Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988
fftnrgi Útgefandi mliljifrife Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Stjórnarslit
Sú ákvörðun Þorsteins Pálsson-
ar, forsætisráðherra, að biðrjast
lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt
sl. laugardag var eðlileg afleiðing
af þeim djúpstæða ágreiningi, sem
kominn var upp milli stjómarflokk-
anna. Raunar hafði það verið ljóst
um skeið, að grundvöllurinn undir
samstarfi þessara flokka var brost-
inn.
Kveikjan að stjómarslitunum nú
var lokatillaga forsætisráðherra til
lausnar efnahagsvandanum. í
henni fólst m.a. tillaga um afnám
hins svonefnda matarskatts, sem
miklum deilum olli í upphafi þessa
árs. Ríkisstjóm og einstakir ráð-
herrar lentu í mikilli orrahríð vegna
þessarar skattlagningar. Jón Bald-
vin Hannibalsson, flármálaráð-
herra, taldi, að þar sem hann hefði
gengið fram fyrir skjöldu í baráttu
fyrir matarskattinum, væri að sér
vegið með tillögu um að fella hann
niður nokkrum mánuðum seinna.
Þorsteinn Pálsson, forsætisráð-
herra, taldi hins vegar að afnám
matarskatts væri leið til þess að
samræma sjónarmið stjómarflokk-
anna þriggja og að með þessari
tillögu hefði hann í raun komið
verulega til móts við samstarfs-
flokka sína og með tillögu um
hækkun telq'uskatts að þeirra ósk
gengið gegn stefnu eigin flokks.
Auðvitað er engin gjörð stjómvalda
þess eðlis, að ekki megi fella hana
úr gildi eða breyta henni.
Um hitt þurfa menn ekki að
deila, að það voru óeðlileg vinnu-
brögð í hæsta máta, að formenn
samstarfsflokka Sjálfstæðisflokks-
ins, kæmu fram í löngum sjón-
varpsþætti, skömmu eftir fund
með forsætisráðherra, þar sem til-
lögum hans var í raun hafnað,
harðri gagnrýni haldið uppi á ráð-
herrann, án þess að hann fengi
tækifæri til þess á sama stað og
sömu stundu að skýra sín sjónar-
mið og svara fyrir sig.
Frá byijun var ljóst, að það yrði
miklum erfiðleikum bundið að
halda núverandi ríkisstjóm saman.
Hún var mynduð fyrst og fremst
vegna þess, að engin önnur leið
var fær til þess að koma saman
meirihlutastjóm eins og Alþingi
var skipað að kosningum loknum.
Það kom í hlut Sjálfstæðisflokksins
að veita þessari ríkisstjóm forystu.
Það var ekki auðvelt verkefni. Við
upphaf stjómarsamstarfsins var
veigamikill ágTeiningur uppi milli
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks. Þegar á leið voru erfiðleik-
ar í samskiptum forystumanna
stjómarflokkanna áberandi.
Eftir að forsætisráðherra lagði
fram Iausnarbeiðni sína hefur
tvennt gerzt, sem gefur nokkra
vísbendingu um framtíðarþróun
stjómmálanna. Formenn Sjálf-
stæðisflokks og Borgaraflokks
hafa átt með sér fund, þar sem
grundvöllur var lagður að bættum
samskiptum þessara tveggja
flokka. Þetta eru auðvitað nokkur
tímamót. Samskipti þessara
tveggja flokka geta haft margvís-
Ieg áhrif á næstu misserum, hvort
sem þeim tekst að standa sameig-
inlega að stjómarmyndun eða ekki.
Fall núverandi ríkisstjómar hef-
ur leitt til nánara samstarfs milli
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks. Þessir flokkar sátu að vísu
saman í ríkisstjóm 1978-1979 en
jafn náin samvinna og nú virðist
í uppsiglingu, hefur ekki verið á
milli þeirra frá því á tímum vinstri
stjómar Hermanns Jónassonar
1956-1958 og frá því á ijórða ára-
tugnum, þegar þessir tveir flokkar
höfðu mest áhrif á landsstjómina.
Vinstri stjóm Hermanns Jónasson-
ar, sem var síðasta hafta- og
skömmtunarstjómin, hrökklaðist
frá völdum á miðju kjörtímabili.
Samstjóm þessara tveggja flokka
á fiórða áratugnum var einhver
mesta miðstýringarstjóm, sem hér
hefur setið. Reynslan af samstarfí
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks er því ekki góð.
Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins,
hefur fengið umboð til stjómar-
myndunar. Hann gerir nú tilraun
til þess að mynda meirihlutastjóm
m.a. með viðræðum við Alþýðu-
bandalagið. Það dugar ekki til.
Formaður Framsóknarflokksins
verður að fá til viðbótar stuðning,
frá Kvennalista, Borgaraflokki eða
Stefáni Valgeirssyni. Það liggur í
augum uppi, að það mun reynast
Steingrími Hermannssyni ákaflega
erfitt að finna grundvöll til mynd-
unar meirihlutastjómar á vinstri
kantinum. Og jafnvel þótt það
tækist yrði ekki auðveldara að
halda fiögnrra flokka stjóm saman
en þriggja flokka sljóm.
Sjálfstæðisflokkur og Borgara-
flokkur hafa lýst því yfir, að þess-
ir tveir flokkar séu tilbúnir til að
mynda minnihlutastjóm. Það ligg-
ur hins vegar ekkert fyrir um,
hvort einhveijir flokkar væm til-
búnir til að veija slíka stjóm van-
trausti. Forystumenn Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks hafa vafa-
laust leitt hugann að myndun
minnihlutastjómar þessara tveggja
flokka. Til þess þurfa þeir líka yfír-
lýsingu flokks eða flokka, sem til-
búnir væm til að veija þá van-
trausti.
Farsælasta ríkisstjóm, sem setið
hefur á íslandi frá lýðveldisstofnun
byggðist á samstarfi Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks. Nú hefur
komið upp harkalegur ágreiningur
milli þessara tveggja flokka. Sá
ágreiningur breytir ekki þeirri
gmndvallarstaðreynd, að samstarf
þeirra um landsstjóm er líklegra
til að skila raunveralegum árangri
en samstarf nokkurra annarra
flokka.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR’
Steingrímur Hermannsson fékk umboð til myndunar me
Gefur sér 4 til 5 daga
mörkuð bjartsýni á ái
STEINGRÍMUR Hermannsson,
formaður Framsóknarfiokksins,
gekk á hádegi í gær á fund frú
Vigdísar Finnbogadóttur, for-
seta íslands, á Bessastöðum, þar
sem forsetinn afhenti honum
umboð til myndunar ríkisstjóm-
ar, er hefði þingmeirihluta á
Alþingi íslands. Steingrímur
sagði að afloknum fundinum með
forseta að hann myndi hefja
stjórnarmyndunartilraunir sinar
á þvi áð ræða við flokksforystu
Alþýðubandalagsins ásamt Jóni
Baldvin Hannibalssyni, formanni
Aiþýðuflokksins.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, átti í gærmorgun
óformlegar viðræður við forystu-
menn stjómmálaflokkanna og að
loknum þeim viðræðum boðaði hún
Steingrím Hermannsson til sín að
Bessastöðum, þar sem formleg af-
hending stjómarmyndunammboðs-
ins fór fram.
Náin samvinna Steingríms
og Jóns Baldvins í
viðræðunum
Það er ijóst að þótt stjómar-
AF INNLENDUM
VETTVANGI
HUGI ÓLAFSSON
Stjórninni slitið í
beinni útsendingu
UPPHAFIÐ að endalokum ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar hófst með fundi hans og fjármálaráðherra
að morgni föstudags, þar sem Þorsteinn kynnti sáttatillögu sína fyrir Jóni Baldvin. Það er að vísu langt
síðan að feigðarmerki fóru að sjást á stjórninni og eftir að stjómarflokkunum þremur mistókst að ná
samstöðu um hina svokölluðu niðurfærsluleið fyrir tveimur vikum mátti mönnum vera nokkuð ljóst að
hveiju stefndi. En tillaga Þorsteins — sem samstarfsflokkamir lýstu sem „sprengju sem kastað væri inn
á stjómarheimilið" — og viðbrögð formanna Alþýðuflokks og Framsóknarflokks daginn sem hún var
lögð fram, var endanlegur banabiti ríkisstjórnarinnar. Stjóraarslitin vom söguleg í þeim skilningi að
segja má að þeim hafí verið sjónvarpað í beinni útsendingu. Það var táknrænt að andlát ríkisstjómar
sem kynnti heimiliseijur sfnar skilmerkilega í fjölmiðlum alla sína 436 lífdaga skyldi bera þannig að.
Lokatilraun til sátta
Það lágu þijár ólíkar tillögur fyr-
ir á borði ríkisstjómarinnar þegar
þingflokkur sjálfstæðismanna sam-
þykkti málamiðlunartillögu forsæt-
isráðherra um aðgerðir í efnahags-
málum að kvöldi fímmtudagsins 15.
september. Þá hafði staðið yfir
tveggja vikna þóf stjómarflokkanna
með tillögum og gagntillögum og
oft stóryrtum yfírlýsingum í fiöl-
miðlum og fyrir lá að tillögur Þor-
steins væra „síðasti sénsinn" til að
halda ríkisstjóminni saman. Menn
biðu því í töluverðri eftirvæntingu
eftir því að sjá þessar tiliögur og
viðbrögð Framsóknarflokks og Al-
þýðuflokks.
Forsætisráðherra kallar Jón
Baldvin Hannibalsson á fund sinn
klukkan 11 á föstudagsmorgun í
þeim tilgangi að kynna fyrir honum
tillögur sínar. í viðtali við Morgun-
blaðið sagði Þorsteinn að hann hefði
viljað kynna þær sérstaklega fyrir
fiármálaráðherra, vegna þess að
þær snertu viðkvæm skattamál, og
gefa honum kost á því að gerast
meðflutningsmaður. Jón Baldvin
tekur strax illa í tillögumar, sér-
staklega lækkun á „matarskatti"
og biður um frest á ríkisstjómar-
fundi, sem halda átti klukkan 15
þá um daginn. Jón Baldvin mun
strax þá hafa gert Þorsteini grein
fyrir andstöðu sinni við einstök at-
riði í tillögunni og spurt Þorstein
hvort það væri ofmælt að tillagan
um afnám matarskattsins væri rýt-
ingur í bak sér. Þorsteinn mun hafa
svarað að því fari fjarri að tillög-
unni sé beint gegn Jóni Baldvin.
Misskilningur?
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun tónninn í viðræðum
Þorsteins og Jóns Baldvins hafa
verið vinsamlegur, þó að umræðu-
efnið væri sprengiefni. Þetta kann
að hafa leitt til misskilnings. Jón
Baldvin gæti hafa talið sig koma
andstöðu sinni við tillöguna fyllilega
til skila en Þorsteinn talið að enn
væri hægt að ræða um tillöguna
og þá hugsanlega að gera einhveij-
ar breytingar.
Heimildamaður Morgunblaðsins
í innsta hring Sjálfstæðisflokksins
sagði það af og frá að tillaga Þor-
steins hefði átt að vera einhver
kosningasprengja eða fytingur í
bak fjármálaráðherra. A fundum
undimefndar ríkisstjómarinnar —
þar sem sátu þeir Friðrik Sophus-
son, Jón Sigurðsson og Halldór
Ásgrímsson — hafi komið fram að
Jón Sigurðsson krefðist aðgerða í
þágu láglaunafólks ef Alþýðuflokk-
urinn ætti að geta samþykkt 6%
gengisfellingu. Höfundar tillögunn-
ar hafi viljað koma til móts við
þetta sjónarmið með því að lækka
matarskattinn, en matvæli vægju
hlutfallslega þyngra hjá láglauna-
fólki en fólki með hærri tekjur. Það
hefðu verið furðuleg og óvænt við-
brögð hjá Jóni Baldvin að telja þessa
tillögu beint gegn sér persónulega
og pólitískt óklókt að lýsa því yfir,
þar sem hann hafi þar með í raun
tekið á sig alla ábyrgð af matar-
skattinum.
Jón Baldvin leggur tillögu Þor-
steins fyrir ráðgjafa sína f fiármála-
ráðuneytinu og biður þá að reikna
út hvaða afleiðingar hún muni hafa.
Þeirra útreikningum ber ekki sam-
an við útreikninga forsætisráð-
herra. Þeir sýna 1,2 milljarða auk-
inn halla á ríkissjóði, en útreikning-
ar forsætisráðherra sýna enga
aukningu á hallarekstri ríkissjóðs.
Þá telur fjármálaráðuneytið að til-
lögumar hafí engin áhrif á verð
landbúnaðarvara og valdi sáralítilli
verðlækkun á innfluttum vömm
vegna áhrifa 6% gengisfellingar.
Jón Baldvin og Steingrímur Her-
mannsson ganga síðan á fund Þor-
steins í stjómarráðinu klukkan 17
á föstudag. Þorsteinn kynnir þeim
tillögur sínar og segist ekki ætla
að ræða þær opinberlega á þessu
stigi. Hann óskar eftir viðbrögðum
þeirra og að tillögur hans verði
síðan ræddar í ríkisstjóminni.
Jón Baldvin kynnir útreikninga
sína og segir að tillögur forsætis-
ráðherra muni auka halla ríkissjóðs
og ekki leysa þann vanda sem við
sé að glíma. Hann endurtekur ásök-
un sína að þessar tiilögur séu sem
rýtingur í bak sér þar sem hann
hafi vaðið í gegn um eld og brenni-
stein til að veija og standa við
„matarskattinn“, sem nú eigi að
hætta við. Steingrímur spyr Þor-
stein hvort hann vilji ekki draga
tiilögu sína til baka. Jón Baldvin
tekur undir þau tilmæli og þeir
segja að komist tillögumar í há-
mæli verði ekki aftur snúið. Þor-
steinn segist ekki ætla að taka til-
lögumar til baka.