Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 63 þakka henni, hún var eins og okkar önnur móðir. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Matthías Guðm. Pétursson Ástin, kærleikurinn og væntum- þykjan, þessir mannlegu þættir sem skipta okkur öll svo miklu máli og virka svo sterkt á líf okkar og líðan verða oft til þess að tengingin sem myndast milli hjóna í góðu hjóna- bandi um ára langa tíð er oft það öflug að böndin verða óijúfanleg og ná jafnvel út yfir landamæri lífs og dauða. Hjartkær móðursystir mín og mín allra besta frænka Gyða, sem við kveðjum í dag, var tengd sínum góða manni, Einari Pálssyni, sem kvaddi í apríl 1987, þessum óaðskiljanlegu böndum. Þegar hann fór, var sem hún færi að nokkru leyti líka. Lífslöngun hennar þvarr og lífið og dagamir urðu bara að biðtíma þess sem kom nú 11. september. Því ættum við að gleðjast með Gyðu, hún er kom- in þangað sem hún þráði. Gyða fráenka mín var ekki bara móður- systir og skyldmenni, hún var mín þesta vinkona alla ævi. Vakandi yfir mér og mínum. Þegar faðir minn fór á besta aldri og mikil lífsbreyting varð í lífi móður minnar og okkar systra, kom Gyða inn í myndina. Hún umvafði mig og tók mig að sér sem best hún gat og er sannarlega bjart yfir minningu þess tíma þegar ég hreiðraði um mig á heimili Gyðu og Einars í fjar- veru mömmu. Þá gleymdist alit dimmt og dapurlegt og gleðin var ríkjandi. Gyða var í daglegri um- gengni ákaflega ómannblendin og fárra, en við sem fengum að kynn- ast henni náið, eigum aðra mynd. Það er mynd af konu sem átti góða og ríka kímnigáfu, konu sem var opin fyrir lífinu og fordómalaus, þrátt fyrir að hún væri hógvær þátttakandi sjálf. Gyða móðursystir mín, sem hét fullu nafni Guðrún Rannveig, fædd- ist í Reykjavík 3. september 1905, númer þijú í hópi bama Mattínu Helgadóttur og Guðmundar Guðna- sonar skipstjóra: Gyða var ákaflega hamingjusöm með foreldra sína og æskuheimili. Þreyttist hún aldrei á að dásama þennan tfma og þær stundir þar sem húsmóðirin amma Mattína var ávallt inni á heimilinu að hlúa að bömunum sínum, elsk- andi og sterk kona sem hafði rík áhrif á lífið í fjölskyldunni og hús- faðirinn afí Guðmundur mikill at- hafnamaður og sérstök fyrirvinna sínu stóra heimili. Já, þetta voru dýrðardagar og em dýrmæt minn- ing fyrir okkur bamabömin að geyma. í flölskyldu þar sem heitar tilfinningar ríktu eins og í Berg- staðastrætisfjölskyldunni bundust systkinin sterkum böndum. Sér- staklega vom systumar fimm sem upp komust nánar og góðar hver við aðra. Gyða frænka mín giftist seint og gantaðist oft með það að f „næsta lífi“ myndi hún fara öðmvísi að, heíja búskap fimmtán ára og hrúga niður bömum. En þó að Gyða eign- aðist ekki böm sjálf gegndi hún stóm hlutverki í lffi systkinabama sinna og síðar þeirra bama. Sér- staklega langar mig til að minnast á Guðríði og Matthías, böm Hall- dóm systur hennar, sem ólust upp með henni að hluta og hún elskaði sem sín böm. Þessa ást hafa þau svo sannarlega endurgoldið Gyðu er hún fullorðin og ein þurfti á umhyggju að halda. Ógleymanleg verður Gyða móð- ursystir mín mínum bömum. Þeim var hún amman sem þau misstu svo ung. Amman sem reyndist þeim vel í hvívetna, hafði endalausan tíma fyrir þau, dekraði við þau og gladdi. Hennar elska mun lifa áfram með þeim. Hjartkær móðursystir mín Gyða er lögð af stað í ferðina einu sem við eigum öll vfsa. Ég sakna hennar innilega og alls þess góða sem hún var mér. Hjá henni gat ég verið bam. Nú er þeim kafia lokið. Það er mikið í mfnu lífí sem fer með Gyðu frænku minni. Ég þakka af alhug fyrir að hafa átt hana að og óska henni af öllu hjarta góðrar ferðar! Helga Mattína Björnsdóttir t GUNNFRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR saumakona, sem andaðist á Dalbraut 27 12. september, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 21. september kl. 15.00. Jóhann Jónsson. t Móðir mín, GUÐRÚN de FONTENAY, fyrrum sendlherrafrú Dana á fslandl, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 23. september nk. kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja, Birglr Möller. t IRA MARTIN ZELA hefur verið jarðsunginn í Bandaríkjunum. Minningarathöfn ferfram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 20. september kl. 16.30. Inger Einarsdóttir, Nfna Hrólfsdóttir og böm. t Ástkaer eiginmaður minn, GUÐMUNDUR E. EINARSSON fyrrverandi bifreiðarstjóri, Meðalholti 3, lést í Landspftalanum sunnudaginn 18. september. Fyrir hönd aðstandenda, Svana Einarsdóttir. t Sonur minn og faöir okkar, RAGNAR GÍSLI THORVALDSSON, lést 16. september sl. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 22. septem- berkl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hans láti líknar- stofnanir njóta þess. Marfn Magnúsdóttir og börn. t Eiginmaður minn, SIGURÐUR GUDJÓNSSON, Skipasundi 39, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 22. sept- ember kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd annarra vandamanna, Olga Sophusdóttir. t Ástkær móöursystir okkar, GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR, Lelfsgötu 3, Reykjavfk, verður jarösungin frá Frfkirkjunni í Reykjavfk f dag kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Guðrfður J. Pótursdóttir, Matthfas Guðmundur Pótursson. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BERGS BJARNASONAR bifreiðastjóra, Holtsgötu 11, Hafnarfirði, fer fram fró Hafnarfjarðarkirkju miövikudaginn 21. september kl. 13.30. Inglbjörg Jónsdóttir, Jón Bergsson, Þórdfs Steinunn Svelnsdóttir, Öm Bergsson, Svala Jónsdóttir, Ólafur Bergsson, Ragna G. Þórsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR BJÖRNSSON, Hjallalandi 27, verður jarösunginn fró Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. septem- ber kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagiö. Fyrir hönd aðstandenda. Matthildur S. Bjömsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN GEIRA ÓLADÓTTIR, Hlfðargerðl 3, Reykjavfk, lést í Vífilsstaöaspítala laugardaginn 17. september. Valborg Svelnsdóttir, Eiður Bergmann, Sæmundur Örn Sveinsson, Vfgdögg Björgvinsdóttir, Óli Haukur Sveinsson, Margrót Stefánsdóttlr og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúö viö fráfall og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, UNNAR JÓNU KRISTJÁNSDÓTTUR Ijósmóður, Engihjalla 25, Kópavogl. Auður Guðmundsdóttir, Hllmar Viggósson, Marfanna Gfsladóttir, Guðrfður Rossander, Paul Rossander, Sveinn Gfslason og barnabörn. t Þökkum innilega veitta samúð og vináttu við andlót og útför syst- ur okkar, HÖNNU RAFNAR. Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki deilda 7A og 6A Borgarspítalans fyrirfrábæra umönnun. Ásdfs Mogensen, Karolfna Pótursdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRfETAR ÍSLEIFSDÓTTUR, Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á lyfjadeild Fjóröungs- sjúkrahússins og dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Hólmfrfður Guðmundsdóttir, Sigurður Leósson, Bryndfs Gunnarsdóttir, Bjaml Jónsson, Guðmundur Viðar Gunnarsson, Margrót Svanlaugsdóttir, Ama Bryndfs Bjarnadóttir, Margrót Dögg Bjarnadóttir, Jón Gunnar Bjarnason, Nanna Rut Guðmundsdóttir. • t Við þökkum samúö og vináttu við andlót og útför DANÍELU JÓNSDÓTTUR frá Króktúni, Dvalarheimllinu Lundl, Hellu, sem jarðsungin var 10. september fró Stórólfshvolskirkju. Sórstak- ar þakkir færum viö starfsfólki og íbúum Dvalarheimilisins Lundi ásamt hjúkrunarfólki og læknum Landakotsspítala fyrir umönnun og hjúkrun í veikindum hennar. Óskar Karelsson, Guðrún Halldórsdóttir, Jón Halldórsson, Björgvln Halldórsson, Danfel Gunnarsson og fjölskyldur þeirra. t Eiginmaöur minn, JÓNAS PÁLSSON, Staðafelli, Stykkishólml, sem andaðist að kvöldi þriöjudagsins 13. september, verður jarö- sunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 24. september kl. 14.00. Dagbjört Nfelsdóttir, Ástrfður Helga Jónasdóttir, Jón Einarsson, Unnur Lára Jónasdóttir, Eggert Björnsson, Jóhanna Jónasdóttir, Hrafnkell Alexandersson, Ásdfs Jónasdóttlr, Friðþjófur Max Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.