Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRffiJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 KNATTSPYRNA / 1.DEILD Valur tryggði sér 2. sætið Guðmundur Jóhannsson skrifar KA annað liðið sem hirðir stig á Skaganum SKAGAMENN tryggðu sór þriðja sæti deildarinnar og Evrópusæti með jafnteflinu gegn KA. Það var greinilegt í byrjun að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt og leika sóknar- knattspyrnu, og þegar aðeins 24 min. voru liðnar af leíknum höfðu fjögur mörk litið dags- ins Ijós. KA-menn léku undan strekk- ingsvindi í fyrri hálfleik og skoruðu fyrsta markið strax á 10. mín. Þorvaldur Örlygsson fékk sendingu fram Sigþór völlinn, geystist í Eiriksson átt að marki með skrifarfrá tvo vamarmenn ranesi nánast á bakinu, en er hann kom að vítateigs- IA-KA 2 : 2 Akranesvöllur, íslandmsótið 1. deild, laugardaginn 17. september 1988. Mörk ÍA: Aðalsteinn Viglundsson (15., 19.) Mðrk KA: Þorvaldur örlygsson (10.), Anthony Karl Gregory (24.) Gult spjald: Erlingur Kristjánsson KA (70.), Aðalstcinn Vlglundsson ÍA (73.), Ólafur Þórðarson ÍA (83.) Rautt spjald: Ekkert. Áhorfendur: 400. Dómari: Guðmundur Stefán Marius- son, 5. Línuverðir: Geir Þorsteinsson og Gunnar Ingason. Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Mark Duffield, Heimir Guðmundsson, Sig- urður B. Jónsson, Guðbjöm Tryggva- son, Alexander Högnason, Karl Þðrðarson, Aðalsteinn Vlglundsson, Sigursteinn Glslason, Ólafur Þórðar- son, Haraldur Ingólfsson. Lið KA: Ægir Dagsson, Steingrlmur Birgisson, Erlingur Kristjánsson, Stefán Ólafsson, Om Viðar Amarson (Halldór Kristinsson vm. á 79. mln.), Friðfinnur Hermannsson (Ámi Þór Freysteinsson vm. á 73. mln.), Gauti Laxdal, Bjami Jónsson, Þorvaldur Örlygsson, Anthony Karl Gregory, Valgeir Barðason. hominu lét hann þramuskot ríða af og knötturinn hafnaði efst í markhominu. Glæsilegt mark og gott einstaklingsframtak hjá Þor- valdi. Eftir þetta snéru Skagamenn vöm í sókn og skomðu tvívegis á fjögurra mín. kafla. Aðalsteinn Víglundsson var þar að verki í bæði skiptin — fyrst eftir fallegt samspil þar sem Haraldur átti sendingu á Aðalsteinn sem var dauðafrír á markteig og síðan eftir að Sigursteinn hafði brotist af harðfylgi upp að endamörkum og gefíð fyrir. Reynsluleysi hins unga markvarðar KA, Ægis Dagssonar, kom honum þá í koll — hann átti misheppnað úthlaup, missti knöttinn yfír sig, og Aðal- steinn skallaði inn við fjærstöng- ina. Anthony Karl Gregory jafnaði svo fljótlega af stuttu færi. Heimamenn sóttu mun meira í síðari hálfleik en hinn 16 ára gamli Ægir Dagsson stóð sig með stakri prýði í marki KA og varði þrívegis mjög vel — þrumuskot frá Ólafi, Karli og Alexander. Að auki voru Skagamenn klaufar að skora ekki að minnsta kosti í tvígang — Guðbjöm skallaði yfír af markteig og Aðalsteinn skall- aði einnig framhjá í dauðafæri. Stigið tryggði Skagamönnum Evrópusæti, en KA menn geta einnig vel við unað — þeir em eina liðið fyrir utan Fram sem náði stigi á Skaganum í sumar. Guðbjöm Tryggvason ÍA, Sigursteinn Gíslason ÍA, Sigurður B. Jónsson ÍA, Ægir Dagsson KA, Þorvald- ur Örlygsson KA og Ant- hony Kari Gregory KA. VALSMENN tryggðu sér annað sætið í íslandsmótinu með því að leggja KR-inga að velli 3:2. Valsmenn voru betri aðilinn í leiknum en þó hefði jafntefli ekki verið ósanngjarnt. Hvassviðri var í aðalhlutverki í leiknum. KR-ingar sóttu stíft undan vindi í fyrri hálfleik en dæm- ið snerist við í þeim síðari. Snemma í leiknum átti KR- ingurinn ungi, Þor- lákur Ámason skot í samskeyti Vals- marksins en skömmu síðar komust KR-ingar yfír. Sæbjöm Guðmundsson skoraði þá beint úr homspymu með boga- bolta í nærstöngina og inn. Fleiri urðu ekki mörkin í fyrri hálfleik þrátt fyrir ágæt færi. Valsarar byijuðu seinni hálfleik- inn af krafti og Siguijón Kristjáns- son jafnaði af stuttu færi strax í upphafí hans. Þetta var þrettánda mark hans í 1. deild í sumar og er hann nú markahæstur. Skömmu síðar komst Atli Eðvaldsson inn í sendingu til markvarðar KR og skoraði, 2:1. Atli var síðan aftur á ferðinni 15 mínútum fyrir leikslok. Þá komst Bjöm Rafnsson í dauða- færi við Valsmarkið en Guðmundur Baldursson varði skot hans og spymti knettinum fram og þar hristi Atli af sér vamarmenn KR og skoraði. Skömmu síðar tókst Bimi Rafns- syni að komast í gott færi en knött- urinn fór í þverslána og þaðan út á Willum Þór Þórsson, sem skoraði af öryggi og minnkaði þar með muninn í 3:2. Á lokamínútunum komst Rúnar Kristinsson í gott færi en skaut yfír og þar með var sigur Vals í höfn. Valur-KR 3 : 2 Valsvöllur, íslandsmótið 1. dejld, sunnudaginn 18. september 1988. Mörk Vals: Siguijón Kristjánsson (48.), Atli Eðvaldsson (60., 76.). Mörk KR: Sæbjöm Guðmundsson (22.), Willum Þór Þórsson (80.). Gult spjald: Ekkert Dómari: Guðmundur Sigurðsson, 6. Línuverðin Ólafur Ragnarsson og Guðmundur Maríusson. Áhorfendur: Um 200. Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Þorgrímur Þráinsson, Siguijón Kristj- ánsson, Magni Blöndal Pétursson, Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, Hilmar Sighvatsson, Valur Valsson, Ingvar Guðmundsson, Guð- mundur Baldursson. Lið KR: Stefán Amarsson, Rúnar Kristinsson, Hilmar Bjömsson (Ólafur Viggósson vm. á 70. mín.), Gylfi D. Aðalsteinsson, Willum Þór Þórsson, Jósteinn Einarsson, Ágúst Már Jónsson (Jóhann Lapas vm. á 52. mín.), Gunn- ar Oddsson, Bjöm Rafnsson, Sæbjöm Guðmundsson, Þorlákur Ámason. ERft ár í 1. deild ÁHUGI Ólafsfirðinga á knatt- spyrnu hefur dvínað verulega síðan í vor ef marka má þá sárafáu áhorfendur sem létu sjá sig á laugardaginn. Leift- ursmenn léku gegn Fram, í sínum síðasta 1. deildarleik á heimavelli, að sinni. Þeirtöp- uðu leiknum 0:3 og eru því fallnir í 2. deild eftir eins árs dvöl. Leiftursmenn fóru geyst af stað og strax á fyrstu mínútu fékk Hörður Benónýsson gott marktæki- færi er hann komst í gegnum vöm Reynir Eiriksson skrifar Fram, en missti af knettinum. Tíu mínútum síðar komst Steinar Ingi- mundarson í gott færi eftir sendingu inn fyrir vöm Fram en brást bogalistin og skaut langt framhjá. Eftir þessi færi Leiftursmanna dofnaði yfír. leiknum og greinilega lítill áhugi hjá liðunum. Framarar skomðu þó sitt fyrsta mark á 22. mínútu. Kristinn Jónsson sendi á Guðmund Steinsson sem skoraði úr þröngu færi í vítateig Leifturs. Leiftursmenn vom friskir í síðari hálfleik og höfðu lengi í fullu tréi við íslandsmeistaranna, án þess þó KNATTSPYRNA / 2. DEILD FH lékk skell SELFYSSINGAR léku deildar- meistara FH-inga grátt á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði á laugardaginn og gjörsigruðu þá 5-1 í slökum leik. Leikur FH-inga var martröð miðað við fyrri leiki liðsins, einkum var varnarieikurinn og markvarsl- an í molum. FH-ingar urðu fyrri til að skora og tóku forystu, 1-0, með glæsilegu marki Kristjáns Hilmars- sonar af 25-30 metra færi á 12. mínútu. En það dugði skammt því Selfyssingar jöfnuðu á 21. mínútu eftir ein af mörgum vamarmistök- um FH-inga. Jón Birgir Kristjáns- son komst einn inn fyrir vöm FH og var eftirleikurinn auðveldur. Á 28. mínútu sofnaði FH-vömin aftur á verðinum og Vilhelm Fred- riksen hljóp vamarmennina af sér og tók forystu fyrir Selfoss, 2-1. Á 40. mínútu björguðu FH-ingar síðan á marklínu, en Selfyssingar komust í 3-1 fyrir leikhlé með marki Þórarins Ingólfssonar úr víta- spymu, sem dæmd var á markvörð FH á 43. mínútu. FH-ingar sköpuðu sér nokkur færi í byijun seinni hálfleiks en allt kom fyrir ekki, m.a. stöðvaði ágætur markvörður Selfyssinga, Anton Hartmannsson nokkur skot úr dauðafæri. Selfyssingar bættu síðan íjórða markinu við á 65. mínútu er Guðmundur Magnússon einlék óáreittur með knöttinn af miðjum eigin vallarhelmingi og upp að markteig FH-inga. Jón Birgir stráði síðan enn frekara salti í sár FH-inga með glæsilegu marki á 88. mínútu. FH - Selfoss 1 - 5 Mark FH: Kristj&n Hilmarsson (12.) Mörk Selfoss: Jón Birgir Kristjánsson (21. og 88.), Vilhelm Fredriksen (28.), Þórarinn Ingólfsson (43.v), Guðmundur Magnússon (65.) Maður leiksins: Jón Birgir Kristjáns- son, Selfossi. að skora. Á 62. mínútu juku Fram- arar forystu sína. Pétur Ormslev fékk sendingu frá Pétri Amþórssyni og skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Fimmtán mínútum fyrir leiks- lok endaði falleg sókn Framara með því að dæmd var vítaspyma er Ámi Stefánsson braut á Kristni Jónssyni sem var einn í vítateign- um. Ur vítaspymunni skoraði Am- ljótur Davíðsson. Á síðustu mínútum leiksins fengu bæði lið góð færi, skot Halldórs Jóhannsson fór í þverslána og Am- ljótur Davíðsson brenndi af í dauða- færi. Urslitin voru sanngjöm, enda Framarar sterkari aðilinn í þessum leik með Amljót Davíðsson sem besta mann. Leiftur-Fram O : 3 ÓlafsQarðarvöllur, íslandsmótið { knattspymu, 1. deild, laugardaginn 17. september 1988. Mörk Fram: Guðmundur Steinsson (22.), Pétur Ormslev (61.) og Am(jótur Davíðsson (76.). Gul spjöld: Viðar Þorkelsson Fram (66.). Dómari: Haukur Torfason 7. Línuverðir: Steingrímur Bjömsson og Magnús Jónatansson. Áhorfendur: 85. Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson, Ámi Stefánsson, Sigurbjöm Jakobsson, Gústaf Ómarsson, Halldór Guðmunds- son, Steinar Ingimundarson, Lúðvík Bergvinsson, Hafsteinn Jakobsson, FYiðgeir Sigurðsson, Þorsteinn Geirs- son og Halldór Jóhannsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson (Kristján Jónsson 75.), Pétur Amþórsson, Guðmundur Steinsson (Ómar Torfason 61.), Steinn Guðjónsson, Amljótur Davíðsson og Ormarr Örlygsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.