Morgunblaðið - 07.12.1991, Page 1
104 SIÐUR B/LESBOK
280. tbl. 79. árg.
LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
írak:
200.000
Kúrdar
áflótta
til fjalla
Nikosíu. Reuter.
STARFSMENN Flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna
segja að her Iraks hafi hrakið
200.000 Kúrda á flótta. Fólkið
stefni til fjalla og gera þurfi
tafarlaust ráðstafanir til að
koma í veg fyrir að það fijósi í
hel.
Vetur er genginn í garð á svæði
Kúrda í norðurhluta íraks og
starfsmenn Flóttamannahjálpar-
innar segja að margir flóttamann-
anna, þar á meðal konur og böm,
sofi undir plastábreiðum í fann-
fergi og frosti. Mikill straumur
flóttamanna var einnig til fjallanna
í síðasta mánuði og þá frusu hundr-
uð manna f hel.
Her íraks er sagður hafa hafið
nýja sókn gegn kúrdískum skærul-
iðum og starfsmenn Flóttamanna-
hjálparinnar segja að tugþúsundir
óbreyttra borgara hafi flúið stór-
skotaliðsárásir hersins. írösk
stjórnvöld vísa þessu hins vegar á
bug. Þau segja að Flóttamanna-
hjálpin byggi ásakanir sínar á
„lygaáróðri ” B and aríkj astj órnar,
sem sé mjög í mun að ekki verði
fallið frá refsiaðgerðum gegn írak
vegna innrásarinnar í Kúveit í
fyrra.
Margaret Tutwiler, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
sagði að Bandaríkjastjóm hefði
miklar áhyggjur af þróun mála í
Irak.
Allt að tvær milljónir manna
flúðu að landamærum Iraks að
Tyrklandi og íran eftir að herinn
kvað niður uppreisn Kúrda og shíta
í kjölfar ósigurs íraka í stríðinu
fyrir botni Persaflóa.
Orrustunnar um Moskvu minnst
Reuter
Þess var minnst í Sovétríkjunum í gær að hálf öld er liðin frá því orrustan um Moskvu var háð. Á myndinni
má sjá tvo hermenn bera blómsveig sem lagður var á leiði óþekkta hermannsins. Á eftir þeim gengur
Boris Jeltsín, forseti Rússlands. í Bandaríkjunum er þess minnst í dag að fimmtíu ár eru liðin frá því
Japanir gerðu fyrirvaralausa loftárás á flotastöðina í Pearl Harbour. ^ |jjs 39
Ákall Gorbats.iovs:
Lýðveldin
sjái Moskvu
fyrir mat
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL S. Gorbatsjov Sovét-
forseti hvatti leiðtoga einstakra
lýðvelda til þess að tryggja að
Moskvu bærust þær matvörur
sem heitið hefur verið. Forsetinn
sagði leiðtogum Ukraínu, Hvíta-
Rússlands, Kazakhstans og
Moldovu að höfuðborgin hefði
aðeins til umráða nokkurra daga
birgðir af kjöti, sykri og viðbiti.
Hann sagði hættu á óeirðum ef
ekki rættist úr.
Áður hafði Gorbatsjov átt fund
með Borís Jeltsín Rússlandsforseta
á fimmtudag um að nálæg héruð
sæju borginni fyrir birgðum.
Jeltsín sagði í gær að verðlag á
flestum vörum yrði gefið fijálst 16.
desember en búist er við miklum
verðhækkunum í kjölfar þessa.
Gorbatsjov sagði að komið gæti til
„fjöldamótmæla gegn umbótunum”
ef matvælaástandið yrði þá jafn
slæmt og hann lýsti því núna.
Bandaríkin setja viðskipta-
bann á öll lýðveldi Júgóslavíu
Cyrus Vance teiur minnkandi líkur á að SÞ sendi friðargæslulið til landsins
Sar^jevo, Washington. Reuter.
CYRUS Vance, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna (SÞ),
mótmælti harðlega árásum júgóslavneska sambandshersins á skot-
mörk í Króatíu í gær við Veljko Kadijevic, varnarmálaráðherra
Júgóslavíu. Harðir bardagar brutust út víðs vegar um Króatíu í
gær og sagði Vance það draga úr líkum á að SÞ sendu friðargæslu
sveitir til Júgóslavíu. Bandaríkjastjórn ákvað í gær að selja við-
skiptabann á öll lýðveldi landsins og gengur því lengra en Evrópu-
bandalagið sem einungis beitir Serbíu og Svartfjallaland efnahags-
legum refsiaðgerðum.
Vance sagði stórskotaliðsárás
sambandshersins í gær hryggja
sig' því daginn áður hefðu þeir
Kadijevic borið saman bækur sínar
um hvernig tryggja mætti að
vopnahléssamkomulag Serba og
Reuter
Mannskæður
árekstur
24 bifreiða
Að minnsta kosti sautján
manns biðu bana og tugir
slösuðust í liörðum árekstri
24 bíla skammt frá
basknesku borginni Bilbao í
gær. Skyggni var afar slæmt
vegna þoku þegar slysið varð
og umferðin mikil þar sem í
hönd fór fjögurra daga helgi.
Margir þeirra sem týndu lífi
brunnu í bifreiðunum. Á
myndinni kanna lögreglu- og
slökkviliðsmenn slysstaðinn.
Króata yrði virt.
Króatíska útvarpið sagði að
júgóslavneski sambandsherinn
hefði haldið uppi stórskotaliðsárás
á borgirnar Dubrovnik og Osijek.
Útvarpið sagði að 14 manns hefðu
fallið og 71 særst í árás sambands-
hersins á Osijek í fyrradag. Blaða-
menn sem staddir eru í Dubrovnik
sögðu a.m.k. tvo borgara hafa
týnt lífi í skothríð á borgina í gær
og 15 særst. Upplýsingar stönguð-
ust þó á því talsmaður sambands-
hersins sagði ekkert vera hæft í
fregnum þess efnis að herinn hefði
skotið á Dubrovnik.
Að sögn Tan/ug-fréttastofunnar
kom til harðra bardaga í gær við
borgina Lipik sem er austur af
Zagreb, höfuðborg Króatíu. Þar
hefðu króatískir þjóðvarðliðar látið
til skarar skríða gegn sveitum
sambandshersins.
Vance sagði að raunverulegt
vopnahlé væri ekki komið á í Júgó-
slavíu en það væri megin forsenda
þess að SÞ sendu friðargæslusveit-
ir til landsins. Hann ræddi í gær
við Alija Izetbegovic, forseta Bosn
íu-Herzegovínu, og leiðtoga Serba
og Króata þar um möguleika á
að senda þangað friðargæslusveit-
ir til að koma í veg fyrir að upp
úr syði milli þjóðarbrotanna. Izet-
begovic og Stjepan Kljujic, leiðtogi
Króata, voru því fylgjandi en Serb-
inn Radovan Karadzic léði ekki
máls á því.
Franjo Tudjman, forseti Króa-
tíu, sagði í gær að með því að
neita að viðurkenna sjálfstæði
Króatíu stuðluðu Bandaríkjamenn
að enn hatrammara stríði í land-
inu.
Grænlend-
ingar opna
jólamiðstöð
Nuuk. Reuter.
GRÆNLENDINGAR opnuðu
í gær fyrsta áfanga jólamið-
stöðvar í Nuuk, sem verður
starfrækt allt árið.
Grænlensk fyrirtæki og land-
stjórnin hyggjast verja um 115
milljónum ISK í miðstöðina og
stefnt er að því að veltan verði
rúmur milljarður ÍSK á ári.
Búist er við að gestirnir komi
einkum frá Bandaríkjunum og
Japan með leiguflugvélum.
í fyrsta áfanganum er veit-
ingahús, sem kennt er við hrein-
dýr jólasveinsins, verslun þar
sem seldir verða handunnir
munir og sýningarsalur. Bygg-
ingin verður alls 1.000 fermetr-
ar og stefnt er að því að ljúka
henni fyrir þarnæstu jól. í
byggingunni verður m.a. smiðja
jólasveinsins og boðið verður
upp á ferðir með sleðum, sem
hreindýr draga.