Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 t GUÐRÚN de FONTENAY, fyrrum sendiherrafrú Dana á fslandi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 16. sept. Birgir Möiler, systlr, tengdadœtur og barnabörn. Móöir okkar, t SVEINRÚN JÓNSDÓTTIR frá Seyöisfiröl, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 18. sept. F.h. systkinanna, Ásvaldur Andrósson. t Móðir okkar, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Flókagötu 10, andaðist í Landspítalanum 17. september. Siguröur Lýðsson, Guðmundur B. Lýðsson. t GUÐRÚN F. JÓNSDÓTTIR hjúkrunarfræðlngur, Sólheimum 22, Reykjavfk, andaðist á heimili sínu að morgni laugardagsins 17. september. Jón Halldórsson, Halldór Jónsson, Rannveig Jónsdóttlr, Kristfn Jónsdóttir, Óll Hllmar Jónsson, Guðrún Jónsdóttlr, Þórður Ingvi Guðmundsson, Steinunn Jónsdóttir, Arllfus Harðarson og barnabörn. t Sonur okkar og bróðir, HLYNURINGI, lést af slysförum 16. september. Hallbera Eirfksdóttir, Búl Steinn Jóhannsson og systklnl. t Sonur okkar, bróðir og mágur, HAUKUR LEIFSSON, Álfalandi 7, Reykjavfk, lést af slysförum á Mallorka þann 15. sept. síðastliðinn. Sólvelg Hervarsdóttir, Leifur Ásgrfmsson, Linda H. Leifsdóttir, Óskar Sigvaldason, Rúnar J. Garðarsson, Rochelle Garðarsson. t Eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, JÓN ÁRMANN HELGASON, Stekkjarholti 13, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 18. september. Svanborg Magnúsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Gyða R. Guðmunds dóttir—Minning Fædd 3. september 1905 Dáin 11. september 1988 Mig langar í örfáum orðum að minnast nöfnu minnar og yndislegr- ar frænku, sem ætíð var mér svo góð og vildi allt fyrir mig gera. Hún hafði stórt hjarta og mátti ekkert aumt sjá. Hún var mjög gjaf- mild og þeir voru ófáir dagamir sem ég og Gyða frænka fórum niður Laugaveginn að fata mig og bróður minn upp fyrir afmælin okkar. Og þó hún væri komin á áttræðisaldur- inn munaði hana ekkert um að klifra yfir háa veggi og mikið gras, til að stytta sér leið. Hún minntist oft á gömlu góðu dagana og sagði mér sögur frá því þegar hún var að alast upp á Berg- staðastrætinu. Sérstaklega minnt- ist hún foreldra sinna sem ég því miður fékk ekki tækifæri til að kynnast. Einnig sagði hún mér frá þvf þegar hún fór til Englands að vinna f verslun og reyndum við stundum að tala saman á ensku. Við bróðir minn komum oft til þeirra Gyðu og Einars og eigum við aðeins góðar minningar þaðan. Þau áttu engin böm en alitaf var eins og við værum hjá afa og ömmu. Einar segjandi okkur sögur frá æskustöðvum sínum og Gyða gef- andi okkur eins og ávallt, hvort sem var af sjálfri sér eða einhverju öðra. Ekki má gleyma þeim mörgu matarboðum sem við voram í hjá þeim hjónum. Einar leggjandi á borð og Gyða að gera góðan mat betri. Einnig fannst mér þau hjón mjög samrýmd og verkaskipting var engin, því alltaf hjálpuðust þau að. Þær Gyða og amma Halla vora miklar vinkonur. Kom það vel í ljós þegar amma Halla veiktist og fór á Droplaugarstaði, að ekki datt dagur úr að Gyða frænka mfn færi ekki til hennar í heimsókn. • Margs er að minnast varðandi Gyðu frænku mfna og gott að eiga minningar fyrir sig. Ég er fullviss um að Gyðu frænku lfður vel, því eftir að hún missti Einar slokknaði viss neisti í lífi hennar. Þegar hún fór yfir móðuna miklu, trúi ég að Einar og amma hafí tekið á móti henni. Það er gott að hugsa til þess að eiga góða að eins og Gyðu í næsta lífi, sem ég minnist nú með söknuði. Halldóra Gyða Matthíasdóttir Ég skynjaði að um leið og eigin- maður Gyðu ömmusystur minnar lést, dó mikill hluti af Gyðu líka. Það var alveg sérstakt sambandið þeirra á milli. Þau kynntust seint og giftu sig ennþá seinna. En alltaf vora þau tvö saman og hvað sem þau gerðu, þá gerðu þau það sam- an. Eg á alveg yndislegar minning- ar um hana Gyðu mína sem alltaf hefur verið sem amma mín og meira en það. Ég gat talað við hana eins og vinkonu á mínum aldri. Hún hafði skemmtilega kímnigáfu sem ekki allir fengu að njóta en þeir sem kynntust henni vel, ættu að þekkja. Eftir lát Einars eiginmanns Gyðu fannst henni enginn tilgangur með því að lifa lengur. Hún fékk því það sem hún óskaði sér, þó að við hin hefðum óskað annars. Það sem ég get huggað mig við er að góðar minningar deyja aldrei. Ég bið bara góðan Guð um að hún sé komin til Einars og þau hafi það gott saman eins og alltaf. Kristín Helga Markúsdóttir Yndisleg móðursystir mín, Guð- rún Rannveig Guðmundsdóttir eða Gyða eins og hún var ávallt kölluð, lést á Borgarspítalanum þann 11. september sl. 83 ára gömul. Gyða var dóttir hjónanna Mattínu Helgadóttur og Guðmundar Guðna- sonar skipstjóra. Þau vora bæði Árnesingar, Guðmundur fæddur á Stokkseyri en alinn upp í Miðfelli í Hranamannahreppi og Mattína fædd og uppalin í Miðfelli. Gyða var})riðja elst bama þeirra: Elstur var Olafur Helgi stýrimaður sem fórst með togaranum Apríl 1930, þá Rósa, Gyða, Guðbjörg Svanlaug sem dó í æsku, Guðbjörg Svanlaug sem dó 1970, móðir mín, Halldóra, sem lést á sfðasta ári, Hulda sem dó 1985 og Sigurður. Rósa og Sigurður lifa systur sína. Systkinin vora alin upp í mikilli hlýju og ástúð góðra foreldra.sem þau minntust alla tfð með mikilli virðingu. A sjómannsheimili kom það að sjálfu sér að uppeldi bamanna lenti mest á húsmóðurinni, þar sem eig- inmaðurinn hafði nóg að gera við að afla lífsviðurværis. Mjög kært samband var á milli Gyðu og móður hennar alla tíð, enda bjó hún á heimili foreldra sinna þar til hún giftist 48 ára gömul. Ung að árum fór Gyða til Fleet- wood til að læra ensku. Ferðaðist hún þá á togara með föður sínum til kunningjahjóna hans. Hafði hún mjög gott af þeirri dvöl og bjó að enskunáminu það sem eftir var. Gyða stundaði nám í Samvinnu- skólanum og vann síðar ýmis versl- unar- og skrifstofustörf. Árið 1942 hóf hún störf á Rafmagnsveitu Reylg'avíkur og vann þar í 30 ár. Á Rafmagnsveitunni kynntist hún eiginmanni sfnum, Einari Pálssyni, deildarstjóra. Hann var sonur hjón- anna Ingveldar Einarsdóttur og t Eiginkona mín, móðir og dóttir, GUÐRÚN BJARTMARSDÓTTIR frá Sandi, Grfmshaga 8 f Reykjavfk, sem lést þriðjudaginn 13. september sl., verður jarðsungin fró Fossvogskirkju miövikudaginn 21. september kl. 13.30. Þorkell Steinar Ellertsson, Þormar Þorkelsson, Þorri Þorkelsson, Álfrún GuSrfður Þorkelsdóttir, Teltur Þorkelsson, Hólmfríður Sigfúsdóttlr. t HARALDUR BJÖRNSSON, Hjaltabakka 12, Reykjavfk, lést föstudaginn 16. september sl. Útförin auglýst síðar. Sigrfður Elfsabet Guðmundsdóttir, Gunnar Haraldsson, Lára Angantýsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttlr, Eirfkur Guðjónsson, Rannveig Haraldsdóttlr, Þröstur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar MARGAR GERÐIR MmomlGmnít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, simi 54034, 222 Hafnarfjöröur Páls Hjaltalín Jónssonar, sóknar- prests og síðar prófasts á Svalbarða í Þistilfírði. Þau vora bæði komin yfir miðjan aldur þegar þau kynnt- ust og varð ekki bama auðið. Einar og Gyða vora í mínum huga eins og eitt, enda sá maður þau aldrei án hvors annars. Þau studdu hvort annað. Þegar Einar féll frá snemma á síðasta ári var eins og á einhveijum lífsneista væri slökkt hjá Gyðu frænku minni. Eftir fráfall hans fluttist hún til . systur minnar og föður þar sem hún naut góðrar aðhlynningar. Síðustu 15 ár vora þau hætt vinnu úti sökum aldurs og vora því bæði heimavið meira og minna. Þó var gaman að sjá þau hjón á rölti í bænum. Þau byggðu hvort annað upp með krafti og dugnaði, enda bseði ávallt tilbúin að fóma sér fyr- ir aðra. Gyða frænka mín var snilldar- kokkur og alltaf gott að koma til hennar í mat, hvort sem maður var einn eða með alla flölskylduna. Fyrir rúmum 20 áram var ég í Gagnfræðaskóla Austurbæjar í 2 vetur. Ég minnist þess að á hveijum laugardagsmorgni fór ég og einn bekkjarbróðir minn og röðuðum í okkur pönnukökum í löngufrímínút- um hjá Gyðu frænku. Hún taldi það ekki eftir sér og vildi gera mikið betur en við gátum þegið, þannig var Gyða frænka ávallt. Gyða frænka mín var ekki allra, en við sem þekktum hana náið fund- um hvar viðkvæmt hjarta sló og fundum hvar vinarhugur bjó. Hún var bæði skemmtileg, uppbyggileg og vildi allan vanda leysa. Við sökn- um hennar innilega. Sérstaklega vil ég minnast hve kært var milli móður minnar, Hall- dóra, og Gyðu alla tíð. Þær hittust og töluðust við daglega. Þegar móðir mín veiktist 1982 og fór á Droplaugarstaði leið ekki sá dagur að Gyða kæmi ekki við hjá henni. Skipti ekki máli hvort hennar biðu önnur verkefni, það gekk fyrir að hitta systur sína og athuga hennar líðan. Þannig var Gyða frænka mín. Síðustu 3 mánuði dvaldist Gyða frænka á Umönnunar- og hjúkr- unarheimilinu Skjóli og sfðasta mánuð á deild A-6 á Borgarspítal- anum. Langar mig að þakka inni- lega fyrir góða umönnun og hjúkr- un. Við systkinin viljum að endingu Blömastofa Fnðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur. ? 1 1 Uí.fflí ( I JiOíjÍÍíHÁjvÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.