Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Nýtt hræðslubandalag hefur verið myndað Aðdragandinn sá sami og ný ríkisstjórn á teikniborðinu eins og 1956 eftir Halldór Blöndal Fyrir viku rakti ég hér f Morgun- blaðinu skrif Pressunnar, málgagns Alþýðuflokksins, frá 9. september þar sem talað er um „baktjaldamakk Framsóknar og Alþýðuflokks", sem rekja megi til fyrrihluta ágústmán- aðar. Ómar Friðriksson blaðamaður ítrekar í Morgunblaðinu sl. fimmtu- dag að hann hefði „traustar heimild- ir“ fyrir því sem hann ritaði í Press- una um það sem hann kallar enn „baktjaldamakkið á stjómarheimil- inu“. Þessi endurteknu ummæli blaðamannsins um „baktjaldamakk" skýrast af atburðum síðustu daga. Niðurfærsluleiðin Það er álitamál hvar fyrst eigi að bera niður þegar atburðarásin er rifjuð upp, sú sem að síðustu leiddi til þess að Steingrímur Hermanns- son og Jón Baldvin Hannibalsson gengu á fund forsætisráðherra til þess að slíta stjómarsamstarfinu. Það liggur þó ljóst fyrir, að alvarleg- ir brestir vom komnir í stjómarsam- starfið sl. vor. Þá vom Framsókn og Alþýðuflokkur sitt hvomm megin við Sjálfstæðisflokkinn eins og jafn- an í þessu stjómarsamstarfi, lögðu fram sýndartillögur og Steingrímur og Jón bám sig illa í fjölmiðlum. Forsætisráðherra varð að hætta við opinbera heimsókn til Bandaríkjanna en að síðustu náðist samkomulag um bráðabirgðalaUsn, sem þó var ófullnægjandi fyrir sjávarútveginn. Síðan hafa þeir Alþýðuflokksmenn ekki verið til viðtals um annað en áframhaldandi hallarekstur sjávar- útvegsins en sjávarútvegsráðherra hefur skýlt sér á bak við Steingrím Hermannsson og engar tillögur gert til Iausnar á vanda sjávarútvegsins. Forsætisráðherra skipaði efna- hagsnefnd í byijun ágúst sem lagði til, að kaupgjald í landinu yrði lækk- að um 9% frá 1. september. Það þýddi m.ö.o. að allar kauphækkanir á árinu yrði teknar til baka og samn- ingamir frá því í marz ógiltir. Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur vildu halda sig við þessar tillögur, sem fólu í sér meira misrétti en nokkur ein aðgerð hefur gert í sögu Iýðveldisins. Fyrir lá að verkalýðs- hreyfingin myndi ekki sætta sig við niðurfærsluleiðina. Enn fremur hafði komið fram í ríkisstjóminni, að AI- þýðuflokkur var ekki til viðtals um breytt skiptakjör sjómanna en Hall- dór Ásgrímsson hélt sig við 5% lækk- un fiskverðs. Þetta þýddi að sumir sjómenn, t.d. þeir sem sigldu eða settu í gáma, fengju enga kauplækk- un, aðrir sem legðu upp hjá frysti- húsunum 5% kauplækkun en verka- fólk við fiskvinnsluna 9% kauplækk- un. Auðvitað gat þetta dæmi ekki gengið upp. Fiystihúsin hefðu stöðv- ast á fyrsta degi og komið til alls- heijarátaka á vinnumarkaði. Það er af þessum ástæðum sem þeir Steingrímur og Jón Baldvin hafa nú afskrifað niðurfærsluleiðina, enda þjónar engum tilgangi lengur að þykjast vera með henni eftir að þeir slitu stjómarsamstarfinu. Það er lýs- andi fyrir þá félaga, að þeir skyldu nota fyrsta tækifærið í flölmiðlum til að afskirfa niðurfærsluleiðina. Sviðssetning í fjölmiðlum Eins og Steingrímur Hermanns- son viðurkenndi í sjónvarpi sl. laug- ardag kom niðurfærslan ekki til greina eftir að viðbrögð stjómar Alþýðusambandsins lágu fyrir. Samt sem áður lagði hann niðurfærsluna til í ríkisstjóminni 8. september og lét sem hún væri tillaga Framsókn- arflokksins, sem Framsóknarflokk- urinn vildi halda sig við. Á sama fundi lagði Alþýðuflokk- urinn fram fullfrágenginn texta að bráðabirgðalögum, sem umsvifa- laust var birtur í fjölmiðlum enda saminn fyrir þá en ekki ríkisstjóm- ina. Loks lagði forsætisráðherra fram tillögur að efnahagsaðgerðum, sem voru hugsaðar sem umræðugrund- völlur eins og' tíðkast í þeim ríkis- stjómum þar sem heilindi eru. Það var spaugilegt um kvöldið að hlusta á Jón Baldvin í sjónvarpinu, þegar hann tók sérstaklega fram að for- sætisráðherra hefði ekki lagt fram tillögur heldur hugmyndir og kvart- aði undan því, að hugmyndir forsæt- isráðherra skyldu ekki útfærðar í einstökum atriðum. Það átti eftir að þjóta öðmvísi í þeim skjá nokkmm dögum síðar. Hinn 12. september lagði forsæt- isráðherra fram útfærðar tillögur í ríkisstjóminni, sem höfðu það að markmiði að leggja gmnn að stöðug- leika í efnhagslífinu og styrkja af- komu atvinnuveganna, draga úr verðbólgu og lækka vexti. Af því tilefni hafði Dagur, málgagn Fram- sóknarflokksins, eftirfarandi eftir Steingrími Hermannssyni innan gæsalappa: „Því miður er þetta ekk- ert nema millifærsla sem ég hélt að menn hefðu afskrifað í kringum 1960. Það er ekki samstaða um nið- urfærsluna en ég er sannfærður um, eftir að hafa lesið tillögumar, að niðurfærsla er eina færa leiðin eða a.m.k. sú leið sem vert er að reyna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú hafn- að þeirri leið og mér finnst það satt að segja svo sorglegt að horfa á þessar tillögur að ég á varla orð. „Þessi ummæli fengu vængi og flugu á öldum ljósvakans um allt land. Hinn 13. september lögðu kratar fram breytingartillögur við tillögur forsætisráðherra og Framsókn degi síðar með tilheyrandi útleggingum í íjölmiðlum. Eins og endranær voru tillögumar á báðar síður við Sjálf- stæðisflokkinn. Og svo var þess krafist að forsætisráðherra sam- ræmdi sjónarmiðin. Sama uppsetn- ingin og í maí og í ótal, ótal skipti önnur. Og nú dregur senn að loka- kaflanum. Sáttatillaga forsætisráðherra Sú mynd sem Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin drógu upp af tillögum forsætisráðherra var ófögur: Hærri vextir og meiri verð- bólga, verri staða atvinnuvega og heimila, en þeir vildu allt hið gagn- stæða. Við þessi skilyrði lagði for- sætisráðherra fram sáttatillögu sína og verður nú gerð grein fyrir helstu atriðum hennar og þeirri hugsun sem Iá til grundvallar. Framsóknarmenn lögðu áherslu á bætta stöðu sjávarútvegs og ullar- iðnaðar, sem átti að Ieysa með milli- færslum. Við sjálfstæðismenn gát- um ekki fallist á þá miklu fjármagns- flutninga, sem slíkri leið fylgdi, enda gagnaðist hún ekki nema hluta at- vinnulífsins. Þess vegna lagði for- sætisráðherra til almenna leið, sem gagnaðist atvinnulífínu í heild og styrkti stöðu iðnaðarins gagnvart innflutningnum. Hún var fólgin í því að lækka gengið um 6% um leið og lögð var áhersla á lækkun vaxta með skírskotun til samþykktar ríkis- stjómarinnar frá því í ágúst um inn- grip Seðlabanka ef nauðsyn krefði. Jaftiframt var gert ráð fyrir greiðsl- um úr verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins vegna frystingarinnar og rækju- framleiðenda. Kratar höfðu lagt höfuðáherslu á, að aðgerðimar hefðu ekki verð- bólguáhrif í för með sér og ítrekað lagt til hækkun tekjuskatts. Til að koma til móts við þessi sjónarmið lagði forsætisráðherra til að lækka matarskattinn en hækka tekjuskatt til þess að eyða verðlagsáhrifunum og bæta ríkissjóði telqumissinn. Það vom mjög eðlilegar tillögur í þessari stöðu sem höfðu það ekki síst til síns ágætis að rétta hlut þeirra sem munnana hafa flesta til að fæða en færa byrðamar yfir á þá, sem meiri hafa tekjumar. Persónugervingar matarskattsins Nú er nauðsynlegt að riíja upp að bæði Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin fundu mjög að því eftir fund ríkisstjómarinnar 8. sept- ember sl. að tillögur forsætisráð- herra skyldu ekki vera útfærðar í einstökum atriðum. Sjálfsagt var að mæta þessari gagnrýni með því að lokatillögur forsætisráðherra yrðu útfærðar í einstökum atriðum en jafnframt lögð áhersla á, að þær væm ekki úrslitakostir heldur til umræðu og efnislegrar meðferðar. Vegna þeirra breytinga, sem vörð- uðu skattheimtuna sérstaklega, kynnti forsætisráðherra íjármála- ráðherra tillögumar fyrst. Það er auðvitað algjörlega út í hött og hreinn útúrsnúningur að í því felist ódrengskapur að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi skoðun á skattamálum. Hin harkalegu viðbrögð fjármála- ráðherra og utanríkissráðherra em óskiljanleg nema forsagan sé höfð í huga en skýrir raunar margt, sem enn liggur í láginni eða er smám saman að koma upp á yfirborðið. Verstur var þó frasinn um hnífsstunguna. Ef tillögur sjálfstæð- ismanna vom hnífsstunga í bak fjár- málaráðherra er saklaust að spyija, hvemig bak landbúnaðarráðherrans lítur út eftir það sem á undan er gengið í viðskiptum íjármálaráðu- neytis og landbúnaðarráðuneytis. SERSTAKT SEPTEMBERTILBOÐ: Allir eigendur spariskírteina sem koma með þau til innlausnar hjá þjónustumiðstöð VIB í september geta nýtt sér eftirfarandi sértilboð: Velkomin í þjónustumidstöð fyrir eigendur spariskírteina í Reykjavík. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúli 7, 108 Reykjavík, Sími 68 15 30 1. 2. Sérstakur verðbréfareikn- Átta síðna mánaðarfréttir ingur opnaður þér að kostnaðarlausu. Þjónusta án endurgjalds á þessu ári. með upplýsingum nm verðbréf, spariskírteini, hlutabréf, lífeyrismál og efnahagsmál. 3. Sérstakur ráðgjafi sem veitir þér persónulega þjónustu. Halldór Blöndal „Verstur var þó frasinn um hnífsstunguna. Ef tillögur sjálfstæðis- manna voru hnífsstunga í bak Qár- málaráðherra er sak- laust að spyrja, hvernig bak landbúnaðarráð- herrans lítur út eftir það sem á undan er gengið í viðskiptum Qármálaráðuneytis og landbúnaðarráðuneyt- is.“ Og hvað eigum við þá að kalla til- lögu Framsóknar um 500 millj. kr. skatt á Reykvíkinga eða síendur- teknar kröfur krata um skattahækk- un hér eða skattahækkun þar í stað þess að draga úr ríkisgjöldunum? Það hvarflar ekki að nokkmm manni, að slíkar tillögur séu að- gengilegar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur Hermannsson er bú- inn að taka upp gömlu plötuna, sem hann spilaði yfir Svavari Gestssyni eftir að ríkisstjóm dr. Gunnars Thor- oddsens hafði látið af störfum. Allt sem þeirri stjóm mistókst var Sva- vari að kenna, annað Steingrími að þakka. Steingrímur er búinn að vera í ríkisstjóm síðan 1978. Allan þenn- an tíma hefur hann átt ráð undir rifi hveiju til að koma böndum á verðbólguna og jafnan hefur verð- bólgan verið jafnlaus í böndunum og áður. í þessum efnum svipar Steingrími til Sölva Helgasonar, þegar hann reiknaði bamið í vinnu- konuna og reiknaði það svo úr henni aftur. Nýtt hræðslubandalag’ Ég hef áður rakið í Morgunblað- inu skrif málgagns Alþýðuflokksins um það, sem hefur verið að gerast á bak við tjöldin síðustu vikumar. Sl. föstudag var heilsíðuviðtal við Steingrím Hermannsson í helgar- málgagni Alþýðuflokksins og opnu- viðtal í helgarmálgagni Alþýðu- bandalagsins. í báðum þessum við- tölum talar Steingrímur um minni- hlutastjóm og hefur síðan staðfest í sjónvarpi að viðtöl við stjómarand- stöðuna hafi átt sér stað. Það er því deginum ljósara, að engu hefði skipt hvaða tillögur forsætisráðherra hefði lagt fram á ríkisstjómarfundinum sl. laugardag, enda var óþolið svo mikið hjá þeim kumpánunum Steingrími Hermannssyni og Jóni Baldvin að þeir slitu stjómarsam- starfinu áður en forsætisráðherra hafði lagt tillögumar formlega fyrir í ríkisstjóminni. Allt minnir þetta á atburðarásina og stjómarslitin 1956, — gamla hræðslubandalagið þá er fyrirmynd nýja hræðslubandalagsins nú. Þá eins og nú var formaður Sjálf- stæðisflokksins forsætisráðherra. Þá vom ráðherrar Framsóknar í bak- tjaldamakki með krötum fram á síðustu stund, en létu á engu bera í ríkisstjóminni. Þá eins og nú var ný ríkisstjóm á teikniborðinu og FYamsókn og kratar litu á sig sem einn þingflokk undir forsæti Fram- sóknar. Þeir sem fylgst hafa með sjónvarpsfréttum og blaðaskrifum síðustu daga sjá, að líkingin er full- komin. Höfundur er varaformaður þing- flokks Sjálfstæðisflokks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.