Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 39, irihlutastjórnar: entak- •ang’ur myndunarumboðið sé nú í höndum Steingríms Hermannssonar að hann og Jón Baldvin munu hafa mikil og náin samráð um það hvemig verður staðið að þessum viðræðum. Jón Baldvin var spurður að því í gær hvort hann og Steingrímur myndu koma fram sem tvíeyki í þessum viðrasðum: „Ég á von á að við Steingrímur munum koma fram með svipuðum hætti og við höfum gert síðustu daga,“ sagði Jón Bald- vin og í sama streng tók Steingrím- ur er hann kom af fundi forseta kl. 12.15 í gær: „Ég mun ræða við foiystu Alþýðubandalagsins ásamt Jóni Baldvin," sagði Steingrímur. Mikið var um fundahöld stjóm- málamanna í gær og í Alþingis- húsinu var helst um að litast, eins og hefðbundin störf Alþingis væm hafin. Þingflokkar Alþýðuflokks og Framsóknarflokks funduðu strax upp úr hádeginu, þingflokkur Al- þýðubandalags kl. 14 og kl. 16 komu miðstjóm og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins saman til fund- ar í húsakynnum Sjálfstæðisflokks- ins í Valhöll. Viðræður Þorsteins og Alberts komu í opna skjöldu Það mun hafa komið forystu- mönnum Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks í opna skjöldu í fyrra- dag, er þeir fregnuðu af vinsamleg- um fundi þeirra Þorsteins Pálsson- ar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Alberts Guðmundssonar, for- manns Borgaraflokksins. Ekki varð það þó til þess að formennimir tveir ákvaeðu að breyta í nokkm sínu fyrsta starfsplani, þ.e. að kynna Alþýðubandalaginu þann gmndvöll sem Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur hafa sameinast um. í röðum Alþýðuflokksmanna og framsókn- armanna gætti þó ekki mikillar bjartsýni í gær, að samstarf með þessum þremur flokkum gæti tekist á þessum gmndvelli. Vom aðilar úr báðum flokkum sammála um að Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, væri vissulega spenntur fyrir stjómarsamstarfí, en töldu jafnframt útilokað að Ólafur Ragnar hefði Alþýðubandalagið heilt og óskipt að baki sér í þeirri afstöðu. Samtöl við Alþýðubanda- lagsmenn renna stoðum undir þess- ar hugrenningar. Sjálfstæðismenn munu ekki held- ur trúaðir á að Steingrími takist að mynda starfhæfa meirihluta- stjóm á næstu dögum, en Steingrímur sagði sjálfur í gær að hann ætlaði sér mjög skamman tíma til stjómarmyndunarviðræðna. Nefndi hann þijá til fjóra daga í því sambandi og sagði að ástand atvinnulífs í landinu væri með slíkum hætti, að engan tíma mætti missa. Steingrímur útilokaði þó ekki viðræður við aðra flokka en Alþýðuflokk og Alþýðubandalag, en greinilegrar vantrúar gætti í orðum hans að um raunhæfa samkomu- Iagsmöguleika væri að ræða við aðra flokka. Sagðist Steingrímur ekki mundu ræða við Þorstein Páls- son í þessari lotu. Sjálfstæðismenn bíða þess að Steingrímur gefíst upp Heimildir mínar úr herbúðum sjálfstæðismanna herma að þeir telji það síður en svo vonlaust, ef Steingrímur gefst upp á stjómar- myndun, að hægt verði að fá Al- þýðuflokkinn til þriggja flokka sam- starfs með Sjálfstæðisflokki og Borgaraflokki. Sögðu sjáifstæðis- menn að skammt væri á milli sjón- armiða Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks í mörgu tilliti og menn yrðu einfaldlega að grafa stríðsax- imar og koma sér saman, ef slíkur stjómarkostur væri hinn vænlegasti í myndinni. Alþýðuflokksmenn töldu aftur á móti að það væri af og frá að þess- ar vangaveltur fengju staðist, og að um þessar mundir væri mun minni ágreiningur með Framsókn- arflokki og Alþýðuflokki, en Ai- þýðuflokki og Sjálfstæðisflokki. Jafnframt munu Alþýðuflokks- menn afar vantrúaðir á að nokkurs konar stjómarsamstarf geti tekist á milli þeirra og Borgaraflokks. Það hafí komið hvað gleggst í ljós á fundi sem þeir Steingrímur Her- mannsson, Jón Baldvin Hannibals- son og Albert Guðmundsson áttu í fyrrakvöld. Sögðu Alþýðuflokks- menn í gær, sem höfðu fregnir af þeim fundi, að málflutningur Al- berts hefði verið svo á skjön við það sem er að gerast í íslensku þjóðlífí í dag, að það væri næsta broslegt. Hafí inntakið í þvi sem hann hafði til málanna að leggja verið það að það yrði að koma í veg fyrir það með öllum ráðum að kommúnismi ryddist yfír landið! Minnihlutastjórn ekki í myndinninú Eins og málin horfa við nú, er ekki til umræðu að mynda minni- hlutastjóm, sem varin væri hlut- leysi einhvers þingflokksins. Umboð forseta íslands nær eingöngu til myndunar ríkisstjómar er hefði þingmeirihluta. Ekki er þar með sagt að stjóm- málamennimir hafí það endilega að leiðarljósi að mynda inkisstjóm sem sæti það sem eftir lifír þessa kjörtímabils, heldur ræða menn myndun ríkisstjómar sem gæti sameinast um þær efnahagsaðgerð- ir, sem flestir stjómmálamenn telja nauðsyn á í dag, með einum eða öðram hætti, og að því loknu væri hægt að huga að þingrofí og kosn- ingum. Ekki fengust viðmælendur mínir þó til þess að tímasetja kosn- ingar. « Hver lak? Eftir um hálfrar stundar fund ganga þeir Steingrímur og Jón Baldvin af fundi forsætisráðherra, neita að tala við blaðamenn og aka burt. Tillögur Þorsteins eru síðan kynntar í kvöldfréttatíma ríkisút- varpsins auk útreikninga fjármála- ráðuneytisins á þeim. Þá þegar eru fleiri fjölmiðlar með þessi plögg undir höndum og hafa reynt að hafa samband við Jón Baldvin að spyija hann álits á tillögum Þor- steins. í fréttaþætti Stöðvar 2 á laugar- dag skiptust ráðherramir á lítt dul- búnum ásökunum í garð hvers ann- ars um að hafa lekið þessum eld- fímu upplýsingum, sem á endanum sprengdu stjómina. Steingrímur sagði það ljóst að fjölmiðlar hefðu fengið tillögur Þorsteins í hendur áður en honum sjálfum hefði verið kynntar þær. Þorsteinn sagði það athyglisvert að útreikningar al- þýðuflokksmanna hefðu fylgt með tillögum hans í frétt ríkisútvarps- ins, en ekki þeir útreikningar sem gerðir hefðu verið fyrir hann. í ásökunum Steingríms og Jóns Baldvins um leka frá sjálfstæðis- mönnum felst ásökun um það að tillaga Þorsteins hafí gagngert ver- ið sett fram til að sprengja stjóm- ina. Þeim hafí verið ljóst að tillagan var óaðgengileg og ef hún yrði gerð opinber væri síðasta sam- komulagsvonin fyrir bí. Tillagan væri öðmm þræði áróðurs- og kosn- ingaplagg, þar sem afnám matar- skattsins væri sett á oddinn og Sjálfstæðisflokkurinn í raun firrtur ábyrgð af þessu líklega óvinsælasta máli ríkisstjómarinnar. Lekinn gæti hafa komið frá einhveijum þing- manna flokksins, sem vom kynntar tillögumar á fimmtudagskvöld, eða jafnvel frá forsætisráðherra sjálf- um. Sjálfstæðismaður sem Morgun- blaðið talaði við benti á að lekinn hlyti að hafa komið frá Alþýðu- flokki. Það væri að minnsta kosti Ijóst að útreikningar fjármálaráðu- nejrtisins hefðu verið komnir til ríkisútvarpsins örstuttu eftir að þeir lágu fyrir. Tilgangurinn hefði þá verið sá að hamra það sjónar- mið í gegn að tillaga Þorsteins væri bersýnilega „rýtingsstunga" í bakið á samstarfsaðila og að for- sætisráðherra kynni ekki að reikna rétt og tillögur hans væra hand- ónýtar. Sögulegur sjónvarpsþáttur Ef Þorsteinn hefði fallist á að draga tillögu sína til baka hefði lekinn — hvaðan svo sem hann var kominn — og frétt ríkisútvarpsins getað breytt gangi mála á þann veg að loka síðustu leiðinni til sátta. Tillagan var hins vegar ekki dregin til baka og líklega var stjómin þá þegar spmngin. Þjóðin fékk svo að sjá það með eigin augum í söguleg- um fréttatíma Stöðvar 2 á föstu- dagskvöld, sem hófst aðeins tæpri klukkustund eftir að þeir Stein- grímur og Jón Baldvin stmnsuðu út af fundi forsætisráðherra, þar sem tillögumar vom lagðar fram. Steingrímur mætir í fréttatíma Stöðvar 2, samkvæmt samkomulagi sem gert var tveimur dögum áður. Hann svarar þar hins vegar spum- ingum um tillögur forsætisráðherra og segir að ekki sé hægt að halda þeim leyndum þar sem þær hafí þegar verið kynntar ítarlega í fjöl- miðlum. Segir hann ljóst að það verði erfítt fyrir Framsóknarflokk- inn að samþykkja þær. Jón Baldvin kemur síðan á Stöð 2 um klukkan 20, að eigin sögn af því að hann sér Steingrím í upphafí fréttatíma og ákveður að halda þegar upp á Krókháls og koma sínum sjónarmið- um á framfæri í máli sem átti að vera trúnaðarmál, en er þegar á vitorði alþjóðar. Þeir Steingrímur ræða þar ítar- lega við fréttamenn um tillögur Þorsteins og stöðuná sem upp er komin. Jón Baldvin segist hafa sagt Þorsteini að tillagan sé sem lýtings- stunga í bakið á sér. Hann segir að hann trúi ekki að Þorsteinn Páls- son hafi samið tillöguna, höfundar hennar hljóti að vera sjálfstæðis- menn sem vilji stjómarsamstarfíð feigt. Steingrímur segir meðal ann- ars: „Vitanlega hlýtur sú spuming að vakna hvort það sé nokkuð traust eftir í þessari ríkisstjóm sem getur haldið henni saman ... Mín reynsla er sú að stærsta hlutverk forsætis- ráðhera sé að skapa þetta traust. Ég ætla ekki Þorsteini að spilla því, en hlutimir hafa farið svo — og ég hlýt að taka undir hvert orð. sem fjármálaráðherra segir — og það hlýtur að þýða að traust er ekki lengur til ... “ Fréttamaður segir að sér heyrist að stjómarsam- starfínu sé í raun lokið og spyr hvað taki nú við. Þeir Steingrímur og Jón Baldvin segjast ekki ætla að mynda nýja ríkisstjóm í beinni útsendingu en ræða um möguleik- ana á slíkri stjóm, þó að þeir gangi ekki svo langt að lýsa ríkisstjómina endanlega dauða. Engum áhorf- enda getur þó hafa dulist að hann var að horfa á fjörbrot ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar. Steingrímur fer beint ofan af Krókhálsi á þingflokksfund Fram- sóknarflokksins í Alþingishúsinu og Jón Baldvin fer á þingflokksfund hjá Alþýðuflokknum — sem boðaður hafði verið í skyndi fyrr um daginn — í fjármálaráðuneytinu. Að fundi þingflokks og framkvæmdastjómar Framsóknarflokksins loknum til- kynnir Steingrímur fréttamönnum að flokkurinn telji tillögur forsætis- ráðherra „algjörlega ófullnægj- andi“. Jón Baldvin segir eftir þing- flokksfund Alþýðuflokksins að verði tillögur forsætisráðherra enn uppi á borðinu eygi flokkurinn ekki áframhaldandi samstarfsmögu- leika. Lokadagurínn Ríkisstjómarfundur er boðaður á laugardagsmorgun og tímasettur klukkan 15. Stjómarslit liggja í loft- inu og ijölmiðlamenn fjölmenna í stjómarráðið. Óvissan snýst ein- ungis um það með hvaða hætti stjómin fari frá og hvenær endalok- in verða tímasett. Hádegisfréttir veðja á Bessastaðaför á laugardag eða sunnudag. Steingrímur og Jón Baldvin ganga á fund forsætisráðherra skömmu fyrir ríkisstjómarfundinn og tilkynna honum að flokkar þeirra geti ekki samþykkt tillögu hans og óska eftir því að hann biðjist lausn- ar fyrir sína hönd og ríkisstjómar- innar. Þorsteinn spyr þá hvort þeir muni leggja fram sameiginlega til- lögu þar sem þeir hafni sinni til- lögu, en þeir segjast ekki ætla að leggja slíka tillögu fram á ríkis- stjómarfundinum. Þorsteinn segist munu svara þeim eftir ríkisstjómar- fund. Eftir tæplega hálfrar klukku- stundar fund koma allir ráðherrar utan forsætisráðherra út af fundi og þeir Steingrímur og Jón Baldvin svara spumingum fréttamanna. Þeir koma síðan aftur upp í Stjóm- arráð nokkm fyrir klukkan 17 og eiga tveggja mínútna langan fund með forsætisráðherra. Hann biður þá að draga sig út úr ríkisstjóm- inni, svo hann geti kallað þing sam- an og lagt tillögur sínar fyrir það. Steingrímur og Jón Baldvin hafna 'þessari beiðni. Stuttu síðar kemur Jónína Michaelsdóttir, aðstoðar- maður forsætisráðherra, út og til- kynnir að Þorsteinn muni ganga á fund forseta íslands klukkan sex. Þorsteinn leggur síðan fram lausnarbeiðni sína fyrir forseta á Bessastöðum og forseti fellst á hana. Eftir það svarar Þorsteinn spumingum fréttamanna um stjómarslitin og aðdraganda þeirra. Hann segir meðal annars: „Ég lagði fram lokatillögu til lausnar á efna- hagsvanda þjóðarinnar í ríkisstjóm- inni, en hafði áður kynnt hana í gær fyrir formönnum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Eg hafði vænst þess og trúað því, eins og venja stendur til — af því að þetta vom ekki úrslitakostir — að venju- legar umræður gætu farið fram um tillöguna. Það kom mér því mjög á óvart hinn einkennilegi sjónvarps- þáttur í gær, þar sem ríkisstjómin var nánast sett af í beinni útsend- ingu ... Ég tel að með [ósk þeirra um að forsætisráðherra biðjist lausnar], áður en mínar tillögur vom lagðar fram í ríkisstjóm, hafí samstarfsflokkamir tekið ákvörðun um að slíta stjómarsamstarfinu og þeir hafí gefíst upp við það að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar innan þessa stjómarsamstarfs." Baktjaldamakk og samsæriskenningar Sögusagnir um baktjaldamakk og jafnvel stjómarmyndunarvið- ræður á bak við tjöldin gengu ljós- um logum síðustu tvær eða þijár vikumar áður en stjómin sprakk. Slíkt er ofur skiljanlegt, enda var stjómin þá nánast lömuð af sundur- lyndi og ráðherrar skiptust á um að reka títupijóna í bakið hver á öðmm í fjölmiðlum þó að lýtingam- ir væm faldir uppi í erminni. Auð- vitað hafa menn verið famir að hugsa um hvað tæki við ef stjómin færi frá, en jafnframt farið ofurvar- lega með allar kannanir, þar sem erfítt er að halda slíku leyndu í jafn smáu og fjölmiðlavæddu samfélagi og ísland er. Fréttaskýring í viku- blaðinu „Pressunni", þar sem sagði sagði að stjómarmyndunarviðræður Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hafí verið í gangi í nokkum tíma, olli miklum taugatitringi og hörðum viðbrögð- um frá forsætisráðherra. Einhver samtöl munu hafa átt sér stað á milli forystumanna í þess- um þremur flokkum, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, en ólík- legt verður að teljast að þessir flokkar hafi verið búnir að mynda nýja ríkisstjóm á pappímum. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að einhvetjar þreifíngar hafí verið í gangi um að fá Borgara- flokkinn inn í ríkisstjómina í stað Framsóknarflokks, ef hann drægi sig úr stjómarsamstarfínu eftir miðstjómarfund sinn, eins og líklegt var taiið fyrir um 10 dögum. Það er ljóst að þessar sögusagnir og samsæriskenningar hafa magnað þá tortryggni sem ríkti manna á meðal á stjómarheimilinu og var andrúmsloftið þó orðið eitrað fyrir. Eitt ár, tveir mánuðir og’ níu dagar Auðvitað er langur aðdragandi að stjómarslitunum og skýringanna er ekki aðeins að leita í atburðum síðustu tveggja lífdaga ríkisstjóm- arinnar, eða síðustu tveggja vikna. Enginn skortur er á tilgátum um banameinið: persónulegt samband forystumannanna var stirt; mikill ágreiningur var í uppsiglingu um fjárlagagerðina og fleiri mál; fjöl- miðlum tókst að blása upp ágrein- ing í stjóminni og gerðu mönnum erfítt fyrir um að leysa málin sín á milli í kyrrþey; þriggja flokka sfjómir em einfaldlega of óstöðugar til að endast lengi. Eflaust er eitthvað til í öllum þessum tilgátum. Engin hinna sjö þriggja flokka stjóma sem setið hafa eftir stríð hefur setið út kjörtímabil sitt og meðalaldur þeirra er tvö ár, þrír mánuðir og 27 dagar. Tveggja flokka stjómir hafa reynst endingarbetri og munar þar auðvitað mest um Viðreisnar- stjómina, sem sat í tólf ár. Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar sat aðeins í eitt ár, tvo mánuði og níu daga og var því óvenju skammlíf, jafnvel af þriggja flokka stjóm að vera. Eitt af helstu ein- kennum hennar var að ágreinings- efni innan stjómarinnar vora oftar en ekki borin á torg í fjöimiðlum og ráðherrar sendu hver öðram iðu- lega tóninn á þeim vettvangi. Það þarf enga stjómmálaspekinga til að sjá að þetta hefur skapað tor- tryggni á milli ráðherra og grafið undan stjómarsamstarfínu. Sund- urlynd ríkisstjóm kann að geta haldist saman í lygnum sjó, en hlýt- ur að hrökkva í sundur þegar gefur á bátinn. Ríksstjómin féll á því að hún gat ekki náð samstöðu um aðgerðir til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðvun fiskvinnslufyrirtækja, en hún stefndi á fullri ferð á blindsker þar sem var fjárlagagerðin. Allir vom sammála um að rétta af rúm- lega þriggja milljarða króna fyrir- sjáanlegan halla á ríkissjóði, en engin samstaða var um leiðir til þess. Sjálfstæðisflokkur hafnaði skattahækkunum, en hinir vildu bæði hækka skatta og skera niður. Framsókn og kratar vom ekki sam- mála um hvemig hækka skyldi skatta og niðurskurðartillögur vom skammt á veg komnar og miklar deilur í uppsiglingu um hvað skyldi skera og hvað ekki. Feig stjórn en óvænt endalok Það kom því fáum á óvart að stjómin skyldi springa, þó að enginn hafi líklega getað séð nákvæmlega fyrir hvenær og hvemig hún spryngi. Spennan hafði byggst upp á löngum tíma og skjálftinn var stór þegar hann loksins reið yfír. Landslag stjómmálanna hefur gjör- breyst og það hefur tekið menn nokkum tíma að átta sig á hinum nýju og óvæntu aðstæðum. Óvænt spmngusvæði hafa myndast á með- an fomir óvinir finna hver annan á sömu landspildunni. Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar er horfín úr þessum heimi og á leið upp á vegg í ramma í Stjómarráðinu. Skjálfta- fræðingar munu hins vegar halda áfram að rannsaka lokakippinn til að átta sig á nútíðinni og draga ályktanir um framtíðina í islenskum stjómmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.