Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 „ikg vc-lt'i bitnum <x ó- hljém- sveitanef4n^Lin.íL. '* ~0 Jæja, hafðir þú heppnina með þér í dag-__? HÖGNI HREKKVlSI GAMALT OG NYTT Agæti Velvakandi Ef bera á ýmsa þætti í samfélag- inu saman við margvíslega þætti í þróunarsögu íslenskrar menningar, eru þeir svo ólíkir sem dagur og nótt. Þó má finna eitt og annað smálegt, ef grannt er skoðað, í nútíma menningu sem minnir á löngu liðinn tíma en það er hverf- andi. Margvísleg gömul gildi og gildismat þekkjast varla lengur nema af lestri bóka, gamalla rita og af viðtölum við gamla spekinga sem muna tímana tvenna og yngri þegnar hafa síðar numið af. Þetta kom í hugann nokkru eftir að ég las smá frétt um það í sl. mánuði að heyskapur með gamla laginu myndi verða sýndur við Ár- bæjarsafn einn laugardaginn. Þar yrði slegið með orfí og ljá, rakað og bundið í bagga og gestum gæf- ist kostur á að taka þátt í heyskapn- um. Að kvöldi umrædds dags birtist frétt um þetta í sjónvarpinu og sýndist mér að vel hefði verið að þessu heyskaparævintýri staðið. í þessum efnum fannst mér það vera punkturinn yfír iið að greinilega sást í peysufataklæddar stúlkur sem færðu heyskaparfólkinu kaffí og meðlæti. Slíkt tíðkaðist hér áður fyrr og það upplifði maður sem drengur í sveitinni í gamla daga fyrir u.þ.b. þrjátíu og sjö árum. Stjóm Árbæjarsafnsins á þakkir skilið fyrir þetta framtak sitt við vel heppnaða kynningu á gömlum búskaparháttum, einkum fyrir þær sakir hvað margir tóku þátt í þessu. Það var greinilegt að sumir voru ekki búnir að gleyma gömlu hand- verkunum og það var stór þáttur í því að þessi dagur í sögu Árbæjar- safnsins var eins vel heppnaður og raun bar vitni. Þegar ég hafði samband við rétt- an aðila í Árbæjarsafni skildist mér á honum að framhald myndi verða á þessu ákveðinn dag á hveiju sumri í framtíðinni. Mér kom í hug eftir þetta spjall okkar að kannski myndi verða akk- ur í því fyrir menningarsamfélagið ef stjóm Árbæjarsafns gengi næst feti framar og skipulegði þennan dag í samráði við Æskulýðsráð. Þannig væri hægt að miðla þessari reynslu til ungs fólks sem telja má víst að hefði bæði gagn og gaman af. Ungt fólk sem ekki hefur að- stöðu til að kynnast gamla búskap- arlaginu nema af lestri bóka og óljósri afspum hefði þá lqorið tæki- færi til að kynnast því af eigin raun. Það myndi svo aftur tryggja að gamlir þættir í menningunni eins og téð heyskaparlag glataðist seint, á hveiju sem annars gengi í fram- fömm á þessu sviði í tæknivæddu samfélagi nútímans. Kannski fínnst þér lesandi góður að ég sé helst til gamaldags í þess- um skrifum mínum. Ég vil þá benda á að margur hefur stöku sinnum gaman af að bera saman gamla og nýja hætti og þætti. Umræða um þessi efni skýtur öðm hvom upp kollinum og er af hinu góða. Gunnar Sverrisson, rithöfúndur, Þórsgötu 27 Reykjavík. Akúra á tónlistar gagnrýnendur Kæri Velvakandi. Sunnudagskvöldið 4. september var ég staddur á tónleikum Harðar Torfasonar trúbadors, í Lækjar- tungli. Vera mín þar er ekki í frá- sögur færandi, hins vegar er fjar- vera annarra það. Þetta vom hreint út sagt frábærir tónliekar þar sem saman fór mjög góð dagskrá og enn betri flutningur. Mér skilst að þess- ir tónleikar hafí verið með þeim stærri sem haldnir hafa verið í Reykjavík í seinni tíð og ætti þar af leiðandi að teljast fréttnæmir. Þrátt fyrir það hefur ekki birst staf- krókur um tónleika Harðar í dag- blöðunum, en margir tónleikar í litl- um sal í Duus—húsi fá næga um- fjöllun, að minnsta kosti í Morgun- blaðinu - og er það vel að sjálfsögðu. Mér skilst að boðsmiðar á tón- leika séu alltaf sendir blöðunum, sama hvaða tónleikar það em. Því sýnist mér að músíkskríbentar séu alls ekki starfí sínu vaxnir ef þeim tekst öllum með tölu að halda sig fjarri slíkum listviðburðum og forð- ast vendilega að skrifa staf um þá. Bágt á ég með að trú að slík vinnu- brögð falli undir heiðarlegan og hlutlausan fréttaflutning. Hver á að gagmýna gagnrýnend- uma ef ekki lesendumir? Þið músík- gagnrýnendur hafíð skyldum að Hörður Torfason gegna við okkur lesenduma. Sinnið þeim skyldum næst með sóma. Sigurður Haraldsson. Yíkveiji skrifar Isíðustu viku þinguðu fréttastjór- ar evrópskra sjónvarpsstöðva hér á landi á vegum ríkisútvarps- ins. Fundinn sátu einnig fulltrúar bandarískra sjónvarpsstöðva og í þeim hópi var Pierre Salinger, sem var á sínum tíma blaðafulltrúi Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseti. Sal- inger hefur síðastliðinn 20 ár verið búsettur í Frakklandi en er nú að flytjast til London, þar sem hann er í forystu fyrir fréttastofu banda- rísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er ein þriggja stærstu banda- rísku sjónvarpstöðvanna. Víkveiji átti þess kost að ræða við Salinger í góðra vina hópi og var þar meðal annars velt upp þeirri spumingu, hvemig á því stæði að nafn hans, blaðafulltrúa Kennedys, væri enn ofarlega í huga manna, þótt nöfn blaðafulltrúa annarra for- seta væri horfíð í gleymskunnar dá. Vissulega skiptir miklu, að Salinger tengist sorglegum endalokum Kennedys en nú í nóvember eru 25 ár frá því að forsetinn var myrtur í Dallas. Þá var Salinger á leiðinni til Japans og því víðs fjarri forsetan- um. XXX Salinger hafði ekkert svar á reið- um höndum, þegar hann var spurður að þessu. Raunar er hann einn hinna heimskunnu manna sem slær ekki um sig með merkileg- heitum og unnt er að ræða við hann án þess að hann að fyrra bragði sé að tíunda nöfn þeirra frægu manna, sem hann hefur hitt á langri og oft erfiðri leið. Hann stóð aðeins nokkra metra frá Robert Kennedy, þegar hann var skotinn í for-kosn- ingabaráttunni um bandaríska for- setaembættið 1968. Raunar sagði Salinger að vinátta sín við Kennedy-fjölskylduna og samstarf ætti rætur að rekja til kunningskap- ar við Robert en ekki John. Salinger sagði að í störfum sínum sem blaðafulltrúi hefði hann beitt sér fyrir ýmsum breytingum sem mæltust vel fyrir hjá þeim blaða- mönnum sem fylgja forseta Banda- ríkjanna eftir hvert sem hann fer. Til dæmis hefði hann séð til þess að allt það sem sagt er á blaða- mannafundum forsetans eða ann- arra mikilvægra embættismanna væri skráð orðrétt niður af hraðrit- urum þannig að blaðamenn gætu gengið að eftirriti. Einnig hefði hann auðveldað blaðamönnum ferðalög með því að veita þeim þá þjónustu að geta losað sig við far- angur við brottför og þurfa ekki að hugsa um hann fyrr en við komu á áfangastað, þar sem honum hefði þá verið komið fyrir í hótelherbergi sem skráð hefði verið á nafn blaða- mannsins. Þetta hefði aflað sér margra aðdáenda sem síðan hefðu skrifað vel um sig! xxx Léttvægur atburður í pólitískum hildarleik síðustu viku hér hjá okkur minnir á, að fréttamenn eru yfírleitt fljótir að stökkva upp á nef sér, ef að þeim er vikið með nei- kvæðum formerkjum. í umræðum í sjónvarpssal setti Hallur Hallsson ofan í við Guðrúnu Agnarsdóttur, alþingismann Kvennalistans, þegar hún hafði uppi dálitla gagnrýni á hlut fjölmiðla í hinum pólitísku átökum. Páll Magnússon, frétta- stjóri Stöðvar 2, var þó enn harðorð- ari í garð Guðrúnar í þætti á Rás 2 síðdegis á sunnudag og sakaði hana um „dómadagskjaftæði". George Bush, forsetaframbjóð- andi repúblíkana í Bandaríkjunum, sló í gegn í forkosningunum þegar hann tók einn kunnasta sjónvarps- fréttamann Bandaríkjanna á beinið í beinni útsendingu og lét hann ekki komast upp með að setja ofan í við sig. Kannski fer að draga aé slíkum atburðum hér hjá okkur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.