Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPn/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 43 Þjónusta Póstmark hefur starfsemi hjá Frjálsu framtaki AÐ undanförnu hefur staðið yfir undirbúningur að markaðs- setningu nýrrar þjónustu hjá útgáfufyrirtækinu Fijálsu Framtaki hf. í Reykjavík. Um er að ræða það, sem erlendis nefnist „Direct Mail“, en þjón- ustu Frjáls framtaks liefur ver- ið gefið nafnið Póstmark. Úlla Magnússon veitir Póstmarki forstöðu og hóf hún undirbún- ing starfsins fyrir um það bil einu ári. — Frjálst framtak hf. hefur nú um átján ára skeið gefíð út viðskiptahandbókina og fyrir- tækjaskrána Islenzk fyrirtæki, en Viðskipti það er ítarlegasta upplýsingarrit um starfandi fyrirtæki á íslandi, sem til er í landinu og segja má, að þær skrár, sem þar eru til stað- ar, séu grunnurinn að Póstmarki, sagði Úlla. - Upplýsingar og gögn, sem notuð eru í bókinni, eru tölvu- skráð, en skrámar hins vegar þannig, að þær eru oft ekki í til- tækilegu formi til þess að þjöna markaðinum á þann hátt, sem Póstmarki er ætlað. Því var ráðist í að stofna nýja deild í Frjálsu framtaki, sem á að sjá um þessa þjónustu. Úlla sagði ennfremur, að leitað hefði verið til ráðgjafafyrirtækis í Danmörku og það fengið til að- stoðar við að þróa þesa þjónustu, kerfísgreiningu og uppbyggingu skráa.- Markmiðið er að geta veitt þjónustu þeim aðilum, sem vilja ná beint til ákveðinna markhópa, en það er að verða liðin tíð, að þeir, sem þurfa að kynna vöru sína, sendi upplýsingar til stórs ótilgreinds hóps og láti þar við sitja. — Við vonumst til að geta boð- ið fyrirtækjum að greina við- skiptamannaskrár þeirra t. d. eftir starfsviðum, stærð og staðsetn- ingu og ef um er að ræða einstakl- inga þá eftir kyni, aldri og búsetu. Póstmark mun gera gera fyrir- tækjum auðveldara að koma þjón- ustu sinni og vöru á framfæri beint til ákveðinna hópa, en þeir sem standa í rekstri á íslandi nú, kann- ast örugglega við, hversu erfítt Skoskir kaupsýslumenn heimsækja Island MARKAÐSSETNIIMG — Úlla Magnússon, forstöðumaður Póstmarks er að ná til viðskiptavinanna m. I ur á íjölmiðlamarkaðinum, sagði a. vegna þess óróa, sem verið hef- I Úlla Magnússon. HOPUR skoskra kaupsýslu- manna er nú á leið til Islands á vegum skoska Iðnaðar- og þró- unarráðsins, og verður hérlend- is dagana 20.—24. september. Með í förinni verður þrettán manna hópur frá skoska ferða- málaráðinu. Þetta verður í sjötta sinn sem skoskir kaupsýslumenn heim- sækja Island, en ferðir af þessu tagi hingað til lands munu vera mjög vinsælar í þeirra hópi. Mikill söluárangur næst í þessum ferð- um, og til dæmis voru í ferðinni í fyrra seldar vörur og þjónusta fyrir um 80 milljónir króna. Þessar upplýsingar koma fram í frétt frá breska sendiráðinu, og segir þar, að væntingar séu fyrir enn betri árangri af ferðinni í ár. Fyrirtækin sem taka þátt í henni eru í ýmsum framleiðslugreinum, þar á meðal spítalavörum, byggingavörum, gluggatjöldum, fatnaði, matvör- um, tækjum til efnaiðnaðar, gúmmívörum til iðnaðar, sér- hæfðum olíuvörum, leðurvörum og vörum til sjávarútvegs og fískeld- is. Nánari upplýsingar veitir Gor- don Brown að Hótel Loftleiðum meðan á heimsókninni stendur, svo og verslunardeild Breska sendiráðsins. fjármagnsflæði til landsins. Eftir gengisfellinguna fengust 44 bandarísk sent fyrir nýsjálenska dollarann en nú 66 sent. Gagnrýnendur stjómarinnar segja, að hún vilji hafa gengið hátt til að auðvelda endurgreiðslur er- lendra lána en Douglas og Seðla- bankinn vísa því á bug. Peter Nich- oll, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að svo lengi sem bankinn miði stefn- una í peningamálum við baráttuna gegn verðbólgunni muni vextimir verða háir. Fjármagnsflæðið til landsins og hátt gengi séu ekki markmiðið, heldur aukaverkanir þessarar stefnu. Segir hann, að baráttan við verðbólguna hafí verið svo brýn, að háir vextir hafí verið óhjákvæmilegir. Bætti því svo við, að nú þegar verðbólgan væri að koðna niður, væri rétt að huga að stefnubreytingu. Stefnubreyting að þessu leyti myndi minnka fjármagnsflæðið til landsins en það hefur aftur hjálpað til við að laga greiðslujöfnuðinn. Á síðustu mánuðum hefur hallinn á honum verið um tveir milljarðar nýsjálenskra dollara á ári. Stefnu- breytingin kæmi sér hins vegar að öðru leyti vel fyrir efnahagslífið, sem bíður þess að fá byr undir vængina. Hverjir eru vaxtarbroddamir? SKJÓTUR efiiahagsbati í Nýja Sjálandi er undir því kominn, að kerfisbreytingar síðustu fjögurra ára fari að skila sér í fleiri störfiun, aukinni Qárfest- ingu og meiri gjaldeyristekjum. Það liggur hins vegar ekki í augum uppi hvar efiiilegustu vaxtarbroddana er að finna. Roger Douglas fjármálaráð- herra og margir aðrir telja ferða- mannaiðnaðinn einna álitlegastan í bráðina og hafa þá sérstaklega japanska ferðamenn í huga. Þá segir hann, að garð- og græn- metisrækt og kjötframleiðsla lofi góðu ásamt ýmiss konar fjármála- þjónustu. Miklar vonir eru einnig bundnar við tijávöruiðnaðinn um og eftir miðjan næsta áratug. Douglas segir þó, að þessar vangaveltur haldi ekki fyrir sér vöku „því það er ekki hlutverk ríkisins að benda á hvar störfín verði að finna". John Fernyhough, forstjóri Li- on Corp., segir, að ferðamennskan geti orðið „hraðfrystiiðnaður" komandi ára. Dregur hann samlíkinguna af því, að fyrir einni öld voru Nýsjálendingar í vand- ræðum með að fínna vöru, sem unnt væri að senda á breskan markað, en þá komu frystiskipin til sögunnar og gerðu þeim kleift að flytja út ferskt kjöt. Einn vaxtarbroddurinn, sem oft vill gleymast, er sá, að nú eru engar hömlur á sameiningu og yfírtöku fyrirtækja. Fyrir áratug voru stjórnir flestra stærstu fyrir- tækjanna í höndunum á gömlum og samsvömum kunningjahópi en nú hafa ungir og vel menntaðir menn tekið við taumunum. „Vegna þess getum við horft björtum augum til framtíðarinn- ar,“ segir Femyhough. VEISLU- OG RAÐSTEFNUSALUR í ÞórshöH, Brautarhoiti 20. v. Símar: 29099 og 23335. Einn glæsilegasti veislu- og ráðstefnusalur borgarinnar Til útk’if’u á hvaóa tima sólarhrihgs sem er! Allar veititighr allt eftir óskum hvers OM eins. , ? Hafió samband vió veitingastjóra Fullkomin adxtuda of; adtaðamfí um- j hrerfifyrír hvers konar reislur, ráóstefit- ur og fitmli. Gltesilej’ utanálifofiandi glerlyfta flytur gesti upp i :Xoróurljósin. eitmgastjori Kristjún Daníelsson sem gefur atlar nánari upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.