Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988
21
Það er margt sem
er ógert enn
eftirSigTirð
Haraldsson
Það er mér bæði ljúft og skylt
að biðja Braga Hannesson, banka-
stjóra með meiru, afsökunar á
þeim klaufaskap mínum að titla
hann sem formann Iðnlánasjóðs
íslands, í grein eftir mig sem birt-
ist í Mbl. 7. september sl., en eins
og fram kemur í grein Braga „Að
fara í geitarhús að ieita ullar", sem
birtist í Mbl. 9. september er það
Jón Magnússon lögfræðingur, sem
ber þá vegsemd.
Að öðru leyti minnir grein
Braga mig á söguna um Litlu
gulu hænuna.
Það sem ég var að benda á í
grein minni var að það er rangt
að gengisskráning skuli vera háð
pólitískum ákvörðunum og að
grundvöllurinn fyrir gengisskrán-
ingunni skuli vera reiknaður út
eftir núllstefnunni svokölluðu.
Það leiðir til ójafnaðar og dæm-
in eru nærtæk, annarsvegar eigna-
upptaka hjá aðilum sem stunda
útgerð og fiskvinnslu og hins veg-
ar óheyrilegur gróði þeirra sem
geta tekið fé að láni erlendis og
endurlánað samkvæmt lánskjarav-
ísitölu.
Ég las grein eftir Braga, um
afkomu Iðnlánasjóðs fyrir starfsá-
rið 1987, í vor þar sem þessar
staðreyndir komu fram. Þess
vegna tók ég það sem dæmi í grein
minni. Hvort minnið svíki mig og
hvort hagnaðurinn hjá sjóðnum
var 100 eða 500 milljónir vegna
rangrar gengisskráningar er ekki
aðalmálið, heldur hitt að þama er
hægt að benda á misfelluna.
Það er staðreynd, sem Bragi
staðfestir, að Iðnlánasjóður hefur
hagnast á fastgengis-stefnunni
eða væri eigið fé sjóðsins ekki
minna ef erlend lán sem sjóðurinn
skuldar væru bókfærð samkvæmt
gengi sem skilaði fiskvinnslu og
útgerð 10% hagnaði?
Ég vil taka það fram að ég tel
stjómendur Iðnlánasjóðs á engan
hátt eiga sök á eða ætlast til að
gengisskránig sé röng.
Það sem ég var að benda á
var, að eina raunverulega leiðin
til að vita hvert rétt gengi er á
hveijum tíma er að þeir sem afla
gjaldeyrisins selji þeim sem þurfa
að eyða honum á því verði sem
aðilar koma sér saman um.
Og það sem ég tel að ávinnist
með þessari skipan mála er að
hægt verður að draga úr umsvifum
ríkisins og ýmissa opinberra stofn-
anna, eins og:
1) Þjóðhagsstofnunar, því á
þeim bæ þyrftu menn ekki að vera
að reikna út þijár mismunandi til-
lögur í efnahagsmálum eins og
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra bauð samstarfsaðilum sínum
í ríkisstjóm upp á af sínum al-
kunna rausnarskap.
2) Byggðastofnunar, því að
mínu mati væri ekkert til sem
heitir byggðastefna og áætlanir
um að bjarga byggðalögum, sem
eiga afkomu sína af sjávarútvegi,
frá atvinnuleySi og volæði.
3) Ráðuneyta, því að líkast til
gerðu menn sér grein fyrir því að
það þarf ekki 11 ráðherra, 11
vararáðherra ásamt starfsliði til
að stjóma íslandi.
4) Alþingis, því að þá þyrftu
ekki 63 aðilar að karpa um efna-
hagsmál án nokkurrar niðurstöðu.
Líklegast myndu þeir geta afgreitt
liiggjafarstarf sitt á 3 mánuðum
árlega.
Hugsanlega má sjá mikinn
spamað á mörgum öðrum stöðum,
eins og t.d. hjá Seðlabankanum, í
innflutningsverslun, í fjárfesting-
um einkaaðila og fyrirtækja
o.s.frv.
Það þyrfti ekki að koma til
styrktarkerfis ríkisins til handa
sjávarútvegi og fiskvinnslu eins
Sigurður Haraldsson
„Það sem ég var að
benda á var, að eina
raunverulega leiðin til
að vita hvert rétt gengi
er á hverjum tíma er
að þeir sem afla gjald-
eyrisins selji þeim sem
þurfa að eyða honum á
því verði sem aðilar
koma sér saman um.“
og nú eru hugmyndir um, heldur
myndi ríkissjóður fá sína skatta
með skilum og hugsanlega getað
greitt þau erlendu lán sem tekin
hafa verið á undanfömum árum
til að falsa gengið.
Bara með því að hætta gengis-
skráningu og afnema skilaskyldu
á gjaldeyri getur ríkisstjómin eflt
• hag útflutningsatvinnuveganna og
sparað stórar upphæðir í stjóm-
sýslu.
Eftir að búið er að gefa rétt
mun koma í ljós hver raunveruleg
verðbóiga á íslandi er og við hana
verðum við að una þar til við höf-
um framkvæmt allt sem við höfum
hug á að gera. Og sem betur fer
er það margt sem við eigum ógert
enn.
Höfundur er framkvæmdastjóri
fyrir Skuld hf.
STÓRSEKKIR
Til geymslu og
flutninga á t.d.
korni, heykögglum,
fóðurbæti og salti.
Eigum til fyrirliggjandi
stórsekki með
tæmingarstútum
í eftirtöldum stærðum:
105 x 105 x 95 cm 1000 L
97 x 97 x 170 cm 1600 L
Bemh. Petersen
hff.f
Ananaustum 15,
101 Reykjavik
S: 11570
i ar
HRESSINGARLEIKFIMIKVENNA OG KARLA
Haustnámskeið heQast mánudaginn 26. september nk.
Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugamesskóla og íþrótta-
hús Seltjamamess.
Fjölbreyttar æfingar
m Músík
fft Dansspuni
L
Jl
Slökun
Innritun og upplýsingar
í síma 33290.
' Astbjörg S. Gunnarsdóttir,
íþróttakennari.
Full búð af nýjum
haust- og vetrarvörum
vMHRMon
‘VUtt&n mecfjax & (xiKdnœÁaAixK
Laugavegi 45 * Sími 11388