Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1991, Blaðsíða 10
10 MOKGL’NBI,AÐIÐ. LAUGARDAGUR 7(1 ÐESEMBER 1991 TEKIST A VIÐ HEGOM- ANN OG BLEKKINGUNA Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Olafur Jóhann Ólafsson: Fyrir- gefning syndanna. Vaka-Helga- fell 1991. Þótt undarlegt megi heita eru langar skáldsögur enn samdar (Fyrirgefn- ing syndanna er 286 bls.) og virðast eiga erindi. Nokkuð hefur borið á því, ekki síst í Bandaríkjunum, að alvörugefnir höfundar hafa freistað þess að gæða sögur sínar spennu í anda metsöluhöfunda, en sumir hafa þann eiginleika að geta sameinað þetta tvennt: markverðan skáldskap og æsilegan söguþráð. Á því fer vissulega oft vel hvað sem öðru líð- ur, til dæmis því fyrirbrigði sem nefnt er boðskapur og ber stundum sögur ofurliði. Með Fyrirgefningu syndanna hef- ur Ólafur Jóhann Ólafsson skrifað læsilega skáldsögu án þess að grípa að ráði til fyrrnefndra bragða, en hann er stundum ansi nærri þeim mörkum sem aðskilja' spennusögu og bókmenntaverk. Fyrirgefning syndanna er tví- mælalaust besta bók Ólafs Jóhanns til þessa og gefur fyriheit um enn árangursríkari glímu höfundarins við mannlegt eðli og samfélag. Pétur Pétursson, söguhetja Ólafs Jóhanns Ólafssonar, segir þegar hann á skammt eftir ólifað að synd- ir sínar verði ekki fyrirgefnar, hann biðji ekki um fyrirgefningu og fyrir- gefi ekkert sjálfur. Lífsskoðun hans er í anda Predikarans. Allt er hég- ómi. Glæpurinn sem er þungamiðja sögunnar er að baki. Pétur gælir við kaldhæðnina í íbúð sinni í New York, en eitthvað virðist eftir af tilfinning- um í honum, eftirlát kona og góður matur freista hans enn. Hann hefur að loknu viðburðaríku lífi skilið eftir sig handrit, ævisögu sína sem ungur landi hans býr til prentunar. Saga Péturs Péturssonar hefst á borgaralegu heimili í Reykjavík, nánar tiltekið í nágrenni Tjarnarinn- ar. Lýsing á heimilishögum vekur grun sem ekki verður annað en grun- ur um „djarfa” sögu. Það ber þó ekki að harma. Það eru góðir kaflar um líf skóla- Byggingarlóð til sölu á besta stað við Sjávargötu á Álftanesi. Upplýsingar í síma 650836. 120 fm íbúðir til sölu Á veðursælum staó í Grafarvogi eru til sölu íbúðir, sem henta vel eldra fólki. Góðar suðursvalir. Stórar stofur. Sérþvottahús og bílskúr. íb. eru til sýnis fullbúnar. Örn Isebarn, húsasmíðameistari, sími 31104. 21150-21370 LARUS Þ, VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÓRI KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. löqgiltur fasteignasali Til sölu á fasteignamarkaðinn eru að koma m.a. eigna: Lítið einbýlishús í austurborginni Járnklætt timburhús tæpir 80 fm nettó með 3ja herb. íb. Nokkuð endurbætt. Góð lán 3,7 millj. Verð aðeins kr. 5,5 millj. Ný og glæsileg 1 herb. íbúð á 4. hæð við Vindás. Parket. Suðursv. Laus strax. Áhv. um kr. 1,8 millj. gott húsnæðislán. Verð kr. 3,8 millj. Mismuninn má greiða með mánaðargreiðslum. Nýlegt einbhús - hagkvæm skipti Á útsýnisstað við Jöldugróf, steinhús ein hæð 132 fm. 4 svefnherb. Nýtt parket. Kjallari 132 fm. Mjög gott vinnu- og íbúðarhúsnaeði. Bílskúr 49 fm. Margskonar eignaskipti möguleg. Góðar íbúðir - lausar strax Nokkrar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir m.a. við Fellsmúla, Arahóla, Snorrabraut, Hraunbæ, Gautland, Kleppsveg og Snorrabraut. Teikning- ar fyrirliggjandi. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Við sjávarsfðuna í Hafnarfirði Nýtt og glæsilegt steinhús. Aðalhæð séríbúð. Tvöföld stofa, 5 svefn- herb., bað og gestasnyrting. Á jarðhæð séríb. um 100 fm 2ja herb., mjög góð. Bílskúr 59 fm. Ræktuð lóð i fögru umhverfi. Eignaskipti möguleg. Rétt við nýja miðbæinn 3ja herb. góð íb. á 3. hæð rúmir 80 fm. Sólsvalir. Ágæt sameign. Bílskúr í smíðum. Stór og góð í lyftuhúsi 4ra-5 herb. íb. ofarlega í lyftuhúsi við Hrafnhóla. Mikil og góð sam- eign. Húsvörður. Tilboð óskast. Rétt við höfnina Ný endurbyggð 1 herb. íb. í lyftuhúsi við Tryggvagötu. Suðursvalir. Vinsæll staður. Góð greiðslukjör. Fjöldi fjársterkra kaupenda Leitum að góðri 2ja herb. íb. í Vesturborginni. Rétt eign borguð út. Ennfremur óskast góð 90-100 fm íb. á 1. eða 2. hæð miðsv. í borginni. Þá leitum við og að góðu raðhúsi í Seljahverfi eða Mosfellsbæ með 5 svefnherb. • • • Opiðídagkl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 14. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAtAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 fólks í Reykjavík, ástir þess og drauma. Leið söguhetjunnar liggur til Kaupmannahafnar. Þar gerist stór hluti sögunnar, en New York (að því mér sýnist lítt kunnur stað- háttum í Bandaríkjunum) er líka fy rirferðarmikil. Kunnáttusamlega er títt skipt um svið, stundum í miðj- um köflum. Þetta getur eflaust trufl- að suma við lestur skáldsögunnar, en gengur að mínu viti ágætlega upp. Það er í Kaupmannahöfn sem „glæpurinn” á að hafa átt sér stað. Undanfara hans er nákvæmlega lýst, en hernám Þjóðvetja ræður þar úrslitum. Vonlítil ást Péturs á ís- lenskri stúlku, átök milli þeirra og þess sem stúlkunni er frekar að skapi, gæðir söguna spennu. í heild sinni er lýsingin á Kaup- mannahafnardvöiinni einum of dauf- leg þrátt fyrir tilþrif. Sú mynd sem dregin er upp er hefðbundin, bætir litlu við lýsingar þessa tímabils. Þótt Fyrirgefning syndanna geti ekki tal- ist hefðbundin skáldsaga í venjuleg- um skilningi verður hin „epíska” til- hneiging höfundarins til þess að girða fyrir að hann komi verulega á óvart með sögunni. Galli er hjá höfundi sem náð hef- ur greinilegum þroska að nota tilbú- in orðatiitæki á stöku stað þegar meiri frumleiki sakaði ekki. Dæmi um þetta eru nokkur, en sem betur fer ekki mörg. Þegar sagt er um Ólafur Jóhann ÓJafsson ferð yfir hafið á stríðstímum að „skipalestin hlykkjast eins og ormur eftir svörtum haffletinum” kemur manni í hug hve oft er búið að nota þessa dauðu samlíkingu. Betra hefði verið að sleppa onninum Aftur á móti nær höfundur oft góðum árangri í einfaldri frásögn eins og í eftirfarandi mynd ham- ingju ungs fólks sem hefur átt stefn- umót og er fullt af eftirvæntingu: „Jörðin býr sig undir nætursvefn. Bændurnir halda heim af ökrunum. Þú brosir til mín í ljósinu sem kemur titrandi gegnum lauf tijánna. Á þessari stundu líður engum í víðri veröld betur en mér.” Áhugi söguhetjunnar á víni og víntegundum er tíundaður í sög- unni, stundum í lengra máli en nauð- synlegt er. Vissulega á þetta að segja eittvað um persónu Péturs Péturssonar, sérvisku hans meða! annars, en nú er svo komið að erfitt er að komast í gegnum skáldsögur (einkum reyfara) án þess að verða vínfróðari og endalausar lýsingar á mat og matseðlum bætast stundum við. Ólafur Jóhann ólafsson segir yf- irleitt frá á hófsaman hátt og í Fyrir- gefningu syndanna hefur hann hug- að vel að byggingu sögunnar. Eins og best fer á er hér um „unnið” skáldverk að ræða, enga fljótaskrift. Vera má að mönnum þyki sögu- lokin ekki nógu dramatísk eftir allt það sem á undan er gengið. Þegar hugleiðingin um blekkingu lífsins tekur við á síðustu blaðsíðu stangast hún ekki á við yfirlýsinguna um hégómann á fyrstu síðu. Lausn sög- unnar er því síður en svo reyfaraleg, snöggsoðin. Pétur Pétursson er einn þeirra manna sem komast áfram í viðskipt- um án þess að það út af fyrir sig veiti þeim allt sem lífið hefur að bjóða. Við persónugerð hans er lögð mest rækt hjá höfundinum, en hún verður ekki mjög sannfærandi því að við höfum áður kynnst mönnum af þessu tagi í verkum annarra höf- unda. Þetta merkir þó ekki að Ólaf- ur Jóhann sé beinlínis ófrumlegur höfundur. Betur heppnast að lýsa persónu- gerð Péturs á yngri árum, Pétur gamall verður einum of staðlaður. Sama er að segja um margar auka- persónur sögunnar þótt líf kvikni með sumum þeirra, ekki síst kaup- sýslumanninum föður Péturs. Andrúm sögunnar situr eftir í huga lesandans, vissir þættir hennar verða eftirminnilegir. Það er líka góðs viti þegar höfundar skirrist ekki við að velja sér vandasöm verk- efni. ináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Nú í skammdeginu þykir um- sjónarmanni við hæfi að hefja þátt á sumarstemningu. Þetta er sjaldgæflega myndræn lýs- ing, en því miður er mér ekki kunnugt um höfund né aðdrag- anda. Augljóst má þó vera, að þegar eftirfarandi vísa var kveð- in, hefur verið logn á jörðu, glertært loft, morgunn dags, hásumar og — ja, vísan lýsir því: Eina sé ég á í ull, tvö lömb eru undir henni. Sólin gyllir fjallahring Flatur liggur Elíasar svörður. Orðið svörður (ekki mór) beinir mér í höfundarleit frá suðri til norðurs. Fyrsti undirflokkur ö-stofna er jö-stofnar. Þar í flokki skjót- ast upp vandamál vegna ýrnissa breytinga sem beyging orða og kynferði hafa tekið í aldanna ráðs. Helsta einkenni jö-stofna er j á undan a og u í beyging- unni; þetta j sést alltaf í allri fleirtölunni og einnig í eignar- falli eintölu, hvernig sem annað veltist. Dæmið um jö-stofna: Guðný, mær, ey, fit, skel. Tökum auðveldasta kostinn og beygjum skel: Eintala skel-skel-skel- skeljar og fleirtala skeljar- skeljar-skeljum-skelja. Þessi beyging er rótgróin og staðföst. Við létum aldrei út úr okkur *skelamoIi eða *skelaskrímsli fyrir skeljamoli og skelja- skrímsli. Þegar Guðmundur Arason (góði; 1160-1237) komst í sjávarháska ungur, „var fótur- inn brotinn á bátsborðinu svo smátt sem skeljamoli og horfðu þangað tær sem hæli skyldi”. Kvenheiti, sem enduðu á ný, voru að því leyti frábrugðin orð- inu skel, að ju-endingin kom strax í þolfalli eintölu og hélst í þágufallinu, en samheitið ey fékk fyrst ju-endingu í síðar nefnda fallinu. Nú hafa kven- mannsnöfn, sem enda á ey, svo sem Bjartey og Bjargey, alveg lagað sig að beygingu Signýjar. Áður en ég hef mig upp í að fjalla um erfið orð, eins og mær og þír (mey og þý), ætla ég að telja upp flest þau orð sem telj- ast til jö-stofna. Eins og skel beygjast (ef þau hafa þá ekki álfast yfir í hvorugkyn sem ég mæli ekki með); ben (=sár), dys, egg (á vopni), fit, fles (=flatlendi), il, klyf, kyn (=und- ur, sbr. „Ekki er kyn, þó kerald- ið leki nyt; í Pilti og stúlku mátti ekki hnappsitja ærnar, því að þá datt úr þeim nytin (mjólk- in). I fleirtölu eru jafnan höfð drefjar, t.d. blóðdrefjar, dreggjar (=botnfall), kenjar (=keipar), menjar, menn bera einhvers menjar, minjar, svo sem fornminjar, refjar (=vífí- lengjur). Glámur vildi hafa mat sinn og engar refjar. Og í stað þess að halda áfram beyginga- fræðinni í dag, skýt ég hér inn lýsingunni á Glámi: „Hann var ósöngvinn og trúlaus, stirfinn og viðskotaillur. ÖUum var hann hvimleiður.” Ósérhlífni í öllum vanda er bezta óskin öðrum til handa. (Piet Hein/Helgi Hálfdanarson) ★ Forliðurinn Sig- í mannanöfn- um var algengur að fornu. Hann mun hafa táknað orustu eða sig- ur í slíkri viðureign. Hermanns- heiti og valkyijunöfn hefur þótt hæfilegt að hefja á þessum for- lið. E.H. Lind hefur milli 40 og 50 vesturnorræn nöfn fyrir 1500 sem hefjast á Sig-, bæði karla og kvenna. Af þessum nöfnum kom Sigurður oftast fyrir í les- máli, svolítið hagrætt til skiln- 618. þáttur ingsauka væri það Sigvörður eða Sigvarður, enda er síðari gerðin til sem sjálfstætt heiti. Minna má svo til mótvægis á kvenheitið Sigvör. Snemma urðu og til kvenna- nöfn — en ekki karlanöfn — með forliðpum Sig(u)r-. Dæmi slíkra nafna eru Sig(u)rdrífa og Sig(u)rfljóð sem eru ævagömul. Hvernig var þetta svo orðið 1703? Þá hefjast fjögur íslensk kvenheiti á Sig-, en átta á Sig- ur-. Ekkert íslenskt karlmanns- nafn byijar enn á Sigur-, en sex á Sig-. Leið svo tæp öld þar til mikil breyting varð á þessu. í manntalinu 1801 heitir einn íslenskur karlmaður, tveggja ára drengur, nafni sem hefst á Sig- ur-. Sá var Sigurbjartur Guð- mundsson á Ægissíðu í Þverár- hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. En nú var ísinn brotinn, og 44 árum seinna, 1845, eru orðin til 13 karlmannsnöfn sem hefjast á Sigur-, algengust Sigurbjörn, Sigurgeir og Sigurjón. Að því er best verður séð, eru þau öll fundin upp í Þingeyjarsýslu. Sóknin hélt áfram sleitulaust og árið 1910 voru karlheiti með Sigur- að fyrri lið orðin 53, sum mjög algeng. En misvel tókust þessar samsetningar, og sumar hafa ekki þóknast mönnum til langframa. Sum nöfnin voru enda þrísamsett eins og Sigur- steindór. Hlymrekur handan kvað: Veiddi ég einn af vörgum (gamm) veittist þá hressing mörgum (dramm). Æddi um fjall . (veg) aldrei skall (ég) en Ölafur reið með björgum (framm).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.