Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.09.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 Spásögn Hermanns Jónassonar eftir Pétur Pétursson Það fór ekki fram hjá þeim sem horfðu á sjónvarpskvikmynd, er sýnd var sl. laugardagskvöld, að bandarískir ijölmiðlar vekja nú á því athygli með margvíslegum hætti, að Island er ein helsta her- stöð þeirra í veröldinni, og nefna þeir landið í kvikmynd sinni til jafns við GUAM, eyju á Kyrrahafi, þar sem lengi hefir verið ein öflugasta herstöð veraldar og fræg er fyrir ofsafengin átök og blóðuga bardaga í síðustu heimsstyijöld. Myndin, 't sem til er vitnað, fjallaði um njósna- starfsemi CIA, bandarísku leyni- þjónustunar og skuggalegra starfs- bræðra í systursamtökum laun- helga og leynipukurs, KGB, sam- bærilegri stofnun Sovétmanna. Nýlega varð heljarmikill hvellur og taugatitrandi umræður um áhrifamikinn íslenskan stjómmála- foringja, sem nefndur var í sömu andrá og CIA og leyniþjónustu- menn. Deilt var um hvort hann kynni að hafa átt viðræður við sendimann CIA. Fréttamenn út- varps voru teknir á hvalbeinið og bomir þungum sökum. Öllum, sem um málið fjölluðu, sást þó yfir kjama þess. Leyniþjónusta Banda- ríkjanna, CLA, bandaríski Herinn og flotinn, höfðu fengið framgengt nær öllu, nema herstöð í Fossvogi, af því sem þeir báðu um í upphafi er Bandaríkjamenn þverskölluðust við að uppfylla skýlaus samnings- ákvæði og verða á brott með her sinn frá Islandi að lokinni heims- styrjöld árið 1945. Umræða um sekt eða sakleysi einstakra stjómmálamanna er tengdust norsku fréttinni, sem þrætan snerist um, var því gjörsam- lega út í hött og naumast umræðu- verð frá þeirri hlið. Það sem máli skipti var sú staðreynd að ísland var ánetjað Bandaríkjunum með þeim hætti sem sendimenn CIA höfðu helst kosið sér. Bandaríski herinn, stjómvöld og leyniþjónustu- menn höfðu fengið því framgengt er þeir sóttust eftir. Að tryggja stöðu sína og bækistöðvar um ófyr- irsjáaniega framtíð. Með moldvörpustarfi, fjáraustri, dulbúnum hótunum um viðskipta- þvinganir, og síðast en ekki síst, fúsum, fijálsum og feginsamlegum vilja íslenskra manna, tókst að tryggja bækistöðvar, ættjörð, vatnsból, viðlegu, mannvirki og vinnukraft, allt í þjónustu hemaðar- hyggju. Bjóða íslendinga sem stafnbúa og framverði í nýja herför á norður- slóð. Spásögn Hermanns Jónasson- ar um fánýti fyrirvara hervemdar- samningsins hafði ræst. Hermann Jónasson var forsætisráðherra árið 1956 er tímaritið Nýtt Helgafell spurði nokkra stjómmálaforingja um afstöðu þeirra til herstöðvamála og vem Bandaríkjamanna á ís- landi. Hermann sagði þá: Áður en við gengum í Atlants- hafsbandalagið 1949, sendi Alþingi þtjá ráðherra til Bandaríkjanna til þess að tryggja óvefengjanlega að „draga mörk í samvinnu og skuld- bindingum", ef við gerðumst þátt- takendur í Atlantshafsbandalaginu. Þessir þrír íslensku ráðherrar áttu þijá viðræðufundi vestra, með- al annars við utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Að loknum þessum fundum var lýst yfir, að við íslend- ingar mundum því aðeins ganga í Atlantshafsbandalagið, að gengið væri að eftirfarandi ófrávíkjanleg- um skilyrðum: Að við hefðum sjálfir engan her. Að við réðum því algerlega sjálf- ir, hvort við leyfðum erlendum her að dveljast í landinu. Að við mundum aldrei leyfa her að dveljast í landinu á friðartímum. Samkvæmt skýrslu er ráðherr- amir gáfu Alþingi og ríkisstjórn- Pétur Pétursson „Púkar þeirra á Qós- bitanum sem fítnað hafa af þjónustu sinni með vöruflutningi og ýmsum umsvifum leggja nú lokasjóð sinn og hagnað af svifurn sínum í hverskyns fyr- irtæki meðan bjargræð- isvegir hanga á horrim eða leggja upp laupa.“ inni, lýsti utanríkisráðherra Banda- ríkjanna yfir því, að hann fyrir hönd bandalagsþjóðanna gengi að öllum þessum skilyrðum. - Og á þeim grundvelli gerði Alþingi ályktun sína um þátttöku íslands í banda- laginu. Þegar við Islendingar gerðum, árið 1951, samning um, að her SIEMENS VHS myndbandstæki FM 560 Lárétt stjórnborð, HQ- tækni, 14daga upptöku- minni f. 4 þætti, 32 stöðva minni, sjálfvirkur stöðva- leitari, hraðupptaka, myndleit í báðar áttir á níföldum hraða, endur- tekning myndskeiðs, þráðlausfjarstýring, raka- vörnásamt öðru. Verð 31.900.- Sjónvarpsmyndavél FA108 Myndavél og sýningarvél í einu tæki, fyrirferðarlítil og aðeins 1,27 kg. 8 mm myndband, CCD-mynd- skynjari, sexföld súmlinsa, sjálfvirk skerpustilling, mesti lokarahraði 1 /1500 sek. (gott f. íþróttaupptök- ur)o. m.fl. Verð 82.990.- SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 kæmi hingað frá Bandaríkjunum vegna ótta við yfirvofandi árás og heimsstyijöld, var uppsagnarfrest- urinn samkvæmt 7. gr. settur svo stuttur sem raun ber vitni, til þess að við gætum verið vissir um að geta tryggt okkur, að herinn færi héðan með stuttum fyrirvara, ef friðvænlegra yrði í heiminum. Var þetta í samræmi við þau skilyrði, sem áður greinir og við settum, er við gengum í Atlantshafsbandalag- ið. Það virðist því ekkert á það skorta af hálfu íslendinga „að draga mörkin". Það atriði er ljóst. „Mörkin" eru þessi: Við stöndum með nábúum okkar og við munum leyfa þeim að hafa hér her í styij- öld, eða vegna yfirvofandi árásar - en ekki á friðartímum. En það vill henda, að þjóðir, sem við er samið, vilja fara yfir „mörk- in“, þótt skýr séu. Af þessu stafar okkurekki veruleg hætta, nema það ólán hendi, að íslenskir menn taki upp baráttu með erlendum öflum móti rétti íslendinga og málstað. Bandaríkjastjóm, herforingjar hennar og íslenskir sveinar fara nú hamförum með öllum stórvirkustu vélum sem kostur er á að efla her- stöðvar og hemaðarmannvirki um landið þvert og endilagt. Púkar þeirra á fjósbitanum sem fitnað hafa af þjónustu sinni með vöruflutningi og ýmsum umsvifum leggja nú lokasjóð sinn og hagnað af svifum sínum í hverskyns fyrir- tæki meðan bjargræðisvegir hanga á horrim eða leggja upp laupa. Jafnframt þessu eru íslensk lög fótumtroðin og hvergi virt ef það þykir henta hemaðarósómanum. Starfsmenn utanríkisráðuneytis og vamarmála koma af fjöllum ef þeir eru spurðir um íslensk landsréttindi og skjöl þeim viðvíkjandi. Sendi- herrar íslands erlendis virðast, sumir hvetjir, og nefndarmenn ýmsir, telja sitt helsta hlutverk að syngja primobassa í hemaðarkant- ötu NATO. Á meðan örmagnast íslenskir bjargræðisvegir, beitiland blæs upp, bændur flosna frá búum og bölmóður leggst yfir landið. Það er umhugsunarefni fyrir þá sem stóðu Hermanni Jónassyni nærri, og eiga þess nú kost að lesa ummæli hans, hver afstaða þeirra er til orða hans. Hvort þeir ætla að fylla þann flokk og eiga aðild að því óláni „að íslenskir menn taki upp baráttu með erlendum öflum móti rétti íslendinga og málstað." Höfundur er þulur. (Kuppershusth) HEIMILISTÆKI Eigum mikiö úrval af þessum glæsilegu heimilistækjum. Eldavélar breidd 50 cm., helluborö, ofnar, gashelluborö o.fl. KUPPERSBUSCH er Vestur-þýsk gæðavara. Okkar verö em hagstæö - Mjög góö greiðslukjör. Gæðavörur í þína þágu. Ut i jý h n. Lækjargötu 22, Hafnarfirði, s. 50022 Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA, afhendir Sigurði R. Gíslasyni, jarðfræðingi, 100.000 korthafa VISA, kort hans ásamt ávísun á 100.000 kr. ferðaúttekt. Auk þeirra eru á myndinni Óskar Hallgrímsson, markaðsstjóri og Margrét Ólafsdóttir, deildarstjóri kortadeildar VISA. 100.000 korthafi VISA í SÍÐASTA mánuði voru rétt 5 ár liðin síðan VISA ísland hóf starfsemi og greiðslukortanotk- un varð almenn hér á landi. Síðan hefúr korthöfiun fjölgað jafiit og þétt, þeir voru 7.500 í árslok 1983,27.500 í árslok 1984,46.000 í árslok 1985, 66.000 í árslok 1986 og 88.000 í árslok 1987. Nú hefur 100.000 VISA-kortið verið gefið út. Kom það í hendur Sigurði R. Gíslasyni, jarðfræðingi, starfsmanni Raunvísindastofnunar Háskóla íslands. Af þessu tilefni ákvað stjóm VISA Islands — Greiðslumiðlunar hf. að veita þessum 100 þúsundasta viðskiptamanni fyrirtækisins ferð- aúttekt að eigin vali, að samsvar- andi fjárhæð, eða 100.000 krónur. Var Sigurði afhent kortið og glaðningurinn í hófi sem VISA hélt ólympíuförum íslands 1988 í Við- eyjarstofu, mánudaginn 5. septem- ber sl. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.