Guðmundsson og við Morg-
unblaðið sagði Albert að í því sam-
tali hafí málin þróast þannig að
Matthías hafi talið rétt að þeir Al-
bert og Þorsteinn Pálsson ræddu
málin. Friðrik Sophusson heimsótti
Albert einnig um kvöldið og ræddi
við hann og skýrði Þorsteini Páls-
syni frá þeim viðræðum. Þorsteinn
og Albert hittust siðan daginn eftir
í Valhöll, húsi Sjálfstæðisflokksins
og ákváðu að fulltrúar flokkanna
myndu ræða saman. Um kvöldið
hittust Friðrik Sophusson og Birgir
Isleifur Gunnarsson fyrir hönd
Sjálfstæðisflokks og Guðmundur
Agústsson og Ingi Bjöm Albertsson
fyrir hönd Borgaraflokks og ræddu
saman í tvo klukkutíma. Albert
Guðmundsson og Júlíus Sólnes áttu
á meðan viðræður við Steingrím
Hermannsson og Jón Baldvin
Hannibalsson.
Friðrik Sophusson sagði við
Morgunblaðið að á fundinum á
sunnudagskvöld hefðu tillögur Þor-
steins Pálssonar, sem lagðar voru
fram í ríkisstjóm sL laugardag,
verið lagðar fram og skýrðar út.
Friðrik sagði um viðræðumar að
verið væri að reyna að finna út
hvar samkomulagsfletimir séu og
hvað þurfí að gera svo flokkamir
geti náð saman.
„Ég held að allir flokkamir hljóti
að gera sér grein fyrir að verið er
að leita að meirihlutastjóm og ef
það tekst ekki er verið að leita að
minnihlutastjóm sem hefur traust
eða stuðning meirihluta þingsins.
Ef það tekst ekki heldur verður ein-
hver að sitja í stjóm til að byija
með. Ef að það gerðist erum við
með 25 þingmenn samanlagt sem
era fleiri en Alþýðuflokkur og
Framsóknarflokkur. Þannig að það
er ekkert sjálfgefíð að Alþýðuflokk-
ur og Framsóknarflokkur fái til sín
valdið eins og mér virðist að þeir
hafí ætlað sér, án þess að þeir hafi
annan flokk með sér,“ sagði Friðrik
Sophusson.
Albert Guðmundsson sagði að
hann hefði í gær látið forseta ís-
lands vita, af gefíiu tilefni, að
möguleiki væri á minnihlutastjóm
Borgaraflokks og Sjálfstæðisflokks.
„Ég var búinn að lesa einhversstað-
ar ummæli formanna Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks að komi til
minnihlutastjómar væra þessir
flokkar stærsta blokkin og því ættu
þeir tveir að fá heimild fyrir mynd-
un slíkrar stjómar. Ég benti forseta
á það að það væri sterkur sam-
starfsvilji milli Sjálfstæðisflokks og
Borgaraflokks og sá minnihluti
væri stærri en hinn,“ sagði Albert.
Þingflokkur Borgaraflokksins
ræddi á fundi I gær þær tillögur
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lagt fram og einnig sameiginlegar
eftiahagstillögur Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks. Albert sagði
aðspurður að til greina kæmi að
Borgaraflokkurinn tæki þátt f
meirihlutastjóm, með til dæmis
Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki
eða Framsóknarflokki, eða fjögurra
flokka stjóm með Alþýðuflokki,
Frámsóknarflokki og Alþýðubanda-
lagi.
„Ég óskaði eftir því að
Steingrímur Hermannsson ræddi
síðast við okkur; að hann ræddi
fyrst við Alþýðubandalagið og
reyndi að ná samkomulagi þar. Og
ef það tekst og dömumar era ekki
tilbúnar í stjóm 'er aldrei að vita
hvað við geram."
—En í Ijósi þeirra ummæla Ólafs
Ragnars, sem þú segir hafa verið
kveikjuna að viðræðum Sjálfstæðis-
flokks og Borgaraflokks, getur
Borgaraflokkurinn tekið þátt í
stjóm með Alþýðubandalaginu?
„Ekki til að mynda hér einhveija
sósialistiska vinstri stjóm. Það
kemur ekki til mála. Ég stofnaði
ekki Borgarflokkinn til að koma hér
á kommúnisma," sagði Albert Guð-
mundsson.
Matarskatturinn
verulegnr þröskuldur
Aðspurður um hvemig túlka ætti
viðræður fulltrúa Borgaraflokks og
Sjálfstæðisflokks, og hvort líta
megi svo á að Þorsteinn Pálsson
og Sjálfstæðisflokkurinn hafí með
þeim viðurkennt Borgaraflokkinn,
sagði Albert að slíkt værj ekki rétt.
„Við Þorsteinn erum báðir í trúnað-
arstöðu, hvor í sínum flokki, og við
höfum enga heimild til þess að láta
það sem gerst hefur í fortíðinni
eyðileggja framtíðina. Við eram
báðir reiðubúnir til þess að menn
frá okkur setjist niður og reyni að
ná málefnalegu samkomulagi."
—Er það skilyrði fyrir málefna-
grandvelli þessara flokka að matar-
skatturinn verði lækkaður?
„Nei. En tillaga forsætisráðherra
um lækkun matarskattsins gerði
það að verkum að Sjálfstæðisflokk-
urinn færðist mun nær okkur og
opnaði svo sannarlega möguleika á
samstarfi því við eram sama sinnis
og alltaf áður að matarskatturinn
hefði aldrei átt að koma á.“
—Er það þá skilyrði Borgara-
flokksins í stjómarmyndunarvið-
ræðunum við Alþýðuflokk og Fram-
sóknarflokk að þessi skattur verði
lækkaður?
„Ég hef sagt þeim báðum að
þetta væri eitt af okkar skilyrðum
til sljómarmyndunarviðraeðum.
Þeir era ekki reiðbúnir til að afnema
matarskattinn þannig að það er
mjög erfiður þröskuldur.
—Teldir þú eðlilegt að minni-
hlutastjóm þessara flokka yrði und-
ir forastu Sjálfstæðisflokksins og
Þorsteins Pálssonar?
„Ég veit ekki til þess að það
hafi orðið forastuskipti í Sjálfstasð-
isflokknum. Borgaraflokkurinn
kemur ekki til með að skipta sér
af því hvem Sjálfstæðisflokkur
hefði í forastu. Við geram engar
athugasemdir við þá forastu sem
aðrir flokkar kjósa sér.“
—Kæmi jafnvel til greina að þess-
ir flokkar sameinuðust?
Nei, ég sé enga möguleika á því
á þessu stigi," sagði Albert Guð-
mundsson.
o
INNLENT
Skoðannakönnun SKÁIS og Stöðvar 2:
Yfírgnæfandi meirihluti
vill ekki vinstri stjórn
í SKODANNAKÖNNUN sem
SKÁÍS gerði fyrir Stöð 2 á sunnu-
dag kemur fram að yfírgnæfiandi
meirihluta aðspurðra, eða 64,2%,
list illa á meirihlutastjórn Fram-
sóknarflokks, Alþýðuflokks og
tveggja annara flokka. 35,8% að-
spurðra Ust vel á slika stjóm.
Starfsstjóm:
Ráðherrar geta unn-
ið sömu embættisverk
HVORKI í stjómarskrá né lögum
eru ákvæði um valdmörk starfs-
stjóma og hefur skapast hefð fyrir
því að ráðherrar í þeim geti fram-
kvæmt sömu embættisverk og áður
en þeim var veitt lausn. Starfs-
stjómir hafa setið misjafnlega lengi.
Um áramótin 1979/80 dróst það
til 8. febrúar 1980 að mynduð væri
stjóm en kosningar fóra fram 2.
og 3. desember 1979 og sat þá
minnihlutastjóm Alþýðuflokksins
við völd sem starfsstjóm í rúma 2
mánuði. Eftir kosningar 1987 sat
ríkisstjóm Steingríms Hermanns-
sonar sem starfsstjóm frá 28. apríl
til 8. júlí.
Þótt ráðherrar geti gegnt emb-
ættisstörfum með sama hætti og
áður en þeim var veitt lausn, hefur
starfsstjóm ekki á bak við sig þing-
meirihluta og þar skortir venjulega
pólitíska samstöðu t.d. um efna-
hagsaðgerðir.
í könnuninni var einnig spurt
hvenær menn vildu kosningar. I ljós
kom að 39,3% aðspurðra vildu kosn-
ingar strax, 9% fyrir áramót og
12,8% í vor. 38,8% gáfu annað svar.
Ef fylgi flokkanna er skoðað sam-
kvæmt niðurstöðum þessarar könn-
unar kemur í ljós að Framsóknar-
flokkurinn og Kvennalistinn bæta
við sig fylgi en aðrir flokkar tapa.
Samkvæmt könnuninni fengi Al-
þýðuflokkur nú 13,5% atkvæða,
FVamsóknarflokkur 22,6% atkvæða,
Sjálfstæðisflokkur 25,6% atkvæða,
Alþýðubandalag 10,8% atkvæða,
Kvennalisti 21,3% atkvæða og Borg-
arflokkur 3,5% atkvæða. Stefán
Valgeirsson félli út af þingi miðað
við niðurstöður könnunarinnar. AUs
voru 630 spurðir um flokkana og
tóku 370 eða 41,1% ekki afstöðu.
Sami fjöldi var spurður hinna
spuminganna og tóku 96,5% afstöðu
til hvenær þeir vildu kosningar og
78,1% svöraðu spumingunni um
meirihlutastjóm Framsóknar- og
Alþýðuflokks ásamt tveimur öðram
flokkum.