Morgunblaðið - 07.12.1991, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991
57
Sagnir um Steinahelli
Eftirfarandi sagnir um Steina-
helli eru skráðar af Jóni Sigurðs-
syni frá Steinum, Einari Guðmunds-
syni og Þórði Tóinassyni frá Skóg-
um.
„Einu sinni kom Skúli hrepps-
stjóri á Grund Þorvarðarson prests
nú (1863) að Prrestbakka á Síðu,
verandi í Holti hjá föður sínum,
austan fyrir ósinn ríðandi í tungls-
ljósi, hjarni og léttangri, og reið
hann léttan. En er hann kom á
móts við steininn fyrir framan hell-
isdyrnar stendur hesturinn alt í einu
kyrr, svo hann kemur honum ekki
feti framar. En er hann fer að knýja
hann, stendur hann upp á apturfót-
unum með frýsi og ólátum, en Skúli,
sem er einhuga og kappsfullur, vildi
víst ekki láta undan, en alt kom
það fyrir eitt. Svo gekk hann vestur
eptir götunni, skoðaði og skimaði í
allar áttir, en sá ekkert; sneri síðan
austur og upp fyrir heliinn og fór
fyrir ofan hann. Frá þessu heyrði
eg hann sjálfan segja.”
Feigðardraumur
„Veturinn 1901 dreymdi Jón
Eyjófsson frá Moldnúpi eftirfarandi
draum sem þótti fyrirboði þess að
Björgólfur fórst á uppstigningardag
um vorið og með honum 27 manns.
Honum fannst hann vera staddur
í Steinaheili, en þar var þingstaður
Eyfellinga. Þótti honum Páll sýslu-
maður Briem vera að þinga þar.
Virtist honum vera margt fólk sam-
an komið, konur og karlar. Borð
hafði verið fært í hellinn og bekk-
skrifli eins og jafnan, er þingað
var. Ekki sá hann aðra hluti inni.
Þótti honum vera heldur en ekki
völlur á sýslumanni og hefði hann
dæmt til dauða stóran hóp karla
og kvenna, er þar stóð. Jón þóttist
skynja, hver væru í hópnum. Þau
voru flest Austur-Eyfellingar. Loks
þóttist hann sjá, er höfuðin tóku
að ijúka af bolunum ... Bjóst Jón
við, að líflátsdómar sýslumanns
boðuðu feigð karla þeirra og
kvenna, er stefnt hafði verið í hell-
inn.”
Undirgöng
„Frá Steinahelli lágu göng austur
að vestasta bænum í Steinum. Bak
við stofukrókinn í þeim bæ var op-
inn brunnur, innanbæjar, og lágu
tröppur niður að vatninu. Þann
brunn mátti aldrei byrgja, slæm
fénaðarhöld, jafnvel mannraunir,
voru ella í vændum. Huldufólk sótti
vatn í hann og sá til þess, að hann
yrði engum að meini. Kálfur slapp
austur í ranghalann í Steinahelli
og kom upp um brunninn.”
Viðgerð á Steinahelli
„Magnús Jónsson frá Eystri-
Skógum bjó nokkur ár í Steinum
um 1890. Hann fékk Sveinbjöm
Sveinsson á Rauðafelli til að stækka
Steinahelli og lét vinnumann sinn,
Pál Pálsson, hjálpa honum. Á leið-
inni út í helli sagði Sveinbjörn:
„Við skulum fara okkur hægt í
dag, ég ætla að sjá til, hvað mig
dreymir í nótt.” Páll spurði, hvort
hann væri vanur að haga svo verk-
um, er líkt stæði á, og kvað hann
svo vera. Þeir mjötluðu lítið úr berg-
inu um daginn. Um nóttina gengu
Sveinbirni draumar í vil, var hanr
glaður í bragði og vann ósleitileg;
með meitla sína og klöppu dagim
eftir.”
Lesendur og gagnrýnendur eru sammála
A BOKALISTA DV (3/12)
Nákvæm, ýtarleg, samfelld, gegnheil...
afar vel skrifuð bók, textinn skipulegur og mikið lagt
í stílinn... áhugaverð, fróðleg, skemmtileg ...en fyrst
og fremst ærleg, virðingarverð, heiðarleg."
Erlendur Jónsson, Morgunblaðið
Endurminningar sem eru í senn einlægar
og hlýjar. Ingólfur Margeirsson heldur
hér vel og skipulega utan um mikið
efni. Samstarf þeirra hefur fætt af
sér skemmtilega og ljúfa frásögn
sem vísar lesandanum beint inn
f í hjarta Árna Tryggvasonar."
Elías Snæiand Jónsson, DV
ÆVISAGAN
ORN OG ORLYGUR
Sí&umúli 11 - 108 Reykjavík - Sími: 684866
KOLA PORTIÐ
-og þú færðlíka meira fyrir peningana þínai
OPIB: Laugardag ÍPá kl. 10-16 og sunnudag Ipá kl. 11-17.
f
vis ' kinova han