Morgunblaðið - 07.12.1991, Page 66
86
MokGUNBLAÐIÐ LÁtlGARÖAGUR T. DESEMbBR 1991
Minning:
SighvaturP. Sig-
hvats, Sauðárkróki
Fæddur 12. september 1915
Dáinn 30. nóvember 1991
Ég geng tii skips með veiðar vað,
þá virðar séc.til hvílu snúa,
hrindi á flot og fer á stað,
finn þá hvorki til svefns lé lúa.
Hjartað í myrkri vísar veg,
hvar veiði nóg ég borði undir,
svo ég úr minnis djúpi dreg
' daga liðinna sælustundir.
(Páll Ólafsson)
í fáum orðum ætla ég að minn-
ast tengdaföður míns, Sighvatar
Péturssonar Sighvats, sem.lést á
heimili sínu 30. nóvember sl.
Sighvatur fæddist 12. september
1915, í húsinu á Aðalgötu 11, því
húsi sem hann bjó í alla sína daga.
Sighvatur var að mörgu leyti sér-
stæður og merkilegur maður. Hann
var hreinskiptinn, fastur fyrir og
trúr sínum skoðunum, en það sem
einkenndi hann öðru fremur var
góðmennska, heiðarleiki og rausn.
Hann var mikill veiðimaður á sín-
um yngri árum og þreyttist aldrei
> á að segja frá veiðiferðum, hvort
sem var með byssu um öxl, upp
um fjöll eða á báti úti á sjó. Sighvat-
ur var mjög fróður um fugla- og
dýralíf landsins, einnig um gróðurf-
ar. Oft sagði hann okkur frá fugla-
veiðum, sela- og fiskveiðum, ailtaf
var sami lifandi áhuginn og frá-
sagnarstíllinn, þessi sérstaki, sem
einkenndi manninn. Mikið af veiði-
feng sínum gaf hann til vina og
vandalausra, afla sínum dreifði
hann af rausn.
Sighvatur safnaði ekki að sér
veraldlegu ríkidæmi, en engum hef
ég kynnst sem ríkari hefur verið
af andans auði og hjartans rausn.
Aldrei heyrði ég Sighvat segja öf-
undarorð til eins eða neins, en hann
gat aumkvast og haft mörg orð um
óheiðarleika, öfund og tvöfeldni
manna. Hann undi glaður við sitt,
fékk að búa í „höllinni” sinni á
meðan líf og heilsa entist.
Sighvatur var gæfumaður í sínu
einkalífi. Hann giftist Herdísi, eftir-
lifandi konu sinni 27. október 1941.
Attu þau gullbrúðkaup fyrir rétt
um mánuði. Kom þá saman hluti
afkomenda þeirra og samglöddust
á merkum tímamótum. Munum við
minnast þess dags með gleði og
þakklæti.
Sighvatur og Herdís eignuðust 9
börn, sem öll komust upp fyrir utan
það yngsta, sem var stúlka og
fæddist andvana. Eru blómin hans
afa orðin mörg og stór, bæði kóng-
ar og drottningar sem minnast afa
með söknuði. Fyrir utan að ala upp
stóran barnahóp ólu þau hjónin upp
2 barnabörn sín. Var heimilið alla
tíð íjölmennt og gestkvæmt með
afbrigðum, en þau hjðn höfðu bæði
gaman af að taka á móti gestum
og til þeirra voru allir velkoinnir
og öllum sem þangað komu voru
boðnar veitingar, kaffi og meðlæti.
Eitt er víst að í glæstum höllum
veraldlegs auðs skortir oft þá rausn
og hlýju sem einkenndi heimili
þeirra hjóna.
Sighvatur hafði gengist undir
tvær erfiðar skurðaðgerðir á þessu
ári vegna veikinda í hnjám en allt
gekk vel og góðar vonir 'fengnar
um að hann mundi ná þeim bata
sem til var ætlast, og gæti gengið
greiðara um en áður. Hann hlakk-
aði til, eins og lítið barn, komu vin-
ar síns Magnúsar frá Ástraiíu, hafði
áhyggjur af að iangt og strangt
ferðalag m’undi ganga honum
nærri, en Magnús hefur átt við
vanheilsu að stríða undanfarin ár.
En það sannaðist að enginn ræður
sínum næturstað, því Sighvatur
gekk til síns skips u.þ.b. hálfri klst.
áður en vinurinn kæri birtist.
Sighvatur'var sérstaklega barn-
góður maður, afabörnin muna hann
sem elskulegan og góðan afa. -Hann
gerði þeim öllum jafnt, tók ekkert
fram yfir annað. Þau voru öli af
hans grein, þau voru auður hans.
Ég og dætur mínar þökkum hon-
um samfylgdina. Þær munu sakna
hans sárt. Enginn afi sem býður
blómin velkomin og enginn afi sem
situr við borðsendann í „höllinni”
og treður í pípu sína. En við erum
ríkari af að hafa kynnst mannvinin-
um Sighvati.
Girasteinum fegri og gulli þá
glóa þær liðnu ævistundir.
Eg dreg og dreg sem mest ég má,
því meir en nóg er borði undir.
Hjartað með tárum þakkar þér,
það hefur ekkert skárra að bjóða.
Frá þér minn hjartans auður er,
mitt eina hjartans bamið góða.
(Páll Ólafsson)
Birgitta Pálsdóttir
Æskuvinur okkar, Sighvatur P.
Sighvats, hefur verið brott kallaður
á sjötugasta og sjötta aldursári.
Við vorum nágrannar og leikfélagar
á Króknum, þar sem við vorum
fæddir og uppaldir. Við áttum
heima sitt hvoru megin við götu sem
nú heitir Aðalgata. Sighvatur var
sonur hjónanna Rósu Daníelsdóttur
og Péturs Sighvats (Borgfirðings)
úrsmiðs og símstöðvarstjóra, sem
var mikill hagleiksmaður. Stundum
var komið við á úrsmíðaverkstæð-
inu þar sem Gunnar, bróðir Sig-
hvats, hafði smíðaaðstöðu, en hann
var mikill listasmiður og snillingur
í höndunum. Smíðaði hann marga
fagra gripi, t.d. taflmenn úr kopar
og lítinn, ca. 15 sm háan rokk. Sím-
stöðin hafði mikið aðdráttarafl fyrir
krakkana á Króknum. Oft var hóp-
ur af krökkum á biðstofunni í von
um að fá að bera út símskeyti eða
kalla menn í símann. Þetta var
greitt með 5 aurum og þótti gott á
þeim árum. Við Mikka-bræðurnir
vorum mikið með Sighvati, eða
Hvata á Stöðinni, eins og hann var
kallaður, og mikið inni á heimilinu
en þær era ófáar lýsisskeiðarnar
sem við fengum hjá móður hans.
Sighvatur var ekki beint hrifmn af
lýsinu en lét sig hafa það ef við
tókum það líka.
Sighvatur hafði ríkar náttúrugáf-
ur og var honum veiðimennskan í
blóð borin. Eðli fiska og fugla
þekkti hann flestum mönnum bet-
ur. Frásagnarlistin var ekki síðri
og var unun að hlusta á frásagnir
hans úr dýraríkinu og sögur úr
veiðiferðum. Sighvatur hafði stál-
minni og sagði frá á góðu máli og
með nokkuð sérstöku orðavali, sem
ekki er allra. Ekki hafði Sighvatur
langt að sækja frásagnargáfuna,
en afi hans í föðurætt var Sighvat-
ur Borgfirðingur, sá þjóðkunni
fræðimaður. Sögur sagðar af Hvata
og um Hvata munu lifa í Skaga-
firði um langa framtíð, því langt
er síðan að hann varð þjóðsagnaper-
sóna.
Ekki má gleyma þeim sterka
eðlisþætti í skapgerð Sighvatar,
sem var gjafmildin. Þeir eru ófáir
málsverðirnir af fiski og fugli sem
Sighvatur og Pálmi bróðir hans
gáfu vinum og kunningjum og
mörg fátæk fjölskyldan naut góðs
af gjafmildi þeirra.
Þegar Sighvatur hafði aldur til
fór hann að stunda sjóinn með
Pálma bróður sínum, enda voru
þeir óvenju samrýndir bræður og
má segja að þeir hafi rekið „sam-
yrkjubú” um veiðimennskuna. Þeir
voru afburða sjómenn, fisknir vel
og skyttur góðar. Þeir stunduðu
fugla- og selveiðar með góðum
árangri. Það fór orð af því hve feng-
sælir þeir bræður voru og gegnir
furðu hve þunga byrði þeir báru
er þeir komu af ijúpnaveiðum.
Fyrsta fleytan er þeir bræður
áttu var prammi, næst kom trillan
„Leiftur” og svo mótorbáturinn
„Valur” frá Akranesi, en hann tóku
þeir á leigu nokkur síldarsumur
fyrir síðari heimsstyijöldina. í nokk-
ur ár var Sighvatur á togurum frá
Sauðárkróki.
En Sighvatur var ekki einn og
óstuddur. Hann gekk að eiga mikil-
hæfa skagfirska heimasætu, Her-
dísi Pálmadóttur frá Reykjavöllum
í Tungusveit árið 1941. Þau eignuð-
ust 3 stúlkur og 5 drengi, sem öll
eru búsett á Sauðárkróki nema tvær
dætranna sem búsettar eru utan
sýslu. Þetta eru allt vel gerð börn
sem eru foreldram sínum og byggð-
arlagi til mikils sóma.
Sighvatur setti snemma svip sinn
á Krókinn. Hann var sérstakur per-
sónuleiki sem öllum var hlýtt til.
Það er sjónarsviptir að þessum góða
dreng og Krókurinn er ekki sá sami
lengur. Við sjáum ekki Hvata leng-
ur út á bryggju eða niðri á Kambi
að fylgjast með lífinu og náttúr-
unni, en þar hittum við hann síðastl-
iðið sumar. Nú er hann ailur og
segir okkur ekki fleiri sögur.
I dag fer útför Sighvatar frám
frá Sauðárkrókskirkju. Við sendum
Herdísi og hennar fríða afkomenda-
hóp okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Einnig sendum við Þórði,
sem nú er einn eftir af börnum
Rósu og Péturs, innilegar samúðar-
kveðjur.
Franch Michelsen,
Ottó A. Michelsen.
Kallið er komið, komin er nú
stundin.
Hann Sighvatur vinur okkar er
látinn. Burtu kallaður svo snögg-
lega. Við erum slegin sárum trega
og söknuði. í stað fagnaðarfunda
við vininn góða og trygga. Við vor-
um að koma heim eftir 15 mánaða
ijarveru er sonur hans færir okkur
þessa harmafregn.
Við höfðum einmitt verið að tala
um á leiðinni hve gaman yrði að
hitta vininn aftur og hann myndi
nú áreiðanlega koma fljótlega að
fagna okkur. Magnús og Sighvatur
voru tryggðavinir. Sú vinátta hófst
er Magnús var unglingur og rétt
að byrja að stunda sjó. Höfðu þeir
oft margt saman að sælda. Því eft-
ir að við giftumst bjuggum við í
20 ár í næsta nágrenni við þau
Herdísi. Það var gott nágrenni og
er tímar liðu urðu synir okkar og
þeirra einnig góðir vinir og félagar.
Já, Sighvatur var frá byijun sannur
heimilisvinur. Hann var sjómaður
og veiðimaður. Þeir Stöðvarbræður
gerðu út og var hann oftast í landi,
sá um að útvega beitu og beita er
þeir voru á línu. Aldrei heyrði ég
annað en hann hefði ávallt verið á
sínum stað á réttum tíma. Hann
skrapp svo í fugl og á ijúpnaveiðar
inn á milli. Magnús var oft með
honum á svartfuglaveiðum og hafði
oft á orði hve samviskusamur Sig-
hvatur væri. Ef hann særði fugl
eyddi hann oft löngum tíma i að
ná honum, gat ekki hugsað sér að
láta hann kveljast. Sighvatur var
ljúfur í umgengni og hafði mjög
skemmtilega kímni- og frásagnar-
gáfu. Oft-sátum við hjónin og hlust-
uðum liugfangin á frásagnir hans
af sjó- og veiðiferðum, skemmtileg-
um atburðum og skrýtnum sam-
tölum fólks á samleiðinni.
Aldrei var hann illkvittinn í garð
nokkurrar manneskju. Góðvild hans
og heiðarleiki var einstök. Það var
sama hvers hann aflaði, alltaf gaf
hann öðrum stóran hlut af sínu og
hann var glaður gefandi. Hann
gekk til margra hér í bæ og færði
í soðið er fyrsti rauðmaginn eða
kolinn barst á land og ánægðastur
var hann er hann gat miðlað öðrum.
Við hjón fluttumst til Ástralíu
1968. Stuttu síðar fór Sighvatur á
togara er gerður var út frá Sauðár-
króki. Þá hirti hann, verkaði og
hengdi upp smáfisk og lét síga. Er
í land kom færði hann ávallt foreldr-
um Magnúsar siginn fisk og fleiri
nutu áreiðanlega góðs af. Þannig
var hann, hugulsemin dæmalaus.
Samt var heimilið alltaf mannmargt
og margir munnar heima að fæða.
Sighvatur kvæntist sinni ágætu
konu, Herdísi Pálmadóttur frá
Reykjavöllum árið 1941. Stóð hún
sterk og traust við hlið hans í 50 ár
í blíðu og stríðu. Þau eignuðust 8
börn er upp komust. Öll bráðmynd-
arlegt sómafólk. Að auki ólu þau
upp 2 bamabörn og oft var auka-
fólk í fæði. Heimilið var alltaf róm-
að fyrir gestrisni og myndarskap.
Var hlutverk Herdísar ekki síður
stórt enda vinnudagurinn oft lang-
ur. Ef Sighvatur minntist á hana
mátti kenna stolts í röddinni er
hann sagði: „Hún Herdís mín.” Það
er margs að minnast og margs að
sakna.
Við hjónin þökkum ævilanga vin-
áttu og tryggð þessa sómamanns.
Við biðjum algóðan Guð að gefa
Herdísi, börnum þeirra, tengda- og
barnabörnum liuggun og styrk í
söknuði þeirra og sorg.
Guð blessi minningu Sighvatar
P. Sighvats.
t
MAGNÚS EINARSSON
frá Búðum,
Staðarsveit,
er látinn.
Útförin verður gerð frá Búðakirkju laugardaginn 7. desember nlc.
kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á Búðakirkju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Magnúsdóttir,
Stekkjarholti 6,
Ólafsvík.
t
Elskuleg móðir okkar,
FIÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Kirkjulundi 6, Garðabæ,
áður Fögruvöllum, Garðabæ,
andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 4. desember.
Börnin.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hnífsdal,
Huldubraut 13,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið, Kópavogi, föstudaginn
6. desember.
Guðrún Þorbjörg Guðmundsdóttir,
Guðmunda Siggeirs Ingjaldsdóttir, Jóhann Vilhjálmsson,
og barnabörn.
t
Ástkær unnusta mín, dóttir okkar og systir,
BÁRA BJÖRGVINSDÓTTIR,
Ofanleiti 5,
lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 5. desember.
Björn Ingvarsson,
Esther Guðmundsdóttir, Björgvin Jónsson,
Helga Dögg Björgvinsdóttir, Ragnheiður Björgvinsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi,
ÁGÚST GUÐLAUGSSON,
fyrrverandi skrifstofustjóri,
Hringbraut 43,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. desember
kl. 15.00.
Júlíana Isebarn,
Ágúst Ágústsson, Ruth Stefnisdóttir,
Sveinn Agústsson, Herdís Dröfn Baldvinsdóttir,
systkini og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir, fósturfaðir og afi,
JÓN KR. ÍSFELD,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
10. desember nk. kl. 15.00.
Auður H. ísfeld,
Haukur fsfeld, Kristin G. ísfeld,
Auður Björnsdóttir
og barnabörn.
Maggi og Kidda