Morgunblaðið - 07.12.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991
29
EITT SLYS ENN
eftir Þorgrím
Halldórsson
Enn einu sinni hefur orðið dauða-
slys í umferðinni á Reykjanesbraut.
Enn einu sinni er maður á besta aldri
hrifinn á braut frá fjölskyldu sinni
og mætur þjóðfélagsþegn hverfur af
vettvangi langt um aidur fram.
Nú var það hann. En það hefði
getað verið hver okkar sem er sem
að staðaldri ökum þessa hættulegu
leið.
Hætturnar leynast allstaðar. Frá
lausagangsfé sem stekkur fyrirvara-
laust inn á veginn og í veg fyrir bif-
reiðar, frá hálkublettum sem mynd-
ast fyrirvaralaust, frá vindhviðum
sem kasta bifreiðum til og frá að
ónefndum hjólförum fullum af vatni
sem fleyttu til skamms tíma stjórn-
lausum bílunum um veginn. Til allrar
hamingju hafa verið framkvæmdir í
sumar sem vonandi lagfæra það
ófremdarástand — að minnsta kosti
um tíma.
Já, hætturnar eru margar og
margvíslegar og aldrei verður hægt
að útiloka þær allar. En ýmislegt
má gera til að draga úr þeim, Reykja-
nesbúar og aðrir þeir sem nota braut-
ina hafa árum saman barist fyrir því
að brautin væri tvöfölduð og benda
réttilega á að með því hefði mátt
koma í veg fyrir mörg alvarleg um-
ferðarlys, auk þess sem umferðar-
þungi er þar orðin svo mikill að nú-
verandi braut annar honum varla á
álagstímum. Líklega er Reykjanes-
brautin ijölfarnasti þjóðvegur lands-
ins þar sem um 7.000 bifreiðar aka
þar að jafnaði á dag. Margar þeirra
eru stórar áætlunar- og vörubifreiðar
sem mynda sogstrók í kringum sig
sem getur verið stórhættulegur litl-
um og léttum bílum sem mæta þeim.
Þegar rætt er um breikkun
Reykjanesbrautar eru svörin að jafn-
aði þau að ijárhagur ríkisins leyfi
ekki slíkar framkvæmdir. En nú
flytja ijölmiðlar þær fréttir að hafin
sé vinna við gerð jarðganga á Vest-
fjörðum sem þjóna eiga 6.000 manna
byggð og eiga göng þessi að koma
í stað vega sem hafa að jafnaði
80-100 bifreiða umferð á dag. Kostn-
aðaráætlun verksins var 3,9 milljarð-
ar og enda þótt tilboðið í jarðganga-
Þorgrímur Halldórsson
gerðina væri allnokkru lægra er þess
að vænta að kostnaður nálgist upp-
haflega áætlun ef taka á tillit til
reynslunnar af opinberum fram-
kvæmdum hér á landi.
Kostnaður við tvöföldun Reykja-
nesbrautar sem flytur nú um 7.000
bifreiðar á dag hefur hins vegar ver-
ið áætlaður um einn milljarður króna
eða fjórðungur holanna í gegnum
fjöllin fyrir vestan.
Þar sem fé til vegaframkvæmda
er takmarkað hljóta menn að spyrja
hvað ráðí þeirri forgangsröðun sem
hér kemur fram.
Hvað þurfa mannslífin sem tapast
að verða mörg áður en þingmenn
kjördæmisins taka til hendinni og
heíja baráttu fyrir þessari fram-
kvæmd?
Reykjanesbrautin er ekki einungis
aðalsamgönguæð heimamanna held-
ur er hún braut allra landsmanna
þar sem hún er eina leiðin til og frá
alþjóðaflugvellinum og mun verða
eina flutningsæðin að væntanlegu
álveri í Keilisnesi.
Það væri vonandi að við sæjum
nú hvaða dugur býr í þingmönnum
kjördæmisins ef þeir legðust allir á
eitt við að koma þessu þarfaverki í
framkvæmd.
Höfundur er starfsmaður á
Keflavíkurflugvelli sem ferðast
um Reykjanesbrautina daglega.
Nýjar sendingar af glæsilegum sófasettum með leðri eða áklæði.
Hornsófar 2 + horn + 3.
Leður á slitflötum.
Einnig ný sending af hornsófum
með áklæði.
Einstaklega hagstaett veró
Einnig mikið úrval af hvíldarstólum og sjónvarpsskápum.
Opió
i dag frá
kl. 10-16
Armúla 8, símar 81 22 75 og 68 53 75.
Merrild setur brag
á sérhvern dag
Langar þig í
fallega kaffídós ?
Merrild kaffið er afar vinsælt og
það á sér góðar og gildar ásæður:
Hin frábæra fylling og mýkt í
bragðinu helst lengur í munni en þú
átt að venjast. Kaffið er dijúgt og
milt en aldrei rammt eða súrt. Það
leynir sér ekki að það er blandað og
brennt úr heimsins bragðbestu
kaffitegundum frá Kólombíu, Brasilíu
og Mið-Ameríku.
Góð kaffiráð
Gott hráefni er aðalsmerki Merrild
kaffisins og mjúki pokinn tryggir aö
gæðin haldist svo að þú færð alltaf
sama ilmandi kaffið og frábæra
kaffibragðið.
Tæmdu aldrei pokann í dós. Settu
kaffipokann ofan í Merrild kaffi-
dósina. Þannig kemst hvorki
súrefni né birta að
kaffinu og
ilmurinn,
bragðið og
ferskleikinn
haldast til síðasta .
dropa.
Klipptu strikamerkið af rauða
Merrild pakkanum og fáðu
kaffi-dós eins og þá sem þú
sérð hér til hliðar.
Allt sem þarf að gera er að
geyma strikamerkin af 6
pökkum af rauðum Merrild 500
gr. og senda til okkar. Þá
sendum við þér Merrild kaffidós
þér að kostnaðarlausu. Einnig
getur þú skipt strikamerkjunum
í peninga ef þú vilt ekki
kaffidósina.
2 strikamerki = 40 kr.
4 strikamerki = 80 kr.
6 strikamerki = 120 kr.
't
I
f/
Já, takk.
□ (krossið við) ég vil gjarnán fá eina Merrild kaffi-
dós og séhdi hér með 6 strikamerki af rauðum Merrild
500 gr.
ö (krossið við) ég vil gjaman fá greitt fyrir meðfylgjandi
'_______________stk. strikamerki samtals________________kr.
Hámark 1 umslag og 6 strikamerki á heimili.
Nafn________
Heimilisfang
Póstnr./bær_
Umslagið sendist til Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124 Reykjavík.
Síðasti innsendingar-
dagur er 31. janúar
1992.
701037
28 90
3234
Svona lítur strikamerkið
út. Þú finnur það aftaná
rauðum Merrild pakka.
Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124 Reykjavík.
í