Morgunblaðið - 07.12.1991, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 07.12.1991, Qupperneq 62
62 MORGUyBL^Ðip LAyGARD4GXJR/7, fiEjijKMBKR 199/ Jón HalldórBraga son - Minning Fæddur 18. júiií 1967 Dáinn 27. nóvember 1991 í dag verður til moldar borinn Jón Halldór Bragason, en hann lést í Borgarspítalanum eftir bílslys sem átt hafði sér stað fáum dögum áður. Það eru ekki mörg ár síðan ég fékk fyrsta símtalið frá honum, en þá var hann að leita sér að plássi á vertíðarbát. Hann var ráðinn og það starf átti vel við hann, hraust- an, iðinn, hæglátan, en sérstaklega orðheppinn og skemmtilegan vinnu- félaga. Eftir að við hættum að vinna saman hélst samband okkar á milli allt til hans síðasta dags hér á jörð- inni. Núna eru þetta bara minning- ar. Sérstaklega vil ég minnast þess er Dóri kom í jólaboð hjá foreldrum mínum dulbúinn sem Kertasníkir. Þar naut hann sín með krakkahóp í kringum sig, sem komu með enda- lausar óskir og spurningar, sem hann svaraði eins og honum einum var lagið. Jón Halldór hafði mikinn áhuga á flugi og var hann með einkaflug- mannspróf. Seinna fór Dóri í Stýri- mannaskólann og lauk þar 1. stigi með mjög góðum einkunnum, en hann var á öðru stigi nú í haust er slysið varð. Það er sorglegt að svona góður maður, sem hann var, skuli vera tekinn í burtu, en trúin kennir okkur að þeir sem breyta rétt á jörðinni lifa sælu lífi hinum megin. Ég hef þá trú að hans starfs- krafta var þörf annars staðar. Ég óska hinum tveimur sem slös- uðust góðs bata og votta foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum Jóns Halldórs alla mína samúð á þessum erfiðu tímum. Birgir Guðbergsson Föstudagurinn 22. nóvember sl. og helgin sem í hönd fór voru öllum íslendingum daprir dagar, ekki síst okkur sem vinnum daglega að upp- fræðslu ungra sjómanna. Á sama degi varð hörmulegt sjóslys við Grindavík þar sem 5 ungir sjómenn fórust, og mjög alvarlegt bílslys á Keflavíkurflugvelli þegar þrír ungir námsmenn stórslösuðust. Tveir þeirra voru nemendur í 2. bekk Stýrimannaskólans í Reykja- vík. Hér í skólanum fylgdumst við öll nieð, með kvíða en þó von með nemendum ókkar, gerðum okkur vonir um að ungir, hraustir menn næðu heilsu á ný þrátt fyrir alvar- leg meiðsl. Báðir þessir piltar hafa verið miklir fyrirmyndarnemendur hér í Stýrimannaskólanum, og á gjör- gæsludeild Borgarspítalans voru þeir allir með hugann við haustann- arprófín, sem hófust í þessari viku. En um miðjan dag, 27. nóvember sl., barst okkur sú harmafregn, að annar þessara ungu manna, Jón Halldór Bragason úr Innri-Njarð- vík, hefði látist af sárum sínum um morguninn. Andlát Jóns Halldórs er okkur áfall og allri hinni íslensku þjóð er það áfall, þegar ungir menn í blóma lífsins falla frá. Áhyggjuefni er hvílíkir vígvellir götur og þjóðvegir eru hér á landi. Jón Halldór Bragason var ein- staklega myndarlegur nemandi og sem sagt er mikið mannsefni; prúð- menni og yfirvegaður, en þó glað- vær og kátur. Hann lauk skipstjórn- arprófi 1. stigs sl. vor með hárri 1. einkunn og var í hópi bestu náms- manna í Stýrimannaskólanum. Jón Halldór hafði sérstaka fram- komu, sem verður öllum er kynnt- ust honum minnisstæð. Hann bar með sér bjartan svip ogjákvæðan. Það er sárt að horfa á bak góðum dreng, en fögur minning um Jón Halldór Bragason lifír meðal okkar og þeirra sem kynntust honum. Starfsfólk Stýrimannaskólans í Reykjavík vottar foreldrum, systk- inum og öllum ástvinum Jóns Hall- dórs Bragasonar innilega hluttekn- ingu í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning hins góða drengs. Guðjón Ármann Eyjólfsson Dag eftir dag nú undanfarið höf- um við lesið um og hlustað á frá- sagnir af hverju dauðaslysinu á fætur öðru. Ótrúlegur fjöldi af ungu athafna- fólki hefur verið tekið frá þjóðinni á þessu hausti, fjölskyldumenn á besta aldri, skólafólk í blóma lífsins og allt þar á milli. Maður hugsar stundum með sér, hver verður næst- ur, eða hvenær missi'ég náinn ást- vin eða ættingja? Það voru þung högg þegar barið var að dyrum hjá föðurbróður mínum og honum tjáð að sonur hans hefði verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir' bílslys á leið heim úr skólanum 22. nóvember. Tuttugu og eins árs gamall, hraustur og efnilegur drengur, sem hafði nú fundið sína hillu í lífinu, hafið nám og framtíð- in björt framundan. Jón Halldór lést síðan þann 27. nóvember. Mað- ur skilur oft ekki tilganginn með slíkum endi á ævi ungs fólks, af hveiju fékk hann ekki að vera leng- ur á meðal okkar. Ég veit ekki hvort maður á að skilja tilganginn, það er vonandi að Jóni Halldóri líði vel þar sem hann er núna, það er vonandi annað gott líf sem bíður okkar eftir lífið hér á jörðu. í langan tíma höfðum við frænd- systkinin talað um að nú væri kom- inn tími til að hittast, bara við systk- inábörnin, börn þessa stóra systk- inahóps sem til næðist. Við vorum öll saman komin kvöld eitt í maí- mánuði og þar mætti Jón Halldór allt í einu orðinn fullorðinn myndar- legur maður, bjartur yfirlitum og glaðlegur. Dóri frændi eins og við kölluðum hann það kvöld öllsömu! stóð allt í einu upp og ávarpaði hópinn. Hann las yfír okkur hversu leitt það væri að við hittumst svona sjaldan og þekktumst svona lítið, og að við skyldum strengja þess heit að láta ekki líða langan tíma þar til við endurtækjum þetta skemmtilega uppátæki að hittast bara við krakkarnir. Um þetta voru allir sammála, en engan grunaði þá að þetta yrði hans síðustu orð í okkar hópi. Við tókum öll eftir því og dáðumst að Dóra hversu skemmtilega hann hafði breyst úr unglingi, frekar feimnum og ófram- færnum í þennan myndarlega frænda okkar. Nú eigum við bara góða minningu. Ég bið góðan Guð að styrkja Braga frænda minn og Ástu og alla ástvini Dóra í þeirra miklu sorg. Ég vil líka biðja Guð um að hjálpa þjóðinni allri til að hlúa vel að fólki ag kenna okkur að meta lífið og tilveruna með sem mestri virðingu og væntumþykju. Ég vil þakka fyrir þau kynni sem ég hafði af frænda mínum svo ný- verið og öllum frændsystkinum. Eg er viss um að við höfum verið leidd saman, viss um að okkur var ætlað að hittast. Hildur Jónsdóttir Aðeins nokkur fátækleg kveðju- orð. Frændi minn kvaddi svo snögg- lega að ég náði ekki að heilsa upp á hann á spítalanum, en ég fékk skilaboðin frá honum þegar mamma leit til hans. Við kynntumst ekki fyrr en eftir að við urðum fullorðnir, en ég man eftir Jóni Halldóri sem litla þétta stráknum í Innri-Njarðvík þegar ég var hjá afa og ömmu. Þegar Gústa, Stjáni, Margrét og ég drógum hann með okkur í allskyns uppátæki — eins og þegar við fórum uppá ösku- hauga, og komum með kerruna fulla af allskyns gersemum til baka, og ósköp iyktuðu blessuð börnin illa! En síðan stækkaði strákurinn allverulega, og ég man þegar hann kom fyrst í heimsókn til okkar Ragnheiðar á Laugaveginum, þá hafði ég orð á því að það hefði nú aldeilis tognað úr honum. „Já, en eitthvað hefur nú brugðist í þeim efnum í sambandi við þig, frænka,” svaraði hann að bragði. Og auðvitað hlógum við hjartanlega. Við ræddum margt, og meðal annars minntist Jón Halldór á það að hann þekkti svo fáa í þessum stóra systkinabarnahópi okkar og að hann væri svona hálffeiminn við það að banka upp á bara sisvona. Við ræddum um að við þyrftum öll að hittast einhvern tíma því að þessu væri örugglega eins farið hjá fleirum. Og við áttum líka eftir að upplifa þetta þegar við hittumst vel flest í teiti hjá Hildi og Simma. Flugið var aðaláhugamál hans. Ekki var nú ónýtt að eiga hlut í vél, ha! Hann talaði með glampa í augum um fijálsræðið sem fluginu fylgdi. „Hugsaðu þér,” sagði hann, „að geta skroppið hvert á land sem er, bara skroppið í heimsókn til kunningja norður, bara ef mér dett- ur í hug.” Ég man þegar hann hringdi og spurði hvort við yrðum heima eftir 20 mínútur. Hann í Keflavík og var á leiðinni í loftið. Datt svona í hug að koma í heimsókn! Þetta fannst mér alveg hreint makalaust. Og oft bauð hann mér í flugtúr, en ég hummaði það alltaf af mér, þorði ekki að viðurkenna að ég þyrði ekki upp í svona litla rellu, ég væri svo flughrædd. En eftir nokkur gylliboð áttaði hann sig á þessu og vildi að sjálfsögðu reyna að lækna kvillann. En, nei, ég færi ekki nema nauðbeygð upp í litla rellu! En hver veit nema ég eigi eftir að yfírvinna þetta. Hann var skemmtilega skrítinn á svipinn þegar hann var að dásama litlu systur sína; hvernig hún bara kæmi á fleygiferð á handahlaupum inn í stofu og færi svo í splitt eins og hún væri gerð úr einhveiju tor- kennilegu teygjanlegu efni, þetta var bara alveg ótrúlegt. Ég man líka er hann kom í heimsókn með Margréti systur sína, síðast þegar hún var á landinu. Auðvitað var Lísa með. Ég á einmitt mynd frá því augnabliki. Hann vildi alls ekki vera með, sagðist Vera of ljótur og stórskorinn við hliðina á þessum fallegu stúlkum, og hló stórum karlahlátri! Guðmundur Guð- mundsson, Skriðu- klaustri - Minning Fæddur 24. maí 1903 Dáinn 8. nóvember 1991 Guðmundur á Skriðuklaustri er látinn, 88 ára að aldri. Þegar ég fluttist að Skriðuklaustri árið 1962 til að taka við tilraunastöðinni, var Guðmundur þar starfsmaður. Hann hafði þá unnið á tilraunabúinu frá því að það fluttist þangað frá Haf- ursá árið 1949. Tilraunastöðin á Skriðuklaustri var rekin á kostnað ríkisins auk þess sem hún aflaði sér eigin tekna. Oft er því haldið fram og án efa stundum með réttu að verr sé farið með fé og önnur verðmæti þar sem ríkið er annars vegar. Þetta gilti ekki um Guðmund. Hann vann til- raunabúinu af fullri trúmennsku eins og um eigur hans sjálfs væri að ræða. Einketini nútímabúskapar í sveit er annars vegar vélavinna og hins vegar hirðing búfjár. Við það hvort tveggja kunni Guðmund- ur vél til verka og einkum var hon- um það metnaðarmál að það fé sem hann hirti fóðraðist vel og væri vel með farið. Auk þess annaðist hann aðdrætti til búsins árið um kring, einkum alla þungaflutninga. Hann vann búinu allt sem þurfti án þess að spyija hvað klukkan væri eða hvort virkur dagur væri eða helgur. En fyrst og síðast var Guðmund- ur þó heimilismaður á Skriðu- klaustri og deildi þar súru og sætu með öðru heimafólki. Hann átti ómældan þátt í að skapa þann glað- væra og iétta heimilisbrag sem ein- att ríkti þar. En þótt Guðmundur væri gleðinnar maður átti hann sína sorg sem hann flíkaði ekki. Á yngii árum hafði hann átt konu og dóttur en missti þær báðar og eftir það var hann einhleypur. Guðmundur var með afbrigðum barngóður og þess nutu þau börn er ólust upp á Klaustri á hveijum tíma á árum hans þar. Eftir að ég og fjölskylda mín fluttumst frá Skriðuklaustri árið 1971 urðu samskipti okkar minni en hveijum endurfundi fylgdi sama glaðværð og í „gamla daga”. Guð- mundur bar aldurinn vel og honum fylgdi einstök snyitimennska alla tíð. Hann átti heimili sitt á Klaustri eins lengi og hann kaus en fyrir fáum árum flutti hann á vistheimili aldraðra á Egilsstöðum og dvaldist þar uns kallið kom. Ég tel það gæfu mína og fjölskyldu minnar að hafa kynnst Guðmundi og átt vin- áttu hans. Friður veri með minningu hans. Matthías Eggerlsson Guðmundur á Klaustri var hann kallaður frá því að ég kynntist hon- um fyrst. Það var vorið 1951, en þá dvaldi ég um þriggja vikna skeið á Skriðuklaustri. Fyrstu kynni mín af Guðmundi voru góð og svo var um öll síðari samskipti okkar. Guðmundur kom að Skriðu- klaustri vorið 1949 þegar Tilrauna- stöðin þar vaí sett á laggirnar. Þar lagði hann sig fram um að vinna búinu eins og best hann gat alla tíð síðan meðan kraftar leyfðu. Guðmundur var meðalmaður á hæð, þrekinn og sívalvaxinn og bar sig vel. Hann var sterkur og fylginn sér við vinnu. Til þess var tekið hve afkastamikill og vandvirkur flán- ingsmaður hann var, en hann vann' við fláningu í sláturhúsinu á Egils- slöðum mörg liaust. Lengst af vann Guðmundur við dagleg störf í þágu búsins á Skriðuklaustri en kom lítið að til- raunastörfum. Honum þótti gaman að vinna með vélum og/ór vel með þær. Eins var hann góður bílstjóri og ók lengst af vörubíl sem Til- raunastöðin átti þegar á þurfti að halda. Guðmundur var með ein- dæmum hreinlátur og snyrtilegur. Það var sama við hvaða störf hann fékkst, það var eins og óhreinindi loddu ekki við hann. Á veturna hirti Guðmundur fé. Hann hafði yndi af kindum og gerði allt til þess að þeim kindum liði sem best sem voru í hans umsjá. Hann notaði beit eftir föngum fyrstu árin á Klaustri en eftir að heyskapur efldist var hægt að treysta meira á gjöf og beitin minna notuð. Þó að nóg hey væru til gat Guð- mundur ekki hugsað sér að fara óvarlega með þau. Hann gekk svo vel um hey og hlöðu að þar var gólf sópað á hveijum degi. Hann hafði mjög næmt auga fyrir þörfum fjárins. Hann gaf því alltaf svo mikið hey að féð var í mjög góðum holdum. Þó leifði féð aldrei. Af því sem gefið var á garðann að kvöldi var ekkert eftir að morgni nema mosi og torfusneplar. Guðmundur fóðraði lengi fé í gömlum fjárhúsum sem stóðu stutt frá bæ og voru kölluð Grundarhús. Það var honum metnaðarmál að standa sig ekki síður með sínar ær en ærnar sem voru í nýju og vönd- uðu fjárhúsunum. Þegar kom fram á sauðburð fylgdist Guðmundur grannt með því hve margar ær urðu tvílembdar á Klaustri. Eins hafði hann mikinn áhuga á því hversu þung lömbin voru á haustin og hon- um var mjög annt um að Klaustur- búið ætti fallega hrúta til að sýna gestum og gangandi. Þegar séra Bjarni Guðjónsson varð prestur á Valþjófsstað, næsta bæ við Klaustur, eignaðist Guð- mundur sálufélaga um sauðkindina því að séra Bjarni er mikill áhuga- maður um sauðfé, á gott fé og sinnir því vel. Guðmundur fór alltaf að minnsta kosti eina ferð á hveiju vori og aðra á haustin til viðræðna við séra Bjarna um lambahöld og fijósemi og lambavænleika og þótti þá ekki verra ef Klausturbúið stóð sig betur en prestur. Það var honum ábyggilega meira virði en meðal- messa. Guðmundur átti óvenju gott með að umgangast fólk. Hann hafði svo létta lund að hún verður mörgum minnisstæð. Hann var síglaður og alltaf stutt í brosið og hláturinn. Ef eitthvað gekk óvænt á móti og sérstaklega ef að honum var sneitt gat hann þó svarað með öðru en gamanyrðum og var þá ekki alltaf að sníða utan af hlutunum en allt var það meinlaust og óðar gleymt. Guðmundur var ágætur söng- maður og gat tekið lagið með litlum fyrirvara. Hann var í góðra vina hópi í Fljótsdal í þeim efnum því að þar eru söngmenn góðir og gleði- menn. Guðmundur hafði gaman af að hitta fólk. Hann var hrókur alls fagnaðar á Fljótsdalsrétt sem löng- um var með fjárflestu réttum lands- ins. Þar stóð hann síðari árin við dyrnar að Skriðuklaustursdilkunum og opnaði fyrir þeim sem drógu féð. Um kvöldið var venjulega rétt- arball og þangað fór Guðmundur að sjálfsögðu og hélt þeim sið fram yfír áttrætt. Þá var ekki að sjá að hann skemmti sér minna en margur sem yngri var. Ég vil með þessum línum láta í jós þakklæti mitt fyrir að hafa íynnst Guðmundi á Klaustri. Sam- starfsfólk mitt á Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins sem oft hitti Guðmund á góðri stund á Kiaustri tekur undir það þakklæti. Stefán Aðalsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.