Morgunblaðið - 07.12.1991, Síða 35

Morgunblaðið - 07.12.1991, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 35 Sigrún Magnúsdóttir: Yfirdráttur borgar- innar vaxið um millj- arð á fimm mánuðum Fullyrðingar um slæma stöðu gróf- lega orðum auknar, segir borgarsljóri NOKKRAR umræður urðu um lántökur og fjármagnskostnað borgar- sjóðs á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Að sögn Sigrúnar Magnús- dóttur hefur skuldin á yfirdrætti borgarinnar hjá Landbankanum vaxið um rúman milljarð á fimm mánaða tímabili, frá júní til nóvem- ber. Sigrún sagðist hafa bent á versn- andi stöðu borgarinnar í júní sl. þeg- ar ársreikningar borgarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 1990 hefðu verið til umræðu. Meirihluti sjálf- stæðismanna hefði hins vegar sagt henni að það væri á misskilningi byggt að staðan yrði áfram svo slæm þar sem borgin væri að fá inn þjóð- vegafé þ.e. að ríkið borgaði þjóðvegi í þéttbýli. Það skuldabréf upp á 772 milljónir kom inn á hlaupareikning borgarinnar í júlí og var staðan á reikningnum þá 890 milljónir í yfir- drætti. 1 nóvember hefði yfirdráttur- inn hins vegar verið kominn upp í 1,9 milljarð króna þannig að á fimm mánuðum hefur yfirdrátturinn hjá borginni aukist um milljarð. í bókun frá borgarfulltrúum Nýs vettvangs sagði að komið hefði í ljós að kostnaður af yfirdrætti á hlaupa- INNLENT reikningi hefði vaxið jafnt og þétt síðustu ár. Vaxtagreiðslur af yfir- drættingum væru nú samkvæmt fjárhagsáætlunargögnum taldar verða 280 milljón krónur á yfirstand- andi ári eða nær þrisvar sinnum hærri en framreiknaðar vaxta- greiðslur yfirdráttar hefðu orðið árið 1988. „Mál er að linni óhóflegum lántök- um borgarsjóðs af þessu dýrasta lánsformi bankakerfisins en meðal- prósenta hlaupareikningsvaxta var 21% á tímabilinu 1. janúar tii 31. oíctóber 1991,” sagði í bókun Nýs vettvangs. Markús Örn Antonsson óskaði bókað á fundinum að Reykjavíkur- borg leitaðist jafnan við að fá hag- stæðustu vaxtakjör í viðskiptum við Landsbankann en væri að sjálfsögðu háð ákvörðun bankastjórnarinnar þar um. Reykjavíkurborg hefði mjög sterka stöðu fjárhagslega og afl til fjölþættra framkvæmda auk um- fangsmikils reksturs. Borgarstjóri sagði að skuldir borgarinnar sem hlutfall af tekjum ársins væru langt- um lægri en almennt gerðist hjá bæjarfélögum í landinu og fullyrð- ingar minnihlutans um slæmt ástand í ljármálum hennar því gróflega orð- um auknar. Borgarstjórn: Samþykkt að stuðla að fækkun slysa á skíðafólki TILLAGA frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks uni að fela fulltrúa borgarstjórnar í Blá- fjallanefnd að leggja áherslu á aðgerðir, sem fækkað gætu slysum hjá skíðafólki, var sam- þykkt samhljóða á fundi borg- arstjórnar í fyrrakvöld. Tillögunni fylgdi greinargerð þar sem fram kom að aðgerðirnar yrðu fólgnar í aukinni skíða- kennslu, koma þyrfti upp ráð- leggingar- og eftirlitsstöð á fjöl- mennum skíðastöðum þar sem gefnar yrðu leiðbeiningar um út- búnað og hann lagfærður og loks að betra eftirlit yrði haft með skíðalyftum. Júlíus Hafstein sem mælti fyr- ir tillögunni lagði áherslu á að erlendar rannsóknir hefðu leitt í Ijós að fækka mætti slysum á skíðafólki með þessum aðgerðum. Tillaga um breytta land- notkun í Geldinganesi felld BORGARFULLTRÚAR Nýs vettvangs lögðu til á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld að sú breyting yrði gerð á samþykktu Aðalskipulagi Reykja- víkur 1990-2010 að landnotkun í Geldinganesi yrði breytt úr íbúðar- svæði í athafnasvæði og að fiskimjölsverksmiðju yrði ætlaður staður á athafnasvæði þar. Tillagan var felld með tíu atkvæðum meirihluta Sjálf- stæðisflokks m.a. með þeim rökum að þegar væri búið að samþykkja í Aðalskipulagi Reykjavíkur að reisa svæðinu. Tillögu borgarfulltrúa Nýs vett- vangs fylgdi greinargerð þar sem m.a. voru nefnd þau rök að Geldinga- n'es væri í mjög góðum tengslum við fyrirhugaðar aðalsamgönguæðar höfuðborgarinnar bæði á sjó og landi. Svæðið væri í talsverðri fjarlægð frá fyrirhugaðri íbúðabyggð en það eitt og sér skapaði aukið svigrúm fyrir hugsanlega atvinnustarfsemi og veð- urfarslega væri svæðið hagstætt fyr- ir grófari atvinnustarfsemi sem hugsanlegt væri að fylgdi t.d. hávaði og lyktarmengun. í Geldinganesi væru ríkjandi austlægar vindáttir sem gera myndu það að verkum að hugsanleg lyktarmengun bærist á haf út en ekki inn yfir byggð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði vinnubrögð fulltrúa Nýs vettvangs einkennileg þar sem engar athuga- semdir eða ábendingar hefðu komið 5000 til 6000 manna íbúðabyggð á frá þeim um þetta efni þegar Aðal- skipulag 1991-2010 hefði verið sam- þykkt í borgastjórn þrátt fyrir að upplýsingar hefðu þá legið fyrir í langan tíma um nýtt starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðjuna í Örfirisey. Vilhjálmur sagði Geldinganes vera eitt glæsilegasta byggðasvæði í borginni og fráleitt væri að fella nið- ur 5000 til 6000 manna íbúðabyggð til að setja þar upp eina verksmiðju. Hann nefndi að lokum að höfnin í Örfirisey væri eina fiskihöfnin í Reykjavík þar sem höfnin í Eiðsvík væri hugsuð sem flutningahöfn. Það væri því bæði eðlilegt og skynsam- legt að verksmiðjan væri í góðum tengslum við fiskihöfnina. Katrín Fjeldsted benti á varðandi rekstur fiskimjölsverksmiðjunnar að í drögum að starfsleyfi væri gengið út frá því að ekki yrði um lyktarm- engun að ræða. Borgarstjórn skorar á stjórnvöld: Fé verði varið til uppbygg- ingar heilsugæslustöðva TILLAGA um að borgarstjórn skori á rikisstjórnina að beita sér fyrir því að á fjárlögum ársins 1992 verði varið fé eða a.m.k. aflað heimildar í 6. grein til áframhaldandi uppbyggingar heilsugæslustöðva í Reykja- vík var samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Sigrún Magnúsdóttir bar tillöguna báru fram breytingartillögu þar sem fram og benti á að samkvæmt frum- varpi til fjárlaga væri engu fé varið til uppbyggingar heilsugæslustöðva í borginni né heldur væri heimildará- kvæði í 6. grein. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks kveðið var á um að fénu yrði varið til að koma á fót heilsugæslustöð í Grafarvogshverfi og til að sinna öðr- um brýnum forgangsverkefnum. Svo breytt var tillagan samþykkt sam- hljóða. í beinni útsendingu á Stöö 0 annan hvern þriðjudag. Jóla-Happó 26.DES. SPENNANW! 10.DES., 7.JAN., 21.JAN., 4.FEB., 18.FEB., 3.MARS .... -efþúáfímiða! ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.