Morgunblaðið - 20.09.1988, Side 9

Morgunblaðið - 20.09.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 9 í> B.B.BYGGINGAVÖRUR HE Suðurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti. Slmi 671440 ¥ 'AXTARBREF UTVEGSBANKANS Vaxtarsjóöurinn er VERÐBRÉFASJÓÐUR sem stjórnað er af sérfræöingum Verðbréfamarkaðar Útvegsbankans. Vaxtarbréfin hafa gefið um 12% ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐBÓLGU að undanförnu. EKKERTINNLAUSNARGJALD annan og þriðja afgreiðsludag hvers mánaðar. VERÐBRÉFAA/IARKAÐUR ÚTVEGSBANKANS SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30 Vinstri og hægri - _ . Rætt um hugsanlega sameiningu Arflokka blokk að myndast eftir faU rítósstjómarinnar: Miklar sviptingar Sviptingarnar hafa verið miklar í stjórnmálunum undanfarin dægur. Eins og menn muna var um það deilt fyrir rúmri viku eða svo, hvort sambandið væri orðið svo náið milli framsóknar- manna og alþýðuflokksmanna að þeir væru teknir til við að mynda sameiginlega nýja stjórn á meðan þeir sætu í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að upp úr stjórnarsamstarfinu slitn- aði hefur Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, sagt í sjónvarpi, að hann hafi átt samtöl við ýmsa menn í síma. Á laugardaginn benti allt til þess að þeir Steingrím- ur og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, teldu sig geta myndað stjórn strax næsta dag eða svo. Við þetta er staldrað í Staksteinum í dag. 0 I vasanum Sá grunur læddist að mörgum er fylgdust með þeim Steingrími Her- mannssyni og Jóni Bald- vin Hannibalssyni i sjón- varpinu á laugardags- kvöldið, að þeir teldu sig hafa meirihluta á Alþingi í vasanum um leið og upp úr samstarfinu við Sjálf- stæðisfiokkinn slitnaði. Var engu líkara en þeir teldu sig bæði hafit Al- þýðubandalagið og Borg- araflokkinn á hendinni og þingmenn þessara flokka gætu strax fyllt skarðið eftir sjálfetæðis- menn. Það ýtti undir þessatrú manna, að Ólaf- ur Ragnar Grimsson, formaður Alþýðubanda- lagsins og prófessor i stjóramálafræði, talaði um einhvers konar vatnaskil í stjórnmálun- um; straumar hefðu snú- ist frá hægri til vinstri og framvegis myndu fs- lendingar lúta föðurlegri forsjá hans og annarra felagshyggjuafla út úr grimmdarlegri veröld fijálshyggjunnar. Biðu menn bara eftir því að hann fieri að boða glasn- ost og perestrojku undir leiðsögn Steingríms Her- mannssonar, sem hefur íslendinga best kynnt sér meginþættina f stefiiu Gorbatsjovs er sætir nú aðkasti heima fyrir vegna matarskorts og vaxandi örbirgðar. Trú manna á þvf að Ólafur Ragnar væri að ganga inn i sfjóra með þeim Steingrfmi og Jóni Baldvin óx síðan enn á sunnudag, þegar skýrt var frá því að þeir félag- ar hefðu setið morgun- fund í skrifstofu Steingríms f utanríkis- ráðuneytinu. Við dyr ráðuneytisins var Ólafur Ragnar spurður að þvf, hvort hann yrði utanrík- isráðherra i þeirri stjóm, sem þeir legðu nú á ráð- in um. Svaraði hann drýgindalega að sér lit ist vel á skrifetofuna! Fyrir síðustu kosningar lýsti Ólafur Ragnar þvf yfir, að hann væri tilbúinn til að verða utanríkisráð- herra og nýir tfmar myndu renna upp, þar sem ráðherrann myndi þáklæðast gráum fötum! í Dagblaðinu-Vfsi f gær er svo skýrt frá því, að þeir Ólafur Ragnar og Jón Baldvin hafi snætt saman kvöldverð á heim- ili Jóns á sunnudagskvöld og rætt um að sameina Afþýðuflokk og Alþýðu- bandalag. Rennir það enn stoðum undir það að Alþýðubandalagið sé f þann mund að ganga f nýja stjóm, þvf að varla renna þeir saman í einn flokk kratar og kommar með það fyrir augum að aðeins kratar starfi með framsókn? Fundaðí Valhöll Lengi hefur legið f loftinu að Steingrímur Hermannsson teldi sig hafa betri aðgang að Al- bert Guðmundssyni en forystumenn annarra flokka og hefiir sú skoð- un verið o&rlega í um- ræðum um þróun stjórn- mála frá því að Borgara- flokkurinn varð til, að til samstarfe hans og Fram- sóknarflokksins kynni að koma. Benti altt til þess á fyrstu klukkutfmunum eftir að ráðuneyti Þor- steins Pálssonar baðst lausnar, að Borgara- flokkurinn væri gefin bráð að mati þeirra Steingrims og Jóns Bald- vins. Fyrir þá sök kom það þeim vafalaust báð- um á óvart, þegar Albert Guðmundsson gekk á fiind Þorsteins Pálsson- ar, formanns Sjálfetæðis- flokksins, f ValhöU. Hef- ur Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfetæð- isflokksins, lýst þessum fundi sem sögulegum sáttum, en eins og lesend- um Morgunblaðsins ætti að vera kunnugt hefur hingað til verið talað um slfkar sættir, ef samstarf tækist á milli Alþýðu- bandalags og Sjálfetæðis- flokks. Kom fram, að þeir Þorsteinn og Albert væru til þess búnir að standa saman að myndun minnihlutastjóraar, er hefði 25 þingmenn á bak við sig, en samtals hafa kratar og framsóknar- menn 23 þingmenn. Albert Guðmundsson lét orð falla á þann veg þegar hann skýrði ástæð- una fyrir samtali sinu við Þorstein Pálsson, að hann gæti nú rætt við Sjálfetæðisflokkinn, þar sem formaður hans hefði lagt til lækkun á matar- skatti, en gegn þeim skatti hefði Borgara- flokkurinn alltaf staðið. Úr því að sjálfetæðis- menn hefðu þannig nálg- ast sjónarmið Borgara- flokksins í þessu efiii værí unnt að ræða um önnur mál. Hitt hefur einnig komið fram að borgaraflokksmenn eiga í viðræðum við þá felaga Steingrím og Jón Bald- vin. Ber matarskattínn þar á góma? Eins og menn muna sprakk stjóra Þorsteins Pálsson- ar á þvi á föstudaginn að Þorsteinn vildi lækka matarskattinn. Það ætti þó ekki eftir að gerast, að ný sfjóra verði mynd- uð án Sjálfetæðisflokks- ins af þvi að kratar og framsóknarmenn reyn- ast tílbúnir til að hrófla við matarskattinum?! Metur þú ofar öllu? Ef svo er, eru spariskírteini ríkissjóðs besti fjárfest- ingarkosturinn fyrir þig. Spariskírteini ríkissjóðs eru öruggustu verðbréfin sem eru á markaðnum. Þau gefa auk þess góða ávöxtun, frá 7-8% yf'ir verðbólgu og af þeim þarf ekki að greiða eignar- skatt! Kynntu þér kosti spariskírteina ríkissjóðs hjá starfsfólki VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.