Morgunblaðið - 08.04.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 08.04.1993, Síða 1
112 SIÐUR B/C 82.tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Öryg'gisráðid meðmælt að- ild Makedóníu Aþenu. Reutör. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær án atkvæðagreiðslu að mæla með aðild Makedóníu að samtök- unum. Búist er við að allsherjarþingið samþykki síðan aðild- ina í dag og verða ríki SÞ þá 181. Grikkir og Makedóníu- menn hafa ákveðið að hefja viðræður til að reyna að að binda enda á fimmtán mánaða langa deilu ríkjanna varð- andi nafnið á Makedóníu, sem er eitt af lýðveldum fyrrver- andi Júgóslavíu. Grikkir fullyrða að með því að nota þetta heiti séu Makedóníumenn að gefa í skyn að þeir geri landa- kröfur en nyrsti hluti Grikklands ber sama nafn. Vegna deilnanna verður fáni Makedóníumanna fyrst um sinn ekki látinn blakta við hlið hinna ríkjanna fyrir utan aðalstöðvarnar í New York. íbúar Makedóníu eru um tvær milljónir og þar er mikil fátækt. Grikkir hafa staðið gegn því inn- an Evrópubandalagsins að banda- lagsríkin viðurkenni fullveldi Make- dóníu og málið hefur valdið tilfinn- ingaróti meðal Grikkja. í gær sagði hins vegar Mihalis Papaconstant- inou, utanríkisráðherra Grikklands, að í næstu viku myndu hefjast við- ræður milli þeirra og Makedóníu- manna um nafnamálið. Skákeinvígi Kasparovs og Shorts Gengið framhjá hæstbjóðendum? „ÞAÐ VEIT enginn á þessu stigi hver stendur fyrir væntan- íegu einvígi þeirra Nigels Shorts og Garrí Kasparovs,“ sagði Matthew Patten, talsmaður London Chess Group, sem bauð hæsta verðlaunaféð, í samtali við Morgunblaðið í gær. og Kasparov samþykktu að ganga til sérstakra viðræðna við þennan hóp og gefa tveggja vikna frest til þess að kanna hvort samningar gætu tekist. Sá frestur rennur út næstkomandi þriðjudag. Þangað til erum við í lausu lofti. Málið er í biðstöðu og við skulum vona að biðleikurinn hafi ekki verið afleikur. En skákheimurinn er afar skrítin veröld, það máttu vita. Þess vegna stendur tilboð okkar áfram, en við verðum að bíða til þriðjudags með að sjá hvort við verðum látnir sigla okkar sjó“. Patten sagði það rangt að Short og Kasparov hefðu tekið boði sem enska blaðið Tim- es stæði að ásamt hollenskum aðil- um, en Times hef- ur látið í það skína í fréttum. Þessir ___________ aðilar buðu 1,7 Kasparov milljóna punda verðlaunafé, jafnvirði 165 milljóna króna, en London Chess Group 2,0 milljónir punda. „Það sem gerðist var að Short Geislamengað ský yfir Síberíu RJoskvu. Reuter. RUSSNESK stjórnvöld viðurkenndu í gær að eldsvoði í efnaverksmiðju við Tomsk í Síberíu væri alvarlegasta at- vik sinnar tegundar frá því eldsvoði varð í lqarnorkuverinu í Tsjemóbyl 1986. Geislamengun væri hins vegar óveruleg. Að sögn orkuráðuneytisins í Moskvu olli gasmyndun í úrantanki sprengingu. Við það kviknaði eldur en fljótlega tókst að slökkva hann. Sjónvarpsstöð í Moskvu skýrði síðar frá því að rússneski flugherinn fullyrti að ’geislavirkt ský frá verinu væri á ferð og flugi yfir Síberíu. Væri það í þriggja kílómetra hæð og stefndi á 36 km hraða á klukku- stund í átt til árinnar Jenísej, eins af stórfljótum Síberíu sem upptök á í Mongólíu og rennur til sjávar í Norður-Ishafið. - IlloranuMnÍiið '■ H ISðlfllI n . .... l—L 3 LJ.IIJ.UJ ED r—rr - Il-~i Morgunblaðið flyzt úr Aðalstrætí í Kringluna 1 MORGUNBLAÐIÐ í dag er síðasta tölu- blaðið, sem unnið er í Aðalstræti 6, því að um páskana flyzt öll starfsemi blaðsins undir eitt þak í nýju blaðhúsi í Kringlunni 1, sem Árvakur hf., útgáfufélag blaðsins, hefur reist þar á undanförnum 17 mánuð- um. Við þessi tímamót eru liðin tæp 20 ár frá því að starfsemi Morgunblaðsins var síðast öll undir sama þaki í Aðalstræti 6, er prentsmiðja og afgreiðsla fluttust í Skeifuna. Síðastliðinn áratug var orðið það þröngt um starfsemi Morgunblaðsins í Aðalstræti 6, að blaðið hefur þurft að skipta ritstjórninni í þrennt og hefur hún einnig verið hýst í Hafnarstæti 20 og á Hverfisgötu 6. Um tíma var ritsljómin einnig í Tryggvagötu 26. Við þessa breytingu má segja, að tímamót verði í sögu Morgunblaðsins, sem í nóvember verður 80 ára, því að blaðið hefur frá fyrsta tölublaði verið gefið út í miðbæ borgarinnar^var fyrst til húsa í Austurstræti, lengst af í húsinu númer 8, _þar sem það í fyrstu var prentað í Prentsmiðju Isafoldar hf., en þar til húsa var einnig fyrsta prentsmiðjan, sem Morgunblaðið eignaðist sjálft. Árið 1956 flutt- ist blaðið síðan í Aðalstræti 6 og var fyrst prentað þar 22. maí 1956 í fyrstu stórvirku „rotations“-press- unni sem keypt var til landsins. Það varð jafnframt siðasta blýprentvél blaðsins, sem hætt var að nota á árinu 1973. Þótt prentsmiðja Morgunblaðsins hafi flutzt í Aðalstræti 6 22. maí 1956, fluttist bókhald blaðsins og ritstjórn ekki í Aðalstrætið fyrr en 28. júní það ár. Var síðan öll starfsemin þar til ársins 1973, eins og áður sagði, er keypt var offsetprentvél, sem í 10 ár prentaði blaðið. Hún var í Skeifunni 19 og var síðan leyst af hólmi af núverandi prentvél, sem hús var reist yfir í Kringlunni 1. Það hús hefur til þessa einnig hýst afgreiðslu blaðsins frá 1984. Fyrsta tölu- blaðið var prentað þar í júlí það ár. Flutningurinn nú um páskana er mikið verk borið saman við flutninginn 1956. Þá tóku menn ritvélar sínar undir handlegginn og settust niður á nýjum stað. Nú eru þúsundir tölvutenginga, sem tækni- menn þurfa að aftengja á þremur stöðum í borginni og tengja síðan í nýju húsi. Reykjavíkurborg hefur keypt þann hluta Aðalstrætis 6, sem Árvakur hf. átti, fyrir Borgarbókasafn Reykjavíkur. Morgunblað- ið óskar lesendum sínum gleðilegra páska.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.