Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 76
ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Seðlabankinn:
Engar geng-
isbreytingar
fyrirhugaðar
á næstunni
FUNDUR viðskiptaráðherra með
bankastjórum Seðlabankans í
gærmorgun leiddi ekki til neinn-
ar breytingar á skráningu er-
lends gjaldeyris, og voru af-
greiðslur gjaldeyrisdeilda bank-
anna þvi opnar með eðlilegum
hætti í gær. Samkvæmt upplýs-
ingum Seðlabankans var þá ekki
merkjanleg nein aukin eftir-
spurn eftir gjaldeyri.
Geir Hallgrímsson, Seðlabanka-
stjóri, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að engin áform væru fyrir-
huguð að sinni af hálfu Seðlabank-
ans um að nýta sér þá heimild, sem
bankinn hefur frá því í vor til 3%
gengislækkunar.
„Allar breytingar á gengisskrán-
ingu hljóta að tengjast þeim efna-
hagsráðstöfunum sem gerðar
verða. Enginn flokkanna er með
það mikla gengisbreytingu á
steftiuskrá sinni, að það borgi sig
fyrir nokkum að sanka að sér gjald-
eyri nú miðað við vaxtastig innan-
lands, og sumir flokkanna beita sér
algjörlega gegn nokkrum gengis-
breytingum," sagði Geir Hallgríms-
son.
Gæsluþyrlan
í sj'úkraflugi
ÞYRLA Landhelgisgæslunar,
TF-SIF, sótti í gærkvöldi sjúkling
um borð í togarann Margréti EA,
sem staddur var við veiðar um
80 sjómUur suðvestur af Reykja-
nesi.
Þyrlan var kölluð út kl 18.20 og
lenti hún við Borgarspítalann 20.00
í gærkvöldi. Sjúklingurinn mun ekki
vera lífshættulega veikur.
Létust í umferðarslysi
Mannskæðasti árekstur hérlendis
PILTARNIR sem létust í umferðarslysi á Búrfellsvegi í Gnúp-
veijahreppi á föstudagskvöld hétu: Guðmundur Árnason, 17 ára
nemandi, Miðengi 20 Selfossi, Ragnar Hjáímtýsson, 18 ára nem-
andi, Vallholti 32, Selfossi, Benedikt R. Ásgeirsson, 17 ára nem-
andi, Engjavegi 63, Selfossi og Hlynur Ingi Búason, 15 ára nem-
andi, Vesturbergi 9, Reykjavík.
Sá sem lifði slysið af, 18 ára piltur úr Gnúpveijahreppi, liggur nú
þungt haldinn á sjúkrahúsi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu mun
hann talinn úr lífshættu.
Að sögn Sigurðar Helgasonar hjá Umferðarráði er slysið á Búrfells-
vegi mannskæðasti árekstur sem orðið hefur hérlendis.
Guðmundur Árnason
Tvö skip með
afla í gærdag
TVÖ loðnuskip höfðu fengið afla
í gær, Háberg GK var á leið til
lands með fullfermi, eða 650 tonn
og Jón Kjartansson SU var á
miðunum og hafði fengið um 200
tonn í gærmorgun.
Loðnan fékkst djúpt norður af
Homi, nálægt miðlínu milli íslands
og Grænlands. Þegar Morgunblaðið
hafði síðast fréttir af í gærkvöldi
vom þijú loðnuskip úti, þ.e. Há-
berg, Jón Kjartansson og Skarðsvík
SH. Hólmaborg SU var að búast
til farar í gær og verið var að búa
Guðrúnu Þorkelsdóttur SU undir
að hefla loðnuveiðar, en skipið hef-
ur verið á rækju.
Hólmaborgin hafði áður farið til
loðnuveiða í haust og fengið sam-
tals um 1.600 tonn í tveimur veiði-
ferðum, en hlé varð á úthaldinu þar
sem loðnan hætti að veiðast. Nú
virðist hún vera farin að gefa sig
aftur og fyrstu skipin út era þau
sem era í eigu bræðslustöðvanna,
eða fyrirtækja tengdum þeim. Aðrir
bíða átekta og vilja sjá hvemig
veiðist og hvemig fituinnihald loðn-
unnar er, áður en hafist er handa.
Ragnar Rjálmtýsson
Benedikt R. Ásgeirsson
Hlynur Ingi Búason
Frá viðræðum fulltrúa Framsóknarflokks, AJþýðuflokks og Alþýðubandalags I sjávarútvegsráðuneytinu í gær.
Morgunblaðið/Júlíus
Steingrímur Hermannsson:
Bjartsýnn á að myndun
vinstri sljórnar takist
Efasemdir uppi um einhug í Alþýðubandalagi
Stjómarmyndunarviðræður Steingríms Hermannssonar, formanns
Framsóknarflokksins, með forystumönnum Alþýðuflokks og AI-
þýðubandalags halda áfram í dag, en fundi þeirra lauk í sjávarútvegs-
ráðuneytinu á miðnætti í gær. Þá er fyrirhugað að ræða við full-
trúa Kvennalista fyrir hádegi í dag í tengslum við stjóraarmyndun-
artilraun Steingríms. Eftir fiind flokkanna þriggja síðdegis í gær
sagði Steingrímur, að hann væri bjartsýnn á að samstarf þeirra
geti gengið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins era vissar efa-
semdir uppi meðal Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um að eining
sé innan Alþýðubandalags um aðild að meirihlutastjóra með þessu
sniði.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins liggur heldur ekki ljóst
fyrir hvort Stefán Valgeirsson er
reiðubúinn að veita slíkri stjóm
stuðning nema með kostum sem
hinir flokkamir myndu eiga erfitt
með að sætta sig við. Samstjóm
hinna þriggja fyrmefndu flokka
þyrfti á stuðningi Stefáns að halda
eða einhvers annars flokks til að
hafa meirihluta á Alþingi.
Fundur Kvennalistans ályktaði í
gær að boða eigi til kosninga strax,
en þjóðstjóm sé skásti kosturinn til
að koma í gegn braðabirgðaúrræð-
um í efnahagsmálum.
í kjölfar viðræðna formanna
Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks,
þeirra Þorsteins Pálssonar og Al-
berts Guðmundssonar, hefur komið
upp áhugi í röðum þessarra flokka
um að leita samstarfs við Alþýðu-
flokk. í gær munu foiystumenn
Alþýðuflokks hafa fengið fjölmarg-
ar vísbendingar um þennan áhuga,
en ekki liggur ljóst fyrir hver af-
staða þeirra til þessara hugmynda
er.
í skoðanakönnun Skáíss og
Stöðvar 2, sem birt var í gær, kom
í ljós að yfirgnæfandi meirhluta líst
illa á samstjóm Framsóknarflokks,
Alþýðuflokks og tveggja annara
flokka, en 35,8% aðspurðra líst vel
á slíka stjóm. Þá vildu nær 40%
kosningar strax.
Sjá Créttir og fréttaskýringar
á bls. 2, 30, 32, 33, 38, 39, 40
og 47.
Loðnuveiðar: