Morgunblaðið - 20.09.1988, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 20.09.1988, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Jóhann varð undir í fræðilegri baráttu Skák Margeir Pétursson Anatólíj Karpov sigraði Jó- hann Hjartarson í áttundu um- ferð Interpolis-skákmótsins í Til- burg- á sunnudaginn. Þar með tók Karpov forystuna á mótinu, því ** keppinautur hans um efsta sætið, Nigel Short, gerði jafntefli við Jan Timman. Skák þeirra Karpovs og Jóhanns var mjög athyglisverð. Tefld var Slavnesk vörn og varð uppi á teningnum mjög vandmeðfarið afbrigði sem þeir hafa báðir teflt með hvitu nýlega. Það er óvenjulegt að því leyti að svartur fórnar manni fyrir þijú peð til að varna því að hvítur byggi upp öflugt peða- miðborð. Karpov tefldi þetta afbrigði fyrst á atskákmótinu á Spáni í vor og notaði það til að sigra landa sinn Tukmakov, sem var þó álitinn einn helsti sérfræðingur í afbrigðinu, hafði m.a. ritað um það í alfræði- bókina um skákbyijanir. Jóhann beitti því síðan gegn Hubner á heimsbikarmótinu í Belfort og varð Þjóðveijinn að taka á öllu sínu til að halda jafntefli. Næst sást það á sovézka meistaramótinu, þar fékk hvítur unnið tafl í tveimur skákum, þótt aðeins önnur þeirra ynnist. Karpov beitti því síðan sjálfur gegn Hiibner í fjórðu umferð Til- burg-mótsins, en þá mætti Hubner mjög vel undirbúinn til leiks og hélt jafntefli. Það urðu töluverðar umraeður um þá skák í blaðamanna- herberginu, Vlastimil Hort hitti e.t.v. naglann á höfuðið í fyrirlestri sínum þann daginn er hann sagði: „Hubner varðist frábærlega vel gegn Karpov og hélt jafntefli á stöðu sem margir aðrir hefðu tap- að. Þetta mannsfómarafbrigði er mjög athyglisvert, ef svartur getur notað það, leysir hann mörg vanda- mál Slavneskrar vamar. Hvíta stað- an er hins vegar þægilegri og mig gmnar að þetta afbrigði eigi eftir að sjást mikið á næstunni." Öðmm skákum í áttundu um- ferðinni lauk með jafntefli. Short hafði hvítt gegn Timman. Nikolic hvítt gegn Van der Wiel og hefur Júgóslavinn nú gert allar skákir sínar jafntefli, sem er með ólíkind- um, því hann teflir allra manna hvassast. í sjöundu umferðinni var hann t.d. með gjömnna stöðu gegn Portisch. Þá gerðu þeir Hiibner og Portisch stutt jafntefli. Úrslit í biðskákum úr sjöundu umferð urðu þau að þeir Karpov og Short sömdu jafntefli og sömu- leiðis Timman og Van der Wiel. Timman hafði átt vinningsstöðu í skákinni, en biðleikur hans var mjög slæmur. Staðan eftir átta umferðir: 1. Karpov 5V2 v. 2. Short 5 v. 3. -5. Hiibner, Portisch og Nikolic 4 v. 6. Timman 3V2 v. 7. -8. Jóhann og Van der Wiei 3 v. Jóhann hefur nú tvívegis orðið að lúta í lægra haldi með svörtu gegn Anatólíj Karpov. Fyrra skiptið var á heimsbikarmótinu í Belfort. Fremur ólíklegt er að þeir mætist aftur fyrr en í áskorendaeinvíginu í Seattle eftir áramótin, en ekki er þó loku fyrir það skotið að þeir lendi saman á Ólympíuskákmótinu í Sal- oniki. Skák þeirra Karpovs og Jóhanns gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Anatóljj Karpov Svart: Jóhann Hjartarson Slavnesk vörn 1. d4 - d5 2. c4 - c6 3. Rf3 - Rf6 4. Rc3 — dxc4 5. a4 — Bf5 6. Re5 — e6 7. f3 — Bb4 8. e4 - Bxe4 9. fxe4 — Rxe4 10. Bd2I? Þekkt leið til að gera stutt jafn- tefli er 10. Df3 — Dxd4 11. Dxf7+ - Kd8 12. Bg5+! - Rxg5 13. Dxg7 — Bxc3+ 14. bxc3 — Dxc3+ og svartur þráskákar. Jóhann Hjartarson 10. — Dxd4 11. Rxe4 — Dxe4+ 12. De2 - Bxd2+ 13. Kxd2 - Dd5+ Á heimsbikarmótinu í Belfort lenti Hubner í talsverðum erfiðleik- um með svörtu gegn Jóhanni, eftir 13. - Dd4+ 14. Kc2 - Ra6 15. Rxc4 - 0-0-0 16. De3 - Rb4+ 17. Kb3 - Dxe3+ 18. Rxe3 - Hd4 19. Rc4 14. Kc2 - Ra6 15. Rxc4 - 0-0-0 16. De5 - f6 17. De3 Áður fyrr þótti sjálfsagt fyrir hvít að tefla þetta afbrigði með því viðhorfi að skipta upp á drottning- um við fyrsta tækifæri. Karpov er hins vegar óhræddur við að geyma kóng sinn úti á miðju borði f mið- tafli og vill ekki fara í endatafl fyrr en skilyrðin eru orðin hagstæðari. 17. - c5 18. Kb3 Hér breytir Karpov út af skák sinni við Hubner í 4. umferð Til- burg-mótsins sem tefldist: 18. Be2 - Rb4+ 19. Kb3 - Rc6 20. Kc3 - Rd4 21. Bf3 - Rxf3 22. gxf3 - Dd4+ 23. Dxd4 — Hxd4 og svartur var ekki í verulegum vandræðum með að ná jafntefli á þetta endatafl. 18. - Rb4 19. Hcl - Rc6 Það lá ekki á að koma riddaran- um yfir á d4. Hér kom mjög vel til greina að bíða átekta með t.d. 19. — Kb8 eða 19. — e5 og ef 20. Be2 þá á 20. — Rc6 vel við. 20. Ka3 — Rd4 21. Ra5! - eö 22. Dc3 - b6 23. Rb3 - Dxb3+ 24. Dxb3 - Rxb3 25. Kxb3 Þijú peð eru yfirleitt talin fullar bætur fyrir biskup, en hvítur stend- ur samt heldur betur að vígi í þessu athyglisverða endatafli. Biskup hans nýtist mjög vel til að halda svörtu peðunum í skefjum og svarta Anatolly Karpov peðakeðjan á kóngsvæng þarf að komast lengra af stað til að valda hvíti erfiðleikum. 25. - Hd4 26. h4 - Had8 27. Bc4 - Kc7 28. h5 - Hg4 29. h6 - Hxg2? Mjög slæm mistök í endatafli. Nauðsynlegt var 29. — g6, því nú sundrast ekki bara svarta peðastað- an, heldur nær hvítur líka að virkja báða hróka sfna. 30. hxg7 - Hxg7 31. Hcfl - Hd6 32. HI16 - e4 Svarta staðan er orðin töpuð, sundruð peð hans eru ekkert mót- vægi gegn biskupnum sem hvítur hefur yfir og það er aðeins tíma- spursmál hvenær þau falla. Það var ekki einu sinn hægt að reyna 32. - Hd4 33. Hfxffi - Hg3+ 34. Ka2, því eftir 34. — Hxc4 verður svartur auðvitað mát í tveimur leikj- um. 33. Hhxffi - h5 34. H6f4 - Hd4 35. Hf7+ - Hd7 36. Hxg7 - Hxg7 37. Hf4 - Hg3+ 38. Kc2 - Hg2+ 39. Kc3 - Hg3+ 40. Kd2- Hg4 41. Hf7+ - Kd6 42. Ke3 - a6 43. Bxa6 og svartur gafst upp. Þetta harðsnúna lið efhdi til hlutaveltu í Glaðheimum 22 hér í bæn- um fyrir nokkru til ágóða fyrir Blindrafélagið. Söfhuðu þeir 2500 krónum. Strákarnir heita: Alfreð Hall, Gunsteinn Hall, Andri Helga- son, Árni Helgason, Diddi og Ágúst Gunnarssynir. Sönn velgengnisaga úr fátækrahverfinu Olmos (með derhúfu í miðið) og stærðfræðibekkurinn með Lou Diamond Phillips í fararbroddi. Kvikmyndir Amaldur Indriðason Að duga eða drepast („Stand and Deliver“). Sýnd í Bíóhöll- inni. Bandarísk. Leikstjóri: Ramon Menendez. Handrit: Ramon Menendez og Tom Musca. Framleiðandi: Tom Musca. Kvikmyndataka: Tom Rich- mond. Tónlist: Craig Safan. Helstu hlutverk: Edward Ja- mes Olmos, Lou Diamond Phillips, Rosana De Soto og Andy Garcia. Wamer Bros. 1988. Það vakti nokkra athygli í Los Angeles fyrir nokkrum árum þegar fréttir bárust af einstökum stærðfræðiárangri nokkurra menntaskólanema í fátækra- hverfi - barrios - spænskra ameríkana. Einn bekkurinn í Garfield-menntaskólanum þreytti níðþungt landspróf í ör- smæðafræði, sem aðeins tvö pró- sent menntaskólanema leggja yfirleitt í en prófíð gefur einingar til háskólanáms. Allur bekkurinn stóðst prófíð, þriðjungur með bestu einkunn. Prófanefndin trúði. ekki eigin tölum. Hvemig gat þetta verið? Hvaðan kom þessi mikli stærðfræðiáhugi í fá- tækraskóla sem skorti allt nema áhugaleysi? Svarið var Jamie Escalante. Hann fór úr vel launuðu starfi í illa launað kennarastarf og.þegar hann kom í skólann að kenna tölvufræði voru engar tölvur til. Leikfimiskennarar kenndu stærðfræði, götuklíkur óðu uppi, slagsmál, dóp. Stærðfræði var það síðasta sem nokkmm datt í hug að kæmi að gagni. Allt í lagi með 2+2=4 en -2+2=0 var bara rugl. „Til hvers ætti ég að læra reikning? Ég fékk sólartölvu með kleinuhringjunum mínum," kallar einn nemandinn. En Escalante kunni tökin á lýðnum. Fyrir það fyrsta var hann einn af þeim, kom frá Bólivíu, og talaði þeirra tungu. Hann byggði upp sjálfstraust þeirra og gerði þau stolt af uppr- una sínum. Hann talaði um may- ana og hvað þeir voru miklir stærðfræðingar. „Þið hafíð stærðfræði í blóðinu." Og hann hæddist að töffurunum sem töldu síg ekki þurfa á stærðfræðinni hans að halda. „Harðjaxlar steikja kjúklingalæri alla ævi.“ Og hann gerði stærðfræðina skemmtilega og auðskilda og tók dæmi úr veruleika nemend- anna.„Carlos á fimm kærustur u Hann varð vinur þeirra og fé- lagi, meistari og sáluhjálpari. Einn töffarinn vildi ekki sjást með skólabækur á almannafæri, pabbi einnar vildi að hún ynni á veitingastað fjölskyldunnar, einn vildi vinna til að geta keypt bíl. „Vildirðu ekki frekar hanna bíl en keyra?“ Hann tók þátt í vanda- málum þeirra og á móti tóku þau þátt í stærðfræðinni hans. Hann gaf þeim trúna á sjálf sig og það sem mikilvægast var, hann gaf þeim ganas - löngun. Löngun til að mennta sig og rífa sig upp úr fátækrahverfínu. Edward James Olmos, ísklumpurinn úr sjónvarpsþátt- unum „Miami Vice“, leikur Es- calante í myndinni sem gerð var um kennarann og nemenduma hans og heitir Að duga eða drep- ast („Stand and Deliver") í íslenskri þýðingu en er nú sýnd í Bíóhöllinni. Myndin er ákaflega vel gerð úttekt á enn einni amerískri velgengnisögu um ein- beitingu og vilja til að sigrast á næstum óyfirstíganlegum erfið- leikum gegn fordómum og slæm- um aðstæðum, algerlega væmni- laus og ófölsk, fyndin og skemmtileg og jafnvel spenn- andi. Hver hefði haldið að stærð- fræði gæti verið svona fjörleg, full af hjartahlýju og manneskju- legum tilfinningum? Olmos hefur gert á sér útlitsbreytingar sem Robert De Niro hefði verið hreyk- inn af. Hann hefur gert sig mörg- um árum eldri með því að þynna á sér hárið og fitna og áskapa sér hægar hreyfíngar, lotinn og vinalegur en alltaf kaldhæðinn tekur hann þátt í baráttu nem- endanna sinna af heilum hug. Hann á skilinn Óskarinn fyrir leik sinn. Áhrif spænskra ameríkana á bandaríska menningu hvort sem er í bókmenntum, leiklist, tónlist eða kvikmyndum eru sífellt að aukast og Að duga eða drepast er mikilvægt dæmi um þá þróun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.