Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 47 STJÓRNARSLIT - VIÐRÆÐUR UM MYNDUN NYRRAR: Annáll efnahagsaðgerða Meginatríði stefhuyfirlýsingar rikisstjórnar Þorsteins Pálsson- ar í efnahagsmálum (8. júlí 1987) vóru: 1) stöðugt gengi krónunn- ar, 2) að ná niður verðbólgu, 3) að ná jafnvægi í ríkisfiármálum á þremur árum, 4) að ríkisútgjöld vaxi ekki örar en þjóðarfram- leiðsla, 5) að ná hallalausum viðskiptum við umheiminn, 6) að lækka erlendar skuldir, 7) að einfalda skattkerfið og tryggja betrí skattskil, 8) að örva hagvöxt og stuðla að framforum í at- vinnulifinu með því m.a. að efia samkeppnishæfhi íslenzkra at- vinnuvega. En hveijar vóru helztu efiiahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar á fjórtán mánaða starfstíma hennar? Fjórþættar aðgerðir í ríkisQármálum 10. júlí 1987 kunngerir ríkis- sfjómin fems konar aðgerðir í ríkisfjármálum. Áætlaður tekju- auki ríkissjóðs vegna aðgerðanna var 1.200 m.kr. 1987 og 2.760 m.kr. 1988. 1) Fækkun á undanþágum frá söluskatti. Áform sett fram um að taka upp sérstakan sölu- skatt með lægra hlutfalii, 10%, af matvælum (öðram en kjöti, físki, mjólk, ávöxtum og græn- meti) og nokkram þjónustugrein- um (lögfræðiþjónusta, fasteigna- sala, endurskoðun, verkfræði, arkitektúr o.fl.). 2) Sérstakt gjald á bifreiðir eftir þyngd: flórar krónur á hvert kiló. 3) Viðbótarskattur á innflutt lgarnfóður: kr. 4,- á kg. 4) Lántökugjald á erlend lán og ríkisábyrgðargjald hækkað. Áhrif þessara aðgerða á al- mennan framfærslukostnað era síðan milduð með hækkun baraabóta sem og hækkun elli- og örorkulífeyris, tekjutrygg- ingar og heimilisuppbótar. 7,23% launahækkun 1. október 1987 Laun hækkuðu almennt um 7,23% 1. október 1987. Sam- kvæmt útreikningum Seðlabanka á þeim tíma þýddi launabreytingin 6,2% hækkun á raungengi krón- unnar. Þessi „þróun“ hafði nei- kvæð áhrif á rekstrarstöðu út- flutnings- og samkeppnisgreina og veikti fastgengisstefnu stjóm- arinnar. Stjómvöld gripu þó ekki inn í þessa framvindu mála. Jööiuður á einu ári 12. október 1987 birtir ríkis- stjómin yfirlýsingu um ráðstafan- ir í efnahagsmálum. Verðbólga hafði vaxið og viðskiptahalli við umheiminn aukizt. Af þeim sökum töldu stjómvöld nauðsynlegt að „beita samræmdum ráðstöfunum á öllum sviðum efnahagsmála gegn þenslu". Fjármálaráðherra leggur fram fjárlagafrumvarp, sem gerir ráð fyrir hallalausum ríkisbúskap 1988. Hér gefur ríkisstjómin sér eitt ár í stað þriggja til áð ná jöfn- uði í ríkisbúskapnum. Jafnframt er ákveðið að ríkissjóður taki ekki ný erlend lán. Lántökugjald er ákveðið á erlend lán sem og inn- lendar fjármögnunarkvaðir. Inn- flutningsgjöld á bifreiðir hækka. Fækkun undanþága frá söluskatti er flýtt, söluskattsundanþága matvöru felld niður frá og með 1. nóvember (kom þó ekki til framkvæmda fyrr en um áramót sl.), en fjármagn til niðurgreiðslu búvöra aukið. Jafnframt era kunngerðar ráð- stafanir á sviði peningamála til að efla innlendan sparnað og til að stuðla að jafnvægi á lánamark- aði. Fastgengisstefnan er ítrekuð í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar. Víðfeðm skatt- kerfisbreyting 4. desember kunngerir ríkis- stjómin „veigamestu kerfisbreyt- ingu á sköttum um áratuga skeið": 1) Lækkun eða afnám ýmissa tolla, 2) samræmdan sölu- skatt með fækkun á undanþágum, 3) öraggari tekjuöflun ríkissjóðs og bætt skattskil, 4) ráðstafanir til lækkunar verðbólgu. Hæstu tollar lækkuðu úr 80% í 30% til að jafna innlent og er- lent vöraverð. Ýmis vöragjöld era felld niður. Lagt er eitt vöragjald, 14%, á skýrt afmarkaða vöra- flokka. Söluskattur ákveðinn 25% og leggst jafnt á allar neyzluvör- ur. Mjólk, dilkalgöt, smjör og skyr hækka þó ekki í verði. Bætur al- mannatrygginga vóru og veralega hækkaðar. Ríkisstjómin segir að þessar aðgerðir hækki ekki framfærzluv- ísitölu, á heildina litíð, en lækki hinsvegar byggingarvísitölu um 2,3% og lánskjaravísitölu um 0,8%. 6% gengisfelling Næsta dagsetning efnahagsað- gera er 29. febrúar 1988. Þá send- ir ríkisstjómin frá sér yfirlýsingu sem m.a. kveður á um 6% gengis- fellingu. Gengislækkuninni fylgja fleiri ákvarðanir til að bæta hag útflutningsgreina: 1) Endurgreiðsla uppsafnaðs söluskatts til fyrirtækja í út- gerð og fiskvinnslu. 2) Launaskattur er felldur niður í sjávarútvegi og samkeppnis- greinum iðnaðar. 3) Skuldpm sjávarútvegsfyrir- tækja við ríkissjóð er breytt í lán. 4) Vaxtamunur, sem bankar taka vegna gengisbundinna afurða- lána, er lækkaður. Um þetta leyti lækkar og verð olíu. Lofað er lögum um starfs- menntun verkafólks, sem og end- urskoðun reglugerðar um at- vinnuleysistryggingasjóð. Gjald á erlendar lántökur er tvöfaldað, erlendar lántökuheim- ildir lækkaðar, aðhald í ríkisút- gjöldum hert. Nafnvextir innlánsstofnana lækkaðir um 2% að meðaltali. Seðlabankinn lækkar eigin vexti í viðskiptum við innlánsstofnanir um 2%. í fréttatilkynningu stjómarinn- ar segir: „I kjölfar efnahagsað- gerðanna verða raunvextir á spa- riskírteinum ríkissjóðs iækkaðir." Það gekk eftir. Þar sagði einnig: „Seðlabank- inn mun beina því til innlánsstofn- ana, að þær reikni dráttarvexti sem dagvexti í stað þess að reikna fulla mánaðarvexti fyrir brot úr mánuði." Þetta hefur ekki enn gerzt. Þá var heitið framvarpi um starfsemi § ármálastofnana sem og um skattskyldu ijárfestingarl- ánasjóða og veðdeilda banka — þegar þing kæmi saman. I tengslum við þessar aðgerðir vóra bæði lánsfjárlög og Ijárlög „skorin upp“ og þrengd. Ný gengísfellíng Hinn 16. maí 1988 (eftir „svarta miðvikudaginn svokall- aða, þegar útstreymi gjaldeyris úr bönkum landsins var með fá- dæmum) var gengi krónunnar lækkað, öðra sinni á starfstíma ríkissljómarinnar, og nú um 10% til að afstýra stöðvun atvinnu- rekstrar og treysta atvinnuöryggi á landsbyggðinni. 20. sama mánaðar gefur ríkis- stjómin út yfirlýsingu um aðgerð- ir í efnahagsmálum í framhaldi af lækkun krónunnar. Fyrirtækj- um í útflutnings- og samkeppnis- greinum heimilað með milligöngu banka „að taka lán erlendis til flárhagslegrar endurskipulagn- ingar“. Byggðastofnun er og heimiluð lántaka til að styðja slíka endurskipulagningu fyrirtækja. Jafnframt era gerðar ráðstaf- anir til „að veija kaupmátt lægstu launa" með hækkun trygginga- bóta og hækkun persónuafsláttar. Skattleysismörk hækka í 46 þús- und krónur á mánuði. Aðgerðir hertar til að auka verðlagsaðhald • hvers konar. Eftir að ASÍ og fleiri §ölmenn samtök launafólks höfðu gengið frá samningum vóra sett bráða- birgðalög (launalögin svokölluðu) til að koma í veg fyrir að tiltölu- lega fámenn félög hærra launaðra starfshópa „sprengdu upp“ launa- rammann með tilheyrandi áhrif- um á verðlagsþróunina. Aðgerðir vóra og hertar til að draga úr § ármagnskostnaði og jafna starfskjör fjármálastofnana. Verðbréfasjóðum gert að taka þátt í innlendri Ijármögnun ríkis- sjóðs. Yfirlýsing: „Ríkisstjómin mun beita sér fyrir lækkun vaxtamun- ar hjá bönkum og sparisjóðum" — og mun í upphafí þings „ieggja fram frumvörp um starfsemi verð- bréfasjóða, ijármögnunarleigu- fyrirtækja og annarra ijármála- fyrirtækja". Ekki samstaða um frekari aðgerðir Rekstrarstaða útflutnings- og samkeppnisgreina hefur ekki styrkst, a.m.k. ekki nægjanlega að mati talsmanna þeirra, þrátt fyrir endurteknar efnahagsað- gerðir. Ytri aðstæður (aflabrögð og verðþróun erlendis) valda vax- andi erfiðleikum. Sem kunnugt er af fréttum síðustu vikna og daga náðu stjómarflokkamir ekki samstöðu um framhaldsaðgerðir. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, hefur af þeim sökum beðist iausnar fyrir ráðuneyti sitt. - sf. Kvennalistinn: Þjóðstjóra útfæri efnahagsúrræði Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar þingflokks Kvennalistans, Þórhildur Þorleifedóttir og Kristín Halldórsdóttir, á fúndi með forseta íslands, frú Vigdisi Finn- bogadóttur, á sunnudag. Kvennalistinn telur að boða eigi til kosninga strax. Nauðsynlegt geti þó veríð að grípa strax til bráðabirgðaúrræða i efiiahags- málum og telur þjóðstjóra skársta kostinn til að útfæra slíkar að- gerðir. Ályktun sem fimdur Kvennalistans gerði á fúndi sinum í gær fer hér á eftir i heild: „Á undanfömum dögum hefur Mikilvægt að ná sam- an um réttar aðgerðir — segir Danfiríður Skarphéðinsdóttir formaður þingflokks Kvennalistans „VEGNA þess mikla öngþveitis sem rikt hefúr undanfaraa mán- uði er það viss léttir að þessi vonlausa stjórn skuli vera hætta,“ sagði Danfríður Skarp- héðinsdóttir formaður þing- flokks Kvennalistans þegar leit- að var álits hennar á stjóraarslit- um og stöðunni í stjóramálum. „Hins vegar er það óþolandi hvað þjóðin hefur mátt þola vegna ábyrgðarleysis þeirra sem stjómað hafa á undanfömum áram og á ég þá ekki síst við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk sem átt hafa aðild að síðustu ríkisstjómum," sagði Danfríður einnig. „Það er furðulegt að þeir skuli hafa komið efnahags- og atvinnulífi þjóðarinn- ar í þrot. Lausnir þeirra hafa verið skyndiplástrar og svo virðast þeir undrast hvað ástandið er orðið slæmt, þannig að eitthvað virðist hafa vantað á yfírsýn yfir málin. Nú er mikilvægt að allir bregðist rétt við því mikið er í húfi að flokk- amir sýni ábyrgð og samstöðu og nái saman um réttar aðgerðir. Við kvennalistakonur teljum eðlilegt í kjölfar þessara atburða að fram fari kosningar sem allra fyrst. Kom þessi krafa skýrt fram í umræðum á fjölmennum fundi okkar á sunnu- dagskvöld. Okkur er ljóst að nauð- synlegt er að grípa til ráðstafana strax en jafnframt er ljóst að þær fela aðeins í sér lauslega hreingem- ingu. Að afloknum kosningum verður síðan að taka ærlega til hendinni að hætti kvenna og gera hreint í öllum skúmaskotunum." ástand efnahagsmála verið málað mjög dökkum litum — mismunandi þó eftir því hver heldur á penslinum. Tiltækar upplýsingar byggja á með- altölum um rekstrarafkomu útgerðar og fiskvinnslu, en tölur um frávik frá meðaltali liggja ekki á lausu. Þjóðin á rétt á að fá nákvæma vitneskju um stærð vandans og samanburð á aðstæðum um land allt. Atvinnurek- endur sem sífellt geta komið með vanda sinn til ríkisins og þá jafn- framt til almennings, verða að standa skil á því hvað verður um almanna- fé. Það fé er tekið frá heimilum landsins, en vandi margra þeirra er raunverulegur. Fráfarandi stjómarliðar hafa hald- ið því fram, að útiit sé fyrir hran margra framleiðslufyrirtækj a, ef ekki yrði gripið til aðgerða þegar í stað. Ef rétt er hlýtur að vekja furðu að þessir menn skyldu hlaupa frá vandanum á örlagastundu. Þeir hinir sömu hafa nú snarlega bragðið sér í annað hlutverk — hlutverk bjaig- vættanna, sem ætla að bjarga þjóðar- skútunni frá skipbroti á elleftu stundu. Það er skoðun kvennalista- kvenna, að þeim sé ekki treystandi einum né heldur eigi þeir að geta firrt sig ábyrgð, hvorki á aðsteðjandi vanda né lausn hans. Staða stjómmálaflokkanna hefur gjörbreyst frá síðustu kosningum. Skoðanakannanir hafa ftrekað bent til þess, að kjósendur vilji breyta styrkleikahlutföllum á Alþingi. Ólík- legt er, að atburðir síðustu daga hafi styrkt stöðu þeirra, sem nú leita sem fastast eftir valdaaðstöðu. í ljósi þessa eru kosningar óum- flýjanlegar. Að öðram kosti situr þjóðin uppi með ríkisstjóm myndaða af flokkum sem eiga það eitt sameig- inlegt að óttast kosningar meira en stjómarmyndun. Það sem sameinar þá er hræðslan við áfellisdóm kjós- enda. Það ér skoðun kvennalistakvenna, að í þeirri stöðu, sem nú er komin upp, sé eina ábyrga lausnin sú að boða strax til kosninga og leita eftir vilja þjóðarinnar. Áður en svo getur orðið þarf engu að síður að grípa til bráðabirgðaaðgerða í efnahagsmál- um. Kvennalistinn telur að skásta stjómin til að útfæra þær aðgerðir sé samstjóm með jafnri þátttöku allra flokka, eins konar þjóðstjóm. í slíkri stjóm leggjast allir á árar eins og í öðrum björgunarbátum, enda duga hvorki áratog þeirra einna, sem sökktu skipinu, né heldur hinna sem voru þar á 3. farrými. Verkeftii slfkrar stjómar ætti að vera að fá nákvæmar upplýsingar um stöðu einstakra fyrirtækja í fram- leiðslugreinunum, grípa til nauðsyn- legra lágmarksaðgerða til að halda atvinnulffinu gangandi og vemda kaupmátt lægstu launa. Einnig ætti hún að ganga frá fjárlögum og láns- Qárlögum og boða til kosninga svo fljótt sem unnt er. Kvennalistakonur lýsa sig reiðu-^ búnar til að vinna að lausn mála á þessum granni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.