Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Sabine Poupinel þykir ein af athyglisverðari ungum, dönskum hönnð- um. Hallast að einföldum fötum og stilhreinum. Pilsið rósótt, sem er i uppáhaldi hjá fleiri hönnuðum. Bitte er ekki sist þekkt fyrir prjónaföt og sýnir hér nokkuð fjörlegan sumarfatnað, en svona munsturóreiða þykir vis vegur til að sýna fylgi- spekt við tiskustrauma. Spáð í sumartískuna næsta sumar Innan fataframleiðslunnar er næsti vetur þegar lið- inn í aldanna skaut og komið vor, sumar og haust... - litast um á fatasýningunni í Bella Center Úti á Amakri við Kaupmanna- höfn liggur ekki aðeins flugvöllur inn og Háskólinn, heldur einnig risastór sýningarhöll, þar sem ýmsar kunnar vörusýningar eru haldnar með reglulegu millibili. Ein slík er nýlega afstaðin undir heitinu Future Fashions Scandinavia, heljar- skinns mikil fatasýning, haldin dagana 25.-28. ágúst. Þarna sýndu 1.200 aðilar framleiðslu sína, mest föt, en einnig skartgripi, töskur, skó og hálsklúta, auk fatabúðainnréttinga, plastpoka og jafnvel strau- véla. Danskir framleiðendur voru auðvitað áberandi, en annars sýndu þarna aðilar frá Sviþjóð, Noregi og Finnlandi, Evrópulöndum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Italíu og svo frá Bandaríkjunum og Kanada, rétt til að nefna einhver nöfn. Portúgal var i öndvegi á sýningunni, sérstök kynning á fatnaði þaðan. Venjulegir fatanotendur eru rétt að huga að haust- og vetrarfatnaði sínum um þessar mundir. Á sýning- unni í Bella Center var næsti vetur hins vegar liðinn í aldanna skaut og komið vor og sumar og haustið að ári. Þama er sumsé verið að sýna föt, sem birtast í búðunum að liðnum vetri. Og þá er að huga að hvað þar verður að fá. Blaðamenn fengu í hendur möppur með úttekt á tízkunni, eftir þeim linum, sem lagð- ar voru á sýningunni. Eins gott, því eftir að hafa gengið um sýninguna lengi dags, var nokkuð erfitt að sjá ákveðnar línur í því, sem hékk þar uppi, því þama er hátískan ekki í öndvegi, ekki öfgafull stertiföt, held- ur venjuleg föt handa venjulegu fólki, sem er annt um að hylja nekt sína á sómasamlegan og skynsam- legan hátt. Inn á milli svokölluð smart föt.. . Þrjár megin tískulínur Línumar, sem voru lagðar í kynn- ingu sýningarinnar, eru þijár. Þær kallast plantekrutískan, sígaunatísk- an og glanstískan, sú fágaða. Kven- fötin eru kvenleg, karlmannafötin karlmannleg, ýmist _ sportleg eða svolítið sparileg. Áframhaldandi ensk áhrif, afturhvarf til enska heimsveldistímans, hvað sem þjóð- félagsfræðingar vilja svo lesa úr því. Varla hægt að tala um neina byltingu, því hver vill hana? ... held- ur hægfara framhald á því, sem hefur mátt sjá undanfarið. Sumar- fötin frá því í ár virðast þvi ekki aðeins gjaldgeng næsta sumar hjá þeim, sem láta sig tískusveiflur litlu skipta, heldur líka hjá þeim sem vilja fylgja tískustraumnum. Fataframleiðendur gleyma heldur ekki bömunum, enda eru bamaföt blómleg grein fataframleiðslunnar. Þar enduróma áðumefndar stefnur, en þó er sportlega línan mest áber- andi. Það nægði að ganga um bama- fatarekkana til gera sér grein fyrir hvað yrði helst að sjá (bamafatabúð- unum næsta sumar. Eftir því að dæma verður mest um bamaföt í neonlitum, mikið af hvítum fötum með neonlituðu mynztri, áfram mynztur sem eru eins og lituð fljót- fæmislega á efnið eða minna á teiknisögustíl. Hjólabretti og rúllu- skautar eru nýjasta hjartansmál bama, auðvitað rándýr fyrirbæri í sinni fullkomnustu mynd. Fötin við þessi íþróttatæki eru á ofangreindri línu og af því að hjólabretti og hjóla- skautar eru ættaðir frá Bandaríkjun- um, þá er fatafyrirmyndanna gjam- an leitað þangað. Og svo áfram- haldandi bómullargallar, gallaefnis- föt og allt það. Víkjum þá aðeins að fullorðins- fötunum og þá kvenfatnaðinum fyrst. Plantekrulínan felur í sér safa- riföt og sportföt, að sögn heldur kvenlegri en áður, ekki eins miklir axlapúðar og áður og jafnvel öldung- is engir. Buxur með fellingum, víðar stuttbuxur i stað stuttra pilsa, bermúdabuxur í öllum útgáfum og víðar síðbuxur, gjaman með uppá- broti. Víðar síðbuxur mjög áberandi segja þeir með spádómsgáfuna, aðal stællinn. Efnin hör og bómull, litim- ir daufír, sandlitir eins og svolítið upplitaðir í hitabeltissólinni. Karl- mennimir í svipuðum fötum, bara stærri, víðari og karlmannlegri, með hálstaui gjaman. Bermúdabuxur mjög áberandi (þar sem viðrar fyrir þær!). Fágaða línan hefur á sér ríkuleg- an blæ. Kjólar úr léttum, glæsilegum efnum, bómull, silki, hör, organsa. Mjög kvenlegir. Skyrtublússukjólar vinsælir eins og undanfarin mörg, mörg ár. Karlmennimir í stökum jökkum, blazeijökkum, kannski við hörbuxur, nokkuð vfðar og með fell- ingum undir strenginn. Umfram allt með þægilegu, víðu sniði og karl- mennimir, sem sitja fyrir á myndun- um, eða gengu um í þessum fötum, litu út eins og þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af neinu öðru en að fötin færu þeim vel. Engar pen- Og hér er enn portúgalskur sum- arfatnaður á ferð. Mr. Wonderful hallar sér hér upp að máðri súlu og sér ómeðvitaður um að bermúdabuxur eigi misvel við staðhætti. Skórnir hinsvegar ættu að gagnast vel á norðlægum slóð- um. Þessi klæðnaður fellur vist undir fáguðu línuna. Aðskorinn jakki með hóflegum axlapúðum og svo víðar, felldar buxur með uppá- broti. Þessi klæðnaður er frá Pitava, dönsku fyrirtæki. ingaátiyggjur, þó hörbuxur séu rán- dýrar og jakkamir sömuleiðis. Hér springa ensku hejmsveldisáhrifín út, þó þeirra gæti annars óvíða utan tískuheimsins. Nýja Postulakirkjan eftir Hákon Jóhannesson Eftirfarandi grein fjallar um og útskýrir frelsunarstarf Guðs í gegnum Postula nútímans í Nýju Postulakirkjunni. Þð er einlæg von okkar að greinin muni snerta hjarta ykkar og hvetja ykkur til þess að leita frekari fræðslu um þetta stórkost- lega starf. Guðsþjónustur eru haldnar á sunnudögum kl. 11.00 og á fímmtudagskvöldum kl. 20.00 á Háaleitisbraut 58—60 (Miðbær). Himneskur virkur líkami Eftirfarandi grein opinberar Nýju Postulakirkjuna sem himn- eskan virkan líkama sem er undir sýnilegu höfði, Höfuðpostula. Postulamir, erindrekar Krists, eru virkir í umboði sínu að bjóða samtímamönnum sinum þátttöku í fyrri upprisunni. í fyrri upp- risunni uppfyllir Kristur það loforð sem hann gaf sínum eigin að koma aftur og taka þá til sín (2. Korintu- bréfið 5.20, Jóhannes 14.3). Jesús Kristur valdi Postula til að halda áfram starfí sínu Jesús Kristur var sendur til jarð- ar af föður sínum til þess að fram- kvæma í umboði Hans stórkostlegt starf. Hann kom að ofan til þess að sigrast á syndinni og til þess að brúa þann hræðilega aðskilnað sem syndin hafði myndað milli Guðs og mannsins. „Nýja Postulakirkjan er hið endurreista frelsisstarf og áfram- hald af hinni fyrstu Postullegn kristnu kirkju.“ Jesús hafði safnað saman læri- sveinum sem voru viljugir að fylgja honurn og taka þátt í þessu stór- kostlega málefni. Dag einn kallaði Jesús læri- sveina sína saman. Hann valdi úr hópi þeirra tólf sem hann nefndi Postula (Lúkas 6.13). Postuli merkir sendiherra eða erindreki. Postuli ér sá sem er sendur. Postu- li er sá sem fær vald í hendur. Páll Postuli sagði um handhafa Hákon Jóhannesson Postulaembættisins: Vér erum því erindrekar Krists, eins og það væri Guð, sem áminnti, þegar við áminnum. Vér biðjum í Krists stað: Látið sættast við Guð (2. Korintu- bréfið 5.20). Til þess að gefa kirkju sinni sýnilegt höfuð á jörðu gerði Jesús Pétur að höfuðpostula. Hann gerði hann að klettinum og gaf honum lykla himnaríkis með valdi til að binda og leysa á jörðu og himni. Páll Postuli sagði: Fagnaðarer- indið sem ég hef boðað er ekki mannaverk. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hveijum þeim sem trúir (Galatabréfið 1.11, Róm- veijabréfið 1.16). Embættisverk þeirra var ekki eingöngu bundið við prédikun orðsins og útskýringu ritninganna heldur einnig við útdeilingu náðar- meðalanna eða sakramentanna sem Jesús hafði veitt þeim umboð til. Þeir skírðu með vatni, fyrir- gáfú syndir og útdeildu heilagri kvöldmáltíð, og með orðum sínum og handayfírlagningu úthlutuðu heilögum anda (Kó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.