Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 14
14_________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988_ Ritstörf Péturs Ottesen eftirÞórð Kristleifsson Nýlega var þess minnst í Morg- unblaðinu að Pétur Ottesen, fyrr- verandi alþingismaður og bóndi að Ytra-Hólmi, hefði orðið 100 ára á þessu ári hefði hann lifað. Pétur var mikilhæfur maður og skilaði merku ævistarfí, en einn er sá þátt- ur — og ekki sá ómerkasti - sem gera mætti betri skil, en það eru ritstörf hans. Nálega fjóra áratugi ritaði Pétur Ottesen alþingismaður fjöldamarg- ar afmælisgreinar og minningar í Morgunblaðið. Með skörpum og skýrum pennadráttum dregur hann þar upp lífrænar myndir og sannar af fólki því, sem hann ritar um. Svo glöggt er auga Péturs fyrir sér- kennum manna, skapferli, hugsun- arhætti, áhugamálum og ævistarfí hvers og eins, að aldrei hættir hon- um til að endurtaka sig í hinum Qölmörgu og ýtarlegu persónulýs- ingum sínum. — Pétur er gagn- kunnugur þessu fólki og fagnar ein- læglega markvissri sókn þess fram á leið, úr frumbýlingshætti og fá- tækt til velmegunar og efíiahags- legs sjálfstæðis. Af sömu nærfæminni og jafn- auðveldlega setur hann sig í spor afdalabóndans, sem sér til lífsbjarg- ar verður að sækja hejrfeng sinn í votlendis mýrarsund lengst á heiðar upp, sem hins, sem með hugdirfð dregur björg í bú úr djúpi ægis og sér sjálfum sér og sínum farborða með einbeitni og dáðríku starfí. Pétur hefur jafnan nóg af frá- sagnarverðu efrii á takteinum, en forðast allt innantómt skvaldur til þess að teygja málið á langinn. Þótt hann ræði atburði, sem snerta viðkvæma strengi, þegar velunnar- ar og vinir eru kvaddir hinztu kveðju, þá er ætíð karlmennsku- hreimur í máli Péturs, þar er ekk- ert viðkvæmnishjal né klökkvi í rómi. — Mannvit og hönd, sem bendir með bjartsýni fram á leið, stjóma pennanum. — Hitt leynir sér þó sízt, að heitt hjarta slær undir af fölskvalausri samhygð og ein- lægri vináttu. — FYásagnarmáti Péturs er gjörsamlega tilgerðar- laus, málið tært og misfellulaust, öllu stillt í hóf af einskærri háttvísi höfundarins. Það, sem Pétur sér og heyrir á langri ævi, á ekkert skylt við hvik- ult flökt á sjónvarpsskífu. Hann er ávallt í lífrænum tengslum við samtíðarfólkið jafnt til sjávar og sveita. Skilur út í æsar hugðarefni þess og lífshræringar, virðir og metur réttilega iðjusemi þess og manndáð, félagslyndi og fróðleiks- þrá. Ekki verður um það deilt, að í slíkum frásögnum felst mikilvæg- ur þjóðlegur fróðleikur, þær em gæddar merkum heimildum, sem hvergi annars staðar era skráðar. Pétur hefur eigi aðeins frábært skyggni til alira átta úr Hliðskjálf sinni, heldur er og minni hans svo furðulegt, að ekki verður annað Þórður Kristleifsson greint en það geymi síferskt og til- tækilegt flest það, sem einhveiju sinni hefur fyrir hann borið, ef hon- um þykir það þess vert, að í minnum sé haft og því til skila haldið. — Þessi eiginleiki höfundarins kemur greinilega í ljós í aldarminningum hans um menn, sem horfnir em fyrir áratugum yfír móðuna miklu og við fáar heimildir aðrar er að styðjast en eigið minni. — Pétur Ottesen var sá gæfumaður að vera gæddur sífelldri æsku, ólgandi lífsfjöri og óstöðvandi athafnaþrá. Ósérplægni hans og fómfúst eðli var þess megnugt að styðja aðra og styrkja á marga lund, og þá „Pétur hefur jafnan nóg af frásagnarverðu efni á takteinum, en forðast allt innantómt skvaldur til þess að teygja málið á langinn. Þótt hann ræði atburði, sem snerta viðkvæma strengi, þegar velunn- arar og vinir eru kvaddir hinztu kveðju, þá er ætíð karl- mennskuhreimur í máli Péturs, þar er ekkert viðkvæmnishjal né klökkvi í rómi.“ mest og bezt, er miklu varðaði að glæða trú á lífíð og framtfðina, þótt él gengju yfír og í álinn syrti. Orðum Péturs er vissulega fylgt eftir af sannfæringarhita, þegar hann segin „Án verkefna er lífið innihaldslaust og tilgangslaust, og án starfa og starfsgleði er það ekk- ert annað en helber eyðimörk." En rithöfundarhæfíleikar Péturs lýsa sér víðar en í mannlýsingum hans og sagnfræði. — Náttúmlýs- ingar hans em með þeim einkenn- um að landið stendur lesandanum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Sem dæmi má benda á eftir far- andi svipmynd: „Allt miðbik hins svipmikla Borgarfjarðarhéraðs ber þar fyrir sjónir. Reykjadalsá liðast blátær í ótal bugðum nokkm neðan við bæinn um gróðursælt flatlendið, unz hún fellur í faðm Hvítár og markar þar bláa rönd í jökulgmgg- ið fyrsta spölinn neðan ármynnis. — Fjallasýn í vestur- og norðurátt er hin fegursta. Á góðviðrisdögum á summm ber þar fyrir augu furðu- legar sýnir. Það er eins og allt umhverfíð nær og fjær losni úr tengslum. Hæðir, leiti og bæir líða í loft upp og svífa þar eins og í öldum með tíðum og furðulegum svipbrigðum. Þá er tíbrá í lofti. Mest og tíðast er þetta fyrirbrigði í stefnu til sjávar." Pétur var kominn á sjötugsaldur, þegar hann hóf utanferðir sínar. Eftir það gjörðist hann víðfömll mjög um framandi lönd. Ferðaþætt- ir hans t.d. úr ferð hans til Pa- lestínu árið 1960 og Grænlands sumarið 1968 bera eigi síður ótví- rætt vitni um ritleikni hans og fág- aða frásagnarlist en æviminningar hans og ræður. — Það vakti umtal og aðdáun ferðafélaga Péturs, að hann lét ekkert tækifæri ónotað til þess að kynnast sem allrabezt hátt- um framandi þjóða, hagrænum vinnubrögðum, helztu siðum og þjóðmenningu. Fyrir allar aldir reis Pétur úr rekkju í kynnisferðum sínum og hafði í orðsins fyllstu merkingu: „aukið degi í æviþátt, aðrir þegar stóðu á fætur“. — Og hinir fágætu L. Alcopley Una Dóra Copley Röð tilviljana gerði þess- ar sýningar að veruleika Rætt við L. Al- copley og Unu Dóru Copley Sá sérstæði atburður átti sér stað laugardaginn 17. septem- ber að opnaðar voru í Reykjavík þijár myndlistar- sýningar með verkum eftir fólk úr sömu Qölskyldu. í Ný- höfn var opnuð sýning á verk- um Nínu Tryggvadóttur, í Norræna húsinu á verkum L. Alcopleys og f Galleríi Gang- skör opnaði dóttir þeirra, Una Dóra Copley, sýningu. L. Al- copley og Una Dóra eru stödd hérlendis í tilefni af sýningun- um og blaðamaður mælti sér mót við þau og forvitnaðist um tildrög þess að þessar sýningar eru haldnar. Það er Alcopley sem verður fyrir svömm: „Ég var staddur hér í sumar í minni árlegu heim- sókn þegar Knut Ödegard, for- stjóri Norræna hússins, færði það í tal við mig að hann hefði áhuga á að halda sýningu á verkum mínum. Fýrirvarinn var stuttur, aðeins sjö vikur, en ég ákvað að slá til, þótt ég hafi aldrei undir- búið sýningu á styttri tíma en þremur mánuðum. Síðan leiddi eitt af öðru. Forstöðumenn Ný- hafnar boðuðu mig á sinn fund og lýstu áhuga sfnum á að fá verk Nínu til sýningar og þegar ég samþykkti það var ákveðið að þessar tvær sýningar skyldu opna sama daginn. Fyrir rúmum mánuði var svo Aðalsteinn Ing- ólfsson staddur í New York og leit inn til mín. Una Dóra var þar stödd og þessar sýningar okkar Nínu bámst í tal. Þá kom upp sú hugmynd að Una Dóra héldi sýningu líka og þegar ljóst var að Gangskör hefði lausan sal á þessum tíma var málið af- greitt." Una Dóra: „Þetta var röð til- viljana, en það er vissulega afar skemmtilegt fyrir okkur að þess- ar sýningar skyldu verða að vem- leika. Eg hélt einkasýningu í New York fyrr á þessu ári og hafði ekki hugsað mér að sýna strax aftur, en þetta tækifæri var allt- of gott til þess að láta það ganga sér úr greipum". Hvað getið þið sagt mér um verkin á þessum sýningum? Una Dóra: „Ég sýni sextán myndir, blöndu samklipps og málverks, allar frá síðustu tveim- ur áram. Þetta em svipaðar myndir og ég sýndi í New York í vor, en ekki þær sömu. ísland hefur mjög sterk áhrif á verk mín og ég kom hingað með þær myndir sem tengjast íslandi mest.“ Alcopley: „Á minni sýningu em 76 verk, málverk, teikningar og grafík, flest unnin á undanf- ömum ámm en nokkur eldri. Þetta em allt litlar myndir, það er ekki hægt að sýna stór verk hér í anddyri Norræna hússins. Það var yfirlitssýning á verkum mínum á Kjarvalsstöðum 1977 þar sem ég sýndi 304 verk frá ámnum 1944—1977 og þar var stærsta myndin 28 metrar að lengd, en hér sýni ég sem sagt aðallega smámyndir." Hvað um sýningu Nínu? Alcopley: „Við reyndum að láta breiddina í list hennar njóta sín, þar em olíumálverk, teikn- ingar og samklipp. Flest ver- kanna em frá síðustu áram henn- ar, hún hætti að mála árið 1967 og ein af hennar síðustu myndum er á þessari sýningu. Ég lofaði forráðamönnum Nýhafnar að senda þeim verk sem syngju og þær em mér sammála um að það hafí tekist". Varst þú alltaf ákveðin í að feta í fótspor foreldra þinna Una Dóra? „Nei, alls ekki. Ég lærði lista- sögu í háskóla, ætlaði að verða listfræðingur, en svo byijaði ég að mála og þá varð ekki aftur snúið. Ég sótti tíma hjá nokkmm málurum um tveggja ára skeið, en komst að því að þessa hluti varð ég að fínna hjá sjálfri mér og síðan hef ég eytt mestum tíma í vinnustofu minni, við að reyna að átta mig á því hvað ég vil segja og hvemig." Alcopley: „Til að ná árangri verða málarar að vera trúir sjálf- um sér, mála með eigin huga. Málari upplifír veröldina á sér- stakan hátt, sjónrænan og per- sónulegan. Það sem ég er að reyna að gera í mínum verkum er að tengja alheiminn í okkur sjálfum alheiminum í kringum okkur. Mig langar að leggja áherslu á að heimurinn og allt sem í honum er er ein heild, jafn- vel geimurinn sem er okkur svo framandi og vekur mörgum ugg er af sama meiði og innviðir okk- ar sjálfra. Náttúran í okkur og náttúran umhverfís okkur, allt myndar órofa heild." Var aldrei erfítt fyrir ykkur Nínu að vera í sömu listgrein? Alcopley: „Nei, siður en svo. Það er viss hætta á því að fólk í sömu listgrein sem giftist mjög ungt verði afbrýðisamt út í frama hvors annars, en þegar við Nína kynntumst vomm við bæði full- þroska listamenn og virtum hvort annað á því sviði. Nína var ein af merkustu myndlistarkonum aldarinnar og það er aldrei nóg af góðum málumm, svo sam- keppni okkar í milli kom aldrei til greina."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.