Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 9 í> B.B.BYGGINGAVÖRUR HE Suðurlandsbraut 4, Slmi 33331 og Nethyl 2, Ártúnsholti. Slmi 671440 ¥ 'AXTARBREF UTVEGSBANKANS Vaxtarsjóöurinn er VERÐBRÉFASJÓÐUR sem stjórnað er af sérfræöingum Verðbréfamarkaðar Útvegsbankans. Vaxtarbréfin hafa gefið um 12% ÁVÖXTUN UMFRAM VERÐBÓLGU að undanförnu. EKKERTINNLAUSNARGJALD annan og þriðja afgreiðsludag hvers mánaðar. VERÐBRÉFAA/IARKAÐUR ÚTVEGSBANKANS SÍÐUMÚLA 23, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 80 30 Vinstri og hægri - _ . Rætt um hugsanlega sameiningu Arflokka blokk að myndast eftir faU rítósstjómarinnar: Miklar sviptingar Sviptingarnar hafa verið miklar í stjórnmálunum undanfarin dægur. Eins og menn muna var um það deilt fyrir rúmri viku eða svo, hvort sambandið væri orðið svo náið milli framsóknar- manna og alþýðuflokksmanna að þeir væru teknir til við að mynda sameiginlega nýja stjórn á meðan þeir sætu í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að upp úr stjórnarsamstarfinu slitn- aði hefur Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, sagt í sjónvarpi, að hann hafi átt samtöl við ýmsa menn í síma. Á laugardaginn benti allt til þess að þeir Steingrím- ur og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, teldu sig geta myndað stjórn strax næsta dag eða svo. Við þetta er staldrað í Staksteinum í dag. 0 I vasanum Sá grunur læddist að mörgum er fylgdust með þeim Steingrími Her- mannssyni og Jóni Bald- vin Hannibalssyni i sjón- varpinu á laugardags- kvöldið, að þeir teldu sig hafa meirihluta á Alþingi í vasanum um leið og upp úr samstarfinu við Sjálf- stæðisfiokkinn slitnaði. Var engu líkara en þeir teldu sig bæði hafit Al- þýðubandalagið og Borg- araflokkinn á hendinni og þingmenn þessara flokka gætu strax fyllt skarðið eftir sjálfetæðis- menn. Það ýtti undir þessatrú manna, að Ólaf- ur Ragnar Grimsson, formaður Alþýðubanda- lagsins og prófessor i stjóramálafræði, talaði um einhvers konar vatnaskil í stjórnmálun- um; straumar hefðu snú- ist frá hægri til vinstri og framvegis myndu fs- lendingar lúta föðurlegri forsjá hans og annarra felagshyggjuafla út úr grimmdarlegri veröld fijálshyggjunnar. Biðu menn bara eftir því að hann fieri að boða glasn- ost og perestrojku undir leiðsögn Steingríms Her- mannssonar, sem hefur íslendinga best kynnt sér meginþættina f stefiiu Gorbatsjovs er sætir nú aðkasti heima fyrir vegna matarskorts og vaxandi örbirgðar. Trú manna á þvf að Ólafur Ragnar væri að ganga inn i sfjóra með þeim Steingrfmi og Jóni Baldvin óx síðan enn á sunnudag, þegar skýrt var frá því að þeir félag- ar hefðu setið morgun- fund í skrifstofu Steingríms f utanríkis- ráðuneytinu. Við dyr ráðuneytisins var Ólafur Ragnar spurður að þvf, hvort hann yrði utanrík- isráðherra i þeirri stjóm, sem þeir legðu nú á ráð- in um. Svaraði hann drýgindalega að sér lit ist vel á skrifetofuna! Fyrir síðustu kosningar lýsti Ólafur Ragnar þvf yfir, að hann væri tilbúinn til að verða utanríkisráð- herra og nýir tfmar myndu renna upp, þar sem ráðherrann myndi þáklæðast gráum fötum! í Dagblaðinu-Vfsi f gær er svo skýrt frá því, að þeir Ólafur Ragnar og Jón Baldvin hafi snætt saman kvöldverð á heim- ili Jóns á sunnudagskvöld og rætt um að sameina Afþýðuflokk og Alþýðu- bandalag. Rennir það enn stoðum undir það að Alþýðubandalagið sé f þann mund að ganga f nýja stjóm, þvf að varla renna þeir saman í einn flokk kratar og kommar með það fyrir augum að aðeins kratar starfi með framsókn? Fundaðí Valhöll Lengi hefur legið f loftinu að Steingrímur Hermannsson teldi sig hafa betri aðgang að Al- bert Guðmundssyni en forystumenn annarra flokka og hefiir sú skoð- un verið o&rlega í um- ræðum um þróun stjórn- mála frá því að Borgara- flokkurinn varð til, að til samstarfe hans og Fram- sóknarflokksins kynni að koma. Benti altt til þess á fyrstu klukkutfmunum eftir að ráðuneyti Þor- steins Pálssonar baðst lausnar, að Borgara- flokkurinn væri gefin bráð að mati þeirra Steingrims og Jóns Bald- vins. Fyrir þá sök kom það þeim vafalaust báð- um á óvart, þegar Albert Guðmundsson gekk á fiind Þorsteins Pálsson- ar, formanns Sjálfetæðis- flokksins, f ValhöU. Hef- ur Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfetæð- isflokksins, lýst þessum fundi sem sögulegum sáttum, en eins og lesend- um Morgunblaðsins ætti að vera kunnugt hefur hingað til verið talað um slfkar sættir, ef samstarf tækist á milli Alþýðu- bandalags og Sjálfetæðis- flokks. Kom fram, að þeir Þorsteinn og Albert væru til þess búnir að standa saman að myndun minnihlutastjóraar, er hefði 25 þingmenn á bak við sig, en samtals hafa kratar og framsóknar- menn 23 þingmenn. Albert Guðmundsson lét orð falla á þann veg þegar hann skýrði ástæð- una fyrir samtali sinu við Þorstein Pálsson, að hann gæti nú rætt við Sjálfetæðisflokkinn, þar sem formaður hans hefði lagt til lækkun á matar- skatti, en gegn þeim skatti hefði Borgara- flokkurinn alltaf staðið. Úr því að sjálfetæðis- menn hefðu þannig nálg- ast sjónarmið Borgara- flokksins í þessu efiii værí unnt að ræða um önnur mál. Hitt hefur einnig komið fram að borgaraflokksmenn eiga í viðræðum við þá felaga Steingrím og Jón Bald- vin. Ber matarskattínn þar á góma? Eins og menn muna sprakk stjóra Þorsteins Pálsson- ar á þvi á föstudaginn að Þorsteinn vildi lækka matarskattinn. Það ætti þó ekki eftir að gerast, að ný sfjóra verði mynd- uð án Sjálfetæðisflokks- ins af þvi að kratar og framsóknarmenn reyn- ast tílbúnir til að hrófla við matarskattinum?! Metur þú ofar öllu? Ef svo er, eru spariskírteini ríkissjóðs besti fjárfest- ingarkosturinn fyrir þig. Spariskírteini ríkissjóðs eru öruggustu verðbréfin sem eru á markaðnum. Þau gefa auk þess góða ávöxtun, frá 7-8% yf'ir verðbólgu og af þeim þarf ekki að greiða eignar- skatt! Kynntu þér kosti spariskírteina ríkissjóðs hjá starfsfólki VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.