Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 RAFMOTORAR HÉÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Grikkland: Papandreú tekur flugfrejrj- una fram yfir eiginkonuna Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, ætlar að skilja við konu sína þegar hann kemur heim aftur úr hjartaaðgerð í Lund- únum. Talsmaður grísku stjórnarinnar skýrði frá þessu fyrir helgi en eiginkona Papandreús er af bandarískum ættum og hafa þau verið gift í 37 ár. Svo virðist sem vinsældir forsætisráðherrans fari mjög minnkandi og þetta mál og önnur þykja ekki líkleg til að bæta úr skák. Hefur Margaret Papandreú sagt, að það sé fylgikonu forsæt- isráðherrans að kenna, hvernig heilsu hans er nú háttað. Papandreú, sem er 69 ára að gerð á honum hjartaaðgerð, meðal aldri, fór til Lundúna í síðasta mán- uði og einhvem næstu daga verður ER EINHVER MIOTJR? Markaðskönnun Neytendasamtakanna f mars sl. sýndi að 54 gerðir af ryksugum eru á Islenskum markaði og verðið á bilinu 5-18 þús. kr. Af þessum 54 gerðum voru aðeins 24 samþykktar af Rafmagnseftiriiti Ríkisins. Það þarf þvi að vanda valið þegar velja á ryksugu, enda eru þær misjafnar eins og önnur mannanna verk. Eins þarf að huga að varahluta- og viðgerðarþjónustu, sem getur verið æði misjöfn. En þú getur stólað á þessar tvær, á þeim er enginn munur. Þær heita nefnilega báðar NILFISK GS 90 og það gerir gæðamuninn NILFISK þolir allan samanburð: Mótorinn hefur yfir 2000 tíma kolaendingu (3-4 sinnum lengri en í öðrum). Þrefalda ryksíunin er svo fullkomin að 98% rykagna stærri en 0,0005 mm verða eftir í ryksugunni. Og nú er komin ný enn betri útblásturssía (micro-static-filter), góð frétt fyrir astma- og ofnæmissjúka. MILFISK hefur 9,75 lítra pappírspoka. Hann er ódýr og fæst líka í flestum stórmörkuðum og víðar. Kóníska slangan stíflast síður og eykur sogið. Stálrör, afbragðs sogstykki, 7 m rafmagnssnúra og áhaldageymsla fylgir. Loftknúið teppasogstykki með snúningsbursta fæst aukalega. Og NILFISK er létt og lipur, aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði. Notendakönnun Neytendasamtakanna í mars sl. sýndi að Nilfisk er langalgengasta ryksugan (á 45,1% íslenskra heimila). Eins kom fram að hlutfall Nilfisk ryksuga sem ekki hefur þurft að gera við, 16 ára og , 6-15 ára 89% og 5 ára og yngri 98%. Sú elsta í könnuninni var 51 ái eldri, er 87% og enn i góðu lagi (reyndar fást enn varahlutir i hana) ars Nú bjóðum við NILFISK GS90 á betra verði en oftast áður, aðeins kr. 13.990 (stgr. 13.290). Eins bjóðum við góð afborgunarkjör, VISA-raðgreiðslur og EURO-kredit (engin útborgun). ára ábyrgd - og þu getur stólað á þjónustuna iFOnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 annars skipt um hjartaloku. Bömin hans fjögur eru öll með honum en í Grikklandi hefur verið fylgst með því með mikilli eftirvæntingu hvor þeirra ætlaði að standa við hlið honum, eiginkonan Margaret eða ástkona hans, flugfreyjan Dimitra Liani sem er 34 ára gömul. Úr því hefur nú fengist skorið og hafa birst myndir af þeim Papandreú og Liani í sjúkrahúsgarðinum. Hefur Marg- aret neitað að heimsækja sjúkrahú- sið nema ástkonan hverfi þaðan. Samdráttur þeirra Papandreús og Liani komst fyrst í fréttimar á síðasta ári en þá svaraði eiginkona hans spumingum fréttamanna með því að segja, að í öllum hjónabönd- um kæmu upp erfiðir tímar. í sum- ar komust ástamálin aftur í há- mæii þegar skrifstofa forsætisráð- herrans tilkynnti erlendum sendi- ráðum, að forsætisráðherrafrúin yrði ekki framvegis með honum í veislum og við aðrar opinberar at- hafnir. Kosningar verða að fara fram í Grikklandi ekki síðar en í júní að ári en samkvæmt skoðanakönnun- um á Sósíalistaflokkur Papandreús mjög á brattann að sækja. I þeirri nýjustu kemur fram, að Nýi lýðræð- isflokkurinn, sem er hægriflokkur, fengi 38,2% atkvæða væri kosið nú, Sósíalistaflokkurinn 27,6% og kommúnistar 12,9%. Aðrir flokkar minna og 14,2% voru óákveðin. Papandreú og Margaret þjuggu í Bandaríkjunum í 20 ár og var hann um skeið einn af yflrmönnum hagfræðideildarinnar við Berkeley- háskóla í Kalifomíu. Var hann bandarískur ríkisborgari og foringi í hemum á stríðsámnum en 1960 afsalaði hann sér borgararéttindum vestra og sneri sér að pólitíkinni í Reuter Margaret Papandreú, forsætis- ráðherrafrú í Grikklandi, sakar ástkonu eiginmanns síns um að bera ábyrgð á hjartveiki hans. ættlandi sínu. í yflrlýsingu sem talsmaður Margaret Papandreú gaf í síðustu viku segir, að kona sem staðið hafi við hlið eiginmanns síns í gegnum þykkt og þunnt í 40 ár, alið honum fjögur böm og tvö bamaböm eigi að minnsta kosti skilið betri fram- komu. „Hið eina sem Margaret Papandréu fer fram á er að fá að vera í friði á meðan hún gengur í gegnum persónulegan fjölskyldu- harmleik,“ segir í yfiríýsingunni. Síðan er vísað óbeint til Dimitru Liani og sagt, að í framtíðinni lendi það í hlut sagnfræðinga að varpa birtu á þá ósiðlegu atburði sem séu að gerast og þá verði upplýst hvaða manneslqur er næst forsætisráð- herranum standa á líðandi stundu beri höfuðábyrgð á ófyrirgefanlegri vanrækslu eða sök á heilsu hans. Forsætisráðherrahjónin hafa ekki opinberlega sótt um skilnað en Dimitra Liani hefur óskað eftir skilnaði við eiginmann sinn, Alexis Kapopoulos, sem gegndi á sínum tíma ábyrgðarstöðu innan gríska kommúnistaflokksins. Sovétríkin: Ævintýraleg’ saga af einkaframtaki Moskva. Reuter. Bjartsýnn, ungur maður, sem dreymdi stóra drauma en átti lítið fé, fékk fyrir einu ári tæki- færi til að sanna hvað í honum bjó. Nú er hann orðinn forstjóri stórfyrirtækis. Sagan er sönn og hún er ekki bandarísk heldur sovésk. Vladímír Jakovlev, sem er tutt- ugu og níu ára gamall, átti aðeins 25 rúblur (2000 ísl. krónur) í reiðufé jjegar hann og tveir félagar hans stofnuðu Falk, fyrsta samvinnufyr- irtækið í Sovétrílqunum sem þjón- ustar önnur samvinnufyrirtæki. Upphaf Falks má rekja til ársins 1987 þegar Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, gaf einstaklingum leyfl til að koma á fót samvinnufyr- irtækjum og bæta þannig úr skorti á ákveðnum vörum og þjónustu. Jakovlev, sem er fyrrverandi blaðamaður, sá strax að hér var komið tækifæri fyrir hann til að nýta reynslu sína. Hann hafði því samband við tvo vini sína, blaða- mann og verkfræðing, og saman ákváðu þeir að stofna upplýsinga- fyrirtæki. Þegar þeir byijuðu áttu þeir nær enga peninga en nú nem- ur hagnaður fyrirtækisins um 50.000 rúblum (tæplega 4 milljón- um ísl. króna) á mánuði. Það er mikið um að vera í höfuð- stöðvum Falks í Moskvu, þar sem 120 manns starfa. í framhúsinu taka prúðbúnir starfsmenn fyrir- tækisins á móti viðskiptavinum en innar sitja ungir menn og mata háþróaðar IBM-tölvur á nýjustu upplýsingum. Fyrirtækið sér um vinnumiðlun fyrir önnur samvinnufyrirtæki og gefur út fréttabréf tvisvar í mán- uði. „í sovéskum blöðum eru engar upplýsingar, einungis skoðanir manna. Fólk veit ekkert um fjár- mál,“ segir Jakovlev. „Við vildum gefa út hlutlaust fréttabréf sem myndi fyrst og fremst þjóna hags- munum samvinnufyrirtækjanna." Fréttabréfin eru gefín út basði á rússnesku og ensku enda eru útibú fyrirtækisins, 130 talsins, víðar en í Sovétríkjunum. Nýlega opnaði Falk útibú í New York sem mun sjá um erlenda fréttaöflun fyrir fyrirtækið. í næsta mánuði mun Jakovlev flytja fyrirlestur við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum um reynslu sína af sjálfstæðum at- vinnurekstri. Síðan fyrirtækið tók til starfa hafa félagamir haft nóg að gera og ólíklegt er að Jakovlev muni snúa sér aftur að blaðamennsku á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.