Morgunblaðið - 07.12.1991, Síða 76

Morgunblaðið - 07.12.1991, Síða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1991 ©1967 Unlwiil Phm Synd^alc * Ast er... II-? . . . að heyra hann segja: Ég elska þig. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Láttu nú ekki svona, Andrés. Sýndu mér frekar þessa spennandi uppfinningn sem þú taladir um. Með morgunkaffmu Ég hef á ■ tilfinningunni að þeir séu að leggja á ráðin um að gera uppreisn.! Um Foldaskóla í Grafarvogi Til Velvakanda. Sú spurning leitar á mig, foreldri eins nemanda í Foldaskóla, hvort hann sé boðleg kennslustofnun. Hveijar eru ástæðurnar? Þær eru af ýmsum toga og meðal annars þessar: Mikil ólæti og þar af deiðandi ónæði við nám innan veggja skól- ans. Eftir því sem ég kemst næst stafa þessi ólæti af agaleysi innan skólans og virðist sem örfáir ein- staklingar ráði þar ferðinni. Hver ætli sé ástæðan fyrir því? Er eitt- hvað að í sambandi við stjórnun skólans? Er yfirstjórn skólans ekki nógu vakandi fyrir því, hvernig kennsla gengur fyrir sig í skóian- um? Er yfirstjórn skólans búin að gefast upp við að vinna bug á því agavandamáli sem skólann htjáir? Hefur kennurum mistekist að vinna nemendur á sitt band og ná til nem- enda á þann hátt að gagnkvæm virðing milli nemenda og kennara sé til staðar? Eg veit að allir kennar- ar og leiðbeinendur reyna að leggja metnað sinn í að ná góðum árangri með sína nemendur, en það hefst ekki nema yfirstjórn skólans leggi sig alla fram um að koma á viðun- andi vinnuaðstöðu fyrir bæði kenn- ara og nemendur með því að stjórna skólanum því til þess er jú yfir- stjórn skólans. Er til dæmis mögu- leiki á því að sá umframfjöldi nem- enda í skólanum, en rúmlega 500 nemendum er þar ofaukið, sé einn þáttur í því að hvorki yfirstjórn skólans né aðrir sem við skólann starfa ráði við þennan fjölda? Ég spyr, því hver er ástæðan fyrir því að rúmlega 500 nemendum er of- aukið? Getur verið að yfirstjórn skólans hafi ekki notað það vald sem ég trúi að hver yfirstjórn skóla hafi til að taka af skarið og innrita aðeins þann fjölda sem skólanum er ætlað að hýsa? Þá er kannski spurt á móti. Hvert eiga þau bless- uð börn að fara sem koma úr öðrum hverfum þar sem ekki hefur verið reistur skóli og Foldaskóli myndi úthýsa? Svarið er einfalt og aug- ljóst: Byrðin liggur hjá Reykjavíkur- borg því þar hafa ekki haldist í hendur framkvæmdir íbúðabygg- iriga og framkvæmdir við skóla- byggingar, en framkvæmdir við skólamannvirki eru ekki í neinu samræmi við íbúafjölda hverfa í Grafarvogi. Og á meðan yfirstjórn skólans segir ekki orð og tekur endalaust við nemendum í skólann langt umfram getu, þá er ekki að furða þótt Reykjavíkurborg sé ekki að flýta sér við byggingu skóla- mannvirkja í hverfum Grafarvogs. Raunin er því sú að yfirstjórn skólans hefur ekki staðið sig í stykkinu hvað húsnæðismálin varð- ar. Kennsluaðstöðu er því svo kom- ið í dag að mínu mati að vegna agavandamálsins sem upp er komið í skólanum er í mörgum tilfellum ókennsluhæft. Til dæmis held ég að kennsla sem á að fara fram inn- an veggja skólans sé farin að flytj- ast frá skólanum til heimilanna. Astæðan er sú að þegar ekki er kennsluhæft í skólanum þá er samt reynt að halda kennsluáætlun hvað kennslumagn varðar sem kenna á yfir veturinn og er því aukning á heimanámi mikil. Það sem verra er, þegar nemandinn hefur setið allan eftirmiðdag og jafnvel fram á kvöld og fer svo í skólann að morgni, þá virðist sem ekki sé tími né friður til að fara yfir heimanám nemenda. Þetta veldur því að nemendum finnst þeim sýnt áhugaleysi af skól- ans hálfu. Og hver er afleiðingin af slíku? Ahugaleysi nemenda fyrir náminu eykst ef ekki verður brugð- ist við þessari vanrækslu skólans. í framhaldi af ofansögðu um flutning námsefnis frá skóla til heimila má nefna, að í desember hafa staðið yfir próf hjá 7. bekk. Og þar sem ég þekki vel til undir- búnings fyrir þessi próf, þá er upp- riij'un og undirbúningur erfiðari að því leyti að kennsla hefur ekki ver- ið sem skyldi. Því er meiri vinna fyrir nemendur að undirbúa sig fyr- ir prófin. En á sama tíma er heiman- ám látið halda sér óbreytt og er hrein viðbót við prófundirbúning- inn. Þetta finnst mér að verði að taka til endurskoðunar hjá skólan- um. Ég veit að vegna ástandsins, þ.e. agavandamálsins í Foldaskóla, eru foreldrar ákaflega óhressir og vilja úrbætur. Sumir hafa gengið svo langt, að láta börn sín í aðra skóla. Það segir sína sögu. Einnig veit ég að þeir nemendur sem fara í 8. bekk á næsta ári að loknum 7. bekk við þessar aðstæður eiga mjög erfitt skólaár framundan á næsta ári þar sem mikil breyting verður á námstilhögun og námskr- öfum. Þetta atriði er alvarlegra en margur heldur. Margir foreldrar hugsa eflaust eins og ég að ef ekki verður breyting til batnaðar í stjórn- unarmálum Foldaskóla þá verði þess sterklega krafist að stjórn verði komið á í skólanum. Að nem- endafjöldi verði samkvæmt lögum og getu skólans svo að kennarar og nemendur fái þann vinnustað og það andrúmsloft sem bestum árangri getur skilað í námi. Skólinn er jú vinnustaður jafnt nemenda sem kennara. Ég hef haft samband við Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og borið þár fram mín mál hvað þetta varðar, og þar á bæ var það engin nýlunda að foreldri bæri fram kvörtun, því kvörtununum vegna stjórunar Foldaskóla hefði rignt yfir stofnunina. Hvað Fræðsluskrif- stofan ætlar að gera veit ég ekki. En mín tillaga er að gerð verði út- tekt á skólanum á öllum sviðum og nefni ég aðeins tvennt í því sam- bandi hér, þ.e. kennslugetu skólans með allan þennan fjölda nemenda við þessar aðstæður og hvernig stjórnun skólans er háttað. Foreldri nemanda í Foldaskóla Þesslr hrlngdu . .. Myndavél Myndavél fannst 28. nóv. Fil- man var framkölluð og á henni reyndust vera myndir úr sumar- bústað. Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 92-46579. Bíllinn dældaður Kona hringdi og vildi koma eftirfarandi orðsendingu á fram- færi: „Ég vil vinsamlega biðja þann sem dældaði bílinn minn, Daihatsu Feroza, að hafa sam- band eða einhvern þann sem gæti varpað ljósi á málið. Atvik- ið átti sér stað á Bakkastæði gegnt Kolaportinu sunnudaginn 1. des. milli klukkan 15,30 og 15,45. Upplýsingar óskast í síma 672864 eða 73526.” Barnahúfa Dökkbiá bómullar barnahúfa tapaðist mánudaginn 2. des. Hún tapaðist annað hvort fyrir framan við Suðurver eða á bílastæðinu við Ikea eða inn í versluninni. Framan á húfunni er merki sem á stendur „Oilily”. Eigandinn er þriggja ára og saknar húfunnar sárt. Finnandi hringi í síma 672154. Peningaveski Karlmannspeningaveski fannst nálægt Eirhöfða fyrir nokkru. Nánari upplýsingar fást í síma 16089 HOGNI HREKKVISI i I/AÆ-.S4'’M&i'TJ-óf -sifi/N F/kut-í Yíkveiji skrifar Hinn 3. desember barst Morgun- blaðinu bréf ásamt fleirum, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi, ef póststimpillinn hefði ekki verið frá 10. október síðastliðn- um. Bréfið hafði verið sent frá Garðastræti þannig að ekki var um að ræða að bréfíð hafi þurft að fara milli póststöðva. Samt tók það brefið 61 dag að komast á ákvörð- unarstað. Þessi þjónusta, ef þjónustu skyldi kalla kostaði bréfsendanda 37 krón- ur, auk ýmissa óþæginda, sem fylgdu því, hve bréfíð var lengi á leiðinni, í raun þessa nokkur hundr- uð metra, sem voru milli sendanda og viðtakenda. Þjónusta sem þessi er vart boðleg og sýnir að einhver pottur er brotinn í þjónustu pósts- ins. XXX Skjaldborg hefur gefíð út bók um Geirfinnsmálið, sem var sakamál er varðaði mannshvarf og fleira frá 19. nóvember 1974. Þetta mál varð fyrirferðarmikið í fréttum og hin mesta orrahríð hérlendis, sem lauk í raun á frægum blaða- mannafundi, sem þýzkur rannsókn- alögreglumaður, Schultz, boðaði til hinn 2. febrúar 1977, er hann hafði upplýst málið. Málið gekk síðan í gegnum öll dómstig og voru sak- borningar að lokum dæmdir í Hæst- arétti Islands til þungra refsinga. Þeir, sem þekkja málavöxtu í þessu magnaða sakamáli, hrökkva því við, þegar þeir lesa kynningu forlagsins á bókinni, sem fjallar um Geirfinnsmálið. Þar segir: „Játning- ar, lygaspuni, söguburður um sak- laust fólk breytir ekki þeirri stað- reynd, að þjóðin á sakborningum í Geirfínnsmáli skuld að gjalda”. Nú er Víkverja spurn: Við hvað á for- lagið með þessum orðum? Væntan- lega, sé bókin samvizkusamlega í letur færð, geta lesendur dæmt sjálfír að loknum lestri og sjá þá að þessi umsögn er hin mesta firra og í algjörri mótsögn við staðreynd- ir. XXX að hljómar hjálf einkennilega í eyrum Víkverja að heyra nýj- ustu tillögur Hafrannsóknarstofn- unar um að tvöfalda loðnukvótann, því að undanfarið hafa loðnuskipin siglt um allan sjó að leita að loðnu án þess að finna neitt. En í vor fundu fískifræðingar enga loðnu meðan loðnusjómenn sögðust varla geta siglt um sjóinn, þar sem loðnu- torfurnar væru svo þéttar, og húð- skömmuðu fiskifræðingana fyrir nánasarlegar kvótatillögur. Víkveiji botnar jafnlítið í þessu máli og rifr- ildi íslenskra núverandi og fyrrver- andi ráðherra og embættismanna um karfatonnin 3.000, sem annað- hvort voru boðin Evrópubandalag- inu til veiða eða ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.