Morgunblaðið - 07.12.1991, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 07.12.1991, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR T. DLSEMBER 1991 63 Eflaust eiga mjög margir margar og góðar minningar um frænda minn og þær ylja og lýsa upp, mitt í söknuði okkar. Guð vai’ðveiti sálu Jóns Halldórs. Ég bið algóðan Guð að styrkja ykkur, elsku Ásta, Bragi, Stjáni, Ágústa, Margrét, Einar Bragi og Elísa, og þess sama biður fjölskylda mín. Einnig bið ég Guð að styrkja þá ungu menn sem lentu í þessu hörmulega slysi ásamt Jóni Hall- dóri. Kolbrún Erna Pétursdóttir Það er oft erfitt að sætta sig við staðreyndir, erfitt að horfast í augu við raunveruleikann. Það er mann- legt. Maður les nánast daglega um slys og hörmungar, ungir menn hverfa sjónum okkar í blóma lífs- ins. Örstutt er bil milli blíðu og éls og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds. Erfiðast er það fyrir ættingja að sætta sig við missinn, en líka fyrir samferðamenn og vini sem þekkja til. Þó er það nú oft svo að línurnar í dagblöðunum sem bera okkur hörmulegar fréttir óský- rast fljótt í hugum okkar í daglegu amstri lífsins. Það er ekki fyrr en það snertir mann sjálfan að höggið kemur. Ættingi, vinur, skólafélagi eða nemandi manns verður fyrir slysi. Nemendur eru kvaddir á föstudegi, vikunni er lokið og helg- in framundan. Þrír ungir piltar af Suðurnesjunum halda heim að lokn- um skóladegi, tveir stunda nám í Stýrimannaskólanum, en einn í Tækniskóla íslands. Eftir aðeins nokkurra mínútna akstur lenda þeir í alvarlegu umferðarslysi sem leiddi einn þeirra til dauða fimm dögum seinna. Með hörmulegu fráfalli Jóns Halldórs Bragasonar er enn eitt skarð höggvið í raðir ungra sjó- manna af Suðurnesjum. Hann beið ekki lægri hlut í baráttunni við hamslaus náttúruöflin sem oft ekk- ert fær staðist, heidur varð umferð- arslys honum að aldurtiia, sá vá- gestur sem tekur stóran toll á hverju ári. Það sló þögn á kennara- hópinn í Stýrimannaskólanum þeg- ar skóiameistari færði okkur kenn- urunum þessi sorglegu tíðindi. Menn sögðu lítið en hver hugsaði sitt. Ég fór þá að rifja upp mín fyrstu kynni af Dóra. Hann hóf nám í Stýrimannaskól- anum haustið 1990 og lenti í mínum umsjónarbekk. Þetta var annar vet- urinn sem ég kenndi við skólann og því ekki eins erfitt að bytja fyrsta tímann í nýjum bekk og það hafði verið haustið á undan. Ég fann strax að andinn var góður í bekknum enda margir af- bragðs námsmenn sem voru komnir til að vinna. Einn þessara nemenda var Dóri. Hann hóf námið með áhlaupi og uppskar erfiðið með frá- bærum árangri að vori. Allt hans háttarlag var með.þeim hætti að þar fór maður sem vildi ná árangri og náði árangri. Dugnaði hans og elju var við brugðið, enda tókum við kennarar fljótt eftir góðum námshæfileikum hans og áhuga. Hann var einn af þessum mönnum sem maður mat meir eftir því sem kynnin urðu lengri. Hann hafði engar vöflur á hlutunum, hvorki í Hefurðu litið á SPAR VERÐIÐ - » n^. nýlega ? kennslustund eða í sínu heima- námi. Hann var skarpur á allar greinar er lúta að stærðfræði. Má þar nefna siglingafræði, stöðug- leikaútreikninga og svo stærðfræð- ina sjálfa. Stundum kom hann með nýstárlegar uppsetningar ogjausnii- dæma sem voru fullt eins góðar og þær sem kennarinn hafði sýnt. Hann átti það til að koma með hnyttin svör og skemmtilegar at- hugasemdir í tímurn. Þá fór kliður um bekkinn áður en menn gáfu hlátrinum lausan tauminn. Þarna voru ungir menn með sömu lífsköll- un og Dóri naut sín vel í hópnum. Hann var ekkert að skafa utan af hlutunum og sagði sína meiningu umbúðalaust. Oft sköpuðust skemmtilegar umræður um líðandi stund og það sem fyrir eyru og augu bar í þjóðfélaginu. Dóri hafði alltaf einhveijar skoðanir á öllu og þó svo að grín og galsi fylgdi honuin oft eins og ungra er, lögðu menn við hlustir þegar hann talaði. Þetta átti jafnt við um bekkjarbræður hans sem okkur kennarana. Hann naut virðingar og aðdáunar í skól- anum, enda var hann einstaklega vel gerður og góður drengur. Fyrir utan sjómennskuna átti flugið hug hans allan. Hann lauk einkaflugmannsprófi frá Fjöl- brautaskólanum á Suðurnesjum 1985. Sú þekking nýttist honum vel í Stýrimannaskólanum. Hann hafði haldgóða þekkingu á veður- fræði og kunni latnesku heitin á skýjunum utanbókar svn næmi sé tekið. Hann hafði engu gleymt frá flugnáminu, þannig var Dóri. Öll hans skilaverkefni báru vott um nákvæm og vönduð vinnubrögð, það var sama í hvaða námsgrein það var. Dóri ólst upp í Innri-Njarðvík. Þetta er lítið og friðsælt þorp. Allir þekkja alla og vart hægt að hugsa sér betra umhverfi fyrir lítinn snáða að alast upp í. Fjaran steinsnar í burtu með öllu sínu aðdráttarafli og ævintýrum. Fyrii' litla fjörulalla hefur það verið ævintýralegt og heillandi að sjá skip og báta sigla inn og út um Ytri-Njarðvíkurhöfn, en hún blasir við Innri-Njarðvík- urbúum. Það er því ekkert skiýtið að hugurinn liafi snemma beinst að sjómennsku. Hafið er heillandi, en því fylgir líka'vonin um góða lífsbjörg, erfiði og áhættur sem höfða til hreysti og manndóms. Stórt skarð er höggvið þegar ungir og kappsamir menn eru um- svifalaust sviptir tækifærum sínum til vandasamra starfa. Tilganginn skilur enginn, en það er þó huggun harmi gegn að eiga minningarnar um góðan og vandaðan dreng sem sýndi fádæma sálarstyrk þá fáu daga sem hann lifði eftir slysið. Foreldrum hans, Braga Guðjóns- syni og Ástu Andersen, ásamt systkinum senda ég og bekkjar- bræður hans í 2. C okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum guð að geyma Jón Halldór. Páll Ægir Pétursson Birting' afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afinælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. FRÖNSKU LAMPARNIR FALLEO HÖNNUN MARGAR GERÐIR le Öauphin FRANCE HEKLA LAUGAVEG1174 S 695500/695550 Dýrðin a asýnd hlutanna eftir Pétur Gunnarsson „Veruieikinn ótjáður eins og maísbaunir. Skáldskapurinn hitinn sem fær þær til að springa Ný vasabók. Hugleiðingar, minningar, orðmyndir. Mál og menning Laugavegi 18, sími: 24240. Síðumúla 7-9, sími: 688577
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.