Morgunblaðið - 07.12.1991, Side 54

Morgunblaðið - 07.12.1991, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 Hverjir eiga Island? Ráða nokkrar fjölskyldur háskalega miklu á íslandi íkrafti gífurlegra eigna og samtengdra hagsmuna? Hefur samþjöppun auðs og valda þróast með margföldum hraða að undanförnu? Hinn kostulegi samstarfsmaður höfundar, Nóri, heldur því fram að valdataumarnir I stærstu fyrirtækjum landsmanna, jafnvel heilar atvinnugreinar, séu í höndum örfárra einstaklinga, sem fæstir hafa heyrt getið. Söguglaðir og meinfyndnir frændur Nóra vita flest sem gerist að tjaldabaki i viðskiptalífinu og á rikmannslegustu heimilum landsins. Er flokksmönnum á laun skipt í„hreinu og óhreinu börnin“? Rekast stjórnmálamenn allt íeinu á það, jafnvel eftir að þeir eru orðnir ráðherrar, að hin eiginlegu völd verða aldrei þeirra? Er Kolkrabbinn til? Eða er hann hugarburður? Upplýsingar um baksvið íslensks viðskiptalífs. Kortlagning á stjórnum og eigendum stórfyrirtækja. Aragrúi mynda, þ.á m. mörg sjaldséð andlit. Hver er hann þessi Nóri? POBSTEINN antonsson Frægasta sakamál aldarinnar Svonefnt Geirfinnsmál var á hvers manns vörum um fjögurra ára skeið, á árunum 1976 til 1980, og var raunar samsafn meintra glæpaverka undir einu heiti. Það er margra álit að ekki hafi fundist fuiinægjandi skýring á málinu. I/oru fjögur ungmenni dæmd til þungrar refsingar fyrir morð sem þau frömdu ekki? Hann kom til íslands til að njósna fyrir Þjóð verja Heimsstyrjöldin síðari skóp mörgum manninum sérkennileg / N örlög og íslendingurinn IB Árnason Riis fór ekki varhluta af / Verö kr, því Þýska leyniþjónustan sendi hann hingað til lands vorið i QQI 1942, en hann gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna og VI jOl gerðist gagnnjósnari hennar. . Bærinn við fjörðinn skartar sínu fegursta Bókin er kynning á Akureyri í myndum og máli. Á annað hundrað mynda eru í bókinni, allar í lit. Flestar myndirnar eru nýjar og er því bókin lýsing á Akureyri eins og hún er í dag. Pelli sigursæli Baráttan mikla Pelli sem átt hefur erfiða ævi í uppvexti er nú orðinn fuiivaxta. í þessari bók er Pelli að kynnast erfiðleikum hinna snauðustu á vinnumarkaðnum. Verkalýðsbaráttan erá frumstigi og hann leiðist inn í þau átök. Hann brýst úr fjötrum, því þrátt fyrir tilhneigingu til undirgefni hefur ekki tekist að brjóta niður sterka tilfinningu hans fyrir réttlæti. Ritverk Nexo eiga ekki síst erindi til nútímafólks, eins og hinir fjölmörgu aðdáendur fyrri bóka þekkja. < Guðsbörn þurfa gönguskó Fimmta bindi hinnar athyglisverðu ævisögu segir frá því er Maya flyst til Ghana og sannreynirað „ekki verðuraftur snúið heim“. Hún nýturþess í fyrstu að vera svört í svertingjalandi, en... Maya Angelou hefur einstaka hæfileika til að ieiða lesandann inn í persónulegt völundarhús sitt og leiða hann út aftur endurnærðan og jafnvel fagnandi. Allt um hesta og menn 1991 í bókinni segir frá frækilegri fimm daga hestaferð eins manns með fjóra hesta norður fyrir Vatnajökul. Einnig er sagt frá hestaferð nokkurra fjölskyldna kringum Tindfjöll. Hér segir frá fjórðungsmóti Suðuriands, íslandsmóti og Heimsmeistaramóti íslenskra hesta, sem haldin voru nú i sumar. i máli og myndum. Einnig eru i bókinni r— ~ viðtöl við hestamenn sem komu við sögu mótanna. & Víðförlastl Islendingurinn segir frá Þessi bók kom út fyrir meira en þrjátíu árum og seldist þá upp á þrem vikum. Höfundurinn hefur nú endurskoðað hið upphaflega handrit og má með sanni segja að hann hafi skrifað nýja bók byggða á sömu undirstöðu og hina fyrri. Einn þekktasti höfundur þjóðarinnar hefur farið mjög lofsamlegum orðum um bækur Kjartans vegna „máls og stíls, sem hvergi hnígur". Bókin fjallar um Suður-Ameríku þar sem höfundurinn dvaldi og kynnti sér lönd og þjóðir. *nK^"*BNASOH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.