Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Besti vinur ljóðsins: Skáldakvöld í Norræna húsinu BESTI vinur ljóðsins heldur skáldakvöld í Norræna húsinu í kvöld kl. 21. Þar koma fram átta skáld, Best af yngri kyn- slóð, en þeim tíl fullt.ingis verða Hannes Pétursson og Hannes Sigfusson. Eftirtalin skáld lesa úr verkum sínum á skáldakvöldinu: Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Valgerður Benediktsdóttir, Elísa- bet Jökulsdóttir, Einar Heimis- son, Sjón, Elísabet Þorgeirsdóttir og Ágúst Sverrisson. Om Magn- ússon einleikari opnar kvöldið með píanóleik, en kynnir á skáldakvöldinu verður Hrafn Jökulsson. Flest skáldin eru af yngri kyn- slóð. Sjón er kunnur fyrir fjöl- margar ljóðabækur og skáldsögu sem kom út í fyrra. Á dögunum sendi hann frá sér ný ljóð, Nótt sítrónunnar. Ágúst Sverrisson hefur sent frá sér eina ljóðabók, og gaf á dögunum út smásagna- safnið Síðasti bíllinn. Elísabet Þorgeirsdóttir hefur sent frá sér tvær ljóðabækur á rúmlega tíu ámm. Einar Heimisson hefur birt eftir sig smásögur, bæði frum- samdar og þýddar, en hann og Ágúst munu lesa smásögur eftir sig á skáldakvöldinu. Valgerður Benediktsdóttir hefur ekki enn sent frá sér bók, en ljóð hennar í Árbók skálda, sem ÁB gaf ný- lega út vakti athygli. Ljóð Elísa- betar Jökulsdóttur hafa birst víða, sem og smásögur hennar. Hannes Sigfússon hefur lengst Hannes Pétursson. af búið í Noregi og ekki lesið upp opinberlega hér á landi í ára- tugi, en nú í haust er von á sjöttu ljóðabók hans. Áhrif Hannesar á yngri kynslóð skálda em ótvíræð og fýrsta bók hans, Dymbilvika, er eitt af lykilverkum íslenskra nútímabókmennta. Hannes Pétursson vakti kom- ungur athygli fyrir ljóðagerð og Sjón. er nú eitt þekktasta og ástsæl- asta skáld þjóðarinnar. Langt er um liðið síðan Hannes las síðast upp á opinberri samkomu. Kaffistofa Norræna hússins verður opin í tilefni af skálda- kvöldinu og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. Miðaverð á skáldakvöldið er 400 krónur. (Úr fréttatilkynningu) Elísabet Jökulsdóttir. Hannes Sigfússon. VEÐUR Síldveiöar VEÐURHORFUR íDAG, 20. SEPTEMBER 1988 YFIRLIT f GÆR: Við norðausturströnd landsins verður smá hæðar- hryggur en víðáttumikið lægðasvæöi suður- og suðurvestur af landinu. SPÁ: Austan- og suðaustanátt, kalt, víða súld eða rigning við suöur- ströndina en þurrt annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Hægviðri eða austan gola um sunnan- vert landið, víða þokumóða eða súld. Hiti 5—6 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Allhvöss eða hvöss austan- og norðaust- anátt, rigning um landið sunnan- og austanvert en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 12—14 stig. 1 gráður á Celsius Skúrir El Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: -j q f * Vindörin sýnir vind- 10 stefnu og fjaðrirnar • vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. / / / ___________________________ / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / •> •> •> OO -i- * * * » * * * * Snjókoma K VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hhl veður Akureyrl 10 téttskýjað Reykjavik 8 skýjað Bergen 12 rigning Helsinki 9 skýjað Kaupmannah. 15 skýjað Narssarssuaq 1 léttskýjað Nuuk 2 skýjað Osló 20 skýjað Stokkhólmur 19 hálfskýjað Þórshöfn 11 rígning Algarve 28 heiðskirt Amsterdam 16 mistur Barcelona 24 skýjað Chlcago 20 rigning Feneyjar 21 heiðskfrt Frankfurt 16 alskýjað Glasgow 16 úrk. f grennd Hamborg 15 alskýjað Las Palmas 24 alskýjað London 14 skýjað Los Angeles 17 mistur Lúxemborg 14 skýjað Madríd 22 helðskírt Malaga 25 léttskýjað Mallorca 24 skýjað Montreal vantar New York 19 þokumóða París 17 sltýjað Róm 26 léttskýjað San Diego 17 lóttskýjað Winnipeg vantar Hundrað bátar mega veiða 100.000 tonn ELLEFU loðnuskip fá leyfi til sfidveiða og 89 síldarbátar. Heild- arkvóti hvers báts er 1.000 Iestir og mega sfidveiðar loðnubáta hefjast 20. september nk. en flestra síldarbáta 9. október nk. Sótt var um síldveiðileyfí fyrir 13 loðnubáta en einungis 11 þeirra hafa búnað til frystingar sem er skilyrði fyrir leyfisveiting- unni. Eigendur frystitogara hafa einnig sýnt því áhuga að leggja skipum sinum á miðunum og kaupa sfid til frystingar um borð. „Ég reikna ekki með að fleiri en 4 eða 5 loðnuskip af þessum 11 nýti sér leyfið þar sem þau hafa allt frá 12 til 25 tonna frystigetu,“ sagði Jón B. Jónasson skrifstofu- stjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu í samtali við Morgunblaðið. Skilyrði fyrir síldveiðileyfi loðnuskipa er að allur nýtanlegur síldarafli verði frystur um borð í veiðiskipunum og mega aðeins 20% heiidarkvótans fara til bræðslu. Verði meira en 20% heildarkvótans landað tii bræðslu verður andvirði þess afla gert upp- tækt. Af þeim 1.000 lestum, sem hver síldarbátur má veiða, er aðeins heim- ilt að landa 400 lestum til bræðslu og skulu því að minnsta kosti 600 iestir nýttar til manneldis. Heimilt er með samþykki sjávarútvegsráðu- neytisins að víkja frá þessari tak- mörkun á bræðsluveiðum, enda sé síldin nýtt til framleiðslu á sérstöku mjöli sem nýtt er til fiskfóðurfram- leiðslu. Eigendur nokkurra frystitogara hafa mikinn áhuga á að fá leyfi til að leggja skipum sínum inni á Aust- flörðum í haust til að frysta síld á Japansmarkað, að sögn tímaritsins Fiskifrétta. Talið er að til þess að það verði raunhæfur möguleiki, þurfí að breyta kjarasamningum við tog- arasjómenn, þar sem þeir miðist bæði við veiðar og vinnslu, ekki vinnslu eingöngu. Hliðstæð tilraun var gerð fyrir nokkrum misserum, er frystitogarinn Siglfírðingur keypti loðnu til frystingar af loðnuskipum fyrir Suðurlandi. Frú Guðrún de Fontenay látin FRÚ Guðrún de Fontenay, fyrr- um sendiherrafrú Dana á Islandi, lést á dvalarheimilinu Hrafiiistu í Hafiiarfirði 16. september síðastliðinn. Guðrún var fædd 6. júlí 1903 í Reykjavík, og voru foreldrar hennar þau Eiríkur Bjamason jámsmiður, Tjamargötu 11 og kona hans Guð- rún Helgadóttir, dóttir Helga Helga- sonar tónskálds. Árið 1922 giftist Guðrún Tage Möller pianóleikara, sem þá var kaupmaður. Þeirra sonur er Birgir Möller, sendifulltrúi í sendiráði Is- lands í Kaupmannahöfn. Þau slitu samvistum. Árið 1927 giftist Guðrún Frank de Fontenay, sendiherra Dana á fs- landi, en hann lést 1959. Synir þeirra voru: Jean, sem var bústjóri við Stó- rólfsvallabúið, en hann Iést 1987 og Erik, sem lést í Kaupmannahöfn 1979. Frank de Fontenay var sendiherra Dana á íslandi 1924-1946, en þá varð hann sendiherra í Tyrklandi, og bjuggu þau hjónin þar til 1951, en þá lét hann af störfum vegna aidurs og fluttu þau þá til Kaup- mannahafnar. Guðrún fluttist aftur til íslands árið 1972, og bjó á Rauðalæk 3. Hún átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár, og dvaldist á Hrafnistu í Hafnarfirði síðastliðin tvö ár. Guðrún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 23. sept- ember næstkomandi kl 15.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.