Morgunblaðið - 07.12.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 07.12.1991, Síða 16
I MQRGUNBLAÐIÐ'LAUGARDAGUR 17. 'DESEMRER lÖðl Lífsbarátta dýranna Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson David Attenborough: Lífsbarátta dýranna. Þýðandi: Gissur O. Erl- ingsson. Skjaldborg 1991. Ný dýrabók er komin út eftir David Attenborough. Attenborough er kunnur maður hér á landi fyrir sjónvarpsþætti sína og bókina Lífið á jörðinni sem verið hefur góður heimilisvinur á mörgum heimilum. Um þessar mundir eru að hefjast sýningar í íslenska sjónvarpinu á einni slíkri þáttaröð. Lífsbarátta dýr- anna nefnast þættirnir sem upphaf- lega eru gerðir fyrir BBC. Hin nýja dýrabók ber sama nafn og sækir efnivið í sama sjóð. Bókin skiptist í 12 meginkafla. Hver þeirra fjallar um sinn þáttinn í lífsbaráttu dýranna. Þannig fjallar fyrsti kaflinn um fæðingu eða að- komu, hinn næsti um vanda uppvaxt- arske'iðsins, þá er kafli um fæðuöfl- un, annar um veiðar og flótta, kafli er um ratvísi dýra, hvernig þau rata rétta leið heim, og fjallað er um heim- ilislíf dýranna og sambúð mismun- andi dýrategunda. Einnig er sjónum beint að innbyrðis átökum dýra- tegunda, vinum og andstæðingum. Þá eru kaflar um tjáskipti, makaval og viðhald kynstofnsins. í bókinni er hafsjór upplýsinga um atferli ólíkustu dýrategunda. Margt er þar athyglisvert og ótrúlegt og ljóst er að vísindamenn hafa þurft að leggja ýmislegt á sig til að afla þeirra. Attenborough byggir vita- skuld ekki á eigin athugunum einum enda getur hann fjölda fræðimanna sem veittu honum aðstoð í efnisöfl- un. Dýrarannsóknir eru þolinmæðis- starf og í inngangi segir Attenboro- ugh frá rannsókn Christophe Boesch, svissnesks dýrafræðings, sem athug- aði simpansa í þéttum skógum Fíla- beinsstrandarinnar í Vestur-Afríku. Það tók Christophe fjögur ár að fá apahópinn sem hann athugaði til að venjast sér svo að þeir hegðuðu sér eðlilega með hann í nánd. Nokkur ár í viðbót liðu þar til hann fór að þekkja einstaklinga hópsins í sundur. En þá fór árangur af atferlisrannsóknunum að koma í Ijós. Bygging bókarinnar er nokkuð í anda sjónvarpsþáttanna. Fyrsti þátt- urinn samsvarar þannig fyrsta kaf- lanum. Efninu er raðað út frá ákveðnu þema. Fjölmörg dæmi eru rakin um atferli hinna ýmsu dýra- tegunda, t.a.m. í upphafi lífs eða við fæðuöflun. Þetta leiðir óhjákvæmi- lega til þess að upplýsingamar verða dálítið brotakenndar en raunar sýnist mér þessi háttur vera viðtekin venja í sjónvarpsþáttum og ritum um náttúrufræðileg efni sem ætiuð eru almenningi. Mér fínnst þetta raunar ekki koma að verulegri sök. Fjöldi fagurr^ ljósmynda prýðir bókina. Þær eru á margan hátt nauð- synlegar til skýringar á ýmiss konar hegðun dýra sem lýst er í bókinni. Margt forvitnilegt er í þessari bók og vitaskuld er ekki nokkur leið að gera því öllu skil í stuttum ritdómi. Einna athyglisverðust þykir mér þó lýsing Attenboroughs á leirmótun dýranna og margvíslegri híbýlagerð, hvort sem um er að ræða leirflösku- gerð vespa, undarlega hlera á hreiðri risahlerakóngulóarinnar eða fágaða David Attenborough hrauka termíta sem hafa jafnvel flók- ið loftræstikerfi með kæliþynnum. Megináhersla Attenboroughs sýn- ist mér beinast að því að sýna fram á að lífsbarátta dýranna snúist um það fyrst og síðast „að skila einhveij- um hluta af sjálfum sér áfram til næstu kynslóðar” (s. 309). Til að ná þessu takmarki leggi dýrin á sig alls konar þrengingar og sigrist á marg- víslegum erfiðleikum. Þýðandi bókarinnar er Gissur Ó. Eriingsson. Texti hennar er læsilegur og ágætlega lipur. Yfirleitt eru heiti hinna aðskiljanlegustu dýrategunda á íslensku. Aftast er svo atriðisorða- skrá og þar er að finna latnesk heiti flestra tegundanna. Franz Kafka Sögur eftir Kafka BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út bókina í refsiný- lendunni og fleiri sögur eftir tékkneska rithöfundinn Franz Kafka (1883-1924). Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þor- valdsson þýddu sögurnar og rita eftirmála að bókinni. Útgefandi kynnir bók og höfund þannig á kápu: „Franz Kafka hefur hlotið fá- dæma frægð fyrir skáldsögur sínar, einkum Réttarhöldin, en smásögur hans eru þó síst veigaminni þáttur í höfundarverki hans. Við þær lagði hann mesta rækt. I þessari bók eru 42 sögur, marg- breytilegar að efni og formi, sem hann lét sjálfur birta á prenti. Flest önnur verk hans voru gefin út að honum látnum. Smásögur Kafka eru einstæðar í heimsbókmenntunum vegna óvenjulegs innsæis í mannlega til- vist og vegna hins sérkennilega frá- sagnarmáta sem leiðir lesandann gjarnan á óvæntar slóðir þar sem hann gengur heillaður milli raun- sæis, dular, táknsæis og fantasíu en stendur undrandi að leiðarlok- um.” í refsinýlendunni og fleiri sögur er 248 blaðsíður að stærð. Prent- >miðja Hafnarfjarðar vann bókina. gústína Jónsdóttir gerði kápu, en æikningar á kápu og titilsíðum eru eftir Franz Kafka. Frönsk og þýsk gœöa heimitístœki á góöu veröi £«=«.«_ Kaffivél 8942 12 bolla, 1300 w clropa stoppari. kr. 3.590 tcfal Brauörist 8771 fyrir 3 sneiðar ® ristar • hitar • ristar og hitar. ismet Vöfflujárii 682 G með hitastilli. kr. 3.725 kr. 4.590 tefal Gufustraujám 1418 rofi fyrir meiri gufu og úða. kr. 3.794 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND SamlokugriU 3970 fyrir tvær samlokur. kr. 3.993 BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 8. Sími 38820 ismet Eggjasuðutæki EK 6l4 fyrir 7 egg. kr. 1.774 UMBOÐSMENN UM ALLTLAND < ( ( ( ( ( ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.