Morgunblaðið - 20.09.1988, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 20.09.1988, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Saíúrnus f dag er röðin komin að um- Qöllun um plánetuna Satúm- us, sem er sú sjöunda 1 röð- inni af himintunglunum tíu. Þjóðfélagspláneta Lflct og Júpíter er Satúmus árganga- eða þjóðfélagsplán- eta. Hann er 2'/2 ár í hveiju merki og því er merki hans það sama hjá öllum sem fæð- ast innan 2V2 árs tímabils. Segja má að til þess að orka hans geti talist sterk í korti þurfi hann annað hvort að vera á Miðhimni, Rísandi eða í samstöðu eða spennuafstöðu við persónulegu þættina Sól, Tungl, Merkúr, Venus og Mars. Því fleiri afstöður sem hann myndar því sterkari telst hann. Takmarkanir í fæðingarkortinu er Satúmus táknrænn fyrir það sem tak- markar okkur, fyrir veikleika okkar og hömiur. Hann hefur stundum verið kallaður „hræðslumúrinn" því hann er táknrænn fyrir það sem við hræðumst en þurfum að læra að þekkja og takast á við, vilj- um við vaxa sem persónur. Landamœri 1 raun er Satúmus fyrst og fremst landamæravörður, er táknrænn fyrir mörkin á milli okkar sem einstaklinga og. umhverfísins. Hann er ystu mörk persónuleika okkar. í sjálfu sér er hann hvorki nei- kvæður eða jákvæður, en svo virðist sem við séum hrædd við hið óþekkta og reynum því að halda okkur innan ákveðins ramma sem við þorum ekki að fara útfyrir. Reglur Satúmus er því pláneta reglna og þess kerfís sem heldur okk- ur gangandi f daglegu lífí. Menn sem hafa hann sterkan eru þvf gjaman miklir reglu- og kerfísmenn og oft stífír á því að reglum sé viðhaldið, að rétt sé rétt. Bœlir niður Menn sem hafa Satúmus sterkan em einnig oft frekar þungir og alvömgefiiir, em bældir og sjálfsmeðvitaðir, enda fylgir Satúmusi sterk meðvitund um takmarkanir og veikleika. Aö lifa með veikleikum Það sem Satúmusarmaður þarf að læra er að lifa með veikleikum sfnum, læra að virða sig þrátt fyrir veikleika sína og gera sér grein fyrir þvf að aðrir búa einnig yfír veikleikum. Þetta er sagt vegna þess að vanmat og lítið sjálfstraust virðist fylgja Sat- úrausi. Raunsœi Það jákvæða við sterkan Sat- úmus er að honum fylgir sterk ábyrgðarkennd og raunsæi, einnig gott formskyn og skipulagshæfíleikar. Fyrir hendi er einnig hæfileiki til að koma hugmyndum niður á jörðina. Vinna og lagfœringar Þegar Satúmus er sterkur í framvindu, gerist yfírleitt tvennt. Annars vegar verða menn meðvitaðir um veikleika sína á viðkomandi sviði og finna til þarfar fyrir að takast á við og lagfæra þessa veik- leika. Tfmi Satúmusar er þvf oft tfmi lagfæringa og nýrrar uppbyggingar. í öðru lagi virð- ist Satúmus tengjast vinnu og alvarlegum viðhorfum. Jarð- samband verður sterkara, sem og hæfileiki til að afkasta áþreifanlegu verki. Satúmusi fylgir því geta til að takast á við veikleika sfna og taka til hendinni í vinnu. GARPUR írr—7 -» v , •H::: HHÍÍHÍÍH GRETTIR AHAB5 SKIL-JON HEFUf? SETT þESSA 5ÖKU MÉR iGLU66AKIST- HO.rfrAe> ME<SIÐ piÐ ViTA, AÐ éG &R FULLF/ER UVl AE> STANPAST ALLAR FRE/STINi BRENDA STARR HANN ER ALLTAFAÐ ÞZElFft ðFEklAISSICJÖLUAA UAA /Vý SK'i'LI ÖG SVOLEIÐI3 DYRAGLENS ÉGVILAÐþiÐ \ HLUÍTIPÖLL A MlG. 1 06 TAKip MÓ ! VEL EFTIR HVAP E<3 SBGI J... ■ 1988 Tnbune Media Soivices. Inc. 3/Q ?!i!!!!?!!!!?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!.l!!!!i!!!!i!!!!! FERDINAND O PIB COPENHAC V - SMÁFÓLK YOU KNOW WHAT UiOULP BE N0VEL7IFY0U PLAYEP THE PIANO ANP I 5AN6 ATOUR UÍEPPIN6Í -ZC I CANT THINK OF ANYTHIN6 MORE NOVEL Veistu hvað væri nýjung? Ég get ekki imyndað mér Ef þú lékir á píanóið og meiri nýjung ég syngi við brúðkaup okk- ar! __________ THAT5 MORE NOVEL.. T--------- Þetta er meiri nýjung.. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Dúkkaðu eins og maður — og vertu fljótur að þvf,“ sagði S J. Simon, einn skemmtilegasti bridshöfundur fyrri tíma. Simon var aðallega að vara spilara við að taka of snemma á ásana sfna og upplýsa ekki sagnhafa um stöðuna. Suður gefur, allir á hættu. Norður 4 KG1084 ¥K72 ♦ D972 44 Vestur 4Á763 4G9853 4 64 486 Suður 492 VÁD6 ♦ ÁG5 4KD752 Austur 4 D5 4 104 4 K1083 4ÁG1083 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: hjartafímma. Norður yfirfærir fyrst og sýn- ir svo 5—4 í spaða og tígli. Sagnhafí tók fyrsta slaginn heima á hjartadrottningu og spilaði strax spaðaníunni. Vest- ur vissi vel að honum lá ekkert á að drepa ásinn og dúkkaði snarlega. Og undirbjó þannig jarðveginn fyrir makker að fylgja ráðleggingu Simons út í ystu æsar — hann dúkkaði líka! Með mjög athyglisverðum af- leiðingum. Sagnhafi spilaði spaða aftur og enn dúkkaði vest- ur áreynslulaust, svo gosinn var látinn úr blindum. Austur fékk á drottninguna og spilaði hjarta. Nú gat vömin slappað af; sam- gangurinn var rofinn til að fría spaðann og samningurinn fór óhjákvæmilega niður. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á OHRA-mótinu í Hollandi í sumar kom þessi staða upp í skák þeirra Ninov, Búlgaríu, og heima- mannsins Ligterink, sem hafði svart og átti leik. mrn m flifisi" 'M 28. — Hxe4! 29. d5 (örvænting, því hvítur hefur séð framhaldið 29. Hxe4 - Dxel+ 30. Hxel - Hxel+ 31. Kh2 - Hhl mát.) 29. — Rxd5 30. Hxe4 — Dxel+ og hvítur gafst upp. Lokin yrðu 31. Hxel — Hxel+, 32. Kh2 — Re3 og hann verður mát eða tapar drottningunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.