Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 61 TAHIRIH gleymdur píslarvottur baráttunnar fyrir réttindum kvenna Hefðbundinn klæðanður kvenna í Iran um miðja síðustu öld. eftirBöðvar Jónsson Að lokinni velheppnaðri og fjöl- mennri jafnréttisráðstefnu í Osló er ekki óeðlilegt að hugurinn reiki jrfir sögusvið jafnréttisbaráttunnar. Ég er ekki vel að mér í þeirri sögu en við blasir þó áhrifamikill þáttur kvenna á Vesturlöndum í að ryðja braut nýjum viðhorfum í samskipt- um kynjanna og hafa þar oft mikl- ar fómir verið færðar. Þeir atburðir sem mig langar að minna á snerta sögu trúar minnar og áttu sér stað í Iran upp úr 1840. Við vitum að í íran nútímans eru réttindi kvenna ekki hátt skrifuð og við skulum reyna að gera okkur í hugarlund hveijar aðstæðumar vom fyrir 140 ámm. Konan var eign eiginmannsins og mátti oft búa við verri kjör en búsmalinn. Á það var litið sem örgustu ókurteisi af hálfu konu ef hún leyfði sér að eiga samræður við karlmenn. Þær máttu auk þess ekki sýna sig á almanna- færi öðmvísi en huldar þykkum klæðum frá hvirfli til ilja. Kona sem ætlaði sér að rísa upp og bjóða þessum hefðum byrginn þurfti að vera gædd ofurmannlegu hugrekki og þreki. Á þessum tíma var trúarleg vakning í íran, sem tengdist fyrir- heitum í spádómum islam um komu guðlegs boðbera og árið 1844 kom fram ungur maður, Báb (nafnið merkir hlið), sem lýsti því yfir að hann væri fyrirrennari boðberans fyrirheitna. Einn af fyrstu fylgjend- um hans var kona að nafni Tahirih. Hún var snortin af þeirri trúarlegu vakningu sem fór um landið og vegna vitmnar í draumi sannfærð- ist hún um sannleiksgildi yfirlýsing- ar hans. Bábinn boðaði breytta og nýja tíma og ein af kenningum hans varðaði jafnræði kynjanna. Segja má að Tahirih hafi risið upp sem merkisberi þessarar kenningar sem var svo fáheyrð og fífldjörf við þær aðstæður sem ríktu í landinu að jaðraði við bijálæði. Tahirih var sannkailað undra- bam síns tíma. Hún var af ætt háttsettra trúarleiðtoga og var fað- ir hennar þekktastur í þeim hópi. Strax á bamsaldri vom hæfileikar þessarar stúlku slíkir að þeir urðu ekki duldir hvað sem kynferði við- kom og haft er eftir föður hennar: „Ég vildi að hún hefði verið dreng- ur því þá hefði hún gert hús mitt dýrðlegt og orðið arftaki rninn." Þegar Tahirih óx úr grasi varð hún víðkunn sem ljóðskáld auk þess sem sögur fóm af gáfum hennar og fegurð en eftir bróður hennar er haft: „Enginn okkar, hvorki bræður hennar né frændur, vogaði sér að taka þátt í umræðu væri hún viðstödd, slík ógn stóð okkur af lærdómi hennar og þekkingu. Ef við áræddum að bera fram tilgátur varðandi umdeild atriði hinna trúar- legu kenninga leiðrétti hún okkur með svo skýmm, greinilegum og sannfærandi rökum að við gáfumst upp orðvana." Þessi unga kona hafði til að bera þann ofurmannlegan kjark og það óbilandi þrek sem þurfti til að boða viðhorf nýrra tíma og hún gerði það með slíkum eldmóði að fólk flykkt- ist að til að hlýða á hana. En afleið- ingamar urðu þær að fjölskyldan útskúfaði henni, og eiginmaðurinn rak hana frá sér og bannaði henni að hitta bam sitt og trúarleiðtog- amir snemst sameinaðir gegn henni, en ekkert af þessu dugði til að draga úr henni kjarkinn heldur tók hún nú að ferðast um og kynna þann málstað sem hún barðist fyrir. Tahirih flutti boðskap hinnar nýju trúar m.a. í borginni Karbila, sem var miðstöð trúarlífs í íran. Klerkamir bmgðust við þessari fá- heyrðu ósvífni með því að láta hand- taka hana og fangelsa um nokkurra mánaða skeið en vísa henni síðan úr borginni. Þaðan hélt hún til Bagdad og hófst þegar handa við að tala máli sínu. Þar endurtók sama sagan sig. Tahirih kom á fundi og sat á bak við hengi og flutti þaðan mál sitt því ekki þótti tilhlýðilegt að hún væri sýnileg áheyrendum eða þeim hópi karl- manna sem átti við hana rökræður. Hún ræddi þannig við presta og ffæðimenn sem fóm mjög halloka fyrir rökvísi hennar og ræðusnilld. Þetta leiddi til þess að mikilhæfustu trúarleiðtogar hinna tveggja greina islam ásamt leiðtogum gyðinga og kristinna manna tóku höndum sam- an um að þagga niður í Tahirih. Trúarleiðtogamir komust að þeirri niðurstöðu að Tahirih væri hæfi- leikarík kona sem hefði látið nýj- ungagimi hlaupa með sig f gönur. Þeir vom þess fullvissir að um leið og hún stæði andspænis hópi hátt- virtra trúarleiðtoga yrði hún auð- sveip og mundi samþykkja fúslega að skipa hinn lítilmótlega kvenlega sess. Hinir lærðu menn vom því algerlega óviðbúnir algjöm skeyt- ingarleysi hennar gagnvart samein- uðum vísdómi þeirra. Hún var ekki auðmjúk og leiðitöm frammi fyrir þeim heldur logandi af eldmóði og segja má að í eldi orða hennar hafí léttvæg rök þeirra fuðrað upp. Eft- ir þennan fund litu þeir á hana sem stórhættulegan og öflugan and- stæðing. Tahirih var eins konar tákn nýs ffelsis. Á fundi sem fylgjendur Bábsins efndu til í borginni Badasht „Þessi ung-a kona hafði til að bera þann ofur- mannlegan kjark og það óbilandi þrek sem þurfti til að boða við- horf nýrra tíma og hún gerði það með slíkum eldmóði að fólk flykkt- ist að til að hlýða á hana.“ átti sá fáheyrði atburður sér stað að Tahirih birtist blæjulaus. Hún hafði fleygt frá sér þessu tákni urh óæðri stöðu konunnar í þjóðfélag- inu. Áhrifin vom rafmögnuð. Jafti- vel trúbfæðram hennar blöskraði og stóðu steinmnnir gagnvart þess- ari fáheyrðu sjón. En Tahirih var gædd framsýni. Trúarsannfæring hennar sagði henni að kenningar Bábsins hefðu sópað burt hefð- bundnum takmörkunum og hún hrópaði: „Ég er lúðurþyturinn, ég er hermerkið." Síðan flutti hún samkomunni eldheita ræðu sindr- andi af mælsku. En nú fór róðurinn að þyngjast. Tahirih hafði hleypt af stað slíkum óróa að yfirvöld sóttu hana til saka. Nefnd fræðimanna lagði til að hún yrði tekin af lífi og var svo gert og eftirfarandi lýsingu á aftöku hennar er að finna í bókinni „Og sólin rís“. Þeir fóm með Tahirih inn í garð utan við borgarhlið Teheran. Aziz Khan af Sardar og liðsfor- ingjar hans sátu að drykkju þeg- ar þau komu á vettvang. Þeir tóku ekkert eftir, að Tahirih nálgaðist vegna vímu og hlátra- skalla. Tahirih steig af baki og sneri sér að syni borgarstjórans sem fylgt hafði henni sem vinur. Hún bað hann að vera milli- göngumann. „Þeir munu velja þann kost að kyrkja mig,“ sagði hún. „Fyrir löngu lagði ég til hliðar þennan silkiklút sem ég vonaðist til, að notaður yrði í þeim tilgangi. Nú afhendi ég þér hann. Ég hef litla löngun til að ávarpa böðla mína meðan gleðskapur þeirra stendur sem hæst.“ Sonur borgarstjórans gekk til Aziz Khans, sem bandaði honum frá. „Tmflaðu okkur ekki meðan við emm að skemmta okkur.“ Svo skellihló hann og sneri sér að kunningjum sínum. „Kyrkið þennan kvenmannsræfil," sagði hann háðslega við undirmenn sína, „og kastið líkinu í gryfju." Þannig urðu endalok Tahirih. Hún var í hópi mestu lærisveina Bábsins. Auk þess var hún fyrsti píslarvottur kvenréttindabarátt- unnar. Þegar dauðastund hennar nálgaðist sneri hún sér að þeim sem gættu hennar og mælti djarflega: „Þið getið tekið mig af lífi þegar ykkur þóknast, en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis." Ferill hennar var stuttur en glæsilegur, viðburðaríkur og harmsögulegur. Frægð Tahirih jókst og magnaðist engu síður en orðstír Bábsins sem var upp- spretta innblásturs hennar. Ljóst er að áhrifanna af baráttu Tahirih gætti allt til Vesturlanda því margir vestrænir fræðimenn fylgdust með því sem var að gerast í Iran á þessum ámm og bára vitni um hugrekki hennar og áræðni sem síðan varð kynsystram hennar á Vesturlöndum hvatning til sóknar. Curzon lávarður staðhæfir afdrátt- arlaust í bók sinni um Persíu: „Eng- inn skyldi lítilsvirða gmndvöll trú- arbragða sem vakið geta hjá fylgj- endum sínum svo sjaldgæfan og fagran sjálfsfómaranda." Hann segir einnig: „Hetjuskapur hinnar yndisfögm en giftusnauðu skáld- konu en einn af átakanlegustu köfl- um í sögu síðari tíma.“ Prófessor E.G. Browne sagði, að þótt trúarbrögð Bábins gætu ekki fært neinar aðrar sönnur á mikil- leik sinn en að hafa innblásið slíka konu þá væri það fullnægjandi. „Það er sjaldgæft fyrirbæri, að önnur eins kona komi fram í nokkm landi og á nokkurri öld en í landi eins og Persíu er það hreint undur — já, næstum kraftaverk." Marianna Hainisch, móðir eins af forsetum Austurríkis, sagði: „Fullkomnasta fyrirmynd kvenþjóð- arinnar var Tahirih." Leikkonan Sarah Bemhardt bað leikskáldið Catulle Mendes að færa ævisögu Tahirih í leikrænan bún- ing, og höfundurinn kallaði hana „hina persnesku Jeanne d’Arc". Ein af athugasemdum sagnfræð- inganna sem fylgdust með lífi henn- ar, hljóðar svo. „Þegar litið er yfir stuttan feril Tahirih vekur tvennt mesta athygli, eldmóður hennar og hversu gersneydd hún var allri ver- aldarhyggju. Heimurinn var henni ekki meira virði en handfylli dufts." Tahirih var tekin af lífi í ágúst- mánuði 1852. Heimildir: Og sólin rís: William Se- ars. Tahirih, the pure: Martha Root. Höfundur er baháítrúar. Stöllurnar Fríða Sigurðardóttir og Svanheiður Lóa Rafnsdóttir efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Rauða kross íslands og söfnuðu þær 1000 kr. Félagarnir Bryiýar Hauksson og Friðjón Björgvin Gunnarsson héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Gigtarfélag íslands og söfiiuðu rúmlega 1500 krónum. Gunrvar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 • Simi 69 16 00 E9 QB SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og holræsa-dælur. HUSQVARNA OPTIIVIA150 Sendum í póstkr. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. SQmiuteiogjiyiir Vesturgötu 16, sími 13280 SKÓLAFÓLK VASATÖLVUR í úrvali frá: CASIO SHARP IBICO Texas instruments Trump-adler Daniel Hechter Pira comp Það þarf ekki að sauma margar buxur eða blússur til að Optima 150 borgi sig. HUSQVARIMA hægrihönd heimilisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.