Morgunblaðið - 07.12.1991, Page 39

Morgunblaðið - 07.12.1991, Page 39
MOKGUNBLAPIÐ LAUQARDAGU.R 7, DESEMBER 1,991 «39 Sviss: Gagnrýni á vínneyslu kom ráðherrunum vel Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. RÁÐHERRARNIR sjö í Sviss voru kjörnir til að sitja áfram í ríkis- stjórn landsins næstu fjögur árin á sameinuðu þingi í Bern á miðviku- dag. Jean-Pascal Delamuraz, viðskiptaráðherra, hlaut besta kosningu eða 172 atkvæði af 243. Hinir ráðherrarnir hlutu 127 til 151 at- kvæði. Rene Felber, utanríkisráðherra, var kjörinn forseti landsins til eins árs, en ráðherrarnir skiptast á að gegna því embætti í eitt ár í senn. Það er á allra vitorði að Delam- uraz, sem er frá vínræktarkantón- unni Vaud, þykir hvítvínssopinn góður. Sjaldan er sagður brandari um ríkisstjórnina án þess að hvít- vínsdrykkju hans sé getið. En það var aldrei rætt um hana í alvöru opinberlega þangað til Blick, út- breiddasta dagblað Sviss, hafði ný- lega eftir þingmanninum Christoph Blocher að ráðherrarnir úr frönsku- mælandi hluta landsins, Delamuraz og Felber, drykkju of mikið. Þessi „ódrengilega” árás varð til þess að frönskumælandi þingmenn studdu sína menn hvort sem þeir voru ánægðir með þá eða ekki og tals- menn bænda, sem eru óánægðir með stefnu Delamuraz í landbúnað- armálum og höfðu hótað að greiða atkvæði gegn honum, studdu hann í ráðherrakjörinu. Delamuraz og Felber stóðu að samningnum um evrópskt efna- hagssvæði (EES) fyrir Sviss. Alfred Ogi, samgöngumálaráðherra, á heiðurinn af samningi við Evrópu- bandalagið (EB) um ferðir 40 tonna flutningabíla um Sviss, en sá samn- ingur ruddi veginn fyrir EES. Ogi er talinn vinsælasti ráðherra lands- ins og var spáð góðri kosningu. En þingheimur kærir sig ekki um stór- stjörnur frekar en svissneska þjóðin almennt og hann hlaut aðeins 151 atkvæði af 240. Frjálslyndi flokkurinn (FDP), Kristilegi þjóðarflokkurinn (CVP), jafnaðarmenn (SP) og Svissneski þjóðarflokkurinn (SVP) hafa verið saman í ríkisstjórn síðan 1959. Stærstu flokkarnir þrír, FDP, CVP og SP, töpuðu allir fylgi í þingkosn- ingum í haust. Ofgaflokkar til hægri og vinstri, eins og Bílaflokk- urinn og Græningjar, unnu á en þó ekki nóg til þess að stofna „töfra- formúlunni”, eins og ríkisstjórnar- mynstrið er kallað, í hættu. Nokkurrar óánægju gætir með ríkisstjórnarfyrirkomulagið og talið er víst að það verði endurskoðað og því jafnvel breytt á næstu árum. Tillögur ríkisstjórnarinnar þykja oft nokkuð útþynntar svo að allir ráð- Taugastríð araba og ísraela: herrarnir geti stutt þær og hún þykir ekki gegna nógu miklu for- ystuhlutverki í þjóðfélaginu. En hún hefur tekið af skarið varðandi EES og EB og eitt helsta verkefni henn- ar næstu fjögur árin verður að sannfæra þjóðina um ágæti EES og nauðsyn þess að Sviss gangi í EB. Orrustuskipið USS West Virginia brennur í Pearl Harbour 7. desemb- er 1941. Hálf öld frá árásinni á Pearl Harbour: Tregða Japana við að biðjast afsök- unar veldur reiði 1 Bandaríkjunum Tókýó, Pearl Harbour. Reuter. SAMTÖK hermanna sem lifðu af loftárás Japana á flotastöðina í Pe- arl Harbour hafa brugðist mjög illa við þeirri ákvörðun japanskra stjórnvalda að bera ekki fram opinbera afsökunarbeiðni en hálf öld er í dag liðin síðan árásin átti sér stað. Til stóð á japanska þinginu að samþykkja yfirlýsingu þar sem fórnarlömb japansks stríðsreksturs í síðari heimsstyrjöld væru beðin afsökunar en stjórn og stjórnarand- staða gátu ekki komist að samkomulagi um á hvaða formi hún ætti að vera. „Ef þeir vilja ekki biðjast afsökunar, af hveiju segja þeir það þá ekki hreint út?” spurði Kenneth Creese, formaður fyrrnefndu sam- takanna. „Okkur er illa við þá og þeim er illa Við okkur.” Tvö þúsund og fjögur hundruð ins, Fijálslynda lýðræðisflokksins bandarískir hermenn létu lífið í árás- (LDP), við að bera fram afsökunar- inni á Pearl Harbour-flotastöðina á Hawaii og stór hluti Kyrrahafsflota Bandaríkjamanna var eyðilagður. Japanir misstu hins vegar einungis þijátíu flugvélar í árásinni sem kom Bandaríkjamönnum algjörlega í opna skjöldu. Daginn eftir lýstu þeir Jap- önum stríð á hendur. Andstaðan innan stjórnarflokks- beiðni jókst verulega, að sögn japan- skra íjölmiðla, eftir að George Bush Bandaríkjaforseti neitaði fyrr í vik- unni að biðjast afsökunar, fyrir hönd Bandaríkjamanna, á að kjarnorku- sprengjum hefði verið varpað á Hi- roshima og Nagasaki í lok stríðsins. „Af hveiju verðum við með eigin höndum að ata sögu Japans aur,” sagði Masayuki Fujio, fyrrum mennt- amálaráðherra, við Kyodo-fréttastof- una. Harðorðasta fordæmingin á stríðs- rekstri Japana af hálfu japanskra stjórnvalda kom hins vegar fram í viðtali sem bandaríska dagblaðið Washington Post átti við utanríkis- ráðherrann Michio Watanabe og birt- ist á miðvikudag. í viðtalinu segir Watanacbe: „Við finnum til mikillar sorgar vegna hinna óþolandi kvala og sorgar sem við ollum bandarísku þjóðinni og þjóðum Asíu og Kyrra- hafsins á meðan á Kyrrahafsstríðinu stóð, stríði sem Japanir hófu með skyndiárásinni á Pearl Harbour.” Þegar japanskir fjölmiðlar spurðu Watanabe út í þessi ummæli sagði hann þau á allan hátt samræmast fyrri afstöðu japanskra stjórnvalda. Framhaldsviðræð- ur hefjast lík- lega á þriðjudag Damaskus, Washington, Jerúsalem. Reuter. SÝRLENDINGAR saka ísraela um að reyna að torvelda viðræður um frið í Miðausturlöndum með því að neita að mæta á tilskildum tíma til viðræðna í Washington. „Þessar aðgerðir ísraela gegn friðin- um og yfirlýsingar þeirra þar sem lögð er áhersla á að halda fast í hernumdu svæðin liafa sýnt umheiminum að stjórn ísraels rekur útþenslustefnu en ekki friðarstefnu," sagði Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, í sjónvarpsávarpi. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Isra- els, ítrekaði á miðvikudag að ísraelar myndu aldrei láta af hendi nein landsvæði. Auknar líkur eru taldar á því að framhaldsviðræður deiluaðila hefjist á þriðjudag eftir mikið áróðurstríð að undanförnu. Israelskir hermenn hafa haldið uppi útgöngubanni í sex daga á svæði á Vesturbakkanum þar sem um 50.000 Palestínumenn búa, þar á meðal borgina Ramallah og er þetta gert vegna morðs á landnema úr röðum gyðinga sl. sunnudag. Talsmenn stjórnvalda sögðu að Moshe Arens varnarmálaráðherra væri hlynntur því að varðstöð sem herinn setti á laggirnar á svæðinu yrði breytt í landnemabyggð. Bandaríkjamenn reyna nú að finna lausn á deilunni um fundar- tíma sem allir geta sætt sig við. Stjórnmálaskýrendur telja nú aukn- ar líkur á að viðræðurnar hefjist á þriðjudag og talsmenn Palestínu- manna létu í það skína i gær að svo yrði. Fulltrúar araba segja að ekki komi til greina að hefja viðræð- urnar á mánudag og engin af sendi- nefndum þeirra hefur heitið því að vera í borginni þar til á þriðjudag. Talsmenn araba í væntanlegum við- ræðum í Washington hafa gagnrýnt harðlega töfína sem verður vegna afstöðu ísraela. „Þetta er beinlínis móðgun við umheiminn og þá sem standa fyrir þessari ráðstefnu,” sagði Hanan Ashrawi, talsmaður Palestínumanna. „Israelar sýndu ekki einu sinni þá kurteisi að senda fulltrúa til að biðjast afsökunar á fjarvistinni”. Benjamin Netanyahau, aðstoðar- utanríkisráðherra Israels, sem er í Washington, vísaði gagnrýninni á bug og sagði að öllum hefði verið ljóst að ísraelsku fulltrúarnir myndu ekki koma fyrr en á mánudag. Hann virtist þó slaka nokkuð til er hann sagði stjórn sína reiðubúna að ræða öll efnisatriði í Washington en áður hafa ísraelar sagt að ein- göngu ætti að Ijalla um vinnureglur viðræðnanna þar. Raunverulegar friðarviðræður ættu hins vegar að fara fram einhvers staðar nær vett- vangi deilumálanna, helst til skiptis í ísrael og arabalöndunum. -------» ♦ «--------- ■ VARSJÁ - Pólska þingið kaus lögfræðinginn Jan Olszewski sem forsætisráðherra landsins í gær, daginn eftir að Lech Walesa forseti hafði útnefnt hann til starfs- ins. Hlaut Olszewski 250 atkvæði en mótatkvæði voru 47 og 107 þing- menn tóku ekki afstöðu. Eftir kjör- ið sagði Olszewski að horfur í efna- hagsmálum landsins væru dökkar og væri breytinga til batnaðar ekki að vænta í bráð. Miklu fremur yrði þjóðin að búa sig undir frekari þrengingar. ■ PEKING - Kínverski stúd- entaleiðtoginn Li Minqi var dreginn fyrir rétt í gær og sakaðaur um undirróðursstarfsemi. Hann var handtekinn 4.. júní í fyrra vegna ræðu sem hann hélt kvöldið áður í háskólanum í Peking í tilefni þess að þá var ár liðið frá því kínverski alþýðuherinn braut grimmilega á bak aftur friðsamleg mótmæli stúd- enta á Torgi hins himneska friðar í Peking. VANDA KÁPUR ÚLPUR JAKKAR PILS BUXUR SKYRTUR PEYSUR mm NATTKJOLA SLOPPAR NÆRFÖT SLÆÐUR HANSKAR TREFLAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.