Morgunblaðið - 20.09.1988, Síða 32

Morgunblaðið - 20.09.1988, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20 SEPTEMBER 1988 STJORNARSLIT - VIÐRÆÐUR UM MYNDUN NYRRAR: Steingrímur bjartsýnn eftir fyrsta fundinn Viðræður við Kvennalistann í dag STEINGRÍMUR Hermannsson formaður Framsóknarflokksins segir að hann sé bjartsýnn á að samstarf Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags geti gengið eftir fyrsta fund þessara flokka síðdegis í gær- dag. Steingrímur segir að hann hafi fengið umboð tíl myndunar meirihlutastjómar. Fyrrgreind- ir flokkar hafa ekki meirihluta á þingi og því Iiggur næst fyrir að ræða við forystukonur Kvennalistans. Verður það vænt- anlega gert í dag. Steingrímur vill þó ekki útiloka þann mögu- leika að stjórn þeirra flokka sem ræddust við í gærdag sé til í dæminu ef hún nyti stuðnings Stefáns Valgeirssonar. Af hálfu Framsóknarflokksins sátu þeir Steingrímur og Halldór Asgeirsson fyrrgreindan fund, af hálfu Alþýðuflokksins voru það Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sig- urðsson og af hálfu Alþýðubanda- lagsins þau Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur J. Sigfússon og puðrún Helgadóttir. Ólafur Ragnar Grímsson form- aður Alþýðubandalagsins segir að þessi fundur hafi verið gagnlegur en ýmislegt í tillögum hinna flokk- anna tveggja þyrfti að skoða bet- ur. Hann segir að Alþýðubandalag- ið hefði lagt fram tillögur sínar á fundinum. Þær fela m.a. í sér að frjálsum samningum verkalýðs- hrejrfingarinnar verði aftur komið á, kaupskerðing verði afnumin og matarskatturinn verði tekinn til endurskoðunar. „Við lögðum fram þá tillögu að kannað yrði hvort Kvennalistinn vildi taka þátt í þessum viðræðum til að skapa meirihlutastjóm. Við teljum nauðsynlegt að slíkt sé gert,“ segir Ölafur Ragnar Grímsson. Aðspurður um hvort einhugur væri í þingflokki Alþýðubandalags- ins um að standa í þessum viðræð- um segir Ólafur Ragnar svo vera. Jón Baldvin Hannibalsson var að því spurður hvort hann gæti sætt sig við þá tillögu Alþýðu- bandalagsins að matarskatturinn yrði tekinn til endurskoðunar. Hann segir að þegar menn séu að ræða um breytingar á söluskatti séu menn að ræða um stefnu í §ár- lögum. Það sé reginmunur á því hvort forsætisráðherra í sitjandi ríkisstjóm, sem beitti sér fyrir grundvallarbreytingum á ríkjandi söluskatti, falli allt í einu frá því á síðustu stundu án þess að slíkt leiði til að tekjuöflunarþörf ríkissjóðs væri mætt. Eða hinu í nýjum stjóm- myndunarviðræðum að ræða um skattamál....„Sá sem að vill ræða um það að lækka söluskatt eða breyta virðisaukaskatti og kemur með aðrar tillögur um skatta á móti sem hann getur fært rök fyr- ir að séu réttlátari er svarið eitt. Skattamál em ekki trúarbrögð, þau em reikinsdæmi," segir Jón Bald- vin. Steingrímur Hermannsson segir að fyrsti fundur þessara aðila hafi verið gagnlegur. Á honum hafi menn skiptst á skoðunum um tillög- ur hvors annars en engar endanleg- MorgunblaÆð/Ámi Sæberg Steingrúnur Hermannsson á fúndi Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands á Bessastöðum í gær þar sem honum var falið að mynda meirihlutastjórn. ar ákvarðanir hafi verið teknar. í framhaldi af þessum fundi var ann- ar fundur boðaður með sömu aðil- um klukkan 10.30 í gærkvöldi. Á fundinum í gærkvöldi, sem stóð undir miðnættið, var mönnum- skipt í tvo hópa. Ræddi annar hóp- urinn þær ráðstafnir sem gera verður strax í efnahagsmálum og þau bráðabirgðalög sem samþykkja þarf í því sambandi. Hinn hópurinn ræddi aftur á móti efnivið í stjóm- arsáttmála. Ekkert var gefíð út um þessar umræður þar sem eftir er að ræða málin við Kvennalistann. Morgunblaðið/Júltus Viðræðunefind Alþýðubandalagsins kemur í sjávarútvegsráðuneytið til stjórnarmyndunarviðræðna undir stjóm Steingríms Hermannsson- ar, f.v. Guðrún Helgadóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ólafúr Ragnar Grimsson. Forseti ræddi við formenn þingflokkanna um helgina Morgunblaöið/Þorkell Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins á fúndi með forseta fslands, frú Vigdfsi Finnbogadóttur, f stjómarráðs- Forseti íslands, firú Vigdís Finnbogadóttir, ræddi við for- ystumenn allra þingflokkanna á sunnudag og mánudagsmorgun. Á laugardagskvöldið, eftir að hún hafði fallist á afsagnar- beiðni Þorsteins Pálssonar for- sætisráðherra, var haft sam- band við forystumenn flokk- anna og þeir boðaðir á fúnd forseta í stj óraarráðshúsinu strax daginn eftir. Að auki hef- ur forseti rætt við ýmsa stjóm- málaleiðtoga undanfaraa daga með óformlegum hætti, að sögn Koraelíusar Sigmundssonar for- setaritara. TOgangur forseta var að kanna vilja alþingis. Fyrstur kom á fund forseta, klukkan 10 á sunnudag, Eiður Guðnason formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Steingrímur J. Sigfússon formaður þingflokks Alþýðubandalagsins mætti klukk- an 10.30, og klukkan 11.30 komu Kristín Halldórsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir fulltrúar þingflokks Kvennalistans á fund forseta. Eftir hádegið kom Júlíus Sólnes formað- ur þingflokks Borgaraflokksins kl. 13, Páll Pétursson formaðú? þing- flokks Framsóknarflokksins kl. 13.30 og Ólafur G. Einarsson for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins klukkan 14. Loks mætti Stefán Valgeirsson þingmaður Samtaka um jafiirétti og félags- hyggju í Norðurlandskjördæmi eystra á fund forseta klukkan 10.30 í gærmorgun. húsmu á sunnudag. Að loknum þessum viðræðum boðaði forseti Steingrím Her- mannsson formann Framsóknar- flokksins á fund að Bessastöðum klukkan 12 á hádegi í gær og fól honum umboð t.il myndunar meiri- hlutastjómar. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur höfðu þá þeg- ar náð samkomulagi um aðgerðir í efnahagsmálum og kynnt öðrum flokkum. Eins og fram kemur ann- ars staðar í blaðinu hófust í gær viðræður þessara flokka og Al- þýðubandalags og í dag hyggjast þeir ræða við fulltrúa Samtaka um Kvennalista. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem nú situr sem starfsstjóra til bráðabirgða. Lausnarbeiðni forsætisráðherra Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á laugardag. Hér á eftir fer bréf hans til forseta: „Sjálfstæðisflokkurinn telur brýnt að nú þegar verði gripið til aðgerða til lausnar efnahagsvanda þjóðarinnar. Forsætisráðherra hef- ur því lagt fram ítarlegar tillögur í þessu skyni. Formenn Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks hafa sameiginlega hafnað framlögðum tillögum, án þess að leggja fram t.illögur, sem báðir flokkamir standa að. Jafnframt hafa formenn Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks óskað eftir því við forsætisráðherra að ríkisstjómin segi af sér. Forsæt- isráðherra hefur óskað eftir því við formenn Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks að þeir dragi flokka sína út úr ríkisstjóminni, svo að kostur gefist á að kalla saman Alþingi og leggja tillögumar fyrir það án tafar. Þeirri beiðni hefur verið hafnað. Með tilvísun til framangreindrar afstöðu Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks, sem leiðir til þess að grundvöllur stjómarsamstarfsins er brostinn, leyfí ég mér að leggja til, að þér, forseti Islands, fallist á að veita núverandi ráðuneyti lausn.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.